Morgunblaðið - 28.01.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015
Atvinnuauglýsingar
Sölumaður í fisk-
verslun, hlutastarf
Vinnutími 15-18.30 alla virka daga.
Laugardagar samkomulag.
Umsókn ásamt mynd og ferilskrá sendist á
kristjan@fiskikongurinn.is
merkt ,,hlutastarf 2015”
Flakari óskast til
starfa í Rvík
Mikil vinna, allt árið. Þorskur, ýsa, langa,
keila. Greitt pr. kg.
Upplýsingar Kristján Berg 896 0602.
Sölumaður í
fiskverslun óskast
100% starf. Vinnutími 10-18.30.
Laugardaga samkvæmt samkomulagi.
Umsókn ásamt mynd og ferilskrá sendist á
kristjan@fiskikongurinn.is
merkt ,,atvinna 2015”
Félagslíf
HELGAFELL 6015012819 IV/V
GLITNIR 6015012289 I
Hörgshlíð 12
Boðun fagnaðarerindisins.
Bænastund í kvöld kl. 20.00. Háaleitisbraut 58–60
Samkoma í kvöld kl. 20
í Kristniboðssalnum. Skúli
Svavarsson segir frá starfinu í
Keníu. Ræðumaður er Ragnar
Gunnarsson. Allir velkomnir.
Raðauglýsingar
Gisting
Sumarhús
Sumarhús – Gestahús –
Breytingar
Framleiðum stórglæsileg sumarhús
í ýmsum stærðum.
Tökum að okkur stækkun og
breytingar á eldri húsum.
Smíðum gestahús – margar
útfærslur.
Sjáum um almennt viðhald á
sumarhúsum og sólpöllum.
Setjum niður heita potta og
smíðum palla og skjólveggi.
Áratugareynsla –
endilega kynnið ykkur málið.
Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn,
sími 892-3742 og 483-3693,
www.tresmidjan.is
Ýmislegt Aðalfundur
Hollvinasamtaka Reykjalundar
verður haldinn laugardaginn 31.
janúar kl. 14:00 á Reykjalundi.
Dagskrá samkvæmt lögum samtak-
anna. Allir velkomnir.
Stjórnin.
ÚTSALA ÚTSALA ÚTSALA
Stakar stærðir
Teg. MARTINA - á kr. 4.900
Teg. BRILLIANT - á kr. 5.500
Teg. DUELLE - á kr. 5.500.
Póstsendum.
Laugavegi 178, sími 551 3366.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Þú mætir – við mælum og
aðstoðum.
www.misty.is
– vertu vinur
Klapparstíg 44 • Sími 562 3614
Bresk gæðavara,
handskreyttur borðbúnaður
Mikið úrval – margar gerðir
25% afsláttur
Pipar og salt krús
Kr. 1.000 - Takmarkað magn
Emma
Bridgewater
Feels like home
Klassísk hönnun síðan 1985
ÚTSALA - ÚTSALA - ÚTSALA!
20-70% AFSLÁTTUR
TIL DÆMIS ÞESSIR:
.....OG MARGIR FLEIRI!
Nú er útsala í Misty-búðunum. Fullt
að vönduðum skóm á frábæru verði:
3.500 og 5.500.
Komið og gerið góð kaup!
Komdu og líttu á úrvalið
hjá okkur!
Sími 551 2070.
Opið mán.-fös. 10–18,
laugardaga 10–14.
Góð þjónusta – fagleg ráðgjöf.
www.mistyskor.is
Erum einnig á Facebook.
Bílaleiga
HÓPFERÐABÍLAR TIL LEIGU
með eða án bílstjóra.
--------16 manna--------
--------9 manna---------
Fast verð eða tilboð.
CC.BÍLALEIGA S. 861 2319.
Smáauglýsingar 569
ÚTSALA kristalsljósakrónur,
glös, skartgripir
Glæsilegar kristalsljósakrónur, vegg-
ljós, matarstell og kaffistell, kristals-
glös, styttur og skartgripir til sölu.
Bohemia kristall,
Grensásvegi 8,
sími 571 2300.
Til sölu
Aukablað um bíla fylgir
Morgunblaðinu alla þriðjudaga
✝ Jónas Jóhanns-son fæddist á
Borðeyri 3. ágúst
1938. Hann lést á
líknardeild Land-
spítalans 19. jan-
úar 2015.
Foreldrar hans
voru Jóhann Jóns-
son, bóndi og tré-
smiður, f. 18.6.
1890, d. 20.11.
1966, og Sigríður
Guðjónsdóttir, f. 2.7. 1898, d.
24.4. 1965. Þau eignuðust tíu
börn. Fjögur þeirra dóu í
frumbersku. Þau sem upp
komust eru: Ingibjörg, f. 31.7.
1930, d. 11.8. 2001, Kristín, f.
21.2. 1932, Jóna Aðalheiður, f.
19.5. 1933, d. 14.3. 1952, Guð-
jón, f. 10.5. 1936, Jónas, og
Sigrún Dagmar, f. 15.5. 1942.
Jónas ólst upp í Bæ og á
Litlu-Hvalsá í Hrútafirði til
fjórtán ára aldurs. Fjölskyldan
dvaldi eftir það í eitt ár á
Borðeyri en flutti síðan til
Reykjavíkur. Jónas stundaði
nám í Reykjaskóla í einn vetur,
tók landspróf frá
Reykholti 1956 og
lauk prófi frá
Samvinnuskól-
anum 1958 eftir
tveggja ára nám.
Að námi loknu
vann Jónas við
verslunar- og
skrifstofustörf á
nokkrum stöðum,
svo sem KRON,
Fálkanum, Kaup-
félagi Héraðsbúa og útibúum
þess á Seyðisfirði og Reyðar-
firði. Þess á milli vann hann
við virkjun Búrfells og víðar á
Þjórsársvæðinu. Á níunda ára-
tugnum aflaði Jónas sér tölvu-
þekkingar sem nýttist honum
vel til að vinna í bókhaldi og
dundurs fyrir sjálfan sig. Síð-
ustu 10-15 árin vann Jónas við
byggingastarfsemi hjá Ár-
mannsfelli og síðar hjá Íslensk-
um aðalverktökum. Jónas var
ókvæntur og barnlaus.
Útför Jónasar fer fram frá
Háteigskirkju í dag, 28. janúar
2015, kl. 13.
Mig langar til að minnast með
nokkrum orðum gamals vinar
míns og skólafélaga, Jónasar
Jóhannssonar. Leiðir okkar
lágu fyrst saman í Héraðsskól-
anum í Reykholti í Borgarfirði
haustið 1955. Jónas kom í skól-
ann nokkru seinna en aðrir
nemendur og bjó fyrstu mán-
uðina hjá fjölskyldu í nágrenni
skólans. Ástæðan var sú að
ekki var laust pláss á nem-
endavistunum. Hann hafði þá
fyrir skömmu flutt með foreldr-
um sínum frá æskustöðvunum í
Hrútafirði til Reykjavíkur. Sr.
Einar Guðnason og kona hans,
Anna Bjarnadóttir, voru þá
bæði kennarar í Reykholti og
munu hafa greitt fyrir því að
Jónas kæmist inn í skólann, en
bróðir Einars, sr. Jón Guðna-
son, hafði verið prestur í
Hrútafirðinum.
Það var þröngt setinn bekk-
urinn í Reykholti á þeim tíma.
Við vorum t.d. fimm saman í
herbergi. Um áramótin hætti
einn herbergisfélaginn námi og
Jónas bættist þá í hópinn. Um
vorið tókum við saman gagn-
fræðapróf og landspróf og um
svipað leyti ákváðum við að
fara næsta haust í inntökupróf í
Samvinnuskólann. Eitthvað
undirbjuggum við okkur saman
undir prófið. Mér er það minn-
isstætt að okkur leist ekkert á
blikuna þegar við sáum að að-
eins þriðjungur þeirra sem
prófið tóku mundi komast í
skólann. Þannig var nú sjálfs-
traustið hjá okkur sveita-
mönnunum á þessum tíma. Við
Jónas vorum síðan herbergis-
félagar í Bifröst ásamt frænda
hans úr Hrútafirði.
Jónas var ágætur námsmað-
ur og góður skólaþegn. Utan
sjálfs námsins var tónlist helsta
áhugamálið og hann var t.d.
formaður tónlistarklúbbs í skól-
anum. Hann var prúðmenni og
vinsæll af skólafélögum sínum.
Eftir Bifrastardvölina skildi
leiðir okkar Jónasar fljótlega.
Ég fór að vinna úti á landi, en
hann réðst til verslunarstarfa
hjá KRON í Reykjavík. Við slík
störf vann hann næstu árin á
nokkrum stöðum úti á landi.
Einnig starfaði hann í versl-
unum bæði í Ósló og Kaup-
mannahöfn. Hann vann síðan
hjá nokkrum verktökum við
byggingar og virkjanir þar til
hann lét af störfum fyrir aldurs
sakir.
Síðustu tvo áratugina höfum
við Jónas verið í miklu sam-
bandi og þá aðallega í gegnum
síma. Hann hafði þann hátt á
að hringja mikið í gamla vini
sína og félaga. Í þessum sam-
tölum okkar rifjaði Jónas
gjarna upp ýmislegt frá skóla-
árunum og virtist hafa alveg
ótrúlegt minni á hluti sem ég
var löngu búinn að gleyma.
Hann var mikill lestrarhestur
og vandaði valið á því sem hann
las. Hann kunni mikið af vísum
og kvæðum. Sérstakt uppáhald
hafði hann á kvæðum Einars
Benediktssonar. Hann átti mik-
ið safn af klassískri tónlist og
góð hljómflutningstæki og naut
þess greinilega mjög að hlusta
á tónlistina. Í einni af seinustu
heimsóknum mínum til Jónasar
núna milli jóla og nýárs ræddi
hann um kvæðið Einræður
Starkaðar eftir Einar Bene-
diktsson. Hann lagði sérstaka
áherslu á síðasta erindið sem er
þannig:
Dagur míns heims varð helsvört
nótt. –
Hann hvarf eins og stjarna í
morgunbjarma.
Guðsdyrnar opnuðust hart og hljótt.
Hirðsveinar konungsins réttu út
arma.
Fjördrykkinn eilífðar fast ég drakk.
Þá féll mín ásýnd á jörð eins og
gríma.
Heiðingjasálin steypti stakk. –
Ég steig fyrir dómara allra tíma.
Um þetta leyti var Jónas
orðinn mjög veikur og gerði sér
fulla grein fyrir að hverju dró.
Mér virtist hann finna þarna til
viss skyldleika við Starkað í
kvæðinu og vildi gefa til kynna
að hann kviði ekki dómi al-
mættisins.
Að leiðarlokum þökkum við,
bekkjarsystkinin frá Bifröst,
Jónasi margra áratuga sam-
skipti og vináttu, um leið og við
sendum systkinum hans og fjöl-
skyldum þeirra innilegar sam-
úðarkveðjur.
Húnbogi Þorsteinsson.
Jónas Jóhannsson
Morgunblaðið birtir minning-
argreinar endurgjaldslaust
alla útgáfudaga.
Skil | Þeir sem vilja senda Morg-
unblaðinu greinar eru vinsamlega
beðnir að nota innsendikerfi
blaðsins. Smellt á Morgunblaðs-
lógóið í hægra horninu efst og við-
eigandi liður, „Senda inn minning-
argrein,“ valinn úr
felliglugganum. Einnig er hægt
að slá inn slóðina www.mbl.is/
sendagrein
Skilafrestur | Ef óskað er eftir
birtingu á útfarardegi verður
greinin að hafa borist eigi síðar en
á hádegi tveimur virkum dögum
fyrr (á föstudegi ef útför er á
mánudegi eða þriðjudegi).
Þar sem pláss er takmarkað getur
birting dregist, enda þótt grein
berist áður en skilafrestur rennur
út.
Formáli | Minningargreinum
fylgir formáli sem nánustu að-
standendur senda inn. Þar koma
fram upplýsingar um hvar og hve-
nær sá sem fjallað er um fæddist,
hvar og hvenær hann lést og loks
hvaðan og klukkan hvað útförin
fer fram. Þar mega einnig koma
fram upplýsingar um foreldra,
systkini, maka og börn. Ætlast er
til að þetta komi aðeins fram í for-
málanum, sem er feitletraður, en
ekki í minningargreinunum.
Minningargreinar