Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Page 34

Morgunblaðið - Sunnudagur - 04.01.2015, Page 34
34 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 4.1. 2015 Matur og drykkir 1 pakki Lu Bastogne kex 500 ml vanilluskyr (ekki með gervisykri) 500 ml rjómi nokkrar msk. sýrður rjómi, fituinnihald eftir smekk 200 g smjör 1 krukka kirsuberjasósa frá Gammel fabrik Myljið kexið, hægt að nota mat- vinnsluvél eða setja kexið í plast- poka og rúlla yfir pokann með kökukefli. Bræðið smjörið og hrærið saman við kexmulninginn. Þrýstið blöndunni niður í djúpt form eða kökudisk, kælið í ísskáp í nokkrar klst. Hrærið sýrða rjómann og skyrið vel saman, þeyt- ið rjómann og blandið honum var- lega saman við skyrblönduna. Hell- ið blöndunni yfir kökubotninn og sléttið yfirborðið. Setjið þá kökuna aftur inn í ísskáp og kælið betur. Setjið kirsuberjasósuna yfir herleg- heitin. Morgunblaðið/Þórður Skyrterta með kandís- og kanelkexi 1 kg nautatunga, Vigdís not- aði bæði reykta og saltaði og sauð þær saman 1-2 tsk. svört piparkorn lárviðarlauf vatn eins og þarf 2 pokar klettasalat Skolið tunguna og hreinsið tung- urætur frá ef þarf. Setjið vel af vatni í pott, miðað er við að vatnið fljóti yfir tunguna, ásamt piparkornum og lárviðarlaufum og látið vatnið ná suðu áður en tungan er sett út í. Ef potturinn er ekki víður er allt í lagi að skera tunguna í tvennt áður en hún er sett út í pottinn Þegar tungan er komin út í má taka vatn af ef það er of mikið. Sjóðið við vægan hita í um 2-3 klst. Ef tungan er snædd köld er best að láta hana kólna í vatninu, taka samt pott- lokið af, en hún er góð jafnt köld sem heit. Berið fram með kletta- salati og piparrótarsósunni. Hægelduð nautatunga á ein- faldasta mátann Kartöflusalat Vigdísar Hrefnu FYRIR 6-8 1 kg kartöflur 250 g majónes 100 g sýrður rjómi, fituinnihald eftir smekk ½ dl sýrðar gúrkur 1 stk. laukur 3 dl. sýrður rjómi ½ dl sætt sinnep ½ dl sýrðar gúrkur, saxaðar salt og nýmalaður pipar Skrælið kartöflurnar hráar, skerið í bita, sjóðið í 20-30 mínútur, fer eftir stærð og kælið. Hrærið saman sýrðum rjóma, sinnepi og majónesi, kryddið með salti og pipar eftir smekk. Afhýðið eplin og skerið í litla teninga, sneiðið niður súru gúrkurnar og hráan lauk. Blandið epla- og kart- öflublöndunni saman við sósuna. Stór hluti þess hóps sem kemur að sýningunni fann tíma til að setjast niður saman. Högni Egilsson á spjalli við Atla Rafn en Högni sér um tónlistina í verkinu ásamt Guðmundi Óskari Guðmundssyni. Málsverðurinn var sérlega hátíðlegur og umhverfið notalegt við kertaljós í skammdeginu. Stefán Hallur Stefánsson, Vigdís Hrefna Pálsdóttir og Elma Stefanía Ágústsdóttir.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.