Morgunblaðið - 15.01.2015, Page 83
MENNING 83
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Benedikta Br. Alexandersdóttir
benedikta@mbl.is
Á hverju ári fer fram keppni ungra
einleikara sem Sinfóníuhljómsveit Ís-
lands stendur fyrir í samvinnu við
Listaháskóla Íslands. Keppnin er op-
in nemendum á háskólastigi, óháð því
hvaða skóla þeir sækja. Að þessu
sinni fór keppnin fram í nóvember
síðastliðnum og tóku sjö nemendur
þátt. Fjórir einleikarar báru sigur úr
býtum og leika að launum einleik
með Sinfóníuhljómsveit Íslands í
Eldborgarsal Hörpu í kvöld. Þau eru
Baldvin Oddsson, Erna Vala Arnars-
dóttir, Lilja María Ásmundsdóttir og
Steiney Sigurðardóttir. Hver einleik-
ari flytur hálftímalanga dagskrá með
ólíkum verkum en tónlistarfólk í
fremstu röð skipar dómnefnd keppn-
innar. Í ár skipuðu nefndina Kristinn
Sigmundsson, formaður listráðs Ís-
lensku óperunnar, Einar St. Jónsson
trompetleikari, Ástríður Alda Sig-
urðardóttir píanóleikari, Una Svein-
bjarnardóttir fiðluleikari og Sigrún
Eðvaldsdóttir, konsertmeistari og
fulltrúi Sinfóníuhljómsveitar Íslands.
Ungir reynsluboltar
Hljómsveitarstjóri er Norðmað-
urinn Torodd Wigum en hann er
staðarhljómsveitarstjóri Sinfóníu-
hljómsveitarinnar í Þrándheimi og
fyrrverandi aðstoðarhljómsveitar-
stjóri Fílharmóníusveitarinnar í
Bergen. Er þetta í fyrsta sinn sem
Wigum stjórnar Sinfóníuhljómsveit
Íslands.
Einleikararnir hafa ólíkan bak-
grunn en allir brennandi áhuga á tón-
list. Vekja vinningshafar keppninnar
verðskuldaða athygli á ári hverju og
ríkir eftirvænting meðal tónlistar-
unnenda eftir að fá að fylgjast með
framförum þeirra.
Baldvin Oddsson er trompetleik-
ari, fæddur 1994, og hóf trompetnám
aðeins fimm ára gamall. Hefur hann
lokið við framhalds- og burtfarar-
prófi frá Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar og síðan verið við tón-
listarnám í Bandaríkjunum. Baldvin
er nú á öðru ári við Manhattan Scho-
ol of Music en Mark Gould, kennari
hans, var fyrsti trompetleikari Met-
ropolian Opera Orchestra í New
York. Baldvin hefur komið fram á
tónlistarviðburðum víða um Evrópu
og Norður-Ameríku og hlotið fjölda
viðurkenninga og verðlauna. Hann
var tilnefndur til Íslensku tónlist-
arverðlaunanna sem Bjartasta vonin
árið 2013.
Erna Vala Arnarsdóttir píanóleik-
ari er fædd 1995 en hún hóf nám sjö
ára gömul hjá Ásrúnu Ingu Kondrup.
Árið 2006 hóf hún nám í Nýja tónlist-
arskólanum og lauk þaðan fram-
haldsnámi 2013. Sama ár hóf hún dip-
lómanám við Listaháskóla Íslands
undir leiðsögn Peters Máté en er nú
á öðru ári í bakklárnámi þar. Erna
hefur hlotið verðlaunasæti í EPTA-
keppninni á Íslandi og tekið þátt í
hinum ýmsu námskeiðum og mast-
ersklössum í Belgíu, Ítalíu og Frakk-
landi.
Lilja María Ásmundsdóttir píanó-
leikari fæddist árið 1993 en hún hóf
nám í fiðluleik við Tónskóla Sig-
ursveins D. Kristinssonar fjögurra
ára að aldri. Hún lauk 6. stigi árið
2008 frá Tónlistarskólanum í Reykja-
vík og hóf nám í píanóleik hjá Þór-
unni Huldu Guðmundsdóttur við
Tónskóla Sigursveins tíu ára gömul.
Þaðan lauk hún framhaldsprófi 2013
og hóf nám við Listaháskóla Íslands
sama ár hjá Peter Máté. Lilja María
hefur tekið þátt í ýmsum meist-
aranámskeiðum, meðal annars hjá
Víkingi Heiðari Ólafssyni, Nínu Mar-
gréti Grímsdóttur, Eddu Erlends-
dóttur, Megumi Masaki og Birgittu
Wollenweber.
Steiney Sigurðardóttir er sellóleik-
ari, fædd 1996, en hún hóf sellónám
fimm ára hjá Örnólfi Kristjánssyni
við Suzuki-tónlistarskólann í Reykja-
vík, og Tónskóla Sigursveins D.
Kristinssonar. Undir handleiðslu
Gunnars Kvaran lauk hún fram-
haldsprófið 2012 og hóf nám í Lista-
skóla Íslands 2013 þar sem hún er
nemandi Sigurgeirs Arnarssonar við
Tónlistarskólann í Reykjavík. Stein-
ey hefur sótt Meadowmount School
of Music og Astona International og
sótt fjölda námskeiða. Þar má helst
nefna Tónlistarhátíð unga fólksins,
Djúpið, Tónlistarakademíuna í
Hörpu, námskeið Ungsveitar Sinfón-
íuhljómsveitar Íslands og Orkester
Norden.
Þau hlutskörpustu gefa
hinum eldri ekkert eftir
Sigurvegarar keppni ungra einleikara leika með Sinfón-
íuhljómsveit Íslands í kvöld Vekja verðskuldaða athygli
Ljósmynd/Sinfóníuhljómsveit Íslands
Hæfileikarík Einleikararnir fjórir eru Baldvin Oddsson, Erna Vala Arn-
ardóttir, Lilja María Ásmundsdóttir og Steiney Sigurðardóttir.
» Fyrstu hádegistónleikar ársins í Saln-um fóru fram í gær. Þar leiddu mildir
og ljúfir tónar í flutningi Kársnestríósins
áheyrendur inn í nýja árið. Tríóið skipa
þær Guðrún Birgisdóttir á flautu, El-
ísabet Waage á hörpu og Svava Bern-
harðsdóttir á víólu. Tónleikarnir voru
hluti af tónleikaröðinni Líttu inn í hádeg-
inu sem hóf göngu sína 2012 undir list-
rænni stjórn Guðrúnar Birgisdóttur.
Mildir tónar í janúarhádegi
Tilhlökkun Anna Margrét Gunnarsdóttir, Valdís Þorkels-
dóttir og Áslaug Júlíusdóttir lögðu leið sína í Salinn.
Gleði Hansína Ólafsdóttir og Þórdís Ólafsdóttir.
Fjör Bernharður Guðmundsson og Ásgeir Jónsson.
Morgunblaðið/Þórður
Lína langsokkur (Stóra sviðið)
Lau 17/1 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst.
Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00
Lau 24/1 kl. 13:00 Lau 14/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00
Sun 25/1 kl. 13:00 Sun 15/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00
Lau 31/1 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00
Sun 1/2 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00
Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13
Dúkkuheimili (Stóra sviðið)
Fim 15/1 kl. 20:00 8.k. Sun 25/1 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 20:00
Sun 18/1 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00
Fim 22/1 kl. 20:00 Fim 5/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00
Sígilt meistarastykki Ibsen í nýrri þýðingu Hrafnhildar Hagalín
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Fim 29/1 kl. 20:00
Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00
Nýjar aukasýningar komnar í sölu!
Öldin okkar (Nýja sviðið)
Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00
Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00
5 stjörnu sýning að mati gagnrýnanda
Beint í æð (Stóra sviðið)
Fös 16/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00
Lau 17/1 kl. 20:00 Fim 29/1 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00
Mið 21/1 kl. 20:00 Fös 30/1 kl. 20:00
Fös 23/1 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00
ATH janúar sýningar komnar í sölu!
Kynfræðsla Pörupilta (Nýja sviðið)
Fim 15/1 kl. 10:00 Fös 16/1 kl. 10:00 Fös 16/1 kl. 13:00
Fim 15/1 kl. 11:30 Fös 16/1 kl. 11:30
Uppistand Pörupilta um það sem allir eru að spá í.
Bláskjár (Litla sviðið)
Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00
Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi
Ekki hætta að anda (Litla sviðið)
Fim 15/1 kl. 20:00 Frums. Mið 28/1 kl. 20:00 6.k. Fim 12/2 kl. 20:00 10.k
Sun 18/1 kl. 20:00 2.k Lau 31/1 kl. 20:00 Aukas. Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas.
Mið 21/1 kl. 20:00 3.k. Sun 1/2 kl. 20:00 7.k. Sun 15/2 kl. 20:00 11.k
Fim 22/1 kl. 20:00 4.k. Fim 5/2 kl. 20:00 8.k. Mið 18/2 kl. 20:00 12.k
Sun 25/1 kl. 20:00 5.k. Fös 6/2 kl. 20:00 9.k
Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur
Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl.
★★★★ – SGV, MblHamlet –
Tjarnargötu 12 | 101 Reykjavík | sími 527 2100 | tjarnarbio.is
Síðbúin rannsókn (Aðalsalur)
Fim 15/1 kl. 20:00 Fim 22/1 kl. 20:00 Sun 25/1 kl. 20:00
Lísa og Lísa (Aðalsalur)
Fös 16/1 kl. 20:00 Fös 23/1 kl. 20:00
Lau 17/1 kl. 20:00 Lau 24/1 kl. 20:00
Lífið (Aðalsalur)
Sun 18/1 kl. 13:00 Sun 25/1 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00
Aukasýningar!
Eldbarnið (Aðalsalur)
Lau 7/2 kl. 14:00 Sun 15/2 kl. 14:00 Sun 1/3 kl. 14:00
Sun 8/2 kl. 14:00 Sun 22/2 kl. 14:00
leikhusid.is Konan við 1000° – ★★★★ „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“
– Morgunblaðið
Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið)
Fim 15/1 kl. 19:30 8.sýn Fim 29/1 kl. 19:30 14.sýn Fös 13/2 kl. 19:30 19.sýn
Fös 16/1 kl. 19:30 9.sýn Fös 30/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 14/2 kl. 19:30 20.sýn
Lau 17/1 kl. 19:30 10.sýn Lau 31/1 kl. 19:30 16.sýn Fim 19/2 kl. 19:30 Aukas.
Fim 22/1 kl. 19:30 11.sýn Fim 5/2 kl. 15:00 Aukas. Fös 20/2 kl. 19:30 21.sýn
Fös 23/1 kl. 19:30 12.sýn Fös 6/2 kl. 19:30 17.sýn Lau 21/2 kl. 19:30 22.sýn
Lau 24/1 kl. 19:30 13.sýn Lau 7/2 kl. 19:30 18.sýn
Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins.
Karitas (Stóra sviðið)
Sun 18/1 kl. 19:30 29.sýn Sun 1/2 kl. 19:30 31.sýn
Sun 25/1 kl. 19:30 30.sýn Sun 8/2 kl. 19:30 32.sýn
Seiðandi verk sem hefur hlotið frábærar viðtökur. Síðustu sýningar.
Konan við 1000° (Kassinn)
Sun 18/1 kl. 19:30 41.sýn Mið 28/1 kl. 19:30 43.sýn
Sun 25/1 kl. 19:30 42.sýn Sun 1/2 kl. 19:30 44.sýn
5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Síðustu sýningar.
Ofsi (Kassinn)
Fös 16/1 kl. 19:30 Lau 24/1 kl. 19:30 Lau 31/1 kl. 19:30
Lau 17/1 kl. 19:30 Fim 29/1 kl. 19:30
Fös 23/1 kl. 19:30 Fös 30/1 kl. 19:30
Sýning sem hefur fengið frábærar viðtökur.
Hættuför í Huliðsdal (Kúlan)
Sun 18/1 kl. 16:00 24.sýn
Spennandi sýning fyrir hugrakka krakka!
HVERFISGATA 19551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS