Morgunblaðið - 28.01.2015, Qupperneq 20

Morgunblaðið - 28.01.2015, Qupperneq 20
BAKSVIÐ Stefán E. Stefánsson ses@mbl.is „Sú staða getur verið uppi að sami lífeyrissjóður eða lífeyrissjóðahópur sé eigandi að fleiri en einum keppi- nauti og sé þar með að keppa við sjálfan sig. Það er mjög óheppilegt,“ segir Páll Gunnar Pálsson, forstjóri Samkeppniseftirlitsins, þegar hann er spurður út í umsvif íslenskra líf- eyrissjóða á fasteignamarkaði. Sjóð- irnir eru meðal stærstu eigenda þriggja umsvifamestu fasteigna- félaga landsins og þá hafa þeir einn- ig tekið þátt í fjármögnun fjárfest- ingasjóða sem einbeita sér að kaupum á fasteignum og félögum sem reka bæði atvinnu- og íbúðar- húsnæði. Eftir fall bankanna 2008 komust flest fasteignafélög landsins í hend- ur banka og slitastjórna. Sam- keppniseftirlitið lýsti í kjölfarið áhyggjum af hinu breytta eignar- haldi og lagði hart að hinum nýju eigendum að losa eignarhluti sína sem fyrst. Eftirlitið byggði álit sitt á því að hinar nýju aðstæður gætu skapað hættu á samkeppnishindr- unum sem ekki yrði unað við til lengdar. Páll Gunnar segir að fasteigna- félögin hafi verið þau fyrirtæki sem hvað erfiðast hafi verið að koma að nýju út úr bankakerfinu. „Það var óásættanlegt hversu umsvifamiklir bankarnir urðu á fasteignamark- aði,“ segir hann en bendir um leið á að þær breytingar sem síðan hafi orðið á eignarhaldinu valdi sömu- leiðis áhyggjum þegar litið er til samkeppnissjónarmiða þar sem líf- eyrissjóðirnir hafi í raun tekið sér fyrri stöðu bankanna. Eignarhaldið liggur víða Lífeyrissjóðir eru meðal stærstu eigenda Eikar og Reita og ólíklegt er talið að sjóðirnir muni minnka við hluti sína þegar félögin verða skráð á hlutabréfamarkað. Sjóðirnir eiga einnig um þriðjung í Regin en fast- eignasafn fyrirtækisins er metið á rúma 100 milljarða króna, sem gerir það að stærsta fasteignafélagi landsins. Það var skráð á markað í Kauphöll Íslands árið 2012. Aðkoma lífeyrissjóðanna að fast- eignafélögum einskorðast þó ekki við þau félög sem stefna á skráningu í Kauphöll eða eru þar nú þegar. Þannig eiga þrír stærstu lífeyris- sjóðir landsins, Lífeyrissjóður versl- unarmanna, Lífeyrissjóður starfs- manna ríkisins og Gildi, um 60% í félagi sem ber heitið FAST-1. Fé- lagið rekur fasteignir sem metnar eru á rúma 20 milljarða og eru um 55 þúsund fermetrar að umfangi. Þegar FAST-1 festi kaup á hinum svokallaða Höfðatorgsturni og við- byggingu honum tengdri í Borgar- túni heimilaði Samkeppniseftirlitið samrunann síðastliðið sumar að uppfylltum ströngum skilyrðum. Páll Gunnar segir að sérstök könnun sé ekki hafin á umsvifum líf- eyrissjóðanna á fasteignamarkaði. Þrátt fyrir það virðast áhyggjur vera uppi varðandi eignarhald þeirra á þessum markaði. „Að okkar mati liggur vandinn meðal annars í gríðarlegu vægi lífeyrissjóðanna í eignarhaldi atvinnufyrirtækja. Það, ásamt þátttöku banka og ýmissa framtakssjóða í eignarhaldi, býður heim hættunni á því að eignarhald fyrirtækja verið ógagnsætt og ekki verði ljóst hverjir stýra ferðinni. Fyrir samkeppni skiptir máli að fyr- irtæki njóti eigenda sem drífa áfram heilbrigðan rekstur og gera viðkom- andi fyrirtæki að virkum keppinaut á markaði.“ Samkeppniseftirlitið hefur áhyggjur af fasteignafélögum Morgunblaðið/Ómar Fasteignir Íslenskir lífeyrissjóðir eiga stóra hluti í fasteignafélögum.  Forstjóri stofnunarinnar lýsir áhyggjum af umsvifum lífeyrissjóða á fasteignamarkaði Umsvif í fasteignafélögum » Lífeyrissjóðirnir eiga að minnsta kosti 47% í Eik fasteignafélagi. » Hlutur lífeyrissjóðanna er að lágmarki 43% í fasteignafélag- inu Regin. » Fasteignafélagið Reitir er stærsta fyrirtæki sinnar teg- undar á Íslandi og lífeyrissjóð- irnir eiga rúmlega 30% hlut í því. 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á vinnutími frá klukkan 9 til 17. Í sam- tali við Morgunblaðið bendir Frið- bert meðal annars á að margt ungt fólk, með heimili og börn, starfi nú hjá bönkum landsins og því sé rétt að aðlaga vinnutímann að heimilislíf- inu. Einnig hafi sprottið upp mikil umræða á fjölmennum fundi trún- aðarmanna og forsvarsmanna aðild- arfélaga SSF fyrir áramót um þessi mál. Voru fundarmenn almennt sammála um mikilvægi þess að stytta vinnuvikuna. Hann nefnir jafnframt að brýnt sé að setja ákveðinn ramma utan um fastlaunasamninga, svo sem með því að setja ákveðið hámark á tíma unna í yfirvinnu og láta þá eiga við um virka daga „þannig að ekki sé verið að þvinga fólk til að vinna um helgar eða á kvöldin og um nætur“. Kröfugerð hefur ekki verið mótuð fyrir viðræðurnar en Friðbert segir að helst hafi verið rætt um að fara svokallaða blandaða leið í launa- hækkunum, þ.e. bæði krónutölu- og prósentuhækkanir. Ekki sé tíma- bært að nefna neinar tölur í því sam- bandi. Kristinn Ingi Jónsson kij@mbl.is Friðbert Traustason, framkvæmda- stjóri Samtaka starfsmanna fjár- málafyrirtækja (SSF), segir að áhugi sé á því að semja um styttri vinnuviku í komandi kjarasamninga- viðræðum við Samtök atvinnulífsins. Vel komi til greina að krefjast þess að hver vinnudagur verði styttur um hálftíma. Samkvæmt núverandi kjarasamningi er hinn almenni dag- Bankamenn vilja stytta vinnudaginn  Verið er að móta kröfugerð SSF Morgunblaðið/Golli Bankamenn Vilja styttri vinnutíma. ● Í lok seinasta árs voru 5,49% þeirra heimila sem eru með fast- eignalán sín hjá Íbúðalánasjóði með lán sín í vanskilum. Sambærilegt hlut- fall í lok desembermánaðar árið 2013 var 7,23%. Fækkaði því heimilum í vanskilum um 24% á árinu, eftir því sem fram kemur í nýrri mán- aðarskýrslu Íbúðalánasjóðs. Heimilum í vanskilum fækkaði um 24% í fyrra ● Flugverð hækkaði um rúmlega fimmtán prósent í janúarmánuði frá seinasta mánuði, samkvæmt nýrri verð- könnun Dohop. Svo virðist sem sú mikla lækkun sem hefur verið á olíu- verði sé ekki farin að skila sér í lægra verði á flugi. Mestar hækkanir voru á flugi til Hels- inki, München, Edinborgar og Amster- dam, en eina lækkunin á milli mánaða var á flugi til Kaupmannahafnar. Verð á flugi hækkar þrátt fyrir lægra olíuverð                                    ! " !## !$ # #  # "!! $ $%  "#% &'()* (+(    ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 # !" !# !  ## #% % # $$!% "!%" ! ! ! !# ! " #    % " $$" "# !$ $! ● Icelandair hefur bætt við flug- framboð félagsins á þessu ári frá því sem áður hefur verið kynnt. Næsta sumar hefur verið bætt við sex viku- legum ferðum og þannig aukið fram- boð á áfangastað- ina Seattle, Van- couver, New York Newark, London Gatwick, Amsterdam og Zürich. Í tilkynningu frá félaginu segir að gera megi ráð fyrir að farþegar Ice- landair verði um þrjár milljónir á árinu. Icelandair eykur flug- framboð í sumar Farþegar verða um þrjár milljónir. STUTTAR FRÉTTIR ... TILBOÐ TILBOÐTILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ T ILBOÐ Hátúni 6a | 105 Reykjavík | Sími 552 4420 | www.fonix.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.