Morgunblaðið - 28.01.2015, Page 4

Morgunblaðið - 28.01.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Helgi Bjarnason helgi@mbl.is Ríkisskattstjóri hefur lagt til við fjármálaráðuneytið að notkun skatt- korta verði hætt um næstu áramót. Tilgangurinn er að sögn Skúla Egg- erts Þórðarsonar ríkisskattstjóra að auka hagkvæmni framkvæmdarinn- ar og spara notendum skattkorta umstang og fyrirhöfn og launagreið- endum óþarfa utanumhald. Skúli Eggert segir að með aukinni tölvuvæðingu og sjálfvirkara upplýs- ingaflæði milli tölvukerfa séu skatt- kortin í raun orðin óþörf. Um nokk- urt skeið hafi verið leitað leiða til að einfalda skattkortakerfið sem notað hefur verið frá því staðgreiðslan var tekin upp í árs- byrjun 1988. Til- lögur embættis- ins að nýju fyrirkomulagi munu gera skatt- kortin óþörf. Skúli Eggert tel- ur að breyta þurfi lögum um stað- greiðslu til þess að hægt sé að hrinda þeim í framkvæmd og er mál- ið til athugunar í fjármálaráðuneyt- inu. Vonast er til að frumvarp sem heimilar breytinguna verði lagt fram innan tíðar, væntanlega á komandi haustþingi. Meginbreyting felst í því að launa- maður þarf ekki lengur skattkort til að sýna launagreiðanda fram á hversu mikinn persónuafslátt hann á eftir. Hann þarf því ekki að sækja skattkortið og fara með til nýs launagreiðanda þegar hann skiptir um vinnu. Sömuleiðis sparast vinna hjá launagreiðendum við að passa upp á skattkortin. Upplýsingar veittar rafrænt Í staðinn er gert ráð fyrir að rík- isskattstjóri uppfæri stöðugt stöðu persónuafsláttar allra launamanna. Slíku eftirliti er nú þegar sinnt en það þarf að efla, að sögn Skúla Egg- erts. Launagreiðendur eiga að geta fengið upplýsingar um stöðu per- sónuafsláttar rafrænt hjá rík- isskattsstjóra, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Launamaður á sömuleiðis að geta séð stöðuna jafn- óðum á þjónustusíðu sinni hjá skatt- inum og um leið heildarlaun það sem af er ári. Tillögur kynntar Ríkisskattstjóri hefur kynnt til- lögur sínar fyrir stofnunum sem mikið sýsla með skattkort, svo sem Tryggingastofnun og Vinnu- málastofnun, og einnig stórum launagreiðendum. Breytingin mun engin áhrif hafa á fólk sem lengi starfar hjá sama vinnuveitenda en hjálpar þeim sem skiptir oft um launagreiðanda, til dæmis á milli vinnu og bóta og fæðingarorlofs. Skattkortin tekin úr umferð  Skattkortin eru orðin óþörf  Ríkisskattstjóri leggur til nýtt fyrirkomulag sem byggist á rafrænum upplýsingum til launþega og launagreiðanda Skúli Eggert Þórðarson Enga bráða- birgðalausn Kristján Þór Júlíusson heilbrigðis- ráðherra segir að unnið hafi verið að því frá því í haust að finna lausn á þeim vanda sem fólginn er í því fyrir krabbameinsrannsóknir að enginn jáeindaskanni (PET-skanni) er til hér á landi. Stefán E. Matthíasson læknir ritaði grein sem birt var hér í Morgun- blaðinu í fyrra- dag, undir fyrir- sögninni Sjúkrahótel – skynsamleg for- gangsröðun? Greinin fjallaði m.a. um það að nær væri að nýta þá fjármuni sem fara eiga í nýtt sjúkrahótel, sem framkvæmdir eiga að hefjast við á vordögum, til þess að kaupa jáeinda- skanna, sem Stefán segir að mætti auðveldlega koma fyrir með húsa- kosti, við K-byggingu Landspítalans á skömmum tíma. Heilbrigðisráðherra sagði í sam- tali við Morgunblaðið í gær, þegar hann var spurður hvort Stefán hefði ekki nokkuð til síns máls: „Þegar menn ræða um sjúkrahótelið verða þeir einnig að líta til heildarverkefn- isins, sem er hinn nýi Landspítali. Lögin sem ég starfa eftir og gilda um nýja Landspítalann tiltaka m.a. starfsemi sjúkrahótels og verkefnið hefur allt verið við það miðað að það sé hluti af þeirri uppbyggingu sem þarna er fyrirhuguð.“ Mikil hagræðing Kristján Þór segir að samkvæmt þeim upplýsingum sem hann hafi fengið sé gert ráð fyrir að mikil hag- ræðing náist með því að sameina starfsemi Landspítalans á þessum stað, ekki síst vegna þeirrar starf- semi sem verði í sjúkrahótelinu. „Það er endalaust hægt að deila um forgangsröðun, ekki bara í heil- brigðiskerfinu, heldur víða annars staðar. Það er hins vegar ekki eðli- legt að gefa það til kynna að jáeinda- skanninn sé eitthvert smámál. Tæk- ið sjálft ásamt umbúnaði má gera ráð fyrir að kosti um 200 mkr. En svo- kallaður Cyclotron og það sem byggja þarf utan um hann þarf að vera geislahelt rými og má gera ráð fyrir að kosti 1-1,5 milljarða króna. Loks er ótalinn sá kostnaður sem fellur til við reksturinn en m.a. þarf sérhæft starfsfólk til vinnu með þau geislavirku efni sem þarna yrðu not- uð,“ segir heilbrigðisráðherra. Kristján Þór segir að ekki komi til greina að leysa þann þátt sem snýr að jáeindaskannanum til bráða- birgða. Það sé miklu nær að gera ráð fyrir PET-skanna í meðferðarkjarn- anum, sem verði í nýju byggingunni, en fullnaðarhönnun sé nú að hefjast. agnes@mbl.is Kristján Þór Júlíusson  Lausnar leitað fyrir PET-skanna Baldur Arnarson baldura@mbl.is Félagið Lífdísill hefur tryggt sér fjármögnun til að sjöfalda fram- leiðslu á lífdísil úr 100 þúsund lítrum í 700 þúsund lítra á ári. Á að ná því markmiði fyrir árslok 2016. Til að setja framleiðslu á 700 þús- und lítrum af lífdísil á ári í samhengi samsvarar það innan við 1% dísil- notkunar á Íslandi í dag. Verður hráefnið sótt í um 5.000 tonn af sláturúrgangi sem er urðað- ur í Álfsnesi árlega. Er þar m.a. um að ræða innyfli, hausa og bein sem breytt verður í eldsneyti og moltu. Um tilraunavinnslu er að ræða. Framleiðslan fer þannig fram að sláturúrgangur er hakkaður og hitaður. Prótein er síðan skilið frá fitunnni með skil- vindum og það notað til jarð- gerðar. Er það bráðabirgðalausn þar til gas- og jarðgerðarstöð verður komin í notkun í Álfsnesi á vegum SORPU. Fitunni verður hins vegar haldið heitri við 40-60 gráða hita og flutt í verksmiðju fyrirtækisins að Lyng- hálsi 12. Þar verður fitunni breytt í lífdísil í efnahvarfi þar sem metanól er helsta íblöndunarefnið. Verður það sótt til metanólverksmiðjunnar Carbon Recycling International (CRI) í Svartsengi. Nota metanól úr Svartsengi Metanól CRI er unnið úr koldíox- íði frá jarðvarmavirkjun í Svartsengi og segir Sigurður Ingólfsson, fram- kvæmdastjóri Lífdísils, að lífdísil- framleiðslan verði með því afar umhverfisvæn. „Þetta er því 100% innlend framleiðsla. Erlendis er metanól framleitt úr jarðgasi og því með talsvert sótspor. Með því að nota metanól sem er unnið úr út- blæstri með rafmagni og vatni og er yfir 90% kolefnishlutlaust hverfur sótspor lífdísilsins nánast að fullu. Um 15% af lífdísilnum eiga uppruna sinn í metanóli og 85% í úrgangi og verður eldsneytið því meðal þess umhverfisvænasta sem völ er á.“ Að sögn Sigurðar gerir félagið tímabundinn samning við SORPU, en urðun lífræns úrgangs verður bönnuð frá og með 2020 vegna til- skipunar frá Evrópusambandinu. Björn H. Halldórsson, fram- kvæmdastjóri SORPU, sagði í sam- tali við Morgunblaðið fyrr í þessum mánuði að til hefði staðið að gas- og jarðgerðarstöðin í Álfsnesi yrði tilbúin sumarið 2016. Verkið hefði hins vegar tafist og óvíst um verklok. Sigurður segir að búnaðurinn til að sækja fituna og próteinið í slátur- úrganginn sé forvinnslueining sem verði í gámum og megi því flytja frá Álfsnesi, ef ekki verður framhald á samstarfinu við SORPU eftir að gas- og jarðgerðarstöðin verður opnuð. Sækja hráefni í heimilissorp Sigurður telur þessa vinnslu geta hentað vel við hlið stöðvarinnar. Ef vel gangi verði leitast við að sækja meira hráefni til efnaiðnaðar og heimilissorps og það nýtt til að auka framleiðsluna. Til þess þarf að stækka forvinnslueiningar og aðlaga þær nýju hráefni. Með því mætti á nokkrum árum auka framleiðsluna í 3-5 milljónir lítra á ári. Bræðurnir Sigurður og Oddur Ingólfssynir stofnuðu Lífdísil árið 2009. Ásgeir Matthíasson verkfræðingur gekk síðan til liðs við bræðurna. Sláturúrgangi breytt í eldsneyti  Félagið Lífdísill hyggst vinna lífdísil úr 5.000 tonnum af sláturúrgangi sem er urðaður í Álfsnesi á ári  Forvinnslueiningum verður komið fyrir þar sem gas- og jarðgerðarstöð SORPU mun rísa í Álfsnesi Sigurður Ingólfsson Á Siglufirði hefur ekki sést til sólar í rúmar 10 vikur eða nánar tiltekið í 74 daga. Samkvæmt almanakinu á hún að birtast yfir fjöllunum í dag, 28. janúar, en verði ekki svo er þó ljóst að ekki verður aftur snúið í bráð og að nú er stefnan í átt til vors og sumars. Þessu fagna að sjálfsögðu vinkonurnar á meðfylgj- andi ljósmynd, Isabella Ósk og Margrét, enda allt annað en gaman að sjá ekki þá gulu brosa á himni í þetta langan tíma. Leikskóla- og grunnaskólabörn munu fagna með viðeigandi hætti, syngja í kirkju- tröppunum og víðar, og Sjálfsbjargarkonur voru að í allan gærdag við pönnukökubakstur og aukinheldur komnar á fætur eldsnemma í morgun til að hafa und- an pöntunum, enda þessi kringlótta og táknræna, sykri og rjóma prýdda afurð þeirra með eindæmum gómsæt. Morgunblaðið/Sigurður Ægisson Siglfirðingar fagna sólinni í dag Búist er við hvassri norðaustanátt með snjókomu á landinu fyrir norð- an og austan síðdegis í dag og í kvöld, fyrst Norðvestanlands. Framan af degi verður veður hins vegar hægara. Snjókoma eða él verður á Norðurlandi og Vest- fjörðum í dag, annars hægur vind- ur og úrkomulítið. Suðvestantil mun hvessa síðdegis en svo mun lægja aftur með kvöldinu. Frost verður 0-10 stig á landinu. Búist við hvassri norðaustanátt Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson Hvassviðri Búist er við hvassviðri á Norð- urlandi, fyrst norðvestantil en svo austar.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.