Morgunblaðið - 28.01.2015, Qupperneq 6

Morgunblaðið - 28.01.2015, Qupperneq 6
FRÉTTASKÝRING Björn Jóhann Björnsson bjb@mbl.is Miðað við fyrstu viðbrögð Samtaka atvinnulífsins (SA) við kröfugerð Starfsgreinasambands Íslands (SGS) í komandi kjaraviðræðum er nær öruggt að deilunni verði vísað til ríkissáttasemjara. Hljóðið í forystu verkalýðshreyf- ingarinnar hefur verið þungt eftir að skrifað var undir samninga við lækna og því ljóst að allt stefnir í mikil átök á vinnumarkaði. Fjöldi stéttarfélaga er með lausa kjara- samninga, sem renna eiga út í lok febrúar næstkomandi. Annríki verður þar af leiðandi mikið á skrif- stofu ríkissáttasemjara í Karphús- inu við Borgartún. Fari allt á versta veg í kjara- viðræðum verður gripið til verk- fallsboðana og miðað við viðræðu- áætlanir gætu fyrstu verkföll mögulega skollið á um miðjan marsmánuð. Nærri 200 samningar lausir Á síðasta ári var 55 kjarasamn- ingum vísað til sáttasemjara og þar af er aðeins ósamið um tvo þeirra. Á þessu ári eru hátt í 200 kjara- samningar lausir, flestir í lok febr- úar á almennum vinnumarkaði en einnig í lok apríl hjá starfsmönnum hins opinbera. Stærsta stéttarfélag landsins, VR, með um 30 þúsund félagsmenn, er með trúnaðarráðsfund í kvöld þar sem kröfugerð fyrir komandi samninga verður mótuð. Ólafía B. Rafnsdóttir, formaður VR, segist reikna með að launaliður kröfu- gerðarinnar verði tilbúinn á allra næstu dög- um. Á fundinum í kvöld verður einnig kynnt við- horfskönnun meðal fé- lagsmanna, þar sem spurt var hvaða áherslur þeir vildu sjá í næstu samningum. Spurð út í kröfugerð SGS segir Ólafía hana ekki hafa komið sér á óvart, sér í lagi miðað við um- ræðuna að undanförnu í kjölfar samninga við lækna. Mun snúast um réttlæti Telur Ólafía samhljóm verða með SGS í þeim samtölum sem munu fara fram við félaga VR. „Þau sam- töl munu fyrst og fremst snúast um réttlæti,“ segir Ólafía en stærsti hópurinn innan VR er millitekju- fólk. Hún segir kröfu innan þess hóps um að hækka í takt við aðra. Þessa dagana í Karphúsinu eru þrír hópar í viðræðum við Samtök atvinnulífsins, hver í sínu lagi, þ.e. starfsmenn Norðuráls á Grundar- tanga, tæknimenn hjá Landsneti og tæknimenn hjá Ríkisútvarpinu. Lít- ið hefur miðað í þeim viðræðum, samkvæmt upplýsingum blaðsins. Sér í lagi er þungt hljóð í starfs- mönnum Norðuráls, en um 80% þeirra eru í Verkalýðsfélagi Akra- ness. Samningar við þá runnu út um áramótin. Verkföll gætu skollið á í mars  Stefnir í mikið annríki hjá ríkissáttasemjara á næstunni  Styttist í að VR og Flóabandalagið birti kröfur sínar  Trúnaðarráðsfundur VR haldinn í kvöld  Viðhorfskönnun til kjarasamninga kynnt Morgunblaðið/Þórður Kröfugerð Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, með kröfugerðina undir hendi á leið til fundar við Samtök atvinnulífsins ásamt Finnboga Sveinbjörnssyni, formanni Verkalýðsfélags Vestfjarða, t.v. á myndinni. Ólafía B. Rafnsdóttir 6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Hækkun lágmarkslauna hefur lítil sem engin áhrif á atvinnu þeirra sem eru á eða nærri lágmarkslaunum. Þetta segir Viðar Ingason, hagfræðingur VR, í grein sinni í Vísbendingu og styðst þar við niðurstöður rannsókna í Bandaríkjunum. Segir hann þetta ganga þvert á ríkjandi kenningar um að aukið atvinnuleysi fylgi í kjöl- far hækkunar lágmarkslauna. „Helsta ástæða þess að hækkun lágmarkslauna hefur ekki þau áhrif sem almennt er talið er sú að kostnaðarauki fyrirtækja vegna hækkunar lágmarkslauna er hlutfallslega lítill. Aðlögunin getur komið með færri unnum vinnustund- um, aukinni þjálfun starfs- manna, aukinni eftirspurn eftir meira menntuðu starfsfólki, minni launahækkunum til þeirra sem hafa hærri laun, aukinni framleiðni starfs- manna, hækkun verðlags, lægri hagnaði fyrirtækja eða minni starfsmannaveltu,“ ritar Viðar m.a. í grein sinni í Vísbend- ingu. Sem kunnugt er hefur SGS farið fram á að lágmarkslaun hækki á þremur árum úr 214 í 300 þúsund kr. á mánuði. Hækkun hefði lítil áhrif LÁGMARKSLAUN Baldur Arnarson baldura@mbl.is Undirbúningur að framkvæmdum við nýtt 60 herbergja hótel á Lauga- vegi 34a og 36 er hafinn og er stefnt að því að uppbyggingin verði komin í fullan gang öðruhvorumegin við páska. Hótelið verður fyrir vandláta viðskiptavini með vandaðri hönnun og hljóðar kostnaðaráætlun upp á ríflega 800 milljónir. Stefnt er því að opna hótelið fyrir sumarið 2016. Verkefnið er komið vel á rekspöl en í síðustu viku voru lagðar fram fyrstu teikningar til byggingar- nefndar Reykjavíkurborgar. Verktakar komu í gær fyrir sorp- gámi fyrir framan Laugaveg 34a og voru iðnaðarmenn þá að störfum við að rífa innréttingar. Tilheyrðu þær m.a. kránni Monte Carlo sem var á jarðhæð Laugavegar 34a. Hafa leyfi til flutnings húsa Á baklóð húsanna stendur til að reisa tvær jafnháar byggingar. Til að rýma fyrir þeim verður m.a. timb- urhús flutt til vesturs og komið fyrir á Grettisgötu á lóð þar sem nú er bílastæði. Leyfi til flutnings bakhús- anna hefur verið veitt. Hilmar Þór Kristinsson, fram- kvæmdastjóri félagsins Lantan, sem sér um uppbyggingu nýs hótels, væntir þess að í lok vikunnar, eða í byrjun næstu viku, verði búið að rífa eða fjarlægja bakhús á lóðinni. Hann segir framkvæmdir munu hefjast að fengnu samþykki skipu- lagsyfirvalda í Reykjavík. „Okkar áætlanir gera ráð fyrir að við getum hafist handa um mán- aðamótin mars/apríl. Ég vonast til þess að byggingarkrani verði kom- inn upp á baklóð um miðjan mars og að svæðið hafi þá verið girt af Grettisgötumegin. Sú vinna er að hefjast vegna flutnings húsanna.“ Árni Guðlaugsson byggingar- tæknifræðingur er forsvarsmaður og byggingarstjóri verkefnisins. Nefna má að verslun Guðsteins Eyjólfssonar er á Laugavegi 34. Framkvæmdir við hótel á Laugavegi að hefjast  800 milljóna króna framkvæmd  Hús flutt næstu daga Ljósmynd/Baldur Arnarson Innréttingar teknar niður Verktakar komu í gærmorgun fyrir gámi undir gamlar innréttingar í húsnæðinu. Verkefnisstjórn rammaáætlunar boðar til kynningarfundar um rammaáætlun þar sem farið verður yfir vinnuferlið, stöðu málsins og viðfangsefnin framundan. Fundurinn verður haldinn í sal Þjóðminjasafns Íslands fimmtudaginn 29. janúar 2015 kl. 14–15. Fundurinn er öllum opinn. Verkefnisstjórn rammaáætlunar Kynningarfundur um rammaáætlun Bjarni Benediktsson fjármálaráð- herra segir að Íslendingar hafi á undanförnum árum orðið sérfræð- ingar í að viðhalda gjaldeyrishöftum en á sama tíma hafi of lítill kraftur farið í að afnema höftin. Afnám hafta geti tekið tiltölulega skamman tíma ef hægt væri að stilla saman vænt- ingar, en það hafi ekki gerst. Þetta kom fram við sérstaka umræðu um gjaldeyrishöft á Alþingi í gær en Árni Páll Árnason, formaður Sam- fylkingarinnar, var málshefjandi. Segir mikið talað en lítið gert Sagði Árni Páll ríkisstjórnina hafa talað digurbarkalega um losun hafta en lítið gerðist. Fjármálafyrirtæki ættu erfitt með að fjármagna sig er- lendis og að stærri fyrirtæki nytu betri kjara en þau minni. Bjarni sagði verkefnið eitt það allra stærsta á sviði efnahagsmála sem ríkisstjórnin ynni að, ef ekki það stærsta. Hann sagði ákveðna hluti þurfa að gerast en þau skilyrði hefðu ekki fæðst að mögulegt væri að létta höftunum. Þannig hefðu slitabúin ekki náð að ljúka nauðasamningum og ekki væru uppi raunhæfar vænt- ingar um það hvernig það gæti gerst. Það hefði tafið ferlið. Bjarni sagði að lokum að verið væri að kortleggja vandann með aðstoð sérfræðinga. Kostirnir yrðu kynntir á næstu vik- um eða mánuðum. davidmar@mbl.is Kostirnir kynntir á næstu vikum eða mánuðum

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.