Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Page 64

Morgunblaðið - Sunnudagur - 25.01.2015, Page 64
SUNNUDAGUR 25. JANÚAR 2015 Flest styðjum við tvö íþróttafélög í þessu lífi, innlent og erlent. Sumir halda raunar með tveimur liðum í sama landi, sínu liði og liðinu sem er á toppnum hverju sinni! Og hvern dreymir ekki um að geta sameinað þessi lið, alltént sameinað tilfinningarnar í einni og sömu keppnistreyjunni? Það er nú hægt fyrir atbeina fyrirtækisins Combi Shirts ehf., sem er dótturfyrirtæki hins rótgróna íslenska íþróttavöruframleiðanda Hen- son, sem sér um framleiðsluna. Hægt er að panta treyjur úr öllum mögulegum greinum, svo sem úr fót- bolta, handbolta, körfubolta, rúgbíi, blaki og amerísk- um fótbolta. Innlent og erlent. Þannig er hægt að sam- eina Val og Manchester United, KR og Boston Celtics, Skallagrím og New England Patriots. Svo dæmi séu tekin. Að sögn Halldórs Einarssonar, eiganda Henson, hafa treyjur sem þessar verið vinsæl afmælis- og tæki- færisgjöf hér á landi um tíma. Hann veit á hinn bóginn ekki til þess að þetta hafi verið gert erlendis og fyrir vikið ætlar Combi Shirts að kom vörunni á framfæri erlendis. „Með stofnun Combi Shirts ehf. er stigið mik- ilvægt skref til markaðssetningar á alþjóðavísu,“ segir Halldór en áhugasamir geta kynnt sér málið betur á combishirts.com. Morgunblaðið/Kristinn COMBI SHIRTS EHF. SETT Á LAGGIRNAR Tilfinningar á treyjum Halldór Einarsson með íslensk/króatíska treyju. „Strákarnir okkar“ áttu mergj- aðan endasprett í opnunarleik heimsmeistaramótsins í handbolta í Túnis árið 2005 þegar þeir breyttu tapaðri stöðu í jafntefli gegn Tékkum. Þegar síðari hálf- leikur var hálfnaður voru Tékkar átta mörkum yfir en 12:4-sprettur Íslendinga undir lokin gerði það að verkum að leiknum lauk 34:34. „Þetta var alveg magnað, eitt það magnaðasta sem ég hef lent í lengi. Að mínu mati var það Birkir Ívar [Guðmundsson markvörður] sem vann þetta stig fyrir okkur,“ sagði Dagur Sigurðsson fyrirliði við Morgunblaðið en Birkir Ívar varði vel á lokakaflanum. Ólafur Stefánsson var marka- hæstur í íslenska liðinu með ellefu mörk en athygli vakti að hann vippaði boltanum fimm sinnum yf- ir Martin Galia, markvörð Tékka, af vítalínunni. „Já, ég stúderaði hann vel fyrir leikinn, sá að hann var stökkvari, hleypur alltaf út á móti í vítaköstum. Vippur eru með því besta sem ég geri, þannig að þetta var veisla,“ sagði Ólafur eftir leikinn. „Ég verð að hæla íslenska liðinu sem sýndi gríðarlegan bar- áttuhug,“ sagði vonsvikinn þjálfari Tékka, Ratislav Trtik. GAMLA FRÉTTIN Stigi bjargað Vignir Svavarsson og Ólafur Stefánsson voru lúnir í leikslok enda gaf ís- lenska landsliðið allt í endaprettinn gegn Tékkum á HM í Túnis árið 2005. Morgunblaðið/RAX ÞRÍFARAR VIKUNNAR Dr. Logi daggardropi uppfinninga- og vísindamaður Jóhann Jóhannsson tónskáld Ágúst EInarsson hagfræðingur Persónuleg þjónusta og vinalegt umhverfi ÁRSKORT tilboð* Ketilbjöllur v Spinning Cross train Extreme XTX Skvasssalir v Golf hermir Körfuboltasalur Góður og fullbúinn tækjasalur með lyftinga- og upphitunartækjum Gufubað í búningsklefum Nánar á veggsport.is Stórhöfða 17 | Sími 577 5555 | veggsport.is 59.900.- staðgreitt eða 5.250.- á mánuði 12 mán. binditími *gildir til 31.janúar 2015 Allir sem kaupa árskort í Veggsp ort fara í vinningsp ott TVEIR heppnir ve rða dregnir út og geta boðið m aka/vini með sér í ræktina í HE ILT ÁR.

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.