Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 21
nemendur, rifjar upp að fyrir ári hafi hún orðið fyrir bíl rétt hjá skólanum. „Þegar ekið var á mig hljóp hann til mín og hjálpaði mér að komast aftur inn í skólann,“ segir hún. Julie segir að stundum hafi hann þó virst býsna árásargjarn. „Hann var með fínar einkunnir, átti vini og var góður bekkjarfélagi, var sterkur og stundaði þrekþjálfun í skólan- um.“ En hana hafi aldrei órað fyrir því að þessi maður ætti sér sögu af- brota og ofbeldis og tengsla við glæpagengi, hvað þá að hann myndi þrem dögum síðar stinga ungan mann, farþega í lest, með hnífi. Hann sagðist þá hafa verið undir kannabis-áhrifum. Ári síðar varð hann svo alræmdur um allan heim BAKSVIÐ Kristján Jónsson kjon@mbl.is Ráðamenn í Danmörku, Frakklandi og Þýskalandi hvöttu í gær evrópska gyðinga til að flytjast ekki úr landi til Ísraels þrátt fyrir vaxandi ofbeldi og hótanir gegn þeim. Annað fórn- arlamba danska múslímans Omars Abdels Hamids el-Husseins á laug- ardag var gyðingur, vaktmaður við sýnagógu í Kaup- mannahöfn. Danskir fjöl- miðlar segja að hinn 22 ára gamli el-Hussein, sem lögreglumenn felldu á laugar- dagskvöld á Svanevej, hafi verið sonur inn- flytjenda frá Pal- estínu. Furðu lostnir vinir hans segja sumir að hann hljóti að hafa verið „heilaþveginn“ af ofstækis- mönnum. Þess má geta að tveir menn eru nú í haldi lögreglunnar, sakaðir um að hafa veitt el-Hussein aðstoð. Fyrrverandi skólafélagar hans segja að hinn hávaxni el-Hussein hafi verið „mjög viðkunnanlegur og greindur“ en ljóst er einnig að hann hefur verið mikill skapofsamaður og óútreiknanlegur. Í fréttaskýringu í Politiken er haft eftir heimildar- mönnum að hann hafi stundum á svipstundu fyllst heift, einkum ef rætt var um málefni Palestínu og Ísraels. Kveikiþráðurinn var stuttur og hann hataði gyðinga. „Var góður bekkjarfélagi“ Félagi el-Hussein segir að hann hafi ávallt rokið upp ef hann hafi haft á tilfinningunni að hann sætti óréttlæti af einhverju tagi. Julie, tví- tug fyrrverandi bekkjarsystir el- Husseins á námskeiði fyrir efnilega fyrir hryðjuverk sín, morð á tveim saklausum mönnum í Kaupmanna- höfn, tveim vikum eftir að hann losn- aði úr fangelsi. El-Hussein fæddist í Danmörku, talaði góða dönsku auk arabísku. Ekki er neitt sem bendir til að hann hafi verið í formlegu sambandi við íslamska ofstækismenn. En atburðir helgarinnar sýndu að hann vildi eins og þeir myrða gyðinga og talsmenn vestræns tjáningarfrelsis. Ekstra- bladet segir að 45 mínútum áður en hann gerði skotárás á fund sem haldinn var í veitingahúsinu Krudt- tønden um tjáningarfrelsi hafi hann sett á fésbókarsíðu sína myndskeið með áróðri íslamista og ákalli um heilagt stríð, jihad. Var með stuttan kveiki- þráð og hataði gyðinga  Morðinginn el-Hussein var góður námsmaður en hneigður til ofbeldis AFP Samstaða Fjöldaganga til stuðnings Dönum í París í gær. Á einu spjaldinu stendur: Við erum öll Danir. Styðja gyðinga » Nokkrir grafreitir gyðinga í Elsass í Frakklandi voru saurg- aðir um helgina. » Danska lögreglan telur að morðárásirnar í París í janúar, þegar 17 dóu, þar af fjórir gyð- ingar, hafi ýtt undir hugmyndir el-Husseins og félaga hans. » Helle Thorning-Schmidt, forsætisráðherra Danmerkur, sagði um helgina að danskir gyðingar væru óaðskiljanlegur „hluti samfélagsins“. Omar Abdel Hamid el-Husseini FRÉTTIR 21Erlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Kona í Donetsk í austurhluta Úkra- ínu nýtti sér á sunnudaginn brot- hætt vopnahléið og fór á róluvöll- inn með barnabörnin. Enn voru átök á svæðinu, fimm hermenn Úkraínumanna munu hafa fallið í borginni Sírokíne, nálægt hafnar- borginni Maríupol. Sögðu stjórn- völd í Kænugarði í gær að aðskiln- aðarsinnar hefðu undanfarinn sólarhring gert 112 árásir, þrátt fyrir vopnahléið sem tók gildi á laugardagskvöld. Ekki kæmi til greina að svo stöddu að flytja á brott þungavopn hersins. „Hvernig getum við dregið til baka vopn meðan uppreisn- armenn reyna að ráðast á okkur með skriðdrekum og skjóta stöðugt á okkur?“ sagði talsmaður Úkra- ínuhers, Vladíslav Selesnjov. Uppreisnarmenn gerðu enn harða hríð að Debaltseve, borg þar sem sameinast járnbrautalínur milli Lúhansk og Donetsk sem upp- reisnarmenn ráða yfir. Þúsundir stjórnarhermanna eru innikróaðar í Debaltseve. kjon@mbl.is Stund milli stríða í Donetsk-borg EPA Forseti Egypta- lands, Abdel Fat- tah al-Sisi, hvatti í gær ríki heims til að sameinast gegn hryðju- verkasamtökum íslamista, IS en þau ráða nú þeg- ar stórum svæð- um í Sýrlandi og Írak. Egypski flugherinn gerði í gær loftárásir á stöðvar stuðnings- manna IS í Derna í austanverðri Líbíu eftir að þeir höfðu birt á net- inu myndskeið þar sem þeir hjuggu höfuð af 21 kristnum Egyptum, verkamönnum sem þeir höfðu tekið til fanga. Derna hefur verið ein helsta bækistöð íslamista í Líbíu eftir fall Muammars Gaddafis ein- ræðisherra 2011. Morðin hafa vakið mikinn óhug um allan heim. Um 10% egypsku þjóðarinnar eru í svonefndri kopta- kirkju sem er meðal elstu safnaða kristinna manna í heiminum. Egyptar hafa um hríð barist við fá- menna hópa íslamista á Sínaí-skaga og hafa tugir hermanna fallið. Frakkar hvöttu í gær öryggisráð Sameinuðu þjóðanna til að grípa til aðgerða gegn íslamistum í Líbíu. kjon@mbl.is Loftárásir á ísl- amista í Líbíu vegna morða á koptum Fattah al-Sisi EGYPTALAND Fjármálaráðherrar Evrópusam- bandsríkjanna héldu í gær fund í Brussel til að ræða lausnir á efna- hagsvanda Grikkja sem vilja fá lengri tíma til að greiða skuldir rík- isins. Einnig vilja þeir að slakað verði á kröfum um aðhaldsaðgerðir sem hafa komið hart niður á al- mennum borgurum. Wolfgang Schäuble, fjármála- ráðherra Þýskalands, efaðist um að lausn fyndist. „Vandinn er að Grikkir hafa um langt skeið lifað um efni fram og enginn vill lengur veita þeim lán án þess að því fylgi tryggingar,“ sagði ráðherrann. kjon@mbl.is Grikkir sagðir hafa lifað um efni fram EVRÓPUSAMBANDIÐ ÖRYGGISVÖRUR VERKTAKANS KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ! – Þekking og þjónusta í 20 ár Kemi • Tunguhálsi 10 • 110 Reykjavík www.kemi.is • Sími: 415 4000 Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.