Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Umhverfisráðherra velti fyrir sérmeð hófstilltum hætti orðalagi á þýðingum á reglugerðarfarganinu frá ESB. Páll Vil- hjálmsson segir frá viðbrögðunum:    RÚV kallaði uppá dekk í hádeg- inu yfirlýstan ESB- sinna, Gauta Krist- mannsson prófessor, til að atast í Sigrúnu Magnúsdóttur.    Í kjölfarið, eins og eftir pöntun,kemur ályktun frá félögum Gauta.    Skemmst er frá að segja að Sigrúnhefur rétt fyrir sér í málinu en prófessorinn og félagarnir rangt.    Á ensku heitir það að gylla lög ogreglugerðir Evrópusambands- ins.    Breska ríkisstjórnin ákvað að viðsvo búið mætti ekki standa og skipaði nefnd til að finna leiðir til að komast hjá íþyngjandi áhrifum ESB- reglugerða og laga einmitt með skapandi þýðingum og aðlögunum. Áhrifin þóttu jákvæð.    Svíar unnu einnig skipulega vinnutil að nýta sér svigrúmið í kröf- um ESB um samræmdan rétt.    En vitanlega finnst ESB-sinnum áÍslandi ótækt að við skulum reyna að koma okkur undan mestu ESB-áþjáninni.“    Þá eru mörg dæmi um að í lög tilað fullgilda tilskipanir frá Brussel er iðulega bætt við ákvæð- um sem ráðuneyti hafa ekki náð fram á þingi. Þingmenn og ráð- herrar lesa ekki „ESB-lög“ og því hefur þessi aðferð svínvirkað. Því miður. Sigrún Magnúsdóttir Þýðingarlaust mál STAKSTEINAR Veður víða um heim 16.2., kl. 18.00 Reykjavík -4 snjóél Bolungarvík -6 snjóél Akureyri -3 skýjað Nuuk -13 léttskýjað Þórshöfn 3 skýjað Ósló -2 alskýjað Kaupmannahöfn 2 alskýjað Stokkhólmur 0 skýjað Helsinki -2 heiðskírt Lúxemborg 0 þoka Brussel 3 þoka Dublin 6 léttskýjað Glasgow 6 léttskýjað London 7 skúrir París 5 alskýjað Amsterdam 7 þoka Hamborg 3 heiðskírt Berlín 1 léttskýjað Vín 8 heiðskírt Moskva -5 skýjað Algarve 15 léttskýjað Madríd 12 léttskýjað Barcelona 12 léttskýjað Mallorca 13 léttskýjað Róm 11 skýjað Aþena 8 skýjað Winnipeg -15 alskýjað Montreal -21 heiðskírt New York -11 heiðskírt Chicago -12 skýjað Orlando 21 heiðskírt Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://mbl.is/mogginn/leidarar/ VEÐUR KL. 12 Í DAG 17. febrúar Sólarupprás Sólsetur REYKJAVÍK 9:17 18:07 ÍSAFJÖRÐUR 9:32 18:03 SIGLUFJÖRÐUR 9:15 17:45 DJÚPIVOGUR 8:49 17:34 Íslendingar eyddu 21,7 milljónum króna í símakosningu Eurovision á laugardag. Um 170 þúsund at- kvæði voru greidd þann daginn og kostaði atkvæðið 129 krónur. Aldr- ei áður hefur verið kosið svo oft. Samkvæmt upplýsingum frá RÚV eru tekjur þeirra um níu milljónir króna, sem fer upp í kostnað við framleiðslu keppninnar sem liggur ekki endanlega fyrir en er áætlaður ríflega 30 milljónir króna. Afgangurinn, 21 milljón, skiptist milli símafyrirtækja og þá tekur skatturinn sinn hluta. Voda- fone sá um kosninguna en hluti hagnaðarins rennur til annarra símafyrirtækja. Alls voru greidd 168.762 atkvæði en gamla metið var um 140.000 at- kvæði. Síðustu ár hefur atkvæða- fjöldinn í úrslitum verið 80- 100.000. Lagið „Unbroken“ eftir höfunda- teymið Stop Wait Go, sem er skip- að þeim Ásgeiri Orra Ásgeirssyni, Pálma Ragnari Ásgeirssyni og Sæ- þóri Kristjánssyni, sungið af Maríu Ólafsdóttur, var afgerandi sig- urvegari í lokaeinvíginu. Lagið fékk samtals 70.774 at- kvæði samanlagt en „Once Again“, einnig eftir Stop Wait Go, flutt af Friðriki Dór, fékk 55.850 atkvæði. Kosningin kostaði rúmar 22 milljónir  170 þúsund atkvæði bárust í síma- kosningu í undankeppni Eurovision Morgunblaðið/Eggert Vinsæl Lagið „Unbroken“ fer út. Páll Þórhallsson, skrifstofustjóri í forsætisráðu- neytinu, hefur tímabundið tekið við starfi skrif- stofustjóra menn- ingararfs. Mar- grét Hallgríms- dóttir þjóðminja- vörður sneri aftur til starfa í Þjóðminjasafni í byrjun febrúar eftir að hafa gegnt embætt- inu í eitt ár. Það féll áður undir menntamálaráðuneytið. Að sögn Páls hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvort ráðið verður í starfið en Páll hefur til þessa verið skrifstofu- stjóri löggjafarmála í forsætisráðu- neytinu. Hann sinnir báðum emb- ættum. „Það er ekki afráðið hvernig verður með fyrirsvar skrifstofunnar til frambúðar,“ segir Páll. Hann seg- ir að ákvörðun verði tekin fyrir vorið. Ákvörunin liggur hjá forsætisráð- herra. Undir embættið falla málefni Þjóðminjasafnsins og Minjastofnun- ar. Einn starfsmaður hefur starfað á skrifstofunni auk skrifstofustjóra. vidar@mbl.is Óljóst hvort nýr tekur við  Páll sinnir menningararfinum Páll Þórhallsson Laugavegi 25, 101 Reykjavík. Sími 552-7499 Hafnarstræti 99-101, 600 Akureyri. Sími 461-3006 Nýjar vörur Hlýr og notalegur ullarfatnaður á öll börn á góðu verði www.ullarkistan.is

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.