Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 20
BAKSVIÐ Stefán Einar Stefánsson ses@mbl.is Stjórnir MP banka og Straums fjár- festingabanka hafa komist að sam- komulagi um helstu skilmála í tengslum við mögulega sameiningu fyrirtækjanna tveggja. „Það var ver- ið að undirrita þetta samkomulag með ákveðnum fyrirvörum um áreið- anleikakannanir og samþykki eftir- litsaðila,“ sagði Þorsteinn Pálsson, stjórnarformaður MP banka, þegar Morgunblaðið leitaði viðbragða hjá honum í kjölfar þess að upplýst var um undirritun samkomulagsins í gær. „Það er okkar mat og beggja aðila að þetta sé farsæl niðurstaða,“ bætti hann ennfremur við. Þreifingar um samruna bankanna hafa staðið yfir um nokkurt skeið, allt frá því að Straumur keypti 20% hlut í MP banka í október síðastliðn- um. Samkomulag um skiptahlutföll Fyrir liggur að með samkomulag- inu hafa núverandi eigendur bank- anna komið sér saman um skipta- hlutföll við samrunann. Samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er miðað við bókfært hreint eigið fé án við- skiptavildar og óefnislegra eigna. Með hliðsjón af því að Straumur heldur á um 20% af hlutafé í MP banka má áætla að skiptahlutföll eig- enda MP banka í sameinuðum banka séu í kringum 60% á móti 40% hlut hluthafa Straums. Þorsteinn verði formaður Gert er ráð fyrir að forstjórar sam- einaðs fyrirtækis verði hinir sömu og stýra fyrirtækjunum tveimur í dag, þ.e. Sigurður Atli Jónsson og Jakob Ásmundsson. Verkaskipting milli þeirra mun byggjast á núverandi áherslusviðum hvors banka fyrir sig. Þá herma heimildir Morgunblaðs- ins að fyrir liggi óformlegt samkomu- lag um að Þorsteinn Pálsson verði stjórnarformaður eftir sameiningu og að Finnur Reyr Stefánsson, nú- verandi stjórnarformaður Straums, verði varaformaður stjórnar. Nú þegar samkomulag liggur fyrir hefst vinna við áreiðanleikakannanir á báðum fyrirtækjum og nánari út- færslu á sameiningu þeirra. Hlut- hafafundir munu á endanum ákveða hvort af sameiningu verður. Má gera ráð fyrir að áreiðanleika- könnun á efnahag MP banka verði töluvert yfirgripsmeiri en í tilfelli Straums þar sem eignasamsetning fyrrnefnda bankans er mun flóknari en í tilviki þess síðarnefnda. Enn lausir endar Nánari útfærsla á samruna bank- anna bíður enn. Þar á meðal hefur ekki verið tekin ákvörðun um hvert heiti sameinaðs fyrirtækis verður og þá hefur engin ákvörðun verið tekin um hvar sameinaður banki verður til húsa eftir sameiningu. Í yfirlýsingu sem stjórnir bank- anna sendu sameiginlega frá sér síð- degis í gær segir að með sameining- unni vilji eigendur „horfa til sóknarfæra á sviði eignastýringar og fjárfestingabankastarfsemi“ og að sameinaður banki verði með „sterka stöðu á íslenskum fjármálamarkaði á þeim sviðum“. Þá er einnig ítrekað í sömu yfirlýsingu að sameinaður banki muni hafa trausta eiginfjár- stöðu og styrk til að veita fjárfestum, sparifjáreigendum og atvinnulífi sér- hæfða bankaþjónustu. MP og Straumur í eina sæng Sameining Allt stefnir í samruna Straums og MP banka innan skamms.  Helstu skilmálar fyrir samruna hafa verið samþykktir af hálfu stjórna bankanna  Má áætla að hlutur eigenda MP banka í sameinuðum banka verði um 60% Sameining Straums og MP banka » Áætla má að heildareignir sameinaðs banka nemi a.m.k. 72 milljörðum króna, skv. árs- uppgjöri Straums og hálfsárs- uppgjöri MP banka. » Áætla má að eigið fé verði um 7,5 milljarða króna. 20 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 Tökum að okkur trjáklippingar, trjáfellingar og stubbatætingu. Vandvirk og snögg þjónusta. Sími 571 2000 www.hreinirgardar.is Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á unblaðið sagði Friðþór Eydal að nú væri stefnt að því að sá rekstrar- aðili sem yrði fyrir valinu í útboði í apríl tæki við þjónustunni frá og með 1. september en Landsbankinn yrði með starfsemi í flugstöðinni fram að þeim tíma. Þegar framlenging samningsins var borin undir talsmenn Lands- bankans sögðu þeir að nýlega hefði beiðni um frekari framlengingu borist og nú væri verið að meta stöðuna í því ljósi. Það mun liggja fyrir í lok apríl hvaða fyrirtæki mun sinna banka- þjónustu í Leifsstöð þegar áður framlengdur samningur milli Landsbankans og Isavia um þjón- ustuna rennur sitt skeið á enda. Landsbankinn sagði í lok janúar upp þeim 13 starfsmönnum sem starfa í útibúi bankans í flugstöð- inni þegar ljóst var að framlengdur þjónustusamningur milli bankans og Isavia rynni út hinn 30. júní næstkomandi. Í samtali við Morg- Landsbankinn í Leifsstöð út ágúst  Niðurstaða útboðs liggur fyrir í apríl Morgunblaðið/Sigurgeir S. Bankastarfsemi Isavia vill halda Landsbankanum í Leifsstöð fram á haustið. ● Heildarafli íslenskra fiskiskipa var tæp 92 þúsund tonn í janúar 2015, sem er 47% aukning frá janúar 2014, að því er fram kemur á vef Hagstofu Ís- lands. Munar þar helst um tæp 27 þús- und tonn af loðnu. Á síðustu 12 mán- uðum hefur afli dregist saman um 13,4% miðað við sama tímabil ári fyrr. Heildarafli eykst um 47% vegna loðnu ● Kortavelta útlendinga hér á landi nam 7,9 milljörðum króna í síðasta mánuði. Jókst notkunin því um 29% milli ára. Greiningardeild Íslandsbanka bendir á að aukningin sé í samræmi við þær tölur sem Ferðamálaráð hefur gef- ið út varðandi aukinn straum ferða- manna til og frá landinu í janúar. Þeir voru 62.800 eða 35% fleiri en í janúar 2014. Kortavelta útlendinga stóreykst milli ára                                    ! " !"# !$ %$ "#% %" !# #%# "! &'()* (+(     ,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5 !" !" !" !!$  ""$ %!# !%% #"# %$%#  ! ! !"% !# %# "# % ! #"$ %$$ !"" Hagnaður af rekstri Lands- bréfa nam 188 milljónum á síð- asta ári sem er einni milljón meira en árið á undan. Arðsemi eigin fjár var 10,3%. Rekstr- artekjur voru rúmur 1,1 millj- arður króna í samanburði við 969 milljónir árið á undan. Eigið fé Landsbréfa í árslok var 1,8 millj- arðar króna og eiginfjárhlutfall 53,76%. Alls eru um 12 þúsund ein- staklingar og lögaðilar með fjármuni í sjóðum eða í eignastýringu hjá Landsbréfum og námu eignir í stýr- ingu um 111 milljörðum króna í árs- lok. Hagnaður 188 milljónir Helgi Þór Arason, framkvæmdastjóri.  Afkoma Lands- bréfa nær óbreytt ● Hlutabréf í Ný- herja hafa hækkað mikið á undan- förnum vikum. Nemur hækkunin frá síðustu mán- aðamótum rúmum 40% en mest munar um þá hækkun sem varð á bréfunum í kjöl- far birtingar árs- uppgjörs félagsins 29. janúar sem sýndi umskipti í rekstri samstæðunnar á síð- asta ári. Daginn eftir tilkynninguna brást markaðurinn við og hækkuðu bréf félagsins um 20%. Nýherji hefur hækkað mikið frá mánaðamótum Finnur Oddsson forstjóri STUTTAR FRÉTTIR ...

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.