Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Elskuleg Guðrún amma Ara er fallin frá 99 ára, sem er hár aldur, en Guð- rún var alltaf ung í anda og man ég vel eftir því þegar við hittumst fyrst fyrir þrjátíu og þremur árum. Mér var boðið í mat á Melhaga í Reykjavík að hitta ömmu Ara og var ég með smá- hnút í maganum fyrir okkar fyrsta fund, en það var blíð og yndisleg kona sem tók mér opn- um örmum. Höfum við verið góð- ar vinkonur alla tíð síðan og gert ýmislegt saman. Guðrún kynnti mig alltaf sem tengdadóttur sína og þótti mér vænt um það. Hún var þerna á Gullfossi og Brúar- fossi og sigldi víða um heimsins höf og var hún alltaf dugleg að ferðast erlendis og naut þess að vera til. Við áttum margt sameiginlegt þrátt fyrir hálfrar aldar aldurs- mun á okkur, við elskuðum báðar garðrækt og höfðum gaman af því að elda góðan mat og ferðast. Í seinni tíð var svo gaman hjá okk- ur þegar Guðrún var að koma í mat til okkar Ara, þá var hún svo spennt yfir því hvað væri í matinn og að fylgjast með matargerðinni. Hún hafði svo gaman af að sjá nýjungar í eldhúsinu. Ég man eft- ir því að í eitt skiptið var ég að elda eitthvað indverskt og var hún mjög spennt fyrir því. Næst þegar við komum á Melhagann angaði allt í indverskri lykt því frúin á bænum var að prufa ind- verskan rétt. Guðrún hefur alltaf verið mjög tengd fjölskyldunni okkar og ver- ið inni í okkar málum. Alltaf svo stolt af strákunum sínum Stebba, Ara og Ásgeiri, sem féll frá langt um aldur fram. Guðrún var ömm- ustrákunum sínum sem önnur móðir þar sem þeir misstu móður sína ungir að árum. Það var alltaf hægt að leita til hennar. Stelpun- um okkar Ara var hún alltaf góð, enda elskuðu þær ömmu sína mikið og vildu allt fyrir hana gera. Stelpurnar okkar sóttu mikið í ömmu sína og nutu þess að vera með henni. Núna í seinni tíð var komið að okkur fjölskyldunni að Guðrún Stefánsdóttir ✝ Guðrún Stef-ánsdóttir fædd- ist í 19. júní 1915. Hún andaðist 22. janúar 2015. Guð- rún var jarðsungin 6. febrúar 2015. hugsa um Guðrúnu, því hún vildi ekki fara á heimili fyrir aldraða. Stóðum við Ari, Stebbi og Eydís og okkar börn sig vel í því að sjá um Guðrúnu ömmu. En síðasta sumar braut hún sig og vorum við fjölskyldan svo lán- söm að fá hana á Heilbrigisstofnun Suðurnesja, það var góður tími sem við fengum með henni hér suður með sjó og mikill lúxus fyrir krakkana okkar að geta hjólað eða gengið til ömmu á HSS. Eftir dvölina á HSS fór hún á dvalar- heimilið Nesvelli hér í Reykja- nesbæ, þar átti hún mjög fallegt herbergi, sem minnti hana á Mel- hagann. Þar var vel hugsað um hana og átti hún góða daga þar með sína nánustu hjá sér, það var einhver hjá henni alla daga og við Ari röltum oft til hennar á kvöldin með heimilishundinn okkar Róm- eó sem Guðrún amma hafði gam- an af að hitta. Guðrún amma var fædd 19. júní, á sjálfan kvenrétt- indadaginn, og var hún glæsileg- ur fulltrúi fyrir þann dag, allar konur gætu verið stoltar af þess- ari yndislegu konu sem er okkur góð fyrirmynd. Ég hef sagt við dætur mínar að ef þær horfa til ömmu sinnar og hafa hana sem fyrirmynd í lífi sínu eigi þeim eftir að farnast vel. Ég kveð kæra vinkonu með söknuð í hjarta og á eftir að geyma fullt af góðum minningum um Guðrúnu í hjarta mínu. Kveðja, Ása. Nýtt ár er rétt í garð gengið er elskuleg vinkona og klúbbsystir okkar, Guðrún, kveður þennan heim. Hún fæddist 19. júní 1915 og hefði því orðið 100 ára í sumar. Guðrún bar aldurinn sérstak- lega vel, var ætíð flott klædd og vel tilhöfð. Hún var heimsdama og það var ætíð reisn yfir henni Guðrúnu. Ung dvaldi hún bæði í Kaupmannahöfn og í Berlín. Hún starfaði sem þerna á skipum Eim- skipafélagsins í nokkur ár og sigldi með þeim um heimsins höf, lengst af á Gullfossi, en einnig í Ameríkusiglingum. Á langri ævi mátti hún margt reyna, þunga sorg og veikindi. En Guðrún var ótrúlega sterk og hélt alla tíð sínu striki, stolt kona og sjálfstæð. Hún var sannarlega ein af hetjum hversdagsins. Það var gaman að koma á fal- legt heimili hennar á Melhaga 18. Hún kunni þá list að vera slíkur gestgjafi að öllum leið vel og gátu notið sín í návist hennar. Við minnumst heimsóknanna til hennar með gleði og þakklæti. Guðrún lét sér ávallt annt um okkur og fjölskyldur okkar og fylgdist vel með þrátt fyrir háan aldur og þó að heilsan færi að gefa sig. Árin okkar saman á Gullfossi voru ákaflega skemmtileg og sannkallað ævintýri. Gullfossklúbbinn stofnuðum við vinkonurnar, sem höfðum unnið á Gullfossi, Stella, Dísa, Magga, Guðrún, Lóa og ég, ásamt Maríönnu, fyrir rúmum 50 árum. Síðar bættust fleiri í hópinn. Við í klúbbnum gerðum margt skemmtilegt saman. Meðal ann- ars tókum við þátt í Kvennahlaup- inu í Garðabæ árum saman og tvisvar var Guðrún aldursforseti, þá yfir nírætt. Á öllum þessum árum höfum við tekið þátt í gleði og sorg hver annarrar, enda átt langa samleið í lífinu. Áður höfum við fylgt til grafar Stellu, Lóu, Möggu og Dísu. Blessuð sé minning þeirra. Guðrún naut einstakrar um- hyggju og aðstoðar dóttursona sinna, eiginkvenna og barna þeirra. Það var einstaklega kært á milli þeirra, enda voru þau gleði hennar og stolt. Við þökkum Guðrúnu fyrir samfylgdina og kveðjum hana með virðingu og þökk. Blessuð sé minning hennar. Stefáni, Ásgeiri, Ágústu og fjölskyldum þeirra vottum við dýpstu samúð okkar. Fyrir hönd Gullfossklúbbsins, Gunnlaug. Á kveðjustundu langar mig til að minnast Guðrúnar með nokkr- um orðum. Guðrún, eða Gunna eins og ég kallaði hana ávallt, fæddist hinn 19. júní 1915. Var hún því jafngömul kosningarétti kvenna og íslenska þjóðfánanum. Það er vel við hæfi að hún hafi fæðst á slíkum merkisdegi, því Gunna sjálf var einstök í alla staði. Ung að árum flutti hún til Kaupmannahafnar og seinna til Berlínar. Þar var hún þegar stríð- ið skall á og festist því úti. Á stríðsárunum í Berlín og Kaup- mannahöfn upplifði hún margt. Fyrir nokkrum árum var hún svo elskuleg að leyfa mér að taka við- tal við sig þar sem hún lýsti lífinu á þessum tíma fyrir verkefni sem ég var að gera í námi mínu. Þetta var einstaklega fallegt af henni því margar minningar hennar frá þessum árum voru henni án efa erfiðar. Gunna varð fyrir ýmsum áföll- um á lífsleiðinni og standa þar upp úr fráfall dóttur hennar og yngsta dóttursonar, sem létust bæði langt fyrir aldur fram. Einn- ig barðist hún sjálf oftar en einu sinni við krabbamein og fyrir um áratug fékk hún heilablóðfall, þá rúmlega níræð að aldri. Þegar mér verður hugsað til alls þessa verður sú staðreynd enn ótrúlegri að þegar ég heim- sótti hana í síðasta sinn, síðast- liðið sumar, var hún eins og svo oft áður að taka til í garðinum sín- um. Garðurinn var enn sá falleg- asti í allri götunni. Ég man líka að skömmu áður hafði ég rekist á tvo unga iðnaðarmenn, sem voru að vinna við þakviðgerðir á húsinu hennar, sem hreinlega trúðu því ekki, að hún væri enn að keyra komin á 99. aldursár. Mínar fyrstu minningar um Gunnu eru frá Landakotsspítala, þar sem hún vann, og ég sem smá- strákur kom þangað reglulega til að heimsækja Helgu frænku mína. Þær Gunna höfðu lengi ver- ið vinkonur og var Helga með henni í Berlín á stríðsárunum. Ég man hvað mér þótti strax vænt um Gunnu, því samfara ótrúleg- um innri styrk bjó í henni einstök hlýja og svo var hún með eindæm- um barngóð. Á mínum yngri ár- um passaði hún mig oft þegar móðir mín var í vinnu. Ég á alltaf eftir að búa að þeim yndislegu minningum sem ég á um veru mína á Melhaganum um- vafinn hlýju hennar og Ásgeirs. Það var mér alltaf mikið til- hlökkunarefni að heimsækja þau, því alltaf var Gunna til í að spila við mig og spjalla. Svo bjó hún oft- ar en ekki til dýrindis „fiskaboll- ur“ eins og við kölluðum þær allt- af. Maturinn hennar Gunnu var í sérstöku uppáhaldi hjá mér og mér þótti hreint ekki leiðinlegt að koma til hennar í mat, hin síðari árin, og njóta góðrar kvöldstund- ar og oftar en ekki með sonarson- um hennar, Andra og Einari. Þeg- ar ég nú hugsa til baka kemur alltaf upp í hugann vinalega bros- ið hennar og dillandi hláturinn. Ég á eftir að sakna Gunnu mikið en mér þykir gott að vita að síð- ustu mánuðina var hún umvafin fjölskyldu sinni sem hefur alltaf reynst henni svo vel. Ég vil að lok- um votta aðstandendum hennar innilega samúð. Hallur Örn. Gunna var aldrei kölluð annað en Gunna frænka af okkur systk- inabörnum hennar enda var hún mikil uppáhaldsfrænka. Þegar við vorum krakkar ætluðum við stelpurnar allar að verða þernur á Gullfossi eins og Gunna frænka. En það var einstaklega spennandi að koma um borð í Gullfoss til hennar og fá útlenskt sælgæti, en á þeim tíma sást það ekki hér. Eins var Gunna ótrúlega dugleg að kaupa fatnað í útlöndum fyrir alla fjölskylduna. Það var nú á síð- ustu árum, sem hún fór að segja okkur ýmislegt frá fyrri árum og m.a. hefði nú stundum verið ansi erfitt að hlaupa á milli verslana til að kaupa fyrir hina og þessa, kannski rauða kápu, leðurjakka eða eitthvað annað. Gunna frænka var mikil dama og alltaf vel tilhöfð. Krakkarnir okkar sögðu alltaf að hún væri svo mikil skvísa. En hún var líka mjög sjálfstæð og ákveðin og ætlaði alltaf að búa í íbúðinni sinni á Mel- haganum, en þar átti hún einstak- lega fallegt heimili og hugsaði vel um garðinn sinn fram á síðasta ár. Það var ekki fyrr en núna síðustu mánuðina, sem hún þurfti að búa á dvalarheimili fyrir aldraða. Hún var ótrúlega seig, orðin 99 ára. Það var fyrir tæpum 10 árum, sem við stórfjölskyldan héldum okkar fyrsta ættarmót. Þá voru þær þrjár systurnar enn á lífi. Það tókst mjög vel, í rigningu og roki. Við vorum greinilega öll í mikilli þörf fyrir að hittast og þær syst- urnar voru í miklu stuði. Sú sem fór með þeim síðustu að sofa um nóttina var Gunna frænka, en hún var þá 90 ára. Um svipað leyti og þetta var var hún spurð að því hvort hún væri ennþá að keyra og hún svar- aði: „Það er alltaf verið að spyrja mig að þessu og ég svara já og ég er líka ennþá að hjóla.“ En hún leiddi hjólið niður á Ægisíðu og hjólaði síðan þar á hjólastígnum. En lífið var ekki alltaf dans á rósum hjá henni frænku okkar. Það var mikil sorg þegar hún missti einkadóttur sína, hana Fríðu, langt um aldur fram og ekki síður að missa dótturson sinn, Ásgeir, aðeins 38 ára. Eins gekk hún sjálf líka í gegnum veik- indi, m.a. krabbamein, en alltaf stóð hún upp aftur, ótrúlega dug- leg. Innilegar samúðarkveðjur til Stefáns, Ara og fjölskyldna þeirra. Gústa mín, innilegar sam- úðarkveðjur til þín líka, en þið voruð ekki bara systur heldur líka bestu vinkonur og mikil samskipti á milli ykkar þó að þú værir í Seattle en Gunna hérna heima. Blessuð sé minning Gunnu frænku. Rakel (Agga), Guðbjörn (Bubbi), Hafdís (Haddý), Sigurborg (Bogga) og Elsa Pétursbörn. Bróðir okkar og föðurbróðir, JÓN GEIR ÁSGEIRSSON, er látinn. . Sigríður Ásgeirsdóttir, Vigfús Ásgeirsson, Anna Geirsdóttir, Sigurbjörg Geirsdóttir, Guðmundur Geirsson, Helga Geirsdóttir. Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, MÁR ELÍSSON hagfræðingur, sem lést miðvikudaginn 4. febrúar, verður jarðsettur frá Bústaðakirkju fimmtudaginn 19. febrúar kl. 15. Þeim sem vildu minnast hins látna er bent á Minningarsjóð Sóltúns. . Guðríður Pétursdóttir, Pétur Másson, Edwina R. Aquino Másson, Elís Másson, Marteinn Másson, Margrét Ásgeirsdóttir, Þóra Másdóttir, Magnús Ólason, Gróa Másdóttir, Ægir Jóhannsson og barnabörn. Elskulegur eiginmaður, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, PÁLL GUÐMUNDSSON, fyrrverandi skólastjóri, Unnarbraut 10, Seltjarnarnesi, lést á Landspítalanum föstudaginn 13. febrúar. Útförin fer fram frá Seltjarnarneskirkju fimmtudaginn 26. febrúar kl. 15. Fyrir hönd aðstandenda, . Unnur Ágústsdóttir, Katrín Pálsdóttir, Gunnar Þorvaldsson, Lára Pálsdóttir, Sveinn Kjartansson, Ingibjörg Pálsdóttir, Gunnar Hermannsson, Guðrún Pálsdóttir, Þórir Baldursson, Unnur Pálsdóttir, Sigfús Bjarni Sigfússon, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær sonur minn, bróðir og frændi, GUÐBJÖRN BJARNI ARNÓRSSON, Blásölum 22, Kópavogi, lést á heimili sínu miðvikudaginn 11. febrúar. Útför hans verður gerð frá Digraneskirkju fimmtudaginn 19. febrúar kl. 13. . Svanfríður Ingunn Arnkelsdóttir, Arnór H. Arnórsson, Margrét Fjóla Jónsdóttir, Þuriður S. Arnórsdóttir, Gunnlaugur Gunnlaugsson og fjölskyldur. Yndislega mamma okkar, dóttir, systir og barnabarn, ELÍSABET SÓLEY STEFÁNSDÓTTIR, Flúðaseli 74, Reykjavík, lést í faðmi dætra sinna og fjölskyldu sunnudaginn 15. febrúar á Heilbrigðisstofnun Skagafjarðar. Jarðarför auglýst síðar. . Harpa Katrín, Sólveig Birna, Rebekka Hólm, foreldrar, bræður og aðrir aðstandendur. Okkar ástkæra JÓNÍNA RAGNARSDÓTTIR, Ráðagerði, Seltjarnarnesi, lést á heimili sínu þriðjudaginn 10. febrúar. Útför hennar verður gerð frá Seltjarnarneskirkju þriðjudaginn 17. febrúar og hefst athöfnin kl. 13. . Finnur Jónsson, Grétar Elías Finnsson, Hildur Elín Geirsdóttir, Freyja Finnsdóttir, Henrik Andersen, Arnar, Sara Natalía, Stefán Breki, Finnur Kári, Balder og August Jón. Ástkær maður minn, faðir og bróðir, TORFI Þ. ÓLAFSSON, andaðist á dvalar- og hjúkrunarheimilinu Grund miðvikudaginn 11. febrúar. Jarðarförin mun fara fram frá Neskirkju fimmtudaginn 19. febrúar kl. 13. Fyrir hönd aðstandenda, . Guðrún Elín Kristinsdóttir, Sæbjörn Torfason, Ingólfur R. Torfason, Kristinn G. Torfason, Elísabet Ingólfsdóttir og fjölskyldur þeirra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.