Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 44
ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 48. DAGUR ÁRSINS 2015 VEÐUR » 8 www.mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 460 ÁSKRIFT 4995 HELGARÁSKRIFT 3120 PDF Á MBL.IS 4420 I-PAD ÁSKRIFT 4420 1. Húsið kostaði 16,8 1998 2. Anna Margrét og Árni selja … 3. Barði börnin sín og hótaði þeim 4. Synir Eyþórs og Dagmarar … »MEST LESIÐ Á mbl.is FÓLK Í FRÉTTUM  Þrír norskir leikstjórar, þeir Bent Hamer, Eskil Vogt og Unni Straume, verða gestir Stockfish – evrópskrar kvikmyndahátíðar í Reykjavík, sem hefst á fimmtudaginn í Bíó Paradís. Kvikmyndir þeirra hafa hlotið mikið lof og viðurkenningar, m.a. á kvik- myndahátíðinni Sundance og hátíð- unum í Cannes og Berlín. Kvikmynd Hamers, 1001, verður sýnd á hátíð- inni en hún er framlag Noregs til Ósk- arsverðlaunanna í ár. Vogt sýnir kvik- myndina Blind og Straume heimildar- myndina REMAKE.me. Hamer og Vogt verða viðstaddir setningu Stockfish og Straume viðstödd seinni hluta há- tíðarinnar. Á myndinni sést stilla úr Blind sem fjallar um Ingrid, rifhöfund sem missir sjónina og lokar sig af á heimili sínu. Fyrr en varir taka ímynd- unaraflið og óttinn völdin og skáld- skapurinn tekur að renna saman við raunveruleikann. Frekari upplýsingar um hátíðina má finna á stockfish- festival.is. Norskir leikstjórar gestir Stockfish  Súsanna Svavarsdóttir, Hallfríður Þóra Tryggvadóttir, Aldís Davíðs- dóttir og Hrefna Lind Lárusdóttir munu í kvöld kl. 20 fjalla um sérhæf- ingu sína á sviði leiklistar í Tjarnar- bíói og ber viðburðurinn yfirskriftina Sterkar konur í leiklist. Súsanna mun fjalla um starf gagnrýnandans og hvert hún telji hlut- verk hans vera og Hallfríður um póstdramatískt leikhús og þróun í sviðslistum. Frekari upp- lýsingar eru á tjarnar- bio.is. Sterkar konur í leik- list í Tjarnarbíói Á miðvikudag Sunnan og suðvestan 5-13 m/s. Skýjað með köfl- um á Norðausturlandi, annars skúrir og síðar él. Hiti 1 til 6 stig en um frostmark um kvöldið. Á fimmtudag Norðlæg átt, 8-15 m/s. SPÁ KL. 12.00 Í DAG Vaxandi suðaustanátt með snjókomu eða slyddu á Suður- og Vesturlandi 15-23 m/s og slydda en síðar rigning á Suður- og Vesturlandi. Hlýnandi veður í bili. VEÐUR Valsmenn náðu á ný tveggja stiga forskoti í Ol- ís-deild karla í gærkvöld með því að sigra FH, 31:28. Haukar settu strik í reikning ÍR-inga og kom- ust í fimmta sætið með sigri á Ásvöllum, 29:24. HK vann langþráðan sigur, eftir tíu tapleiki í röð, og eygir enn von um að halda sér í deildinni eftir að hafa lagt Fram að velli, 32:25. »2-3 Valur náði tveggja stiga forystu á ný Lið sem ná ekki að hafa lágmarks- hemil á Justin Shouse tapa næsta örugglega. Fjölni tókst það ekki gegn Stjörnunni í gærkvöld, Shouse lék lausum hala í Grafar- voginum og Stjarnan vann sannfærandi sigur í viður- eign liðanna, 94:82, í Dom- inos-deild karla í körfu- knattleik. Stjörnumenn vita líklega manna best að þetta var ekki þeirra besti leikur en alveg stórundar- legt hversu auðveld- ur sigurinn var. »2 Shouse lék lausum hala í Grafarvoginum Óhætt er að segja að samþykkt árs- þings KSÍ á tillögu um jöfnun ferða- kostnaðar marki tímamót í sögu knattspyrnunnar í landinu. Mikill ferðakostnaður hefur verið mörg- um liðum, sérstaklega af lands- byggðinni, þungur baggi en nú er komið vel á móts við lið á borð við Fjarðabyggð, BÍ/Bolungarvík, Ein- herja og Völsung. »4 Jöfnun ferðakostnaðar markar tímamót ÍÞRÓTTIR Skannaðu kóðann með símanum þínum og fylgstu með veðrinu á Steinþór Guðbjartsson steinthor@mbl.is Um næstu mánaðamót hefst ein- staklingsþjálfun í handknattleik fyr- ir 14 ára og eldri hjá Handknatt- leiksakademíu Íslands. Ágúst Jóhannsson, annar eigandi akademí- unnar, veit ekki til þess að þessi val- möguleiki hafi áður verið fyrir hendi í handbolta hérlendis með þessum hætti en hugmyndin er fyrst og fremst sótt til Danmerkur og Nor- egs. Ágúst segir að akademían hafi haldið 15 námskeið til þessa og fullt hafi verið á þeim öllum. Eftirspurn eftir einkaþjálfun hafi verið tölu- verð, meðal annars frá leikmönnum í meistaraflokki, og þau hafi ákveðið að koma til móts við metnaðarfulla krakka sem vilja ná lengra í íþrótt- inni. „Viðbrögðin hafa enda verið mjög góð, fín skráning bæði hjá strákum og stelpum,“ segir hann. Markviss uppbygging Námskeiðið felur meðal annars í sér fundi með þjálfara og átta tíma í sal í Víkinni, þar sem æfingarnar eru sérsniðnar fyrir viðkomandi leikmann. Á fyrsta fundi verður far- ið yfir það sem leikmaðurinn telur að þurfi að bæta og unnið verður út frá því. Ágúst leggur áherslu á tækni- og skotæfingar og fer yfir styrktaræfingar og fleira. Einn til þrír geta verið í hverjum tíma. „Við höfum gengið með þetta í maganum í nokkurn tíma,“ segir Ágúst. „Við vinnum hægt og rólega en mark- visst að uppbyggingunni.“ Hann leggur áherslu á að í einstaklings- þjálfun geti þjálfarinn einbeitt sér að einum leikmanni, sem fái þar af leiðandi eins mikið og mögulegt er út úr æfingunum. Það sé ekki ger- legt á hefðbundnum æfingum hjá fé- lagsliðum. Ágúst bendir á að brottfall sé töluvert í íþróttum og akademían hafi meðal annars verið stofnuð í þeim tilgangi að sporna við brottfalli stúlkna í handbolta. Námskeiðin til þessa hafi því að mestu verið fyrir stúlkur og gjarnan í tengslum við landsliðsverkefni. Þá hafi landsliðs- menn komið í heimsókn auk þess sem þátttakendur hafi fengið að hlusta á áhugaverð erindi í sam- bandi við íþróttina. Æfingarnar hafa verið á morgnana áður en skólarnir byrja og svo um helgar og verður fyrirkomulagið svipað í einstaklings- þjálfuninni. Þó verði tímasetning ákvörðuð í samráði við viðkomandi einstaklinga, því það sem henti ein- um þurfi ekki að henta öðrum. „Þetta verkefni er fyrir metn- aðarfulla leikmenn, sem vilja taka næsta skref og hafa tök á því,“ segir Ágúst. Aðstoða við næsta skref  Bjóða upp á einstaklingsþjálf- un í handbolta Morgunblaðið/Golli Þjálfarar Ágúst Þór Jóhannsson og Rakel Dögg Bragadóttir hafa lengi unnið saman í handboltanum. Ágúst Þór Jóhannsson, landsliðs- þjálfari kvenna í handknattleik og þjálfari karlaliðs Víkings, og Rakel Dögg Bragadóttir, fyrrverandi fyr- irliði landsliðsins, stofnuðu Hand- knattleiksakademíu Íslands í apríl 2012. Akademían skipuleggur handknattleiksnámskeið fyrir stelpur og stráka og býður upp á afreksþjálfun með það að mark- miði að bæta tækni og leikskilning og kynna afreksmannaþjálfun og afreksmanna-æfingaumhverfi fyrir leikmönnum. Einstaklingsþjálfun fyrir ung- linga er nýtt verkefni hjá Hand- knattleiksakademíunni og um páskana verður boðið upp á annað námskeið fyrir stráka og stelpur auk þess sem fyrirhugað er að bjóða upp á námskeið á lands- byggðinni í sumar. Öll námskeið eru auglýst á heimasíðunni (hai.is) og fésbókinni. Stefnan sett á landsbyggðina HANDKNATTLEIKSAKADEMÍA ÍSLANDS ÞRIGGJA ÁRA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.