Morgunblaðið - 28.01.2015, Side 21

Morgunblaðið - 28.01.2015, Side 21
FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Þrír hryðjuverkamenn vopnaðir hríð- skotarifflum gerðu áhlaup á Cor- inthia-hótelið í Trípolí, höfuðborg Líbýu í gær. Skutu þeir níu manns til bana, þar af fimm útlendinga, áður en þeir tóku eigin líf með því að sprengja sig í loft upp á 24. hæð hótelsins, þar sem þeir höfðu verið umkringdir. Jafnframt sprengdu mennirnir upp bíl fyrir framan hótelið. Í kjölfar árás- arinnar lýstu hryðjuverkasamtökin Ríki íslams ábyrgðinni á ódæðinu á hendur sér, en nokkrir hópar víga- manna í Líbýu hafa lýst yfir stuðningi sínum við samtökin, sem nú ráða yfir stóru landsvæði í Sýrlandi og Írak. Hótelið hýsir sendiráð Corinthia-hótelið er vinsæll samastaður fyrir erlenda sendimenn til Líbýu, og er sendiráð Katar til að mynda á 24. hæð hótelsins. Engir sendiherrar eða aðrir erlendir erind- rekar voru þó á hótelinu þegar árásin var gerð. Omar al-Hasi, annar af tveimur sem gera tilkall til embættis forsætisráðherra í Líbýu, var hins vegar á hótelinu þegar árásin hófst, en lífverðir hans komu honum í öruggt skjól. Á meðal þeirra föllnu eru þrír ör- yggisverðir hótelsins, sem féllu við upphaf árásarinnar, fimm erlendir menn sem voru skotnir til bana, og einn gísl sem lést þegar mennirnir sprengdu sig í loft upp. Að auki særð- ust fimm til viðbótar, þar af tveir starfsmenn hótelsins sem fengu gler- brot í sig þegar bílsprengjan sprakk. Ekki hefur verið tilkynnt nánar um þjóðerni þeirra sem létust. Óttast um áhrif árásarinnar Árásin var fordæmd víða í gær. Federica Mogherini, yfirmaður utan- ríkismála hjá Evrópusambandinu, sagði að árásin hefði greitt tilraunum til þess að koma friði á ný í landinu þungt högg, en á mánudaginn hófust nýjar friðarviðræður í Genf á vegum Sameinuðu þjóðanna. Er vonast til að þar verði hægt að sætta stríðandi fylkingar innan Líbýu, en vesturhluti landsins er nú á valdi Íslamista, en austurhlutinn tilheyrir bráðabirgða- stjórninni er skipuð var við fall Gad- dafís árið 2011. AFP Við hótelið Öryggissveitir um- kringdu hótelið eftir árásina. Níu fallnir í sjálfs- vígsárás í Trípolí  Talið að árásin geti sett friðarferlið í Líbýu í uppnám  Hópar tengdir Ríki íslams lýsa ábyrgð á hendur sér Talið er að eitrað hafi verið tvisvar sinnum með stuttu millibili fyrir rúss- neska njósnarann Alexander Litvin- enkó, sem var myrtur í London í nóv- ember 2006. Þetta kom fram við upphaf nýs dánardómstóls í gær. Hlutverk rannsóknarinnar verður það að meta hvert hlutverk rússneska ríkisins var í andláti Litvinenkós, en tveir Rússar, Andrej Lúgovoj og Dmitrí Kovtun, eru grunaðir um verknaðinn. Rússland hefur neitað að framselja mennina til Bretlands. Litvinenkó lést 23. nóvember 2006 vegna eitrunar af völdum geisla- virkni. Kom í ljós við krufningu að hann hafði neytt geislavirka efnisins pólóníum-210. Er talið að hann hafi drukkið grænt te sem búið var að setja efnið út í, en leifar af efninu fundust á sushi-veitingastað þar sem Litvinenkó hitti þá Lúgovoj og Kovt- un hinn 1. nóvember 2006. Í nýjum gögnum sem lögð voru fyrir réttinn kom fram að leifar af pólóníum-210 hefðu einnig fundist á öðrum stað, þar sem þremenningarnir hittust tveimur vikum fyrr. Rannsókn dóm- stólsins mun standa í tvo mánuði. Hugsanlega tvær tilraunir til eitrunar  Ný rannsókn á andláti Litvinenkó EPA Rannsókn Ekkja og sonur Litvin- enkós mæta til dánardómstólsins. Þess var minnst víða um heim í gær að 70 ár voru liðin frá því að Rauði herinn frelsaði fanga í útrýmingar- búðum nasista við Auschwitz-Birkenau. Þeirra á meðal var þessi kona, sem minntist fallinna félaga með því að leggja hönd á „vegg dauðans“, þar sem aftökur í búð- unum fóru fram. Fjöldi eftirlifenda kom saman við búð- irnar og minntist fórnarlamba Helfararinnar, ásamt þjóðarleiðtogum helstu ríkja Evrópu. AFP Helfararinnar minnst við Auschwitz Yanis Varoufakis var í gær skip- aður næsti fjármálaráðherra Grikklands þegar tilkynnt var um ráðherraskipan í ráðuneyti Alexis Tsipras. Varoufakis er öfga- vinstrimaður og hagfræðingur. Þykir skipan hans benda til þess að grísk yfirvöld ætli sér ekki að gefa neitt eftir í viðræðum við lán- ardrottna sína. Hlutabréfamark- aðurinn í Aþenu brást við fregn- unum af nýrri ríkisstjórn með falli um rúm sex prósent. GRIKKLAND Markaðir féllu með nýrri ráðherraskipan Fídel Kastró, fyrrverandi forseti Kúbu, hefur lýst yfir stuðningi sínum við viðleitni Raúls, bróður síns, til að bæta samskipti á milli Bandaríkjanna og Kúbu. Sagði Kastró í bréfi sem les- ið var upp í sjónvarpi að hann van- treysti Bandaríkjunum, en að hann vildi leita sátta við allar þjóðir. KÚBA Kastró styður Raúl EINSTÖK TILBOÐ! Kletthálsi 11 -110 Reykjavík Sími 525 8000 - bilaland@bilaland.is www.bilaland.is www.facebook.com/bilaland.is TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ TILBOÐ GERÐU FRÁBÆR KAUP VW PASSAT HIGHLINE ECOF. Nýskr. 08/11, ekinn 102 þús. km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 3.390.000 TILBOÐSVERÐ! 2.770 þús. HYUNDAI i30 STYLE Nýskr. 11/07, ekinn 88 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 1.690.000 TILBOÐ kr. 1.380 þús. HYUNDAI ix35 GLS Nýskr. 04/11, ekinn 117 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 2.990.000 TILBOÐ kr. 2.650 þús. RENAULT MEGANE SP. TOURER Nýskr. 01/07, ekinn 107 þús km. bensín, beinskiptur. Verð áður kr. 1.140.000 TILBOÐ kr. 880 þús. CHEVROLET AVEO LTZ Nýskr. 02/12, ekinn 60 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 1.980.000 TILBOÐ kr. 1.580 þús. NISSAN NOTE VISIA Nýskr. 05/11, ekinn 81 þús km. bensín, beinskiptur. Verð áður kr. 1.680.000 TILBOÐ kr. 1.370 þús. NISSAN QASHQAI SE Nýskr. 05/12, ekinn 60 þús km. bensín, sjálfskiptur. Verð áður kr. 4.090.000 TILBOÐ kr. 3.590 þús. Rnr. 142683 Rnr. 142225 Rnr. 120532 Rnr. 142039 Rnr. 102273 Rnr. 131129 Rnr. 130784 GÖNGUM FRÁ FJÁRMÖGNUN Á STAÐNUM WWW.BÍLALAND.IS

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.