Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 31
MINNINGAR 31 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 ✝ Guðný Árna-dóttir fæddist 9. desember 1918 á Grímsstöðum, Grímsstaðaholti og ólst þar upp. Hún lést á hjúkrunarheim- ilinu Sóltúni 10. febrúar 2015. Foreldrar henn- ar voru Guðrún Eyvindsdóttir, f. 18.1. 1886, d. 1973, og Árni Jónsson, f. 12.7. 1866, d. 1950. Bróðir Guðnýjar var Eyvind- ur Árni, f. 25.11. 1911, d. 2000. Fyrri kona hans var Jóna Guð- laug Guðjónsdóttir, d. 1948, og seinni kona var Anna María Guðmundsdóttir, d. 2003. Árið 1938 giftist Guðný Sig- urði Steinssyni, f. 22.1. 1916, d. Benjamín Steinn og Daníel Georg, b) Þórdís, gift Halldóri Þ. Snæland, þau eiga synina Þorstein og Þórarin. 3. Guðrún Kristín, f. 14. 8. 1954, gift Stef- áni Jóni Hafstein. 4. Árni, f. 22.11. 1957, kvæntur Elínu Ás- dísi Ásgeirsdóttur, þeirra börn eru: a) Sigurður Ásgeir, sam- býliskona Tinna Cleopatra Jónsdóttir, b) Ólafur Freyr, c) Guðrún Nanna. Eftir barnaskóla stundaði Guðný nám í Kvennaskóla Reykjavíkur. Guðný var lengst af heimavinnandi húsmóðir. Þegar börnin voru flutt að heiman vann Guðný í fyrirtæki þeirra hjóna, Sönnak rafgeym- um. Fyrr á árum aðstoðaði hún Sigurð við að framleiða blóma- hengi sem seld voru hér í borg. Guðný var listfeng og hafði yndi af að mála, einkum tré og postulín og sótti hún ýmis nám- skeið í sambandi við sín áhuga- mál. Útför Guðnýjar fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 17. febr- úar 2015, og hefst athöfnin kl. 13. 2002. Fyrstu hjú- skaparárin bjuggu þau á Ljósvallagötu og Grímsstöðum. Þau byggðu sér hús í Nökkvavogi, síðar á Tóm- asarhaga og Hrauntungu í Kópavogi. Á efri árum fluttu þau í Kjarrhólma í Kópa- vogi og síðan í Ár- skóga 6. Þar bjó hún þangað til haustið 2011 þegar hún flutti á hjúkr- unarheimilið Sóltún. Börn Guðnýjar og Sigurðar eru: 1. Nanna, f. 8.3. 1940, gift Andreas Vidar Olsen, d. 2012, 2. Steinn, f. 16.2. 1944, kvæntur Sjöfn Guðmundsdóttur, dætur þeirra eru: a) Guðný, gift Páli Georgssyni, synir þeirra eru Stundum skilur maður ekki tímann. Það eru nær fjörutíu ár síðan ég kynntist Guðnýju og Sigga Steins. Fjörutíu ár eru stór hluti úr lífi manns. Ég átt- aði mig hreinlega ekki á þessu fyrr en kvöldið sem hún kvaddi södd lífdaga. Búin að vera hluti af tilverunni alla manns fullorð- instíð. Vann fyrir hvíldinni löngu sem kemur eins og bless- un þegar svona stendur á, tím- ans tollur tekið sitt og fátt eftir nema kveðja. Fjörutíu ár: Aldr- ei féll styggðaryrði eða vottaði fyrir þykkju í fasi, alltaf þetta fádæma góðlyndi sem hún sýndi öllum og öllu sem stóð henni nærri. Eins og konur af hennar kynslóð var Guðný móðir og húsmóðir fyrst og fremst. Hjarta hennar sló með fjöl- skyldunni, börnum og tengda- börnum og öllum sem við bætt- ust. Að öllum gengi vel og heimilin blómstruðu var hennar yndi. Og kettirnir stór hluti af tilverunni. Allt fram undir lokin þegar fátt í veröldinni virtist mikils virði var hægt að fram- kalla bros og glampa í augum með dýrasögum og helst af skammarstrikum kattanna í kringum okkur. Við heyrðum oft lýsingar úr tilhugalífi Sigga Steins og Guð- nýjar. Þegar hann sá hana á Borginni, hún aðeins 19 ára og hann ákvað á stundinni að þessi yrði konan sín. Sem gekk eftir með undraskjótum hætti, því Siggi Steins gerði allt í hvelli. Stundum skemmtum við okkur við að koma þeim í gang að segja sögur af frumbýlingsár- unum á Grímsstöðum við Æg- issíðu, hvernig lífið og fjörið var hjá ungu hjónunum og uppá- tækin margvísleg bæði til skemmtunar og að leggja til í búið. Sigurður Steinsson var vel þekktur í íþróttaheiminum, öt- ull í félagslífi og rak fyrirtæki, en á meðan komu börnin í heiminn og heimilið dafnaði: Fyrst Nanna, svo Steinn, þá Guðrún sem gerði Guðnýju að tengdamóður minni og loks Árni. Öll farsæl og vel liðin í sínum hópi. Guðný Árnadóttir var ekki „áberandi í þjóðlífinu“, ég held að hún hafi aldrei „komið í við- tal“ eða verið hampað sérstak- lega utan fjölskyldu, sauma- klúbbs eða vinahóps. Hún var „,bara“ það sem gerir þjóðlíf og samfélag að því sem það er, einstaklingurinn sem er frum- efnið sem færir næringu um þjóðarlíkamann og skapar sál- ina sem er allt um kring. Hún var ákaflega listfeng sem sjá má af dýrgripum sem nú eru í ættinni, málað postulín sem bara er dregið fram á hátíðast- undum. Meðan við Guðrún þvældumst um veröld fyrir daga tölvupósta voru sendibréf- in hennar hreinar perlur. Kostulegar og hjartahlýjar lýs- ingar færðu mann á fund fjöl- skyldu og vina með rithönd sem var stílhrein og skýr. Allt svo tært, hlýtt og tilgerðarlaust. Sigurður lést árið 2002, hún annaðist hann heima eins lengi og hægt var, hélt svo heimili með matarboðum fyrir fjöl- skylduna og prófaði nýjar upp- skriftir, fylgdist með því sem var í móð, gluggaði í gestgjafa- og híbýlablöð því hún var með á nótunum, þar til komið var á endastöð: Sóltún, hjúkrunar- heimili. Ber að þakka hve starfsfólk var gott í framkomu við hana og gesti og síðustu æviárin eins góð og mögulegt var. Ég þakka Guðnýju þessa löngu samferð og allt það sem hún lagði til gott í tilverunni allri. Stefán Jón Hafstein. Ömmu Guðnýju mætti best lýsa sem umhyggjusamri, gest- risinni og velviljaðri konu sem snerti líf okkar barnabarnanna til frambúðar. Amma Guðný setti ávallt líðan okkar í fyrsta sæti og kíktum við ósjaldan í kaffi í Árskóga. Hún var afar gestrisin og gaf okkur heitt kókó og kökur þegar við kom- um í heimsókn. Við áttuðum okkur snemma á því að hún var svo gestrisin að við pössuðum okkur alltaf á því að mæta mjög svöng til hennar, því hún sá til þess að við kláruðum alla vega tvo diska á mann áður en við fórum heim. Það voru nokkrar setningar sem við heyrðum allt- af hjá ömmu þegar við komum í heimsókn: „Fáið ykkur köku krakkar… Eruð þið södd? … viljið þið ekki fá ykkur meira? … það er nóg til“. Þessar heim- sóknir enduðu oftast með því að við systkinin fórum inn í svefn- herbergi og sofnuðum í hjóna- rúminu hennar ömmu. Í æsku okkar tók hún oft að sér að passa okkur og var heilsa okkar mikið hugðarefni fyrir ömmu Guðnýju fram eftir árum. Hún gaf okkur alltaf hlýjar flíkur í jóla- og afmælisgjafir. Henni var svo annt um heilsu okkar að þegar hún var að passa okkur, setti hún tvær reglur sem mað- ur átti að fylgja. Nr.1: Bannað að vera á neðri hæðinni í húsinu nema til að borða því það er svo kalt niðri. Nr 2: Alltaf að vera í hlýjum sokkum. Amma fylgdist alltaf vel með tískustraumum og verslaði oft- ar en ekki í Parísartískunni. Hún passaði sig alltaf að vera vel til fara og þannig var hún alla tíð. Þegar amma var orðin níræð fór hún í læknisskoðun og ráðlagði læknirinn henni að vera í þægilegri skóm til að fara betur með fæturna en hún harðneitaði því þar sem henni þótti þeir of kerlingarlegir. Þrátt fyrir háan aldur hvarf aldrei gestrisnin og umhyggju- semin þar sem tekið var á móti okkur krökkunum á sama hátt í Sóltúninu og áður og var það eiginleiki sem dvínaði aldrei í ævi hennar ömmu. Við kveðjum ömmu okkar með miklum söknuði og kveðju í hjarta. Það var ekki hægt ímynda sér betri ömmu og það verður tómlegt án hennar. Kveðja frá barnabörnum, Ólafur Freyr Árnason, Sig- urður Ásgeir Árnason og Guðrún Nanna Árnadóttir. Nú kveð ég í hinsta sinn ömmu mína Guðnýju Árnadótt- ur. Þegar ég hugsa til ömmu eru margar hlýjar minningar sem koma upp í hugann. Amma var afbragðs gestgjafi og tók ætíð á móti gestum með glæsi- legum veitingum og stjanaði við alla þá sem komu í heimsókn. Svo góðar voru móttökurnar að oft á tíðum báðu vinkonur mín- ar um að fá að koma með í heimsókn til þess að njóta þeirra góðu veitinga sem hún bauð upp á. Þegar hún tók að eldast hélt hún þessum hætti áfram þannig að stundum var nóg um og gat verið erfitt að láta hana setjast niður og taka það rólega enda var henni um- hugað um að allir hefðu fengið nægju sína. Þegar ég hugsa til baka stendur upp úr ferð til Kaup- mannahafnar þar sem ég, Guðný systir, Nanna frænka og mamma áttum frábæran tíma með ömmu. Þrátt fyrir að amma hafi verið orðin rúmlega áttræð þá hægði það ekkert á henni. Við áttum notalegar stundir í Tívolí og þræddum búðirnar á Strikinu enda var amma mikil smekkmanneskja og hafði mikinn áhuga á fal- legum fötum. Amma hafði gaman af mál- efnum líðandi stundar. Hún fylgdist einstaklega vel með því sem var að gerast í kringum hana og það var gaman að ræða allar tegundir dægurmála við hana. Hún hafði sömuleiðis mikinn áhuga á fjölskyldunni og fylgdist sérstaklega vel með því sem fjölskyldumeðlimir tóku sér fyrir hendur. Það er með söknuði og hlýju sem ég kveð ömmu. Þórdís. Við kveðjum í dag ömmu mína og nöfnu, Guðnýju Árna- dóttur. Á þessum tímamótum er söknuður ofarlega í huga en einnig þakklæti. Þakklæti fyrir langa og góða ævi ömmu og góðar samverustundir með henni. Fyrstu minningar mínar um ömmu eru úr Hrauntungunni í Kópavogi þar sem hún og afi bjuggu lengi. Það var alltaf svo léttur og góður andi í kringum þau og er mér minnisstætt að amma var búin að hæna að sér villikettina í hverfinu og gaf þeim að borða daglega, enda mikil kattamanneskja. Tókst henni að smita flesta afkom- endur sína af kattaáhuganum. Fjölskyldan hittist reglulega hjá afa og ömmu og oft var heit sódakaka og ísköld mjólk á borðum. Margar góðar minn- ingar á ég einnig frá bæjarferð- um með afa og ömmu um helg- ar þegar ég fór með þeim á listaverkasýningar og voru þau bæði uppáklædd en var amma alltaf mjög áhugasöm um tísku og hönnun. Amma var einnig hagleikskona og stundaði postulínsmálun um margra ára skeið og liggja eftir hana marg- ir fallegir hlutir. Amma var hæglát kona, ljúf og góð, jafnvel eilítið feimin. Hún var líka smá stríðin en á góðlátlegan hátt. Amma var einnig dugleg kona og sjálf- stæð, sem ég sá kannski best eftir að afi lést. Það var gaman að hitta ömmu og spjalla við hana og var hún alltaf svo áhugasöm um fólkið sitt. Eftir að synir mínir fæddust sýndi hún þeim mikinn áhuga og hafði gaman af því að hitta þá og heyra sögur af þeim. Hún lék við þá og spjall- aði og fór meira að segja í fót- bolta, þá komin yfir nírætt. Við þökkum góðar stundir og góðar minningar. Takk fyrir samfylgdina, elsku amma. Guðný. Guðný Árnadóttir Nú hefur Sigga kvatt okkur líka, síðust af þremur uppeldissystrum í Lækjarbug. Það var bæði gott og skemmtilegt og ekki síður uppbyggilegt að fá að dvelja að sumri til í Lækjarbug hjá öllu því samhenta fólki, sem þar bjó. Sigga fór til Kaupmannahafn- ar til náms í hjúkrunarfræði. Dvöl hennar þar varð lengri en upphaflega var reiknað með, þar sem styrjöld tók að geisa í Evr- ópu og lokaði öllum samgöngum milli landa. En okkur systkinum hefur verið föst í minni sú gleði að fá fallegt kort sent í pósti frá út- Sigríður Sveinbjörnsdóttir ✝ Sigríður Svein-björnsdóttir fæddist 10.10. 1915. Hún lést á 28.1. 2015. Útför Sigríð- ar fór fram 9. febr- úar 2015. löndum. Það sýndi tryggð og hugul- semi Siggu að muna eftir þeim litlu líka og vilja gleðja aðra. Meðan hún dvaldi í Kaup- mannahöfn kynntist hún Eiríki Magnús- syni, sem einnig var þar tímabundið. Þau giftu sig og komu heim 1946. Þau hófu sinn búskap á Frakkastíg 19 og þar fæddist hún Lilja. Svo fluttu þau á Sjafnargötuna og þar fæddist hann Steingrímur. Þá gátu þau flutt í húsið sitt við Skeiðarvoginn og þar bjuggu þau lengi og Sigga alveg þar til hún fór til dvalar á Eir. María móðir hennar kom til hennar á Skeiðarvoginn eftir að Guðjón dó í hárri elli og dvaldi þar uns hún kvaddi 97 ára að aldri. Allar náðu þær háum aldri, Gunna sem var elst dó 87 ára og Gyða kvaddi nú í október og var jörðuð daginn sem hún hefði orðið 98 ára. Sigga varð 99 ára í október og var lengi ótrúlega hress og minnug. Við söknum þeirra allra, en minningin lifir og það eru marg- ar góðar minningar tengdar öllu þessu fólki. María og Dalmann föðurafi minn voru systkinabörn. Við kveðjum Siggu og vottum öllu hennar fólki okkar dýpstu samúð. Dóra Jónsdóttir. Ég var á gangi um miðjan dag þann 28. janúar sl. þegar björt vetrarsólin minnti mig á að vorið er ekki langt undan og sólskinsstundunum fjölgar dag- lega. Ég smellti af einni birtu- mynd á þessu fallega andartaki og deildi á einum af samskipta- miðlunum. Þetta var nokkurn veginn á sömu stundu og Sigríð- ur Sveinbjörnsdóttir, eða Sigga eins hún var oftast kölluð, kvaddi þennan heim. Þessi stund er mér því vel greypt í minni og myndin minnir mig á Siggu. Ég var skírð í höfuðið á móður og móðursystur Siggu og Sigga sýndi mér alltaf mikla ræktarsemi sem ég er mjög þakklát fyrir. Sigga átti langa ævi að baki og fæddist löngu áð- ur en fyrirbæri á borð við sam- skiptamiðla nútímans komu til sögunnar. Sennilega hafa fáar kynslóðir upplifað jafnmiklar breytingar og hún gerði og ekki margir upplifað stóratburði í mannkynssögunni beint í æð líkt og Sigga gerði þegar hún var við nám í Danmörku þegar land- ið var hernumið í seinni heims- styrjöldinni. Sigga fylgdist alltaf vel með fréttum og ávallt mátti ég eiga von á hressilegum um- ræðum um lands- og heimsmálin þegar ég kom í heimsókn til hennar. Við áttum nefnilega ým- islegt sameiginlegt við Sigga annað en æskustöðvarnar í Lækjarbug og áttum alltaf ánægjulega stund saman þegar ég kíkti til hennar í Skeiðarvog- inn og seinna á Eir. Við sem þekktum Siggu megum vera þakklát að hafa haft hana svona lengi hjá okkur og við nokkuð góða heilsu. Ég kveð þig, Sigga, með sömu orðum og þú sagðir alltaf við mig að lokinni heim- sókn: Guð blessi þig! María Sigríður Guðjónsdóttir. Faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SVERRIR GÍSLASON frá Heydal, síðar Hábæ 2a, Þykkvabæ, Rangárvallasýslu, sem lést sunnudaginn 8. febrúar, verður jarðsunginn laugardaginn 21. febrúar kl. 13 frá Oddakirkju á Rangárvöllum. . Jóna Elísabet Sverrisdóttir, Pálmar H. Guðbrandsson, Bjarni Rúnar Sverrisson, Elín Þóra Sverrisdóttir, Einar S. Bjarnason, Sverrir Þór Sverrisson, Brynja K. Sverrisdóttir, Sigríður Helga Sverrisdóttir, barnabörn og langafabörn. Eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og langafi, SIGURJÓN HELGASON, Árskógum 8, lést fimmtudaginn 12. febrúar. Útför hans fer fram frá Seljakirkju föstudaginn 20. febrúar kl. 15. Blóm og kransar eru vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Slysavarnafélag Íslands. . Íris Svala Jóhannsdóttir, Helga Sigurjónsdóttir, Eggert Sigurðsson, Sigrún Sigurjónsdóttir, Stefán Örn Guðjónsson, Björn Sigurjónsson, Elín Eygló Sigurjónsdóttir, Ragnar Berg Gíslason, Bryndís Sigurjónsdóttir, Sigurður L. Viggósson, Svala Sigurjónsdóttir, Einar Örn Steinarsson, Anna Lóa Sigurjónsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, systir og amma, ADDA GERÐUR ÁRNADÓTTIR, Fálkagötu 27a, Reykjavík, lést á líknardeild Landspítalans föstudaginn 13. febrúar. Útför fer fram frá Fríkirkjunni í Reykjavík föstudaginn 20. febrúar kl. 11. . Börkur Thoroddsen, Birgir Thoroddsen, Helga Jónsdóttir, Valgerður Thoroddsen, Leif Holm-Andersen, Hrefna Thoroddsen, Geir Ómarsson, Harpa Thoroddsen, Pétur Hafsteinsson, Guðmundur Árnason, Elín Sæbjörnsdóttir, Ágústa Birna Árnadóttir, Þorsteinn Eggertsson og barnabörn.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.