Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 84
84 MENNING
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 2015
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
plankaparket
Verðdæmi:
190 mm Eik Rustik burstuð
mattlökkuð 7990.- m
Vegna afnáms Vörugjalda
nú kr. 6.990 m2
Helgi Snær Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
Torstein Björklund, ungur leikari
af íslenskum og norskum ættum,
fer með hlutverk í einni viðamestu
sjónvarpsþáttaröð sem framleidd
hefur verið í heimalandi hans Nor-
egi, Kampen om tungtvannet, eða
Baráttan um þungavatnið sem
sýningar hófust á í norska ríkis-
sjónvarpinu, NRK 1, í byrjun árs.
Í þáttunum segir af kjarnorku-
áætlunum nasista í seinni heims-
styrjöldinni, framleiðslu þeirra á
þungavatni í Noregi og einni
þekktustu aðgerð norskra and-
spyrnuhreyfingarmanna sem tókst
af miklu hugrekki að sprengja í
loft upp birgðir nasista af þunga-
vatni. Thorstein fer með hlutverk
einnar af þessum hetjum í þátt-
unum.
Torstein talar ágæta íslensku
þótt hann hafi ekki alist upp hér á
landi, segist tala „mömmu-
íslensku“ þar sem móðir hans er
íslensk. Hann segist í æsku hafa
svarað mömmu sinni á norsku þótt
hún hafi talað við hann íslensku.
Torstein var síðast á Íslandi í
fyrra, lék í norsku kvikmyndinni
Morgenröde, eða Morgunroða,
sem var tekin upp á Mýrdalssandi.
„Það átti að vera stuttmynd en
varð að kvikmynd í fullri lengd,“
segir hann. Morgunroði er dy-
stópía, gerist í framtíðinni og seg-
ir af tveimur mönnum sem vafra
um eyðilega jörð í leit að
drykkjarvatni eftir að gríðarleg
mengun hefur útrýmt nær öllu lífi
á plánetunni. Leikarar eru aðeins
tveir í myndinni, Ingar Helge
Gimle og Torstein.
Með þeim allra dýrustu
Torstein nam leiklist í Liverpool
Institute for performing Arts,
LIPA, á Englandi á árunum 2008-
11 og Khio, leiklistarskóla í Ósló í
Noregi, veturinn 2012-13. Þótt
stutt sé síðan Torstein lauk námi,
eitt og hálft ár, hefur hann fengið
bitastæð verkefni, eins og sjá má
af fyrrnefndum hlutverkum.
„Ég er bara ofsalega heppinn,“
segir hann hógvær og hlær. Og
berst þá talið að Kampen om
tungtvannet. „Ég er skemmd-
arverkamaður, ég er nýbúinn að
læra þetta orð,“ segir Torstein
um hlutverk sitt í þáttunum og
hlær að orðaforðanum. En er
hlutverkið stórt? Torstein líkir
því við hlutverk hermannanna í
þáttunum Band of Brothers. „Við
erum tíu strákar sem fylgt er eft-
ir í þáttunum. Við erum mikið
með en þó ekki aðalpersónurnar,“
segir hann.
– Eru þetta með dýrari þáttum
sem Norðmenn hafa framleitt?
„Ég held að þetta séu þeir dýr-
ustu. Það er alltaf sagt að þeir séu
með þeim dýrustu en ég hef ekki
heyrt af öðrum dýrari,“ svarar
Torstein. Spurður hvort norskar
stjörnur séu meðal leikara segir
Torstein að þær séu margar.
Fjöldi ungra og upprennandi leik-
ara t.d. í hlutverkum ungu and-
spyrnumannanna.
– Var lærdómsríkt fyrir þig að
leika í þáttunum?
„Alveg ofsalega. Þetta er nátt-
úrlega fyrsta stóra hlutverkið mitt
í sjónvarpi og gaman að vera með
í einhverju sem er svona mik-
ilvægt í sögu Noregs. Á hverjum
tökudegi var eitthvað ofsalega
stórt, spennandi og merkilegt á
ferðinni,“ segir Torstein.
– Á síðu NRK kemur fram að
um 1.259.000 Norðmenn hafi horft
á fyrsta þáttinn. Er það ekki mjög
mikið áhorf?
„Jú, við vorum alveg viss um að
margir myndu horfa á hann en
alls ekki svona margir. Þannig að
það var rosalega skemmtilegt.“
„Viss um að þetta
verður frábær mynd“
Hvað önnur verkefni varðar þá
fer Torstein með hlutverk í
dönsku kvikmyndinni Tordenski-
old sem gerist áður 1720 og fjallar
um Peter Wessel Tordenskiold,
stríðshetju og sjóliðsforingja í
konunglega danska og norska sjó-
hernum. Torstein leikur Ole nokk-
urn Jacobsen.
„Þetta er dönsk mynd og það
eru tvö norsk hlutverk í henni.
Tordenskiold var náttúrlega
dansk-norskur og hann hitti
norskan mann í Kaupmannahöfn.
Ég leik hann. Myndin gerist í
Kaupmannahöfn en var tekin í
Prag,“ segir Torstein.
Tökur á myndinni fóru fram í
október í fyrra og verður hún
frumsýnd á næsta ári, skv. vefnum
IMDb. Torstein segir handrit
myndarinnar fyrirtak og Jacob Of-
tebro, sem leikur Tordenskiold,
gríðarlega færan leikara. „Þannig
að ég er viss um að þetta verður
frábær mynd. Þótt mitt hlutverk
sé lítið er alltaf skemmtilegt að
vera með í einhverju svona flottu,“
segir Torstein.
Torstein er þessa dagana að
leika á sviði í Ósló, í Fjandmanni
fólksins eftir Ibsen, og hann segir
fleiri kvikmyndaverkefni í píp-
unum þótt ekkert sé fast í hendi.
Enn vanti fjármagn til framleiðsl-
unnar, eins og gengur.
„Ég er bara ofsalega heppinn“
Íslensk-norski leikarinn Torstein Björklund fer með hlutverk í einni dýrustu sjónvarpsþáttaröð
Norðmanna, Kampen om tungtvannet Einnig með hlutverk í mynd um stríðshetjuna Tordenskiold
Ljósmynd/Lasse Fløde
Mikilvægt „Þetta er náttúrlega fyrsta stóra hlutverkið mitt í sjónvarpi og gaman að vera með í einhverju sem er
svona mikilvægt í sögu Noregs,“ segir Torstein um þátttöku sína í umtöluðum sjónvarpsþáttum.
Ljósmynd/Robert Holand Dreier/Filmkameratene
Andspyrnumaður Torstein Bjørklund í hlutverki sínu í sjónvarpsþáttunum
Kampen om tungtvannet sem hlotið hafa góðar viðtökur og áhorf í Noregi.
» Á hverjum tökudegivar eitthvað ofsalega
stórt, spennandi og
merkilegt á ferðinni…
við vorum alveg viss um
að margir myndu horfa
á hann en alls ekki
svona margir.
Heimildarmynd leikhópsins Krið-
pleirs um Jón Hreggviðsson sem
hefur verið sýnd í Bíó Paradís fær-
ist nú yfir í Tjarnarbíó. Heimild-
armyndin ber yfirskriftina Síðbúin
rannsókn: Drap hann mann eða
drap hann ekki mann? en Jón var
dæmdur fyrir böðulsmorð fyrir 330
árum. Síðbúin rannsókn verður
sýnd í Tjarnarbíói í kvöld, fimmtu-
dag, klukkan 20 og oftar á næst-
unni. Hópurinn á ýmiskonar efni
sem hann hlakkar til að kynna.
Gaman Kriðpleir á efni í handraðanum
sem félagarnir hlakka til að sýna.
Rannsaka 330 ára
gamalt morðmál