Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Side 25
Morgunblaðið/Eggert Stemningin var gleðileg og hátíðleg á ný- ársdag. „Fólk leggur jafnvel meira upp úr dressinu fyrir nýárssundið en jólakjóln- um,“ segir Ragnheiður. 4.1. 2015 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25 Sítrónur þykja hreinsandi og upplagt er að byrja daginn á því að drekka glas af volgu vatni með sítrónu. Vatn með sítrónu og myntu er líka góður svaladrykkur. Frískandi sítrónur*Fólk sem kann eitthvaðog elskar eitthvaðverður aldrei leiðinlegt. Alexander Kielland Fyrir þá sem eru að taka fyrstu tökin í sjósundinu mælir Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur með því að þeir mæti í þjónustuhús Ylstrandar í Naut- hólsvík. Þar taki starfsmenn og reyndir sjósundgarp- ar vel á móti fólki og leiðbeini því. Núna er opið alla virka daga í hádeginu 11-13, á laugardögum 11-15 og mánudaga og miðvikudaga 17-19. Mikilvægt er að fara varlega fyrstu ferðirnar, segir á vef félagsins. Um vetrartímann er sjórinn frá -1,5° til 4°. Þeir allra hörðustu eru um 5-15 mín úti en byrjendur um 30 sek – 1 mín. Á sumrin er sjórinn 8° – 15° og þá er hægt að njóta hans lengur. „Mesta hindrunin er að komast yfir áfallið (sjokk- ið) vegna kuldans þegar farið er fyrst út í. Til að minnka sjokkið er gott að bíða á ströndinni til að kæla sig aðeins niður áður en farið er úti. Sjokkið tekur um 30 sek og eftir það dofnar líkaminn og vel- líðunartilfinningin fer um allan skrokkinn. Mikilvægt er að einbeita sér að því að anda djúpt inn og út til að komast yfir sjokkið. Síðan er farið upp úr og í heita pottinn. Gott er að bíða 2-3 mín áður en farið er í pottinn. Sumir telja að best sé að sleppa pott- inum og láta líkamann hita sig upp,“ segir á sjosund.is Ráðleggingar til sjósundfólks Morgunblaðið/RAX * Syntu aldrei ein(n). Vertu ávallt með félaga með þér. * Fylgstu með þeim sem þú syndir með. Talist reglulegavið til að fylgjast með líðan og meðvitund. * Varastu að synda langt frá landi. Syntu meðfram strönd-inni af öryggisástæðum. Straumar geta verið viðsjárverðir. * Óvanir ættu að vera skamma stund í sjónum í fyrstuskiptin og vera aðeins með vönu sjósundsfólki. * Kynntu þér staðhætti vel áður en farið er út í. * Köld húð er auðsærð og þess vegna er rétt að gætavarúðar þegar komið er úr sjónum. * Syntu helst í dagsbirtu svo þú sért sýnilegur. Ef umkvöldsund er að ræða er mikilvægt að vera nálægt landi því erfitt er að greina sundmenn sem komnir eru frá landi. * Ráðlegt er að nota sundhettu í áberandi litum. * Gott er að nýta sér heitan pott og sturtu Ylstrandar. HVERNIG BYRJAR MAÐUR Í SJÓSUNDI ? Munið að slökkva á kertunum Ef vatn kemst í vax útikerta er hætta á að heitt vaxið skvettist á fætur og hendur nálægra Slökkvilið höfuborgasvæðisins

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.