Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 26
26 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 ✝ ÞórhallurBjörnsson fæddist á Húsavík 2. júlí 1948. Hann lést á líknardeild Landspítalans 7. febrúar 2015. Foreldrar hans voru hjónin Björn Friðgeir Þorkels- son, f. 9. maí 1914, d. 8. febrúar 1981, og Kristjana Þór- hallsdóttir, f. 14. janúar 1925, d. 24. nóvember 2011. Bræður Þórhalls eru: Þorkell, f. 10. apríl 1950, og Arnar, f. 22. maí 1958. Þórhallur kvæntist seinni konu sinni, Sigríði Björgu Sturludóttur, f. 29. september 1960, hinn 11. júlí 2000, dóttir Sigríðar er Árný Eva, f. 6. jan- úar 1979. Fyrri kona Þórhalls var Sess- elja Kristín Steinarsdóttir, f. 26. okt. 1950. Börn þeirra eru: 1. Ágúst, f. 27. október 1972, eig- inkona hans er Jenný Ýrr Bene- Samvinnuskólanum á Bifröst 1968. Að loknu námi hóf hann störf sem skrifstofustjóri hjá Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík og starfaði þar til margra ára. Hann bjó um tíma á Akureyri og vann hjá Hafspili hf. og Kaup- félagi Eyfirðinga. Árið 1996 fluttist hann til Kópavogs þar sem hann hefur búið síðan. Hann vann ýmis störf eftir að hann flutti suður, m.a. skrif- stofustjóri hjá Fiskmarkaði Hafnarfjarðar og hjá Eðalfiski. Hann lauk prófi sem löggiltur leigumiðlari á árinu 2006 og starfaði við leigumiðlun og fast- eignasölu m.a. á Viðskiptahús- inu og einnig sjálfstætt starf- andi. Hann var virkur í félags- málum og var m.a. formaður Verslunarmannafélags Húsa- víkur á árum áður auk þess að sitja í stjórnum hinna ýmsu fé- laga og félagasamtaka. Hann hafði mikinn áhuga á tónlist, var góður söngmaður og lék m.a. á básúnu með Lúðrasveit Húsavíkur í mörg ár á sínum yngri árum. Þá var hann einn af meðlimum Karlakórs Kópavogs og söng með honum til æviloka. Útför Þórhalls fer fram frá Lindakirkju í Kópavogi í dag, 17. febrúar 2015, kl. 13. diktsdóttir, f. 30. apríl 1974. Börn þeirra eru Kolbrún Elma, f. 9. október 2003, og Magni Leon, f. 12. október 2013. 2. Björn, f. 18. nóvember 1977, sambýliskona hans er Íris Traustadótt- ir, f. 26. september 1978. Fyrri sam- býliskona Björns var Sigurlaug Eva Stef- ánsdóttir, f. 3. október 1980, börn þeirra eru Lára Kristín, f. 3. október 2000, og Stefán Darri, f. 7. febrúar 2005. Börn Írisar eru Ólafur Trausti, f. 23. mars 2008, og Anna Katrín, f. 26. mars 2010. 3. Hanna María, f. 5. október 1979. Þórhallur ólst upp á Húsavík. Meðfram skólagöngu hóf hann snemma að vinna með föður sín- um að sjósókn en hann hafði alla tíð mikla ánægju af sjó- mennsku. Hann útskrifaðist frá Kaldan dag í nóvember síðast- liðnum fengum við systkinin þær hræðilegu fréttir að pabbi hafði greinst með krabbamein. Við reyndum að nýta tímann sem best og eiga sem flestar stundir saman en baráttan við þennan illvíga sjúkdóm var töpuð fyrir- fram því krabbameinið var kom- ið á lokastig þegar það upp- götvaðist og tíminn til að kveðja varð allt of stuttur. Margar góðar minningar rifj- ast upp þegar við hugsum til baka, fyrst og fremst var pabbi ótrúlega skemmtilegur og lífs- glaður. Hann hafði gaman af því að veiða og það eru ófáar minn- ingarnar sem við eigum um lax- veiði í Reykjadalsá eða rjúpna- skytterí uppi á fjöllum. Hann hafði gaman af tónlist, hann hafði fallega rödd, söng í Karla- kór Kópavogs og spilaði á bás- únu í mörg ár á sínum yngri ár- um. Hann var uppátækjasamur og til að nefna eitthvað þá vorum við systkinin ásamt honum eitt sinn að horfa á Jón Pál krafta- karl gera ýmsar kúnstir í sjón- varpinu hjá Hemma Gunn, ein þrautin var að rífa símaskrá í tvennt. Pabbi sagði að þetta gæti nú ekki verið mikið mál, hljóp niður og sótti símaskrána og reif hana í tvennt við mikinn fögnuð okkar systkinanna. Hrifning mömmu varð samt aðeins minni þar sem tíma tók að útvega aðra símaskrá í þá daga. Pabbi var með stórt hjarta, hann talaði aldrei illa um nokkurn mann og kom fram við alla eins og jafn- ingja. Hann gat alltaf fundið eitt- hvað jákvætt við allar aðstæður og hafði það einstaka viðhorf að hvergi væri leiðinlegt að vera ef maður væri skemmtilegur sjálf- ur. Samverustundirnar okkar einkenndust af mikilli hlýju og gleði og oft var kátt á hjalla og gert vel við sig í mat og drykk hjá honum og Siggu konunni hans. Hann var aldrei kjaftstopp og mjög hnyttinn í svörum ásamt því að vera frábær sögumaður. Hann eignaðist fjölmarga vini á sinni lífsleið og naut þess að vera í góðra vina hópi og var þar hrókur alls fagnaðar. Hann var mjög skipulagður, vandvirkur og alltaf duglegur í vinnu, sennilega væri hægt að telja veikindadaga hans yfir ævina á fingrum ann- arrar handar. Pabbi var alltaf heilsuhraust- ur, stór og sterkur maður sem fékk í minningunni aldrei svo mikið sem kvef. Fréttir af krabbameini á lokastigi voru því gríðarlegt áfall fyrir okkur systkinin, pabbi tók þessum fréttum af miklu æðruleysi og bar sig vel í veikindunum. Síð- ustu ævidagana dvaldi pabbi á líknardeild Kópavogs, þar kom svo vel í ljós hve margir stóðu honum nærri og komu margir langt að til að kveðja hann. Pabbi var stoltur af barnabörnunum sínum fjórum og fylgdist vel með þeim og augljóst var hversu rosalega vænt honum þótti um þau. Í dag kveðjum við þennan yndislega mann sem við vorum svo heppin, þakklát og stolt að eiga fyrir pabba, við munum sakna þín sárt, við elskum þig. Ágúst, Björn og Hanna María. Ég kynntist Þórhalli fyrir tæpum tuttugu árum. Fljótlega varð mér ljóst að bak við hóg- værð hans bjó einstakt ljúfmenni með stórt hjarta og mikla kímni- gáfu. Okkur fjölskyldunni þótti alltaf svo vænt um að koma í Engihjallann til þeirra Siggu. Þar tók iðulega á móti okkur ilm- andi lykt af steiktu læri eða öðr- um kræsingum. Þórhalli þótti ótrúlega vænt um sína og var mjög stoltur af barnabörnum sínum. Honum fannst mjög gam- an að fylgjast með þeirra tóm- stundaiðkun, sérstaklega fót- bolta. Einnig hafði hann mikla gleði af því að horfa á afastelp- urnar sínar spila á þverflautu eða að syngja á alls kyns uppá- komum því sjálfur hafði hann spilað á sínum yngri árum á bás- únu í lúðrasveit og var á sínum seinni árum meðlimur í Karlakór Kópavogs. Þórhallur hafði mjög gaman af því að segja sögur. Hann var mjög vel máli farinn maður og sagði skemmtilega frá. Heiðarlegri mann er erfitt að finna eða duglegri til vinnu. Það er óhætt að segja að Þórhallur var ein af þeim manneskjum sem maður kynnist á lífsleiðinni sem gerir mann og alla aðra í kring- um hann að betri manneskjum við það eitt að þekkja hann. Elsku Þórhallur, þín verður sárt saknað. Hafðu þökk fyrir allt og allt. Hvíl í friði. Þú áttir söngva og sól í hjarta er signdi og fágaði viljans stál. Þeir þurftu ekki um kulda að kvarta, er kynni höfðu af þinni sál. (Grétar Fells) Þín tengdadóttir Jenný Ýrr. Andlát bróður okkar kom ekki á óvart. Aðdragandinn var að vísu skammur, 18. nóvember greindist hann með sjúkdóminn sem dró hann til dauða. Það var ekki fyrr en bróðir okkar gat varla stígið í fæturna að hann leitaði til læknis enda ekki kvartsár. Þegar læknirinn sagði honum að staðan væri al- varleg tók hann þeim tíðindum með jafnaðargeði. Aldrei gafst hann upp og barðist berhentur við óvættinn. Fullir aðdáunar horfðum við bræður á hann taka baráttuna með æðruleysi og jafnaðargeði. Hann kvartaði aldrei, féll með reisn umvafinn sínum nánustu. Hann var vinamargur og það kom best í ljós á lokasprettinum, gamlir vinir og félagar höfðu samband við fjölskylduna og heimsóttu hann á líknardeildina í Kópavogi. Æskuvinur hans gerði sér ferð frá Húsavík til að vaka yfir honum. Skömmu fyrir and- látið sagði þessi vinur: „ég held að Þórhallur hafi ekki átt sér neinn óvildarmann“. Sem ungur drengur á Húsavík drakk hann í sig dásemdir nátt- úrunnar og hvarf oft sporlaust á vit ævintýranna sem gátu leynst í veiðiferð með pabba út á Skjálf- anda, lontuveiði í hyl Skógar- gerðislækjar eða bara marhnúta- veiði við bryggjuna. Þórhallur var snemma vakinn og sofinn yfir velferð okkar bræðra. Oggi minnist þess þegar hann var 8 ára og var að leik á Reykjaheiðarvegi 6. Hann var að bjástra við þungan planka, hvar í var rekinn nagli eigi smár og ryðgaður vel. Svo ólánlega tókst til að drengur missti plankann úr höndum sér og hann féll á rist hægri fótar og gekk saumurinn í gegnum ristina. Arnar var ekki fæddur og því ekkert gagn að honum. Svo ógurlega veinaði drengur af kvölum að Þórhallur, staddur órafjarri, gekk á hljóðið. Hann skynjaði skarpt vanda- málið, þreif bróður sinn í fangið og kom drengnum á timburhjól- börur föður okkar. Stefnan var tekin á sjúkrastofu Daníels Daní- elssonar læknis. Þegar þangað kom tók hann bróður sinn á öxl- ina, snaraðist inn og gaut augum á fjölsetna sjúkrastofuna og um leið og hann opnaði dyrnar á móttökustofunni sagði stundar- hátt: „þetta er neyðartilfelli“. Þetta er lýsandi dæmi um ábyrgð hans og hve vel hann axl- aði það að vera elstur okkar bræða. Við kveðjum ástkæran bróður, vin og félaga sem hafði ætlað að fara með Siggu sinni til Kanar- íeyja í vor. Sigga sér á eftir sín- um besta vini sem bróður okkar þótti svo vænt um enda stóð hún þétt við bakið á honum alla tíð. Síðustu dagar Þórhalls voru okkur bræðrum lærdómsríkir. Við fengum þá tækifæri til að rifja upp gamlar og góðar bernskuminningar. Hann hélt áfram að vera sá sem fór fyrir hópnum, æðruleysi hans, kurt- eisi og tillitssemi kenna okkur að meta það sem mestu skiptir. Reyndu aldrei að vera annar en þú ert. Við eigum eftir að orna okkur við margar góðar minn- ingar og hlæja að mörgum sög- um þínum. Hann kunni þá list að segja sögur, húmorinn var alla tíð í farteskinu hjá honum. Kærar þakkir til þess yndis- lega fólks sem annaðist bróður okkar á Landspítalanum og á líknardeildinni. Vertu sæll, bróðir, kær með þökk fyrir að vera eins og þú varst. Bræður þínir Þorkell og Arnar. Elsku afi minn. Þú varst besti afi í heiminum. Ég get ekki hugs- að lífið án þín. Alltaf þegar ég kom í heimsókn til þín stóðst þú í dyragættinni og bauðst mig vel- komna með opnum faðmi. Það var alltaf gott að koma til þín í vinnuna og til ykkar Siggu í læri og margt fleira. Takk fyrir að vera svona frábær, fallegur, góð- hjartaður, skemmtilegur og fyndinn afi. Hvíl í friði, afi minn. Við eigum minningar um brosið bjarta lífsgleði og marga góða stund, um mann sem átti gott og göfugt hjarta sem gengið hefur á guðs síns fund. Hann afi lifa mun um eilífð alla til æðri heima stíga þetta spor. Og eins og blómin fljótt að frosti falla þau fögur lifna aftur næsta vor. (Guðrún Vagnsdóttir) Þín Kolbrún Elma. Á þeirri stuttu vegferð sem við mannfólkið eigum hér á jörð- inni verðum við samferða fólki sem hefur áhrif á líf okkar með einum eða öðrum hætti. Þannig var með Þórhall Björnsson sem borinn er til graf- ar í dag. Ég varð þeirrar gæfu aðnjótandi að tengjast honum fjölskylduböndum síðastliðin 28 ár. Þórhallur var afskaplega ljúf- ur og góður maður, auk þess að vera gæddur mikilli kímnigáfu. Síðustu 2-3 mánuðir voru erfiðir Þórhalli og fjölskyldu hans. Hann greindist með krabba- mein 18. nóvember síðastliðinn. Ég var viðstödd þegar læknirinn tjáði honum tíðindin. Það var með ólíkindum að fylgjast með hvernig hann tók þessum örlögum sínum með æðruleysi og stillingu. Þannig var hann til dauðadags. Hann kvartaði aldrei og reyndi að hlífa sínum nánustu við áhyggjum af sér. Þórhallur hafði til að mynda mikinn áhuga á fasteignakaupum sem ég stóð í á dögunum, enda var hann „gamall“ fasteignasali sjálfur. Þegar ég leit inn hjá hon- um klukkan átta einn morguninn vildi hann drífa í að hringja í fasteignasala og redda málunum samstundis. Þegar ég spurði hann hvernig hann hefði sofið þá um nóttina var það algert aukaatriði því það þurfti að snúa sér að fasteigna- kaupunum. Sigga kona Þórhalls og börnin hans þrjú stóðu þétt við bakið á honum á þessum erfiðu tímum. Ég er ríkari manneskja eftir að hafa fengið að taka þátt í þessum lokaspretti hans þann tíma sem hann dvaldi á Landspítalanum. Ég kveð Þórhall með kvæði eftir góðan vin okkar beggja um leið og ég sendi eiginkonu, börn- um og öðrum aðstandendum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Mannlífsins bratta bára ber okkur milli skerja. Víðfeðmar okkur velur vegleiðir stundu hverja. Markandi mannsins tíma meitlandi spor í grundir, mótandi margar götur misjafnar ævistundir. Lokið er vöku langri, liðinn er þessi dagur. Morgunsins röðulroði rennur upp nýr og fagur. Miskunnarandinn mikli metur þitt veganesti. Breiðir út ferskan faðminn, fagnandi nýjum gesti. Nú er vík milli vina vermir minningin hlýja. Allra leiðir að lokum liggja um vegi nýja. Við förum til fljótsins breiða, fetum þar sama veginn þangað sem bróðir bíður á bakkanum hinum megin. (Hákon Aðalsteinsson) Kristjana Helgadóttir. West Ham hefur misst einn fremsta stuðningsmann sinn á Íslandi, við fjölskyldan höfum misst ennþá meira. Þórhallur, eða Tóti okkar, kvaddi 7. febrúar eftir stutt veikindi og erfitt er að sjá á eftir svona ljúfum og góðum manni. Ég kynntist Tóta eftir að hann tók saman við mágkonu mína, hana Siggu, og var alltaf gaman að hitta þau í Engihjall- anum eða á Akureyri þegar þau áttu leið norður. Minningarnar hrannast upp þegar ég hugsa til Tóta og það sem stendur upp úr er þegar við fórum saman til Portúgals 1994 og Tóti vildi endi- lega að við færum á hákarlaveið- ar. Ég lét til leiðast og sigldum við langt út á Atlantshafið þar sem að við veiddum litla hákarla og hefur þetta oft verið rifjað upp þegar við hittumst enda frá- bær ferð í alla staði og eftir stendur ein skemmtilegasta minning mín með svila mínum. Það blundaði veiðimaður í Tóta og töluðum við oft um silungs- veiði, rjúpnaveiði og alls konar fiskveiðar, sögurnar hans voru oftar en ekki frá Húsavík og ég sagði honum veiðisögur frá mín- um veiðiferðum sem hann hafði mikinn áhuga á. Við töluðum einnig mikið um enska boltann, hann var alltaf með á hreinu hvaða liði ég og synir mínir héld- um með og bar þau lið yfirleitt saman við sitt lið, West Ham. Sigga og Tóti voru mjög sam- stiga og samrýnd hjón. Þegar við fjölskyldan vorum að koma suð- ur var yfirleitt blásið til veislu og það voru eldaðar kræsingar og við meðhöndluð sem kóngafólk. Maður upplifði sig ávallt svo vel- kominn og börnunum mínum sýndi hann ætíð mikinn áhuga, hlýju og kærleik og fyrir það er ég mjög þakklátur. Það er sárt að hugsa til þess að samverustundirnar verða ekki fleiri, sögustundirnar ekki held- ur en eftir stendur óendanlegt þakklæti fyrir þau forréttindi að hafa kynnst Tóta og átt hann að öll þessi ár. Hann var öðlingur og hans verður sárt saknað en minningarnar munu ylja okkur. Elsku Tóti, hafðu þökk fyrir allt. Elsku Sigga, Ágúst, Björn, Hanna Mæja, Arnar og fjöl- skyldur, innilegar samúðarkveðj- ur til ykkar allra. Þinn svili, Jón Víðir. Í dag kveðjum við kæran vin og skólabróður, Þórhall Björns- son frá Húsavík. Á fögrum haustdegi í byrjun október haustið 1966 kom 34 manna hópur ungra og glaðsinna ungmenna saman á Bifröst í Borgarfirði þar sem hefja skyldi nám við Samvinnuskólann. Þarna var hópur ólíkra einstak- linga sem komu úr öllum lands- hlutum með mismunandi bak- grunn og ólíka sýn á lífið og tilveruna. Margir voru að hleypa heimdraganum í fyrsta skipti, yf- irgefa „hótel mömmu“ og þurftu að standa á eigin fótum á nýjum stað. Einn í þessum hópi var Þór- hallur Björnsson. Hann var hógvær og dagfars- prúður að eðlisfari, ekki mikið fyrir að trana sér fram eða láta mikið á sér bera, en var að sama skapi ljúfur og góður félagi. Hann hafði næma kímnigáfu og hafði gott lag á að segja gam- ansögur sem hittu í mark á staðnum og stundinni. Þórhallur var samviskusamur námsmaður og sinnti náminu vel en tók einnig virkan þátt í fé- lagsstörfum í skólanum. Á góð- um stundum vitnaði hann gjarn- an í kenningar úr menningarsögunni og eins rifjaði hann oft upp fleygar setningar úr þýskunni á gamansaman hátt eins og honum var lagið. Snar þáttur í skólalífinu var að þjálfa nemendur í ýmsum félagsstörf- um s.s. ræðumennsku, blaða- mennsku, tónlist, leiklist og fleiri þáttum. Haldnar voru kvöldvök- ur um helgar þar sem nemendur sáu um dagskrána. Snemma komu í ljós þeir fjölmörgu hæfi- leikar sem Þórhallur var gædd- ur. Hann átti auðvelt með semja og skrifa í skólablöðin, var lið- tækur í að koma fram í leikþátt- um á kvöldvökum, ágætur söng- maður og greip í að spila á hljóðfæri í viðlögum. Hann var virkur í klúbbastarfi skólans. Seinni veturinn var hann m.a. formaður útvarps- klúbbsins sem sá um að útvarpa skemmtidagskrá um skólann eft- ir að vistum var lokað á kvöldin. Eftir útskrift frá Samvinnu- skólanum vorið 1968 skildi leiðir og samfundir urðu sjaldnar. Að loknu Samvinnuskólaprófi réðst Þórhallur til starfa hjá Mjólkursamlagi KÞ á Húsavík og vann þar um árabil á skrif- stofu. Á þeim árum átti ég und- irritaður oft leið til Húsavíkur og þá var yfirleitt eitt af fyrstu er- indunum að fara í heimsókn á skrifstofuna til Þórhalls, fá sér kaffibolla og spjalla um lífið og tilveruna. Þórhallur sinnti ýmsum fé- lags- og trúnaðarstörfum á heimaslóð. Spilaði m.a. í Lúðra- sveit Húsavíkur og sat þar í stjórn. Þá sat hann í stjórn starfsmannafélags KÞ um árabil og var formaður í Verslunar- mannafélagi Húsavíkur. Þórhallur hafði ánægju af úti- vist og veiðiskapur var honum í blóð borinn. Hann hafði á ung- lingsárum kynnst sjómennsku hjá föður sínum og starfað við fiskvinnslu í landi. Þá stundaði hann skotveiði, einkum sjófugla- og rjúpnaveiði og sagði oft skemmtisögur úr þeim veiðiferð- um. Að leiðarlokum viljum við bekkjarsystkinin í útskriftarár- gangi 1968 frá Samvinnuskólan- um á Bifröst þakka áratuga vin- áttu og ánægjulega samfylgd. Við sendum Sigríði Björgu, börnum, barnabörnum og öðrum aðstandendum innilegar samúð- arkveðjur og biðjum þeim guðs blessunar á erfiðum tímum. Þórir Páll Guðjónsson. Þórhallur Björnsson Blómaverkstæði Binna | Skólavörðustíg 12 | Sími: 5613030 ALLAR SKREYTINGAR UNNAR AF FAGMÖNNUM

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.