Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 25
UMRÆÐAN 25 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Tjáningarfrelsi og aftur tjáningarfrelsi, um allan heim heyrist hrópað tjáningafrelsi. Vissulega gott að hafa tjáningarfrelsi í heiðri. Getur það nokkurn tíma staðið undir nafni með því að fót- um troða það sem manninum í næsta húsi er heilagt? Þetta er alveg sama og með lýðræðið, það má ekki mis- nota það af ruddum sem einskis sví- fast í mannlegum samskiptum. Við vitum að trúin er eitthvað það helgasta sem býr í brjóstum okkar hjá stórum hluta mannkyns, sama hvaða trúarbrögð við aðhyll- umst. Það er vel þekktur mannlegur eiginleiki að sárna þegar ráðist er á okkar helgustu vé. Það að fjöl- miðlar leyfi sér að skopast að helg- um véum hjá fjölmennum þjóð- félagshópum , er í raun að sá fræjum ósamlyndis og haturs sem leitt getur til hræðilegra voða- verka sem kannski snerta mest samfélag þeirra sem þau fremja, mikil er ábyrgð þeirra manna sem leyfa sér slíkt. Góðir Íslendingar, við skulum aldrei falla í þá forarvilpu að sá fræjum haturs og ósamlyndis í okkar litla og góða samfélagi. Leitum heldur uppi þá gróðursælu staði sem við getum sáð fræjum kærleika og góðra samskipta manna á milli í okkar friðsæla sam- félagi. Tjáningarfrelsi Eftir Hjálmar Magnússon Hjálmar Magnússon » Við vitum að trúin er eitthvað það helg- asta sem býr í brjósti okkar. Höfundur er fv. framkvæmdastjóri. Réttarhálsi 2 • 110 Reykjavík Sími: 520 6666 • sala@rv.is • rv.is Rekstrarvörur – fyrir þig og þinn vinnustað RV skrifstofuvörutilboð Janúar - febrúar 2015 Ljósritunarpappír 5 x 500 bl. Frá 2.999 kr Bréfabindi 5cm eða 8 cm 398 kr Trélitir vatnslita, 24 stk. 698 kr PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET...DÚKAR...FLÍSAR...TEPPI...PARKET... ÚTSALA Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 Þúsundir fermetra af flísum með 20%-70% afslætti og nú eru öll gólfefni án vörugjalda Verðdæmi: Tarkett viðarparket eik 3 stafa kr. 3990.- m2 Filtteppi kr. 598.- m2 Teppi og dúkar 25-70% afsláttur Gegnheilir Tarkett vinyldúkar frá kr. 2675.- m2 Ég rita þetta vegna greinar Jóhannesar Karls Sveinssonar og Þorsteins Þorsteins- sonar í gær. Þar eru þeir sammála mínum lögskýringum um heimildir neyðarlaga og stjórnvaldsákvarð- anir FME á grundvelli þeirra. Þar sem skilur á milli í okkar skýringum er fram- haldið eftir að Deloitte LLP skilaði mati í apríl 2009. Rifjum upp fer- ilinn. Ríkið stofnaði nýja banka. FME nýtti heimildir neyðarlaga og flutti skuldir og tilteknar eignir í hina nýju banka. FME lét meta eignir sem voru fluttar með aðstoð starfs- fólks bankanna. Allt kemur þetta fram í þeim nýju gögnum sem ég birti á fimmtudag- inn og eru þar tíundaðar forsendur í hverjum banka. Eignirnar þannig metnar voru fluttar í nýja banka á grundvelli for- senda FME fyrir skiptingu efnahags bankanna, sem gefnar voru út 14.10 sbr. 19.10. 2008. Þessar forsendur birti ég með gögnunum í síðustu viku og þær má finna þar og á vef FME. Á fyrstu bls. neðst í forsendunum og efst á bls. 2 má lesa nákvæmlega um það að ein- stök útlán voru afskrifuð og færð á nettóvirði í nýja banka. Í þeirri málsgrein kemur fram að eignir, það er „útlán séu flutt í hina nýju banka að frádregnum áætluðum afskriftum einstakra útlána“, í framhaldinu út- listað hvernig skuli metið. Sjá nánar heimildir. Í lögskýringu skipta öllu orðin „einstakra útlána“, ekki fer á milli mála að lánin voru lækkuð og færð þannig í nýja banka. Það er því röng lögskýring grein- arhöfunda að halda því fram að af- skriftirnar hafi verið einhvers konar viðskiptaafsláttur og myndað al- mennan afskriftasjóð, fenginn með samningum. Verkefni Deloitte LLP var að yfir- fara og greina mat og matsforsendur FME. Þeir skiluðu niðurstöðum sem voru lægri en mat FME á bili sem nam 1800-2200 milljörðum. Þá var komin staðfesting á að mat FME var ekki að hlunnfara kröfu- hafa þrotabúanna og stofnúrskurð- irnir frá október 2008 héldu velli. Ísland búið að uppfylla loforð frá nóvember 2008 til AGS um réttláta meðferð kröfuhafa. Þarna gat lokið formlega því ferli sem FME setti í gang með heimild í neyðarlögunum ef allir hefðu haldið haus. Eftir að mat Deloitte var fengið í apríl 2009 gat FME að lögum kveðið upp viðbótarúrskurð. Þar hefði mátt annað tveggja lækka enn frekar ein- stök lán frá því sem áð- ur hafði verið gert eða að nýta mismuninn til að mynda almennan af- skriftasjóð. Það var hins vegar ekki gert heldur fór í gang allt annað ferli eins og kemur fram í fundargerðum stýri- nefndarinnar. Til- gangur stýrinefnd- arinnar var strax að losna við nýju rík- isbankana í hendur kröfuhafa. Fyrst bauð hún Bretum og Hollendingum Landsbankann nýja upp í ICESAVE sem þeir höfn- uðu. Framhaldið varð samningar við kröfuhafa um bankana nýju þar sem tveir voru afhentir og Landbankinn settur undir gjörgæslu skilanefndar þess gamla. voru líklega framin lög- brot, það þyngsta að opna kröfuhöf- unum aðgang að nýju bönkunum til að rífa upp og ónýta stofnúrskurði FME. Störf stýrinefndarinnar voru mis- tök og sýnist mér sem taugaveiklun hafi ráðið þar ríkjum og þau fyrir- heit á fyrsta fundi að ríkisstjórnin vildi allt til vinna til að friðþægja kröfuhafana. Í störfum nefndarinnar var mönn- um ljóst að þeir væru á mörkum ólögmætis. Var fyrirtækið Landslög hf. fengið til að skrifa greinargerð eina og ef til vill fleiri um þær hætt- ur. Það kom fram hjá Jóhannesi Karli í Kastljósi á þriðjudagskvöld að ef svo væri að þetta hefði verið á gráu svæði hefðu verið sóttar heimildir eftir á til Alþingis og þar með væri allt í lagi. Lítum nánar á þá rök- semd. Alþingi veitti heimild til sölu tveggja banka í bandormi á Þorláks- messu 2009. Alþingi fékk engar upp- lýsingar um innihald samninganna. Samþykktin var engin syndaaf- lausn til verkmanna samningsgerð- arinnar. Þá voru flest hin meintu brot sem ég tala um fullframin. Það sem á eft- ir fór er líkleg fullframning brota á 248. gr. og 264. gr. almennra hegn- ingarlaga frá og með árinu 2010. Heimildir til sölu breyttu ekki stjórnvaldsúrskurðum FME. Það voru kvaðir á nýju bönkunum sem öllum aðilum voru kunnar og hvíldu á við þessa svokölluðu sölur. Þeir stjórnvaldsúrskurðir höfðu verið áréttaðir með lagasetningu á Alþingi í október 2009. Lögum nr. 107/2009 um endurreisn fjárhags heimila og fyrirtækja. Kröfuhafarnir voru því í vondri trú um málið. Sama gilti um starfs- menn nýju bankanna sem síðar unnu innheimtuverkin. Fjármálaráðherrann þáverandi hafði engar heimildir til að breyta þessum úrskurðum FME og sam- þykkt Alþingis á sölunni aflétti ekki kvöðunum. Nú er reynt að láta líta út sem þessi mál hvíli á samningum við- skiptalegs eðlis. Að kröfurnar hafi verið keyptar af búum gömlu bank- anna. Sú skýring er rakalaus. Neyð- arlögin og stjórnvaldsúrskurðir FME réðu í þessum efnum. Þótt neyðarlögin hafi undanþegið FME reglum stjórnsýslulaga um form er ótvírætt að reglur um jafn- ræði og meðalhóf giltu hvort heldur í hlut áttu lög- eða einkaaðilar. Sú niðurstaða er ótvíræð. Nú þarf Alþingi að klára sitt og sækja gögnin í skúffur stjórnarráðsins. Um undirmál og lögbrot Eftir Víglund Þorsteinsson Víglundur Þorsteinsson » Í lögskýringu skipta öllu orðin „einstakra útlána“, ekki fer á milli mála að lánin voru lækkuð og færð þannig í nýja banka. Höfundur er lögfræðingur og fyrr- verandi stjórnformaður BM Vallár.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.