Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 23
23 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Snjókóf Óhætt er að segja að veðrið hafi verið heldur rysjótt undanfarið þar sem rigning og snjókoma hafa gengið yfir landið. Kuldi, snjór og snjókóf hafa yfirhöndina þessi dægrin. RAX Þegar sjúkrahúsin í Reykjavík voru sam- einuð í Landspítala – há- skólasjúkrahús árið 2000 voru skiptar skoðanir um það hvort samein- ingin væri heillavænleg fyrir heilbrigðisþjón- ustuna í landinu til lengri tíma. Eitt voru menn þó sammála um þegar þessi ákvörðun var tekin en það var að mikilvægasta forsendan fyrir því að sameiningin heppnaðist væri endurnýjun húsakosts LSH og að öll bráðastarfsemi yrði á einum stað, helst undir sama þaki. Síðan eru liðin 15 ár og sjúkrahúsin hafa áfram búið við svipaðar aðstæður og ríktu fyrir sameininguna. Mik- ilvægar sérgreinar og starfsemi sem ætti að vera í nálægð er enn dreifð á marga staði. Þrátt fyrir þetta augljósa óhægræði hefur margt áunnist á þess- um árum sérstaklega í faglegu tilliti. Sérgreinar hafa verið sameinaðar og styrktar með möguleikum á aukinni sérhæfingu sem hefur verið bráðnauð- synleg til að fylgja hraðri alþjóðlegri þróun í læknisfræði. Þetta hefur vafa- laust átt sinn þátt í því að heilbrigð- isþjónustan á Íslandi stenst ennþá vel samanburð við aðrar vestrænar þjóðir hvað gæði snertir. Þá hefur vísinda- starfsemi eflst á undanförnum árum líklega af sömu ástæðum. Hinn faglegi ávinningur af sameiningunni hefur því gengið eftir þó að skilyrðin hafi ekki verið að öllu leyti ákjósanleg. Hafi endurnýjun húsnæðis LSH verið tímabær árið 2000 er hún orðin bráðnauðsynleg núna. Eldri hús eru úr sér gengin og standast ekki lengur kröfur um aðbúnað sjúklinga og nú- tímaleg skilyrði til að veita bestu heil- brigðisþjónustu sem völ er á og lands- menn gera réttilega kröfu til. Sjúkrarúmum í bráðaþjónustu hefur fækkað úr hófi og er brýnt að úr því verði bætt sem fyrst. Betra húsnæði er auk þess mikilvægur liður í því að gera LSH og þar með Ísland að eft- irsóttum vinnustað fyrir vel menntaða lækna og annað fagfólk. Eins og eðlilegt er hafa verið skiptar skoð- anir um margt sem snýr að áætlun um endurnýj- un húsnæðis LSH svo sem varðandi staðsetn- ingu og innra skipulag. Sjálfur hef ég verið þeirrar skoðunar að staðsetning í Fossvogi væri betri kostur. Það eru hins vegar takmörk fyrir því hvað hægt er að fara marga hringi í þeirri umræðu. Ákvörðun hef- ur verið tekin um að byggja spítalann upp við Hringbraut samkvæmt áætlun sem nú er vel á veg komin og mun sannarlega gjörbreyta aðstæðum til hins betra. Með endurnýjun á húsa- kosti LSH við Hringbraut verður stig- ið stórt framfaraskref. Margt bendir til þess að fram- kvæmdir geti verið á næsta leiti og má í því sambandi nefna sameiginlega yf- irlýsingu læknasamtakanna og ríkis- stjórnarinnar. Þá gætu verið að skap- ast fjárhagslegar forsendur fyrir því að þjóðarbúið ráði við þessa viðamiklu fjárfestingu á næstu árum en undarf- arin ár hefur mátt draga það í efa þrátt fyrir góðan vilja allra hlutaðeigandi. Tími framkvæmda er því líklega kom- inn og það er mikið fagnaðarefni. Eftir Stein Jónsson »Hinn faglegi ávinn- ingur af sameining- unni hefur því gengið eftir þó að skilyrðin hafi ekki verið að öllu leyti ákjósanleg. Steinn Jónsson Höfundur er læknir. Tími framkvæmda er kominn Nú þegar kjara- samningalotan stend- ur sem hæst, sem hófst upphaflega í desember 2013, þá er ágætt að staldra ör- lítið við og líta til baka. Í þessum mán- uði eru 25 ár síðan þjóðarsáttarsamn- ingar voru undirrit- aðir en með þeim hófst tímabil í ís- lensku þjóðlífi sem margir minn- ast sem tímabils bættra kjara. Tímabil þar sem ýmsir erfiðleikar héngu yfir okkur en með átaki allra, samtaka launafólks, at- vinnurekenda og stjórnvalda, tókst að ná verðbólgu úr tveggja stafa tölu niður í „ásættanlega“ verðbólgu. Þetta samhenta átak allra skil- aði þjóðinni gríðarlegum ávinningi hvað þetta varðar. Atvinnulífinu tókst að ná stjórnvöldum að samningaborðinu með eftir- minnilegum árangri. Stjórnvöld voru „aktíf“ í þessum aðgerðum og lögðu sín lóð á vogarskálarnar. Stjórnvöld ákváðu sem sagt að taka þátt í þessari baráttu enda skiptir það stjórnvöld hvers tíma allra mestu máli að ná stöðug- leika í efnahagslífið svo þau geti unnið að því að bæta raunveru- lega stöðu ríkissjóðs og þar með að auka réttindi og bæta lífsgæði íbúa þessa lands. Þegar ég tala um réttindi þá er ég að tala um okkar velferðar- kerfi sem skiptir okkur gríðarlega miklu máli. Við rekum sameig- inlega menntakerfi enda viljum við geta boðið öllum lands- mönnum upp á menntun við hæfi og þar með aukið möguleika landsmanna til að komast í vel launuð störf, ekki bara hér heima en einnig erlendis. Við sjáum í dag að fjölmargir rafiðnaðarmenn hafa farið utan til að sækja sér atvinnu og mjög vel launuð störf. Við vilj- um jafnframt bjóða landsmönnum upp á gott heilbrigðiskerfi þar sem þjónusta stendur öllum til boða án þess að þurfa að greiða sérstaklega fyrir það, umfram skattgreiðslur. Við erum sem sagt að ræða hvernig við nýtum okkar skattfé sem landsmenn greiða í sameig- inlegan sjóð okkar, ríkissjóð. Það þarf að ríkja sátt um nýtinguna. Við erum á ýmsan hátt skattlögð og okkar krafa er að skattstofnar séu nýttir í þau verkefni sem þeir upphaflega áttu að fara í. Nú þegar fjölmargir landsmenn sáu tækifæri til þess að reyna að hefja þjóðarsátt númer tvö í lok árs 2013 með gerð hófstilltra kjarasamninga þá gerðum við stór mistök, eftir á að hyggja. Við áttum hér-um-bil „samtöl“ við forsvarsmenn ríkisstjórnarinnar. Aðkoma þeirra, í gegnum þessi svokölluðu samtöl, var hrokafull og eftir á að hyggja gáfu þau skýr merki um hvað koma skyldi. Þeir áttuðu sig ekki á mikilvægi þessara samninga og hvaða áhrif þeir gætu haft á samfélagið. Þeir voru reiðubúnir til að dreifa ein- um eða tveimur brauðmolum til almúgans á þeim tíma. Launaþróun fjölmargra hópa hafði verið neikvæð á þessum tímapunkti og margir hópar sem gátu hafa farið úr landi til að sækja sér betri laun og gera það enn. Því lá í loftinu að þessir hóp- ar á almennum vinnumarkaði hefðu náð sér í leiðréttingar. Í kjölfar þess að reynt var að ná sátt í samfélaginu með brotinn væng stjórnvalda í farteskinu endaði vegferðin á eftirminnileg- an hátt með því að stjórnvöld rufu þá brothættu „sátt“ sem ver- ið var að móta. Ef reynt verður að fara í sambærilega vegferð aft- ur innan nokkurra ára þá er ljóst að nauðsynlegt verður að hafa stjórnvöld sem hafa örlítinn skiln- ing á stöðu almennings. Stjórn- völd þurfa að hafa einhvern örlít- inn skilning á því hvernig nauðsynlegt er að standa vörð um jöfnuð í samfélaginu. Hvernig hægt er að tryggja öll- um aðkomu að velferðarkerfinu, sanngjarna skiptingu á skatt- greiðslum þar sem stóreignafólk leggur sitt af mörkum og við styðjum við þá sem minnst hafa. Jafnframt þurfum við þó að tryggja að sá hópur sem þar er á milli njóti einnig ágóða af velferð- arkerfinu, að millitekjuhópurinn njóti sanngjarnra barnabóta, vaxtabóta og jafnvel aukins stuðnings í lægri skattgreiðslum eftir fjölda barna líkt og þekkist jafnvel sums staðar á Norður- löndum. Almenni vinnumarkaðurinn get- ur ekki tryggt sátt á vinnumark- aði einn og sér. Það þurfa allir að taka þátt í þeirri sátt! Hin meintu samskipti við for- svarsmenn ríkisstjórnarinnar eru langt frá því að vera uppbyggileg og munu ekki skila neinum ár- angri að öðru óbreyttu. Ástæðan er einföld: Það eru engin sam- skipti í gangi. Það virðist vera lít- ill sem enginn skilningur af hálfu forsvarsmanna ríkisstjórnarinnar á málefninu og þeirri stöðu sem uppi er. Við þurfum ekki bara samskipti, við hefðum þurft sam- starf. Eftir Kristján Þórð Snæbjarnarson » Stjórnvöld þurfa að hafa einhvern örlítinn skilning á því hvernig nauðsynlegt er að standa vörð um jöfnuð í samfélaginu. Kristján Þórður Snæbjarnarson Höfundur er formaður Rafiðnaðarsambands Íslands. Hin meinta þjóðarsátt 2013

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.