Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 REYKJAVÍK GRAFARVOGUR H EI MS ÓKN Á HÖFUÐBO R G A R S V Æ Ð IÐ 2015 Grafarvogur afmarkast af ósum El- liðaár í vestri, samnefndum vogi í suðri og Vesturlandsvegi í austri, sveitafélagsmörkum að Mosfellsbæ og sjó. Þar búa um 18 þúsund manns á rúmlega sex þúsund heim- ilum. Til Grafarvogshverfis teljast Hamrar, Foldir, Hús, Rimar, Borg- ir, Víkur, Engi, Spöng, Staðir, Höfðar, Bryggjuhverfi, Geirsnef, Gufunes og Geldinganes. Grafarvogur dregur nafn sitt af bænum Gröf, sem nú er í eyði en stóð innst við hann, við Grafarlæk fyrir sunnan Keldur. Í Höfðahverfi eru atvinnusvæði sem talin eru hafa mikla þróunarmöguleika, einkum í vesturhlutanum. Land Keldna og Keldnaholts eru skilgrind sem framtíðaruppbyggingarsvæði, einkum fyrir atvinnuhúsnæði en ekki fyrir íbúðir. Samkvæmt nýju aðalskipulagi Reykjavíkur mun íbúðum innan nú- verandi skólahverfa fjölga um 550 á næstu árum. En í borgarhlut- anum í heild er horft fram á fjölgun íbúða um 3.350 þegar til lengri tíma er litið. Byggð mun aukast mjög í Grafarvogi Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Matvöruverslanir í Reykjavík fram- tíðarinnar verða fyrst og fremst í miðkjörnum borgarhverfa sem festa á í sessi sem þjónustusvæði hverrar byggðar. Styrkja á bakland hverf- isverslunar og -þjónustu með fjölgun íbúa og starfa. Heimildir til að opna matvörubúðir á atvinnusvæðum verða þrengdar. Þetta er eitt af markmiðum Aðalskipulags Reykja- víkur sem gefið var út á síðasta ári og gildir til 2030. Upprisa kaup- mannsins á horninu er meðal áherslumála. Í þessu efni er Graf- arvogurinn undir, rétt eins og önnur hverfi. Árið 1950 voru 325 dag- vöruverslanir í Reykjavík en í dag um 100. Og þessu vill borgin breyta, svo hlutfall íbúa sem hafa verslun í 400 metra göngufjarlægð frá heimili sínu verði fleiri. Í dag nýtur liðlega helmingur borgarbúa þessara hlunn- inda. Breytingar á skipulagi, af- greiðsla umsókna um nýjar verslanir og fleira slíkt skulu miðast við að hlutfallið hækki. „Fólk vill hafa bakarí í hverfinu sínu og alla daglega þjónustu,“ segir Jarek Kuczynski sem rekur Bakaríið Hverafold í Grafarvogi. Stór hluti uppskrifta sem fylgt er í bakaríinu kemur frá Þýskaland og Póllandi. Þýskar og pólskar uppskriftir Jarek er frá borginni Tychy í suðurhluta Póllandi. Hann flutti hingað til lands 1999. Fyrstu árin var hann í byggingavinnu en vildi hasla sér völl í eigin rekstri við matargerð. Erill var í bakaríinu síðastliðinn laugardag, þegar Morgunblaðið hitti Jarek þar. Mörgum finnst það lífið sjálft að kreppa í bakarí á laug- ardagsmorgni og ná sér í nýbakað með kaffinu. Við þetta bættist við að margir tóku forskot á bolludaginn og tóku til dæmis Berlínabollur eftir uppskrift sem Jarek gróf upp á heimaslóðum sínum. „Fólk sem kemur hingað inn er að stórum hluta Grafarvogsbúar. Sú starfsemi sem er hér í húsinu spilar vel saman, en hér er til dæmis stór matvöruverslun, blómabúð, efnalaug, tannlæknastofa, bókasali og fleira. Fólk á erindi á einn stað og leiðist þá inn á hinn næsta. Að lítil og stór fyr- irtæki séu á sama stað getur virkað Morgunblaðið/Sigurður Bogi Bakstur Jarek Kuczynski sem rekur bakaríið í Hverafold, til vinstri, og Árni Kristján Sigurvinsson bítur í bollu eftir uppskrift frá heimalandi Jareks. Upprisa kaupmannsins  Verslanirnar verði í heimahverfum  Þjónustukjarnar eflist  Pólska Grafarvogsbrauðið og fiskurinn kemur frá línubátum Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is Ánægja íbúa Reykjavíkur með þjónustu borgarinnar og umhverfi var könnuð undir lok síðasta árs og kom þar meðal annars fram að 89% Reykvíkinga væru ánægðir með hverfið sitt. Capacent stóð fyrir könnuninni og var Grafarvogi sleg- ið saman við Kjalarnes í spurninga- listanum. Út úr niðurstöðum könn- unarinnar mátti einnig lesa að íbúar Grafarvogs og Kjalarness voru í sjöunda sæti af tíu hverfum borgarinnar sem könnuð voru varðandi ánægju með hverfið sem stað til þess að búa á. Íbúar Laug- ardals skoruðu þar hæst. Í neðsta sæti í einum lið Grafarvogur/Kjalarnes voru um miðbik þegar kom að flestum spurningunum en hverfin voru þó í öðru sæti þegar spurt var um að- stöðu til íþróttaiðkunar og í fyrsta sæti þegar spurt var um ánægju með þjónustu við eldri borgara. Grafarvogur/Kjalarnes var síðan í neðsta sæti þegar kom að þjónustu grunnskóla í hverfinu og í næst- neðsta sæti þegar spurt var um menningarmál í hverfinu og þjón- ustu í tengslum við sorphirðu. Þjónusta Grafarvogsbúar eru ánægðir með þjónustu við eldri borgara. Eldri borgarar eru sáttir við þjónustu  Capacent kannaði viðhorf íbúanna SMÁRALIND • 2 HÆÐ SÍMI 571 3210 Febrúarsprengja Tilboðsverð 4.197 kr. Tilboðsverð 2.997 kr. Verð áður kr. 4.995 Stærðir 36–42 Tilboðsverð 5.397 kr. Verð áður kr. 8.995 Stærðir 36–41 Tilboðsverð 7.797 kr. Verð áður kr. 12.995 Stærðir 36–41 Verð áður kr. 6.99 Stærðir 37–

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.