Morgunblaðið - 28.01.2015, Side 35

Morgunblaðið - 28.01.2015, Side 35
tókum síðan við sauðfjárbúinu á Höfða 2005 og höfum starfrækt það síðan.“ Ásta lauk námi til kennsluréttinda í grunnskóla og framhaldsskóla, frá Háskólanum á Akureyri 2001. Síðan þá hefur hún sótt fjölda námskeiða m.a. tölvunámskeið, námskeið sem lúta að ýmsum þáttum stjórnunar og mannaforráða og námskeið tengd kennslu á einn eða annan hátt. Ásta var í sumarvinna í frystihúsi Kaldbaks á Grenivík 1992, sinnti bú- störfum í sveitinni sumrin 1993-99, var kennari við MA 1999-2008 þar sem hún kenndi einkum líffræði og stærðfræði, var stundakennsla við VMA 2000 og 2007, var námsbraut- arstjóri náttúrufræðibrautar MA 2003-2008 og hefur verið skólastjóri Grenivíkurskóla frá 2008. Sveitarstjórn og sauðfjárrækt Ásta hefur setið í sveitarstjórn Grýtubakkahrepps frá 2006 og sinnt ýmsum trúnaðarstörfum í nefndum á vegum sveitarfélagsins. Hún er stjórnarmaður í félagi sauðfjár- bænda við Eyjafjörð og situr í stjórn Æðarræktarfélags Íslands. Áhugamál Ástu eru fjölmörg. Þar ber þó hæst lestur góðra bóka, mál- efni landbúnaðarins, uppeldis- og skólamál og brennandi áhugi á nátt- úrunni og náttúruvísindum, einkum á öllu sem tengist líffræði. Fjölskylda Eiginmaður Ástu er Þorkell M. Pálsson, f. 11.3. 1971, sauðfjárbóndi. Foreldrar hans eru Páll Eggert Þor- kelsson, f. 29.11. 1951, lögreglumað- ur á Akureyri, og Sigurlaug Anna Tobíasdóttir, f. 23.8. 1952, matráður á Akureyri. Sonur Þorkels frá fyrra sambandi er Jóhann Páll Þorkelsson, f. 30.8. 1990, sauðfjárbóndi á Snartarstöðum í Lundarreykjadal en kona hans er Guðrún María Björnsdóttir, sauð- fjárbóndi á Snartarstöðum og eru börn þeirra Heiðdís Guðrún Jó- hannsdóttir, f. 19.5. 2012, og stúlka Jóhannsdóttir, f. 7.1. 2015. Börn Ástu og Þorkels eru Sigrún Þóra Þorkelsdóttir, f. 11.5. 1998, nemi; Sigurður Einar Þorkelsson, f. 8.8. 2006; Páll Þórir Þorkelsson, f. 17.10. 2014. Systir Ástu er Inga Hrönn Flosa- dóttir, f. 2.10. 1976, búsett á Akur- eyri. Foreldrar Ástu eru Flosi Krist- insson, f. 10.3. 1929, og Þórdís G. Þórhallsdóttir, f. 5.8. 1950, bændur á Höfða I í Grýtubakkahreppi. Úr frændgarði Ástu Fannar Flosadóttur Ásta Fönn Flosadóttir Indriði Ásmundsson b. í Miðvík Ragnheiður Kristjánsd. húsfr. í Miðvík í Grýtubakka- hreppi Kristinn Indriðason b. á Höfða Sigrún Jóhannesdóttir húsfr. á Höfða Flosi Kristinsson b. á Höfða I JóhannesSigurðsson b. á Ytra-Hóli Sigríður Rósa Sigurðardóttir húsfr. á Ytra-Hóli í Fnjóskadal Jónína Þorsteinsdóttir fyrrv. röntgentæknir á Akureyri Lára Þorsteinsdóttir húsfreyja Kristján skáld frá Djúpalæk Sigríður Rósa Kristinsdóttir verkakona á Eskifirði Ásmundur Hreiðar Kristinsson b. á Höfða II María Soffía Kristinsd. ljósmóðir í Rvík Haraldur Kristófer Kristinsson bílstj. í Keflavík Valdemar Gestur Kristinsson leigubílstj. í Þorlákshöfn Ragheiður Kristinsd. húsfr. í Kópavogi Ragnheiður Haraldsd. aðstoðarleik- skólastjóri í Kópavogi Þór Pálsson skólameistari Iðnskólans í Hafnarfirði Sigrún Ásmundsdóttir kennari á Akureyri Kristján Kristjánsson heimspekingur Arna H. Jónsdóttir lektor við HÍ Hrafn Kristjánsson körfuboltaþjálfari Gunnþórunn Jónasdóttir húsfr. á Djúpalæk Einar V. Eiríksson b. á Djúpalæk Þórhallur Einarsson vörubílstj. á Akureyri Þóra Þorsteinsdóttir húsfr. á Akureyri Þórdís Guðrún Þórhallsdóttir b. á Höfða I Þorsteinn Benediktsson múrari á Akureyri Friðfinna Guðrún Jóhannsdóttir húsfr. á Akureyri Hafsteinn Jóhannes- son fyrrv. sveitar- stjóri í Vík í Mýrdal Sigurður H. Jóhannesson Jóhanna Friðrika Sæmundsd. leikkona Guðjón Valur Sigurðsson handboltakappi Héðinn Valdemarsson skemmtikraftur Bríet Sunna Valdemarsd. söngkona Sverrir Agnarsson formaður Félags múslima á Íslandi Lára Guðrún Agnarsd. kennari ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 28. JANÚAR 2015 Björn fæddist á Akureyri 25.1. 1915. Foreldrar hans voru Jón Eyjólfur Bergsveinsson, skipstjóri og erind- reki SVFÍ, og k.h., Ástríður María Eggertsdóttir húsfreyja. Þau eignuðust 10 börn. Björn kvæntist Maríu Hafliða- dóttur, f. í Flatey á Breiðafirði 6.1.1925. Börn þeirra eru Hafliði Örn flugmaður, Hilmar Þór arki- tekt, Steinunn Ásta ritari og Sigríð- ur Birna innanhússarkitekt. Björn lauk prófi frá VÍ 1933 og námi í svifflugi og flugkennslu í Þýskalandi 1937, ásamt Kjartani Guðbrandssyni. Björn lærði auk þess flugumferðarstjórn hjá RAF (Royal Air Force) 1945-46, vél- flugnám 1946-47 og nám í flug- umsjón í New York árið 1950. Björn var öryggisvörður loftvarna í Reykjavík 1941-43, vann hjá Flug- félagi Íslands 1944-45, var yfirflug- umferðarstjóri 1946-55, fram- kvæmdastjóri flugöryggisþjónust- unnar og oft staðgengill flugmála- stjóra 1955-63, vann að skipulagi flugrekstrar og flugumferðastjórnar í Evrópu og Afríku hjá Alþjóða-flug- málastofnuninni, ICAO, í París 1961-66, var varaflugrekstrarstjóri Loftleiða 1966-72 og síðan fram- kvæmdastjóri alþjóðadeildar Flug- málastjórnar. Björn var virkur í al- þjóðlegu flugsamstarfi og tók m.a. þátt í skipulagi loftbrúarinnar til Berlínar 1948-49. Björn var meðal stofnenda Svif- flugsfélags Íslands og Flugmála- félags Íslands 1936, var varafor- maður fyrstu stjórnar Félags flugmálastarfsmanna ríkisins og síðar formaður og var forseti Flug- málafélagsins um árabil. Björn var sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu, riddara- krossi hinnar konunglegu sænsku norðurstjörnu frá konungi Svíþjóðar og heiðurspeningi úr gulli 1. fl. frá Danmörku og heiðurspeningi með kórónu úr silfri frá Svíþjóð, sæmdur „Diplome Tissandier“ frá Federa- tion Aéronautique Internationale, gullmerki Flugmálafélags Íslands og var heiðursfélagi Íslenskra einka- flugmanna. Björn lést 21.3.1995 Merkir Íslendingar Björn Jónsson 95 ára Guðrún Finnbogadóttir 90 ára Vilborg Friðjónsdóttir Zophanía G. Briem 85 ára Guðlaug Kristófersdóttir Hafliði Kristbjörnsson Óskar Jónsson Sigurjón Hreiðar Gestsson Steinar Júlíusson Þóra Hallgrímsson 80 ára Guðbjörn Ingvarsson Sigfús G. Emil Skúlason Sigurður H. Þorsteinsson Þórunn Jónsdóttir 75 ára Aðalheiður Kristjánsdóttir Amalía Jónsdóttir Gunnar Óskarsson Stefanía R. Sigurjónsdóttir Una Olga Ragnarsdóttir Lövdal 70 ára Ástríður Johnsen Daníel Aðalsteinn Jónsson Esther Ólafsdóttir Hjörtur Hjartarson Lára Ingibjörg Ólafsdóttir Margrét J. Guðjónsdóttir Oddrún Kristófersdóttir Sigríður Sigurðardóttir Sigrún Gústafsdóttir Sigurður Ingi Ingólfsson Þuríður Guðmundsdóttir 60 ára Aðalsteinn Guðmundsson Fríður Leósdóttir Grazyna K. Wolczynska Guðlaug Jörgína Ólafsdóttir Guðmundur Guðmundsson Guðrún Ísfold Johansen Heiðrún Aðalsteinsdóttir Karólína Guðmundsdóttir Kolbrún Árnadóttir Richard M.F. Ólafsson Sigríður Sveina Helgadóttir Sigurður Jón Arnbjörnsson Trausti Bragason 50 ára Alexandr Nazarov Anna Sigríður Ólafsdóttir Guðni Ársæll Indriðason Hrönn Harðardóttir Karl Jóhann Ásmundsson Lenka Lipková Trausti Guðjónsson 40 ára Arlene Almario Abunda Bergný Jóna Sævarsdóttir Birgit Þórðardóttir Bryndís Hilmarsdóttir Ómar Már Birgisson Ómar Örn Hauksson Pétur Bragason Ragnheiður E. Rúnarsdóttir Rósa Hlín Sigfúsdóttir Stephen Arthur Christian Sævar Þór Ægisson Tuyet Thi Vu Una Hlín Guðmundsdóttir Vilborg Ólöf Sigurðardóttir 30 ára Auður Arna Guðfinnsdóttir Björn Jónsson César A.S. De S. Afonso Dagný Kristín Jakobsdóttir Emilia Tomalak Haraldur Fossan Arnarsson Jón A. Guðmundsson Justyna Emilia Ruszel Kristján Rafn Guðnason María Ósk Einarsdóttir Sólveig Ingólfsdóttir Til hamingju með daginn 30 ára Valgerður býr í Grindavík, vinnur á leik- skóla og er formaður fim- leikadeildar Grindavíkur. Maki: Sigurður Magnús Árnason, f. 1989, kokkur. Dætur: Emma Lív, f. 2004, og Matthildur Yrsa, f. 2012. Foreldrar: Guðmunda Jenný Hermannsdóttir, f. 1962, og Þorsteinn Rúnar Guðjónsson, f. 1960. Stjúpfaðir: Þröstur Magn- ússon, f. 1965. Valgerður Jennýjardóttir 30 ára Elín ólst upp í Reykjavík, býr í Kópavogi og starfar við LSH í Foss- vogi. Börn: Áslaug María, f. 2003, og Anton Páll, f. 2008. Systkini: Inga, f. 1971; Gísli, f. 1975, Páll, f. 1979, og Hrólfur, f. 1979. Foreldrar: Lúther Páls- son, f. 1953, leigubílstjóri, og Áslaug Hrólfsdóttir, f. 1952, húsfreyja. Þau búa í Kópavogi. Elín Bára Lúthersdóttir 30 ára Magni ólst upp á Breiðdalsvík, býr í Reykja- vík og er byggingatækni- fræðingur hjá Ístaki í Nor- egi. Maki: Málfríður Sandra Guðmundsdóttir, f. 1985, hjúkrunarfræðingur. Dóttir: Ásta Vordís, f. 2011. Foreldrar: Grétar Björg- ólfsson, f. 1951, vöru- bifreiðarstjóri, og Svandís Ingólfsdóttir, f. 1959, bankastarfsmaður. Magni Grétarsson Tónastöðin • Skipholti 50d • Reykjavík • sími 552 1185 • www.tonastodin.is Láttu drauminn rætast.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.