Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Side 28

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Side 28
Svipuð nálgun að ólík- um efnivið. Krafla frá Bility, hönnuðir Jón Helgi Hólmgeirsson og Þorleifur Gunnar Gísla- son og Ripsiraita eftir Hanna Anonen. H önnunarmiðstöð Íslands í samstarfi við Design Forum Finland og Codesign, Svíþjóð vinn- ur að spennandi samnorrænu til- raunaverkefni á hönnunarvikunni í Stokkhólmi sem beinir sjónum að öllum hliðum hönnunar og ber heit- ið We Live Here. Tilgangurinn er að varpi ljósi á styrkleika íslenskra og finnskra hönnuða, hvers þeir eru megnugir og erindi þeirra á norrænu hönn- unarsenunni í dag. Á hönnunarvikunni munu íslensk- ir og finnskir hönnuðir „flytja inn“ saman í íbúð í miðbæ Stokkhólms og veita þannig breiða innsýn í bæði hvað er verið að hanna og hvernig við nálgumst hönnun á Finnlandi og á Íslandi. Um 70 hönnuðir sýna verk sín á sýningunni og skiptist það nokkuð jafnt á milli finnskra og íslenskra hönnuða ásamt nokkrum sænskum hönnuðum. „Áhuginn hefur vaxið undanfarin misseri hjá finnsku og íslensku hönnunarmiðstöðinni ásamt hönn- uðum á að vera í auknu samstarfi. Því var farið í að leita leiða og varpa fram hugmyndum um hvort við gætum byggt eða unnið eitthvað saman og myndað þannig skemmti- legt samstarf. Við ákváðum, vegna þess að við erum nú hrifin hvert af öðru og búin að vera að „deita,“ að þá ættum við kannski að prófa að búa saman á hönnunarvikunni í Stokkhólmi,“ segir Hlín Helga Guð- laugsdóttir, ein af sýningarstjórum We Live Here. Sýningarstjórar eru þær Elina Aalto og Marika Tesolin auk Hlínar Helgu. Grafíkin er í höndum Sigga Odds og Sanna Ge- beyehu frá Codesign er listrænn ráðgjafi. Skapa Fantasíuheimili „Við flytjum inn í íbúð og leggjum hana undir okkur. Við erum að leika okkur á mörkum heimilis og sýn- ingar og sköpum okkar eigin fanta- síuheim.“ Á sýningunni verða bæði áþreifanlegir og óáþreifanlegir sýn- ingargripir og vonast er til þess að sýningin verði bæði veisla fyrir aug- að og fóður fyrir hugann en Hlín segir ferlið hafa verið afskaplega áhugavert. „Við vissum ekkert alveg hvað vinnan myndi leiða í ljós; við eigum margt sameiginlegt og við erum líka mjög ólík.“ Hún segir ákveðinn sameining- arkraft í því að bæði Finnland og Ísland eru í útjaðri hins norræna hönnunarsamfélags landfræðilega. „Þegar við skoðum hönnun í Finn- landi á hún sér langa sögu og mikla hefð en því er ekki fyrir að fara á Íslandi, íslenska hönnunarsagan telst vera mjög stutt,“ segir Hlín og bætir við að umhverfið sé gerólíkt þegar kemur að til dæmis iðnaði. „Umhverfi okkar og aðstæður hafa gífurleg áhrif á það hvernig við nálgumst efni og aðferðir. Í vöru- hönnun hefur ákveðin tilrauna- starfsemi verið meira einkennandi fyrir Ísland, að prófa sig áfram með ýmis óhefðbundin efni og annað en í finnskri hönnun hefur mikið gengið Formtungumál og tilfinn- ing. Prik eftir Brynjar Sig- urðarson og Ojentaa eft- ir Mari Isopahkala. Skapa eigin fantasíuheim SÝNINGIN WE LIVE HERE VERÐUR OPNUÐ Á HÖNN- UNARVIKUNNI Í STOKKHÓLMI Í BYRJUN FEBRÚAR. Á SÝNINGUNNI FLYTJA FINNSKIR OG ÍSLENSKIR HÖNN- UÐIR SAMAN Í ÍBÚÐ Í STOKKHÓLMI EN MARKMIÐ SÝN- INGARINNAR ER AÐ VEITA BREIÐA INNSÝN Í FINNSKA OG ÍSLENSKA HÖNNUN. Sigurborg Selma Karlsdóttir sigurborg@mbl.is * Við trúumþví að þaðsé samtakamátt- ur og slagkraftur í því að taka sig saman og sýna hvað í okkur býr. SAMSÝNING ÍSLENDINGA OG FINNA Á HÖNNUNARVIKUNNI Í STOKKHÓLMI Hugrenningar um tíma. No Time Bracelet eftir Katrin Greiling og Sasha klukka eftir Þórunni Árnadottur. 28 MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 25.1. 2015 Heimili og hönnun ÚTSALA ALLT AÐ 50% AFSLÁTTUR! REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR | REYKJAVÍK | AKUREYRI | ÍSAFJÖRÐUR Ve rð er bi rt m eð fy rir va ra um pr en tv ill ur og m yn da - br en gl og gi ld ir á m eð an á út sö lu st en du ro g bi rg ði re nd as t.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.