Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 35
hjálpar mikið til að dóttir mín var að útskrifast sem bakarasveinn. Maður er aðeins farinn að taka það rólega og er með annan starfsmann til í vinnu hjá mér.“ Fótboltaáhugi á hæsta stigi Sigurður hefur verið viðloðandi íþróttalífið í Grindavík í kringum 20 ár. Hann er í stjórn UMFG, er í meistaraflokksráði kvenna í knatt- spyrnu hjá Grindavík og hefur unnið hin ýmsu sjálfboðaliðastörf fyrir KSÍ. Hann fékk silfurmerki KSÍ 2009 og viðurkenningu fyrir 10 ára starf við knattspyrnudeild Grinda- víkur 2009, einnig silfurmerki UMFG 2015. Hann hefur verið for- maður Arsenal-klúbbsins á Íslandi í átta ár. „Við vorum tveir í framboði 2007, hinn var Ingi Björn Alberts- son. Ég vann hann og hef verið for- maður síðan. Hátindurinn í for- mennskunni var þegar félagið fór í stærstu hópferð á knattspyrnuleik sem farin hefur verið héðan og eru landsliðsferðir meðtaldar. Það var árið 2012 þegar fórum með 240 manns á Emirates-leikvanginn í til- efni af 30 ára afmæli Arsenal- klúbbsins. Það seldist upp í ferðina tíu mánuðum fyrir hana og við þurft- um stanslaust að bæta við farþegum þar til við sögðum stopp. Ég lifi fyrir fótbolta, það er óhætt að segja það. Ég fór með fjölskyldunni á HM 2006 og EM 2008, Evrópumótið hjá stelp- unum í Finnlandi 2009 og með 21 árs landsliðinu í Danmörku 2011. Árið 1989 var ég svo í París þegar við unn- um B-keppnina í handbolta. Það var geðveikt, 29-26, Ísland - Pólland!“ Sigurður hefur tekið þátt í bæjar- pólitíkinni í Grindavík með hléum síðan 1986, en þá fór hann í framboð fyrir Alþýðubandalagið, og var for- maður Samfylkingarfélagsins í bæj- arfélaginu í tvö ár. Nú situr hann í frístunda- og menningarnefnd Grindavíkur. Hann situr einnig í stjórn Landssambands bakara- meistara. Auk fótboltans finnst Sigurði gam- an að veiða. „Það er hrikalega gaman að dorga í vatni, það er svo gott að vera í kyrrðinni aleinn úti í miðju vatni og ég fer oft að veiða í Skorra- dalsvatni og Þingvallavatni.“ Sig- urður spilar brids með félögunum og var skólameistari í skák í Hafnarfirði árið 1980 en er löngu hættur að tefla. Fjölskylda Eiginkona Sigurðar er Ásgerður Helga Kroknes Steinþórsdóttir verkakona, f. 28.1. 1970. Foreldrar hennar eru Steinþór Guðmundur Halldórsson, f. 20.2. 1931, d. 4.4. 2003, vélstjóri og kona hans, Erla Kroknes Jóhannsdóttir verkakona, f. 22.7. 1936, d. 1.2. 2003. Börn Sigurðar og Ásgerðar eru Enok Steinar Kroknes Sigurðsson, verkamaður í Grindavík, f. 1.2. 1994; Hrafnhildur Anna Kroknes Sigurð- ardóttir, bakarasveinn í Grindavík, f. 4.8. 1994; og Steinþór Guðmundur Kroknes Sigurðsson, nemi í Grinda- vík, f. 12.8. 2000. Foreldrar Sigurðar eru Enok Bjarni Guðmundsson, stýrimaður í Grindavík, f. 23.10. 1943, og kona hans Anna Sigríður Björnsdóttir, húsmóðir og verkakona í Grindavík, f. 31.1. 1945. Bróðir Sigurðar er Ómar Enoks- son, f. 22.2. 1973, búsettur í Grinda- vík. Kona hans er Klara Bjarnadóttir og þau eiga þrjú börn. Úr frændgarði Sigurðar Enokssonar Sigurður Enoksson Sigríður Erikka Markúsdóttir húsfreyja í Neskaupstað Sigurður Pétursson bifreiðastjóri, f. í Vallanesi, S-Múl. Katrín Sigurðardóttir húsfreyja í Hafnarfirði Björn Pétur Guðmundsson bifreiðastjóri, síðast bús. í Grindavík Anna Sigríður Björnsdóttir húsfr. og verkakona í Grindavík Anna Sigríður Björnsdóttir húsfreyja í Reykjavík, f. á Eiðum, S-Múl. Guðmundur Hannesson verkamaður á Sauðárkróki Bjarný Ingibjörg Þórðardóttir saumakona á Vífilsstöðum Enok Einarsson sjómaður í Bolungarvík, drukknaði Enika Hildur Enoksdóttir húsfreyja í Hafnarfirði Guðmundur Sveinbjörnsson verkamaður í Hafnarfirði Enok Bjarni Guðmundsson stýrimaður í Gríndavík Guðrún Guðmundsdóttir húsfreyja í Bolungarvík Sveinbjörn Arason sjómaður í Bolungarvík, drukknaði Í vinnunni Sigurður Enoksson. ÍSLENDINGAR 35 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Friðrik fæddist í Reykjavík17.2. 1923. Foreldrar hansvoru Friðrik Á. Klemenzson, kennari og póstafgreiðslumaður í Hafnarfirði og í Reykjavík, og María Jónsdóttir, kennari í Reykjavík, systir Hallgríms Jónssonar, yf- irkennara og kennslubókahöfundar. Friðrik Ásgrímur var sonur Klemenzar Friðrikssonar, bónda í Geldingaholti í Seyluhreppi og á Vatnsleysu í Viðvíkurhreppi og víð- ar, og Áslaugar Ásgrímsdóttur hús- freyju, en María var dóttir Jóns Jónssonar, bónda á Krossárbakka í Bitru, og Jensínu Pálsdóttur ljós- móður í Gröf í Bitrufirði. Eiginkona Friðriks var Sigríður Guðvarðsdóttir hjúkrunarfræðingur en hún lést 1997. Friðrik lauk stúdentsprófi frá MR 1942, embættisprófi í læknisfræði frá HÍ 1950, sótti námskeið í um- hverfisheilsuvernd og vinnu- heilsuvernd við Norræna heilbrigð- isháskólann í Gautaborg og námskeið fyrir norræna embættis- lækna í Gautaborg. Friðrik var kandidat við Land- spítalann og við Karolinska sjuk- huset í Stokkhólmi, aðstoðarlæknir hjá héraðslækninum á Blönduósi, héraðslæknir í Sauðárkrókshéraði 1956-74, yfiræknir á gamla sjúkra- húsinu þar 1956-61, læknir á Sjúkra- húsi Skagfirðinga 1956-74, umdæm- islæknir 1974-78 og héraðslæknir í Norðurlandshéraði vestra 1978-93. Friðrik sat í stjórn Sjúkrahúss Skagfirðinga, var formaður Rauða kross deildar Skagafjarðar og Læknafélags Norðvesturlands í tví- gang, bæjarfulltrúi á Sauðárkróki 1970-78, sat þar í bygginganefnd, stjórn Verkamannabústaða, raf- veitustjórn og fræðsluráði, var for- maður Félagsmálaráðs Sauðárkróks og Heilbrigðismálaráðs Norður- lands vestra. Friðrik var hestamaður, ferðaðist mikið um fjöll og öræfi landsins, var víðlesinn og hafði yndi af ljóðlist, einkum ljóðum Tómasar Guðmunds- sonar og Steins Steinars. Friðrik lést 11.6. 2011. Merkir Íslendingar Friðrik J. Friðriksson 90 ára Sigríður Jónasdóttir 85 ára Guðmundur Bjarnason Guðríður Ingimundardóttir Helgi Veturliðason 80 ára Frodi K. Ellerup Guðmundur Guðmundsson Ragnheiður Guðmundsdóttir Sigrún Erla Sigurðardóttir Sigurgunnar Óskarsson Trausti Indriðason 75 ára Felix Antonsson Finnbogi Jónasson Flóra Róslaug Antonsdóttir Guðmann A. Guðmundsson Hulda Elvý Helgadóttir Hulda Þorsteinsdóttir Steinn Þór Jónsson 70 ára Björn Sigmundsson Ingvar Ágúst Guðmundsson Jón Þór Björnsson Margrét Gunnlaugsdóttir Sigurdís Birna Pétursdóttir Þórey Baldursdóttir Þórunn Benjamínsdóttir 60 ára Baldur Pétursson Craig Duncan Onus Helga Jónasdóttir Stanislaw Chowaniec 50 ára Dagný Viggósdóttir Elfa Hrönn Guðmundsdóttir Finnbogi Harðarson Guðrún Jónsdóttir Hedvig Erika Frodell Jóhann Björn Jónasson Kristján E. Þrastarson 40 ára Andri Valur Sigurðsson Anna Lísa Jónsdóttir Ásgerður Alda Friðbjarnardóttir Bylgja Hrönn Björnsdóttir Gestur Valur Svansson Heimir Gunnar Hansson Nadia Souni Anbari Rúnar Breiðfjörð Ásgeirsson Sunna Kristín Wium Magnúsdóttir Þorbjörg Gísladóttir 30 ára Ana Villalba Gomez Árni Árnason Joanna Kaminska Rafal Stefan Zoclonski Til hamingju með daginn 30 ára Heiðar ólst upp í Reykjavík, býr þar, stundar nám í við- skiptafræði við HÍ og er auk þess þjónn og starf- ar við markaðsrannsókn. Bræður: Guðni Már, f. 1989, og Magnús Veigar, f. 2001. Foreldrar: Guðlaug Björnsdóttir, f. 1958, rík- isstarfsmaður, og Hol- berg Másson, f. 1954, framkvæmdastjóri Soft- verk. Heiðar Ludwig Holbergsson 40 ára Steinunn býr í Mosfellsbæ, er lífeinda- fræðingur og starfar hjá Íslenskri erfðagreiningu. Maki: Sigfús Tryggvi Blumenstein, f. 1968, raf- virki. Synir: Hallur Húmi, f. 1993 (stjúpsonur) Krist- ján Leifur, f. 2002; Ólafur Karl, f. 2006, og Sigmar Hrafn, f. 2011. Foreldrar: Kristján Ólafs- son, f. 1939, og Eygerður Ingimundardóttir, f. 1938. Steinunn Kristjánsdóttir 40 ára Þórunn býr á Húsa- vík, var í Hússtjórnarsk. á Hallormsstað og vinnur hjá Samkaup - Úrval. Maki: Þórður Hreinsson, f. 1965, starfsm.hjá Vinnu- vélum Eyþórs. Börn: Sæþór Örn, f. 1993; Dagur Ingi, f. 1994; Ragn- hildur Halla, f. 2000, og Kristján Hreinn, f. 2006. Foreldrar: Kristján F. Ár- mannsson, f. 1952, og Bergþóra H. Haraldsdóttir, f. 1956. Þórunn Ágústa Kristjánsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.