Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 23
23
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Vetrargleði Íslenski hesturinn býr yfir þykkum vetrarfeldi sem kemur sér vel á dögum þar sem vetur konungur klórar í allt kvikt með köldum klónum. Hestar sem fá gott atlæti kjósa að vera úti.
RAX
Ríkið heldur, beint
eða óbeint, um marg-
víslegar eignir sem
litlu skila eða eiga alls
ekki að vera í eigu op-
inberra aðila. Engin
heildstæð yfirsýn er til
yfir þessar eignir og
raunvirði þeirra – allt
frá eignarhlutum í fyr-
irtækjum og sjóðum til
fasteigna, jarða, land-
spildna og lóða. Gróft
mat bendir til að verðmæti ríkis-
eigna sé ekki undir eitt þúsund millj-
örðum króna en áætlað er að nettó-
skuldir ríkissjóðs hafi numið um 796
milljörðum í lok síðasta árs. Ríkið á
sem sagt eignir umfram skuldir.
Eiginfjárstaðan er jákvæð ef raun-
virði eigna er það sem flest bendir
til.
Á sama tíma og eignastaðan er já-
kvæð er ríkissjóður yfirskuldsettur
og vaxtagreiðslur þungar. Á fimm
árum – frá 2009 til 2013 – greiddi
ríkissjóður um 411 milljarða króna í
vexti miðað við meðalverðlag á liðnu
ári. Vaxtagreiðslurnar jafngilda líf-
eyrisskuldbindingum ríkissjóðs, sem
eru líkt og tifandi tímasprengja í
garði skattgreiðenda.
Að óbreyttu hefur ríkið takmark-
aða möguleika til að ráðast í nauð-
synlega fjárfestingu í innviðum sam-
félagsins og lækka skatta til að auka
ráðstöfunartekjur launafólks og
örva atvinnulífið. Á umræddum
fimm árum fjárfesti ríkið (viðhald og
stofnkostnaður) fyrir alls 149 millj-
arða króna á meðalverðlagi síðasta
árs. Vaxtagreiðslur voru því tæplega
þrisvar sinnum hærri en fjárfest-
ingin. Á fimm árum þar á undan nam
fjárfestingin 175 milljörðum.
Forgangsröðun
Á hverju ári takast þingmenn á
um hvernig ráðstafa skuli þeim
sköttum sem ríkið leggur á fyrirtæki
og einstaklinga – hversu miklu skuli
verja til heilbrigðismála, mennta-
mála, almannatrygginga, samgöngu-
mála, löggæslu o.s.frv. Skattaglaðir
þingmenn leggja fram tillögur um
auknar álögur í þeirri von að meira
verði til skiptanna. En jafnvel þeir
skattaglöðustu meðal þingmanna
gera sér grein fyrir nauðsyn þess að
forgangsraða í ríkisút-
gjöldum. Það er og
verður aldrei hægt að
gera allt fyrir alla.
Frá falli bankanna
hefur áherslan (a.m.k.
í orði) verið lögð á for-
gangsröðun. Vinstri
norrænu velferðar-
stjórninni voru mis-
lagðar hendur í þeim
efnum, svo ekki sé tek-
ið dýpra í árinni. Ár-
angur sitjandi ríkis-
stjórnar er annar og
betri. Tekist hefur að
stöðva blæðinguna og ríkissjóður er
rekinn með afgangi, skattar þokast
niður (en of hægt) og fjármunum er
beint í auknum mæli í grunnskyldur
ríkisins.
Umræða og átök um forgangs-
röðun ríkisútgjalda er af hinu góða.
Aðhald að fjárveitingavaldinu verð-
ur meira og almenningur áttar sig
betur á því hvernig sameiginlegum
fjármunum er varið en því miður á
stundum sóað.
Umræða um hvernig farið er með
eignir ríkisins og hvernig þær nýt-
ast landsmönnum er hins vegar
hverfandi. Of fáir velta því fyrir sér
hvort og þá hvernig við getum nýtt
ríkiseignir með öðrum og betri
hætti en nú er. Með sama hætti og
nauðsynlegt er að forgangsraða rétt
í útgjöldum ríkisins og hafa þor til
að velja og hafna, er mikilvægt að
við tökum um það ákvörðun hvort
skynsamlegt sé að nýta hluta ríkis-
eigna með öðrum hætti en gert er
og þá fyrst og fremst til að greiða
skuldir og fjárfesta í innviðum um
allt land.
Kortlagning eigna
Undir lok októbers síðastliðins
lagði undirritaður, ásamt sjö öðrum
þingmönnum Sjálfstæðisflokksins,
fram þingsályktunartillögu um sölu
ríkiseigna, lækkun skulda ríkissjóðs
og fjárfestingu í innviðum. Með
samþykkt ályktunarinnar verður
fjármálaráðherra falið að skipa
nefnd sérfræðinga til að vinna að
langtímaáætlun um sölu ríkiseigna,
lækkun skulda ríkissjóðs og fjár-
festingu í innviðum. Nefndinni er
ætlað að vera úttekt á fyrirtækjum í
meirihlutaeigu ríkissjóðs (beint og
óbeint), eignarhlutum ríkissjóðs og
annarra ríkisaðila í fyrirtækjum og
á öðrum eignum ríkisins og ríkis-
aðila, svo sem fasteignum og jörð-
um.
Þá er nefndinni falið að verðmeta
eignir ríkisins og ríkisaðila og meta
kosti þess og galla að selja einstök
fyrirtæki að hluta eða öllu leyti.
Jafnframt á nefndin að leggja fram
tímasettar tillögur um sölu ríkis-
eigna og meta áhrifin á þróun skulda
og vaxtagreiðslna ríkissjóðs. Auk
þessa skal leggja mat á fjárfesting-
arþörf í innviðum samfélagsins, sér-
staklega í heilbrigðis-, mennta- og
samgöngukerfi, og kortleggja mögu-
leika ríkisins til að ráðast í fjárfest-
ingar án skuldsetningar, svo sem
með skatttekjum, vaxtasparnaði rík-
issjóðs með lækkun skulda og/eða
tekjum af sölu eigna hverju sinni.
Þegar þetta er skrifað hefur
þingsályktunartillagan ekki komist
á dagskrá þingsins sem er miður því
ein forsenda þess að umræða um
skuldastöðu og eignir ríkisins verði
málefnaleg og án upphrópana er að
allar upplýsingar liggi fyrir. Slíkar
upplýsingar eru jafnframt forsenda
þess að hægt sé að bera saman þá
kosti sem Íslendingar standa
frammi fyrir á komandi árum og
hvort skynsamlegt sé að nýta eignir
ríkisins með öðrum hætti en gert er.
Í greinargerð með tillögunni segir
að með nokkurri einföldun sé hægt
að halda því fram að Íslendingar
standi frammi fyrir tveimur kostum:
„Það er hægt að selja ákveðinn
hluta eigna ríkisins og greiða niður
skuldir, lækka þar með vaxta-
greiðslur og nýta fjármunina sem
sparast til að byggja upp heil-
brigðis-, mennta- og samgöngukerfi
og lækka skatta.
Eða: Taka ákvörðun um að eiga
áfram fyrirtæki, fasteignir, jarðir og
fleira, reyna að tryggja hallalausan
rekstur ríkissjóðs en sætta sig um
leið við þungar vaxtagreiðslur á
komandi árum, lakari þjónustu og
hærri skatta.“
Hvort er nú betra?
Stjórnmálamenn jafnt sem al-
menningur verða að svara spurn-
ingum um hvernig best sé að nýta
eigur ríkisins. Oft er svarið auðvelt
en á stundum erfitt og umdeilt.
Er það skynsamlegt og í þágu al-
mennings að ríkið eigi hluti í fjár-
málastofnunum á sama tíma og
ríkissjóður skuldar um 213 milljarða
króna vegna þeirra? Frá falli fjár-
málakerfisins hafa skattgreiðendur
þurft að standa undir 73 milljörðum
króna í vexti vegna þessara skulda.
Þetta er hærri fjárhæð en kostnaður
við alla uppbyggingu þjóðarsjúkra-
hússins – Landspítalans.
Sala ríkisins á öllum eignarhlutum
í viðskiptabönkunum og sparisjóðum
og uppgreiðsla skulda vegna þeirra
getur með öðrum orðum staðið undir
uppbyggingu Landspítalans í formi
lægri vaxtagreiðsla á næstu árum.
Hér skal fullyrt að með því að um-
breyta eignarhlutum ríkisins í fjár-
málafyrirtækjum í innviði heilbrigð-
iskerfisins aukist lífsgæði allra
landsmanna. Þegar haft er í huga að
fjárfesting í heilbrigðisþjónustu er
ein besta og arðbærasta fjárfesting
sem hægt er að ráðast í, er merki-
legt að þingmenn sameinist ekki um
að selja eignir ríkisins í bönkum og
sparisjóðum.
Fjárfesting í innviðum heilbrigðis-
kerfisins er aðeins hluti af þeim
miklu verkefnum sem bíða. Ekki
þarf að ferðast lengi um þjóðvegi
landsins til að sannfærast um nauð-
syn gríðarlegar uppbyggingar í sam-
göngum. Með sama hætti eru alvar-
legar brotalamir í fjarskiptakerfi og
þá sérstaklega háhraðatengingum.
Uppbygging atvinnulífsins um allt
land er háð góðum samgöngum en
ekki síður öflugum og öruggum fjar-
skiptum. Þess vegna hlýtur sú
spurning að vera áleitin hvort nýta
eigi eignarhlut ríkisins í RARIK til
að ráðast í fjárfestingu í innviðum á
sviði samgangna og fjarskipta. Sterk
rök hníga að því að arðsemi eigna
ríkisins aukist verulega við slíka til-
færslu. Bókfært eigið fé RARIK í
lok árs 2013 var liðlega 27 milljarðar
króna og líklegt verðmæti því tölu-
vert hærra.
Með svipuðum hætti er eðlilegt að
hugleiða hvort ríkið eigi að standa í
rekstri flugstöðvar Leifs Eiríks-
sonar. Getur ekki verið að hags-
munum skattgreiðenda væri betur
borgið með því að selja flugstöðina
(t.d. til lífeyrissjóða) og nýta fjár-
munina til greiðslu skulda og/eða
fjárfestingar í menntun, sem er ein-
faldlega fjárfesting í framtíðinni.
Þannig þarf að fara yfir hverja
einustu eign ríkisins, allt frá fyrir-
tækjum til fasteigna, jarða og lóða
og spyrja: Af hverju er þetta í eigu
ríkisins? Getum við ekki nýtt þá fjár-
muni sem eru bundnir í þessari eign
betur og með öðrum hætti?
Betri og hagkvæmari nýting eigna
ríkisins er eitt stærsta hagsmuna-
mál Íslendinga. Það þarf að velja og
hafna. En til að slíkt sé hægt af ein-
hverri skynsemi er nauðsynlegt að
allar upplýsingar liggi fyrir.
Eftir Óla Björn
Kárason
» Við þurfum að
spyrja: Af hverju er
þetta í eigu ríkisins?
Getum við ekki nýtt þá
fjármuni sem eru
bundnir í þessari eign
betur og með öðrum
hætti?
Óli Björn
Kárason
Höfundur er varaþingmaður
Sjálfstæðisflokks.
Nýtum ríkiseignir betur og með hagkvæmari hætti
Vaxtakostnaður og fjárfesting ríkissjóðs
í milljörðum króna á meðalverðlagi 2014
Vaxtakostnaður
2009-2013
Fjárfesting*
2004-2008
Fjárfesting*
2009-2013
450
400
350
300
250
200
150
100
50
0
* Viðhald og stofnkostnaður
411
175 149