Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Allar fjölbýlishúsalóðirnar í Helga-
fellslandi í Mosfellsbæ eru seldar og
er áformað að uppbyggingu um 450
íbúða í fjölbýli í
svokölluðu „Auga“
í Helgafellshverfi
verði lokið innan
fimm ára. Má sjá
augað út úr útlín-
um gatna í hverfi
hér fyrir neðan.
Áætlað er að
með því fjölgi bæj-
arbúum um 1.300-
1.400 en þeir eru
nú um 9.300.
Raunhæft þykir að þeir verði orðnir
13–14.000 innan tíu ára.
Haraldur Sverrisson, bæjarstjóri
Mosfellsbæjar, segir 34 íbúðir hafa
verið teknar í notkun í Helgafells-
hverfinu og eru 43 íbúðir í byggingu.
Um 70 íbúðir eru á hönnunarstigi og
til umfjöllunar hjá byggingarfulltrúa.
Að auki eru þegar byggingarhæfar
lóðir fyrir um 350 íbúðir.
Einstaka lóðarhafar hafa óskað
eftir breytingum á deiliskipulagi og
er það til umsagnar hjá skipulags-
nefnd.
Skólinn fluttur frá Æðarhöfða
Spurður um uppbyggingu innviða í
nýja hverfinu segir Haraldur að sam-
kvæmt núverandi áætlunum muni
færanlegur skóli við Æðarhöfða lík-
lega verða fluttur í Helgafellshverfið.
„Þetta eru ekki færanlegar kennslu-
stofur heldur færanlegur skóli sem
rúmar um 200 nemendur. Þá er ég að
tala um leikskóla og grunnskóla. Það
er líklegast að við byrjum á að færa
hann í Helgafellshverfi en jafnframt
erum við að undirbúa byggingu var-
anlegs skóla á skólalóðinni þar.“
Um 550 íbúðir verða í sérbýli og
einbýli í hverfinu og er áætlað að
uppbygging á þeim muni taka lengri
tíma en fjölbýlið, eða 8-10 ár.
Spurður hvernig bærinn sé í
stakk búinn til að ráðast í uppbygg-
ingu segir Haraldur að fjárhagur
bæjarins sé traustur. Skuldir nemi
um 120% af tekjum, borið saman
við lögbundið hámark skulda sveit-
arfélaganna sem er nú um 150% af
tekjum. Í fjögurra ára áætlun sé
gert ráð fyrir fjármagni til bygg-
ingar innviða í bænum.
Haraldur segir uppbyggingu
íbúða í miðbæ Mosfellsbæjar vera
að hefjast. Unnið sé samkvæmt
deiliskipulagi sem gangi út frá því
að miðbærinn geti þjónað Mos-
fellsbæ sem þjónustukjarni og mið-
bær í ört stækkandi bæ. Nýir íbúar
muni styrkja verslun og þjónustu á
svæðinu.
Lögð áhersla á leiguíbúðir
„Bæjarráð samþykkti fyrir
skemmstu tillögu starfshóps sem
skipaður var á síðasta ári um upp-
byggingu á leiguíbúðum í Mos-
fellsbæ. Sú tillaga sem var sam-
þykkt í bæjarráði gengur út á að
byggðar verði 40 íbúðir, á mótum
Þverholts og Skeiðholts, og að 30 af
þessum íbúðum verði eyrnamerktar
sem leiguíbúðir. Skipulagsnefnd
fékk það verkefni að breyta skipu-
laginu og festa í sessi skilmála um að
þarna verði leiguíbúðir,“ segir Har-
aldur.
„Skipulag Mosfellsbæjar gerir ráð
fyrir fleiri íbúðum í miðbænum. Á
sumum reitum eru hús fyrir og það
er flóknara að hefja uppbyggingu á
stöðum þar sem hús þurfa að víkja,
til dæmis við Þverholtið. Það gerist
þegar aðilar sem eiga húsnæðið hafa
áhuga á að umbreyta því í eitthvað
annað,“ segir Haraldur.
Við ofangreinda uppbyggingu
bætist uppbygging um 250 íbúða í
sérbýli í Leirvogstungu og verða
íbúar þar um 1.200 þegar hverfið er
fullbyggt. Alls verða um 1.000 íbúðir
í Helgafellslandinu og um 3.000 íbú-
ar. Í miðbænum verða reistar um
250 íbúðir með um 500-600 íbúum og
verða alls um 5.000 nýir íbúar í þess-
um hverfum. Að sögn Haraldar er
talið líklegt að uppbygging á þeim
svæðum sem búið er að taka ákvörð-
un um taki um 10 ár og Mosfellsbær
vaxi þá í að verða um 13-14.000
manna bær. „Í framhaldinu stækkar
Mosfellsbær væntanlega frekar. Við
eigum allt Blikastaðalandið óbyggt,
Lágafell, Akra og Sólvelli. Þar gætu
10-15 þúsund manns bæst við íbúa-
fjöldann,“ segir Haraldur.
Mosfellingum mun fjölga hratt
Lóðir undir fjölbýli í Helgafellslandi í Mosfellsbæ eru uppseldar Nýr grunnskóli verður byggður
Íbúum mun fjölga úr 9 þúsundum í 13-14 þúsund á 10 árum Uppbygging nýs miðbæjar að hefjast
Tölvuteikning/Skipulagssvið Mosfellsbæjar
Nýr Mosfellsbær Svona gæti miðbær Mosfellsbæjar litið út árið 2030. Þessi drög eru útskýrð í grein hér til hliðar.
Haraldur
Sverrisson
Helgafell
Álafoss
Finnur Birgisson, skipulags-
fulltrúi Mosfellsbæjar, segir
teikninguna hér til hliðar sýna
miðbæinn
eins og hann
gæti litið út
2030.
Fyrirhug-
aðar bygg-
ingar eru
sýndar í lit
með glugg-
um, eldri
byggingar
eru gráar.
„Þarna er
horft yfir miðbæinn úr norð-
austri í átt að Lágafelli. Fram-
arlega til vinstri er áberandi
bygging, Kjarninn, núverandi
stjórnsýslu- og verslunarmið-
stöð. Til hægri út frá honum eru
nýjar byggingar samkvæmt
miðbæjarskipulaginu,“ segir
Finnur og vísar til þriggja fjöl-
býlishúsa sem eru u-laga og
með inngarði.
„Handan við Þverholtið er nú-
verandi húsalengja sem sumir
kalla Kardimommubæinn og við
vesturendann á henni eru sýnd-
ar nýjar íbúðablokkir, sem gætu
risið mjög bráðlega.“
Finnur tekur fram að stóra
byggingin efst á myndinni sé
eldri hugmynd að framhalds-
skólanum, sem nú sé risinn í allt
annarri mynd. Þar í kring eigi að
rísa íbúðablokkir. Ofan við
Kjarnann á myndinni eru kirkja
og menningarmiðstöð, en það
verkefni er nú í óvissu.
Þannig gæti
miðbærinn
orðið 2030
FRAMTÍÐARSÝN
Finnur
Birgisson
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Tryggvi Axelsson, forstjóri Neyt-
endastofu, segir að það sé mjög gott
mál og nauðsynlegt ef Neytenda-
stofu verði veitt-
ur meiri aðgang-
ur að eftirliti með
framkvæmd laga
sem varða neyt-
endur. Sama sé
hvort það sé gert
með því að breyta
lögum um neyt-
endalán, samn-
ingalögum eða
lögum um órétt-
mæta viðskipta-
hætti, þannig að eftirlit Neytenda-
stofu, með starfsemi smálána-
fyrirtækja, svo dæmi sé tekið, verði
aukið.
Frosti Sigurjónsson, formaður
efnahags- og viðskiptanefndar Al-
þingis, lýsti því í samtali við Sunnu-
dagsmoggann í fyrradag að nefndin
væri að skoða hvort rétt væri að
setja inn sérstakt ákvæði í samn-
ingalög um að Neytendastofa bæri
ábyrgð á og fylgdist með fram-
kvæmd laga, sem tækju m.a. til ein-
staklinga, sem hefðu tekið lán hjá
smálánafyrirtækjum, með það fyrir
augum að auka neytendavernd.
Ritaði ráðherra bréf
Tryggvi sagði í samtali við Morg-
unblaðið í gær, að hann hefði í febr-
úarmánuði á síðasta ári sent þáver-
andi innanríkisráðherra, Hönnu
Birnu Kristjánsdóttur, bréf, þar sem
hann hafi bent á að skerpa þyrfti á
lagaákvæðum, hvað varðaði eftirlits-
hlutverk Neytendastofu, þannig að
eftirlitsskylda stofunnar væri alveg
ótvíræð.
„Af þessu gefna tilefni, nú í síð-
ustu viku, þegar áfrýjunarnefnd
neytendamála úrskurðaði að smál-
ánafyrirtækin hefðu brotið lög um
neytendalán, ítrekaði ég þetta erindi
við núverandi innanríkisráðherra,
Ólöfu Nordal, og sendi bréf til henn-
ar, samhljóða fyrra bréfinu, frá í
fyrra,“ sagði Tryggvi.
Þurfum slíka lagaheimild
„Það er okkar skýra sjónarmið að
svona ákvæði þurfi að koma inn í
lögin, vissulega út af smálánunum,
en einnig í stærra samhengi, því við
teljum okkur þurfa að hafa slíka
lagaheimild, til þess að geta rækt
okkar eftirlitsskyldu. Það myndi
jafnframt veita markaðnum aðhald,
til að mynda með stöðluðum samn-
ingum,“ sagði Tryggvi.
Eins og fram hefur komið í Morg-
unblaðinu, úrskurðaði áfrýjunar-
nefnd neytendamála í nóvember í
fyrra að tvö smálánafyrirtæki, Smál-
án og Kredia, skyldu sæta dagsekt-
um upp á 250 þúsund krónur þar til
þau hefðu breytt viðskiptaháttum
sínum og færu að lögum.
Sektirnar farnar að telja
Fyrir tíu dögum féll samskonar
úrskurður um hin þrjú smálánafyr-
irtækin á íslenska markaðnum,
Hraðpeningar, Múla og 1909, sem öll
eru í eigu Neytendalána ehf. og seg-
ir Tryggvi að dagsektirnar séu farn-
ar að telja hjá smálánafyrirtækj-
unum sem fengu sektirnar á sig í
nóvember í fyrra, en einhverjir dag-
ar séu þar til hin þrjú þurfi að fara
að greiða dagsektir, því eftir að úr-
skurður er kveðinn upp sé fyrir-
tækjum gefinn 14 daga frestur til að
breyta viðskiptaháttum sínum.
Neytendastofa er hlynnt
hugmynd um breytt lög
Myndi stuðla að því að veita markaðnum aukið aðhald
Tryggvi
Axelsson
Mörkinni 6 | 108 Reykjavík | S: 568 2533 | www.fi.is
FERÐAFÉLAG ÍSLANDS
www.fi.is
Fræðslu- og
myndakvöld
Heilsuvernda
rmörk brenn
isteinsvetnis
Í tröllahöndu
m á Tröllaska
ga
Ferðafélag Íslands stendur fyrir fræðslu og myndakvöldi
nk. miðvikudagskvöld, 18. febrúar, kl. 20:00 í sal FÍ.
Heilsuverndarmörk brennisteinsvetnis á
höfuðborgarsvæðinu
Þröstur Þorsteinsson dósent við jarðvísindastofnun HÍ og Ingólfur
Hrólfsson verkfræðingur fræða okkur um heilsuverndarmörk
brennisteinsvetnis á höfuðborgarsvæðinu.
Í tröllahöndum á Tröllaskaga
Að loknu kaffihléi mun Kristján Eldjárn Hjartarson frá Tjörn í
Svarfaðardal sýna myndir úr ferðum á Tröllaskaga.
Aðgangseyrir kr. 600, innifalið kaffi og kleinur
Allir velkomnir!