Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 TA K TI K /4 33 1/ fe b 15 Fjölskylduráð Hafnarfjarðarbæjar dró til baka á fundi sínum fyrir helgi fyrri ákvörðun um breytingar á sér- stökum húsaleigubótum, en ákvörð- unin fól í sér skerðingu og var nokk- uð umdeild, ekki síst vegna þess að hún var ekki kynnt áður. Morgunblaðið greindi frá þessari breytingu í byrjun febrúar. Þar kom m.a. fram að hún fól í sér að viðmið- unarupphæð vegna bótanna, eða sú lágmarksleiga sem greiða þarf áður en til bótanna kemur, var hækkuð úr rúmum 47.000 krónum í 58.000. Af- leiðingarnar urðu þær að bæturnar skertust hjá um fjórðungi þeirra sem fá þær, hjá hluta þeirra nam skerðingin um 10.000 krónum á mánuði. 334 einstaklingar fá sér- stakar húsaleigubætur í Hafnarfirði. Óvíst um lögmæti Ráðið hyggst einnig taka til end- urskoðunar fyrirkomulag þessara bóta, þær reglur og fjárhæðir sem miðað er við og hvort tveggja skoðað aftur í tímann, eins og segir í fund- argerð af fundi fjölskylduráðs frá 13. febrúar. Þar segir ennfremur að miðað sé við að niðurstaða liggi fyrir þegar rekstrarúttekt á sveitarfé- laginu verður kynnt í lok apríl. „Framkvæmdin var ekki eins og best hefði verið á kosið og spurt hef- ur verið um lögmæti hennar. Við höfum ekki fengið óyggjandi svör um það, verið er að fara yfir það núna. Það var ekki gerð sérstök samþykkt vegna þessarar breyt- ingar, heldur var útskýring á henni látin fylgja með fjárhagsáætlun bæj- arins,“ segir Guðlaug Kristjáns- dóttir, bæjarfulltrúi Bjartrar fram- tíðar og formaður fjölskylduráðs Hafnarfjarðar. „Önnur ástæðan er að opinber kynning hefði mátt vera betri. Það hefur sætt gagnrýni og við viljum taka málið frá grunni aft- ur. Á meðan við höfum ekki óyggj- andi svör um að þetta hafi verið ógild ákvörðun, lít ég svo á að við verðum að fella hana úr gildi til að geta endurskoðað hana.“ Spurð hversu langt aftur fyr- irkomulag bótanna verði skoðað seg- ir Guðlaug að sérstakar húsa- leigubætur hafi verið greiddar í Hafnarfirði frá árinu 2005 og málið verði skoðað aftur til þess tíma. annalilja@mbl.is Hætta við að breyta bótum  Hafnarfjörður dregur skerðingu á sérstökum húsaleigubótum til baka SVIÐSLJÓS Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is „Engar straummælingar hafa farið fram við Bakkafjöru,“ segir Sveinn Valgeirsson, skipstjóri á Lóðsinum í Vestmanneyjum. Hann gagnrýnir harkalega margt í sambandi við Landeyjahöfn og hugmyndir um ferjur í grein á eyjar.net, vef- miðli sem leggur áherslu á efni sem tengist Vest- mannaeyjum. Sveinn segir meðal annars að á kynningarfundi smíðanefndar sl. haust, vegna um- ræðu um nýja ferju, hafi komið fram að þarfagreining hafi verið gerð vegna hugsanlegrar nýsmíði en hún passi engan veginn við það skip sem sé á teikniborðinu. „Sú ferja verður fljótlega of lítil miðað við þarfagreininguna,“ segir hann. Var SA-aldan aldrei könnuð? Í greininni bendir Sveinn á að að- koman að Landeyjahöfn sé helsta vandamálið. Hann segir að á kynn- ingarfundi Siglingastofnunar 2007 hafi komið fram að viðmið í öldu- hæð vegna siglinga í höfnina væri fjórir metrar, en menn myndu sigla í fimm metra ölduhæð eftir eitt til tvö ár, þegar þeir hefðu lært á inn- siglinguna. Um mánuði síðar hafi komi fram í lokaskýrslu um málið að tilraunum með suðvestan- og suðaustan-öldu væri lokið. Hann dregur það í efa og spyr hvort suð- austanaldan hafi aldrei verið könn- uð. Sveinn segir að við opnun hafn- arinnar 2010 hafi verið miðað við 3,7 m öldu miðað við flóð og svo minnkandi eftir sjávarföllum. Nú sé talað um 3,5 m. „Hvaða rannsóknir liggja að baki þessum tölum?“ spyr hann. „Ég get fullyrt það hér, að hvorki hönnuðir hafnarinnar né nú- verandi smíðanefnd eða sérfræðing- ar þeirra, hafa komið að Landeyja- höfn og gert rannsóknir á öldufari.“ Árið 2007 benti Sveinn á í grein í Fréttum að engar straummælingar hefðu farið fram við Bakkafjöru. Hann segir að yfirhönnuður Land- eyjahafnar hafi sagt að það væri ekki nauðsynlegt en annað hefði komið á daginn. Hvað hefur breyst? Hann spyr einnig hvers vegna öll aðstaða í og við höfnina sé um 200 m of utarlega í ljósi þess að sandfok hafi valdið miklu tjóni á ökutækjum á svæðinu. Í upphafi hafi sérfræð- ingar landgræðslunnar ekki haft áhyggjur af sandfoki. „Hvað hefur breyst?“ spyr Sveinn og vísar til þess að í loka- skýrslunni frá 2007 hafi verið teikn- aðir hafnargarðar út á 17 m dýpi og höfnin átt að vera opin við allar venjulegar aðstæður. Hann gerir líka þjónustubryggju fyrir sanddæluskip að umtalsefni. „Bryggja er svo stutt og illa hönnuð að dæluskipin geta ekki notað hana,“ segir hann. Sveinn segir ennfremur að full- yrðingar smíðanefndarmanna um frátafir vegna veðurs og sjólags fyr- ir nýju ferjuna séu byggðar á ófull- komnum og ótrúverðugum rann- sóknum og gefnum niðurstöðum. Krefur sérfræðingana svara  Sveinn Valgeirsson, skipstjóri á Lóðsinum í Vestmanneyjum, gagnrýnir tilraunir vegna Landeyja- hafnar og skýrslur um höfnina og hugsanlegar ferjur  Segir að aðkoman sé helsta vandamálið Morgunblaðið/Styrmir Kári Landeyjahöfn Mikill sandur safnast saman við höfnina og sanddæluskip oft á svæðinu þegar veður leyfir. Mikil alda » Sveinn segir að í sigl- ingahermi, sem smíðanefnd hafi notað, sé ekki hægt að sigla í öldum sem líkjast öldum á rifinu utan við Landeyjahöfn. » „Kemur nýja ferjan til með að láta að stjórn við slíka öldu á 5 til 6 m dýpi á rifinu?“ spyr hann. „Kemur nýja ferjan yfir höfuð til með að láta að stjórn í 3,5 [m] kenniöldu á rifinu?“ Sveinn Valgeirsson Þjóðhagslega óhagkvæmt er að halda uppi siglingum milli Vestmanneyja og Þorlákshafnar. Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmanneyjum, bendir á að það kosti um milljón krónum meira á dag en að sigla milli Eyja og Landeyjahafnar. Elliði segir að Eyjamenn hafi miklar áhyggjur af stöðu mála í Landeyjahöfn. Sandburðurinn þar sé meiri en gert hafi verið ráð fyrir og enn sé siglt þangað á skipi til og frá Vestmanneyjum sem vitað var fyr- irfram að væri óheppilegt til þessara siglinga og réði ekki við þær. Vegagerðin telji að siglingavandinn verði best leystur með því að fá nýtt skip en Sveinn Val- geirsson og fleiri telji að það sé ekki rétt. Sérfræðing- anna sé að leysa málið. „Þegar kemur að smíði á skipi eða hönnun á hafnargörðum verð ég að stóla á að þeir sem fara með forræði í málinu geri rétt,“ segir hann. Nær fimm ár eru síðan Landeyja- höfn var formlega opnuð og hafa sigl- ingar þangað legið að mestu niðri á veturna, mismunandi lengi eftir ár- um. Elliði segir helsta vandamálið vera aðgerðarleysið. Siglingastofnun hafi fyrir hönd ríkisins unnið með færustu sérfræðingum í nágranna- löndum að lausn vandans og hann segi þeim ekki fyrir verkum. Hins vegar krefjist bæjarstjórn Vestmanneyja þess að samöngur á sjó við Vestmanneyjar verði eins góðar og best verði á kosið. „Að okkur verði tryggðar öruggar samgöngur um Landeyjahöfn allt árið.“ Öruggar samgöngur allt árið er krafan ELLIÐI VIGNISSON, BÆJARSTJÓRI Í VESTMANNAEYJUM Elliði Vignisson

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.