Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 92

Morgunblaðið - 15.01.2015, Qupperneq 92
FIMMTUDAGUR 15. JANÚAR 15. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Systkin slógu í gegn á YouTube 2. Frétt Maríu Lilju var stöðvuð 3. Myndbirtingin leiddi til handtöku 4. „Mig langaði að gefast upp“ »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Björk Guðmundsdóttir greinir frá því á fésbókarsíðu sinni að ný hljóm- plata hennar, Vulnicura, komi út í mars. Þá stendur mikið til hjá tónlist- arkonunni því sýning um verk hennar og feril verður opnuð á sama tíma í Museum of Modern Art í New York. Meðal listamanna sem tóku þátt í gerð plötunnar eru upptökustjórarnir Arca og Haxan Clock. Morgunblaðið/Kristinn Ný plata Bjarkar kemur út í mars  Sönghópurinn Boudoir, sem er skipaður tíu söng- konum, heldur tónleika í kvöld kl. 22 á Rósenberg við Klapparstíg undir yfirskrift- inni „Rómó á Rós- enberg“. Hljóm- sveit Julians Hewletts kemur fram með þeim og hyggjast þau flytja róm- antískar dægurperlur úr ýmsum átt- um. Rómó hjá söng- hópnum Boudoir  Þeir Júlíus Kemp og Ingvar Þórð- arson hjá Kvikmyndafélagi Íslands eru meðframleiðendur vinsælustu kvik- myndar liðins árs í Finnlandi. Kallast hún The Grump upp á ensku og var leik- stýrt af Dome Karukoski. 459 þúsund gestir sáu kvikmyndina en á hæla hennar komu annar og lokahluti þríleiksins um Hob- bitann. Voru meðframleið- endur að The Grump Á föstudag Norðaustan 10-18 m/s og snjókoma norðvestantil, en annars 5-10 m/s og víða él. Yfirleitt bjartviðri fyrir sunnan. Frost yfirleitt 1 til 8 stig, kaldast inn til landsins. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Norðvestan 13-20 m/s og fer að snjóa á Norður- og Austurlandi, en annars hægari og úrkomulítið. Norð- vestan og vestan 15-23 m/s norðaustantil í kvöld. Frost 0 til 8 stig. VEÐUR „Þetta er kjörið tækifæri fyrir þessa kynslóð að fá verkefni. Það er stór kyn- slóð af efnilegum leik- mönnum sem hafa ekki fengið mörg verkefni síðan í U19 ára landsliðinu og ég vildi gjarnan fá fleiri leiki fyrir þennan aldur,“ sagði landsliðsþjálfarinn Freyr Alexandersson meðal annars eftir 3:1 sigur U-23 ára liðs kvenna á Póllandi. »2 Vildi gjarnan fá fleiri leiki „Stærstu skilaboðin frá mér til íslensks íþróttafólks eru þau að það þori að láta sig dreyma. Hver og einn íþróttamaður setur sér rétt og raunhæf markmið en hann verður eftir sem áður að hafa kjark til þess að láta sig dreyma um að ná enn lengra,“ segir Colin Jackson, margfaldur Evrópu- og heimsmeistari í grindahlaupi, sem heldur fyrirlestur hér á landi í kvöld. » 4 Colin Jackson með fyrirlestur í kvöld ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Safnarasýningin „Klukkurnar hans Dodda“ verður opnuð í Galleríi undir stiganum í bæjarbókasafni Ölfuss í Þorlákshöfn í dag. Þar sýnir Þór- arinn Víkingur Grímsson um 120 úr og klukkur sem hann hefur safnað undanfarin ár. Söfnunarárátta er mörgum í blóð borin en Þórarinn kannast ekki við hana í fjölskyldunni. Segist samt sjálfur snemma hafa leiðst út á þessa braut. „Gamlir bílar heilluðu mig og ég hef gert upp nokkra,“ segir hann og vísar stoltur á bílinn sem notaður var í kvikmyndinni Mamma Gógó eftir Friðrik Þór Friðriksson. „Ég á bílinn ennþá og nota hann á sumrin. Já, já. Það held ég nú.“ Bíladellan kviknaði þegar Þór- arinn bjó í Þingvallasveitinni. „Ég átti heima þar í tíu ár og þá langaði mig til þess að eignast bíl eins og pabbi átti, Dodge Weapon, og síðan hef ég átt nokkra slíka og farið á þeim víða um land.“ Fermingarúrið kveikjan Þórarinn hóf að safna úrum og klukkum fyrir nokkrum árum. Hann segist einkum hafa keypt klukkur á nytjamörkuðum í Reykjavík og auk þess fengið margar gefins. „Svona söfnun er bara geðveiki,“ segir hann. „Hún byrjaði þegar ég fann arm- bandsúrið sem afi og alnafni minn gaf mér í fermingargjöf,“ rifjar hann upp. Segir að úrið sé rússneskt og sérstakt, því aðeins hafi um tylft ver- ið flutt inn til reynslu á sínum tíma. „Ég hélt að ég hefði týnt úrinu, en svo kom í ljós að það hafði lent ofan í kassa með öðru dóti fyrir mörgum árum. Í kjölfarið datt mér í hug að fara að safna klukkum og svo rammt kvað að þessu að þegar ég sá klukku langaði mig í hana.“ Úrin og klukkurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. Þórarinn segir að ekki hafi verið hægt að þverfóta fyrir þeim í húsinu. „Það voru marg- ar klukkur í hverju herbergi,“ segir hann og bætir við að úrið frá afanum, sem er af svonefndri Sport-gerð, sé í mestu uppáhaldi hjá sér. „Það er því miður hætt að ganga. Fjöðrin er ekki slitin og ég veit ekki af hverju það gengur ekki en mér hefur dottið í hug að fara með það í viðgerð.“ Þórarinn segir að eiginkonunni og uppkomnu börnunum hafi ekki litist á nýja áhugamálið, en áréttar að konan hafi samt staðið þétt við bakið á sér við söfnunina og tekið þátt í henni. „Þetta er eitt af því örfáa sem við erum sammála um,“ segir hann. „En þeim fannst þetta algjör vit- leysa og spurðu hvað ég hefði eig- inlega að gera við allar þessar klukk- ur. Þetta er samt ekkert verra en hvað annað. Sumir safna pennum, aðrir hestum, enn aðrir bílum og húsum. En konunni fannst þetta orð- ið fullmikið og ég ætla ekki að setja þær aftur upp í húsinu. Helst vil ég selja safnið eins og það leggur sig. Það væri best að losna við það þann- ig, en ég læt aldrei úrið frá afa frá mér, því það er sérstakt.“ Sýnir um 120 úr og klukkur  Safnaði fyrst gömlum bílum og svo klukkum Klukkukarl Þórarinn Víkingur Grímsson innan um úr og klukkur með úrið frá afa sínum og alnafna. Tegundir Klukkurnar eru af ýmsum stærðum og gerðum. Morgunblaðið/Jón Hafsteinn Sigurmundsson Fyrsta markmið íslenska landsliðsins er helst að ná öðru sæti í sínum riðli og mæta þá liðinu sem hafnar í þriðja sæti D-riðils. Ómögulegt er að spá í hvaða andstæðingur það verður en sennilegast er að það verði Pólverjar, Rússar eða Þjóðverjar. Danir eru sigurstranglegastir í D-riðli. Í 16 liða úrslitum tekur við hreinn úrslitaleikur. Sjá ítarlega fréttaskýringu um HM í Katar. »2-3 Fyrsta markmið að ná öðru sæti í riðlinum
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.