Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Anna Lilja Þórisdóttir
annalilja@mbl.is
Nýlega voru auglýstar stöður skóla-
stjóra við fimm grunnskóla víðs veg-
ar um Reykjavíkurborg. Allir eru
skólastjórarnir að láta af störfum
vegna aldurs, en mikil endurnýjun
hefur verið meðal stjórnenda grunn-
skóla borgarinnar undanfarin ár.
Svona margar skólastjórastöður
auglýstar á sama tíma er einsdæmi.
Skólarnir sem um ræðir eru Selja-
skóli, Austurbæjarskóli, Breiðagerð-
isskóli, Vesturbæjarskóli og Rétt-
arholtsskóli.
„Þeir hætta allir af náttúrulegum
orsökum,“ segir Valgerður Janus-
dóttir, mannauðsstjóri skóla- og frí-
stundasviðs Reykjavíkur, og á þar
við að skólastjórarnir í viðkomandi
skólum séu að hætta vegna aldurs.
„Undanfarin ár hafa orðið talsverðar
breytingar í stjórnendastöðum í
skólunum í borginni en ég man ekki
eftir því að svona margar stöður hafi
verið auglýstar í einu.“
Jafnan talsverð ásókn
Samtals eru um 2.200 nemendur
og 300 starfsmenn í þessum fimm
skólum.
Menntunar- og hæfiskröfur eru
tilgreindar þær sömu í öllum fimm
atvinnuauglýsingunum. Þær eru
m.a. leyfi til að nota starfsheitið
grunnskólakennari, viðbótar-
menntun í stjórnun eða kennslu-
reynsla á grunnskólastigi. Þá eru
stjórnunarhæfileikar, færni í áætl-
anagerð og færni til að leiða fram-
sækna skólaþróun einnig á lista yfir
menntunar- og hæfniskröfur.
Valgerður segir að jafnan sé tals-
verð ásókn í störf skólastjóra og á
von á að sú verði einnig raunin nú.
Umsóknarfrestur er ýmist til 2. eða
9. mars og ráðið verður frá 1. ágúst.
Fimm skólar fá nýjan skólastjóra
Einsdæmi að svo margar stöður séu lausar á sama tíma 2.200 reykvískir
grunnskólanemar fá nýjan skólastjóra Hætta af „náttúrulegum ástæðum“
Morgunblaðið/Þorkell
Við Austurbæjarskóla Þangað
kemur nýr skólastjóri í haust.
Bjarni Bene-
diktsson fjár-
málaráðherra
segist vilja taka
til skoðunar
hvort ríkið eigi
skaðabótakröfu á
hendur slitabúi
Kaupþings vegna
láns sem Seðla-
bankinn veitti
bankanum um
sama leyti og brot sem stjórnendur
Kaupþings voru sakfelldir fyrir í Al
Thani-málinu voru framin.
Spurði um lánveitinguna
Guðmundur Steingrímsson, þing-
maður Bjartrar framtíðar, spurði
fjármálaráðherra í óundirbúnum
fyrirspurnartíma á Alþingi í gær út
í lánveitingu Seðlabankans til
Kaupþings í hruninu í tilefni af
dómi sem féll í Al Thani-málinu í
Hæstarétti í síðustu viku. Þar voru
fyrrverandi stjórnendur og eig-
endur Kaupþings dæmdir fyrir
markaðsmisnotkun og umboðssvik í
tengslum við kaup sjeiksins Al
Thanis á hlutabréfum bankans í að-
draganda hrunsins.
Ekki öll kurl komin til grafar
Sagði Guðmundur að ekki væru
öll kurl komin til grafar hvað varð-
aði lánveitingu Seðlabankans og
ýmislegt benti til þess að ekki hefði
verið farið að lögum og reglum.
Spurði hann hvort ekki væri ástæða
til að birta símtal Geirs Haarde, þá-
verandi forsætisráðherra, og Davíðs
Oddssonar, þáverandi seðlabanka-
stjóra, í aðdraganda lánveiting-
arinnar.
Bjarni sagðist sammála því að Al-
þingi ætti rétt á skýringum á lán-
veitingunni en sagði jafnframt að
hann teldi skýringar á því þegar
komnar fram.
Hann sagðist þó telja það áleitn-
ari spurningu í tilefni af sakfelling-
unum í Al Thani-málinu hvort ríkið
ætti mögulega skaðabótakröfu á
hendur slitabúi Kaupþings þar sem
brotin í málinu hefðu verið framin á
sama tíma og lánveiting Seðlabank-
ans átti sér stað.
„Ég held að við ættum að taka
það til skoðunar,“ sagði Bjarni.
Bjarni vill
kanna
bótakröfu
Bjarni
Benediktsson
Skoða rétt sinn
eftir Al Thani-dóm
Leiðindaveður gekk yfir landið í gær með élja-
gangi og hvassviðri. Þessir ferðamenn létu veðr-
ið þó ekki stoppa sig frá því að æða út í kuldann
og ná myndum af höfuðborginni í vetrarbúningi.
Eflaust vilja margir að snjó fari að leysa til að
vorið geti hafist, en einhver bið verður á því.
Loka þurfti vegum um Sandskeiði, Hellisheiði,
Þrengsli og Mosfellsheiði vegna veðurs í gær-
kvöldi, og samkvæmt upplýsingum frá Veð-
urstofu Íslands má áfram búast við erfiðum akst-
ursskilyrðum víða sunnan- og vestanlands í
kvöld. Þá verður hvassviðri og ofankoma víða.
Snjókoma og skafrenningur á höfuðborgarsvæðinu í gær
Morgunblaðið/RAX
Tóku myndir af borginni í vetrarbúningi
Aðalstofnandi Vísis
hf., Páll Hreinn Páls-
son útgerðarmaður í
Grindavík, lést á
Heilbrigðisstofnun
Suðurnesja í Kefla-
vík í gær, 82 ára að
aldri. Hann fæddist í
Reykjavík árið 1932
en fluttist nokkurra
vikna gamall til
Þingeyrar, þar sem
hann ólst upp með
foreldrum sínum og
þremur systkinum.
Foreldrar hans
voru þau Jóhanna
Daðey Gísladóttir og Páll Jónsson.
Páll átti bátana Fjölni og Hilmi og
fórst með Hilmi í Faxaflóa árið
1943. Jóhanna Daðey gerði Fjölni
áfram út til síldveiða og fiskflutn-
inga í stríðinu allt þar til hann sökk
eftir árekstur við enskt póstskip í
lok stríðsins, í mars 1945.
Páll H. Pálsson var ellefu ára
þegar hann fór fyrst á
sjóinn sem léttadrengur
á Fjölni. Þar á eftir
stundaði hann sjó-
mennsku á ýmsum bát-
um og togurum þar til
hann fór í Stýrimanna-
skólann og útskrifaðist
þaðan 1953. Það ár
keypti hann ásamt fleir-
um 100 tonna bát, Ágúst
Þórarinsson frá Stykkis-
hólmi. Fékk hann nafnið
Fjölnir ÍS 177 og var
gerður út á línuveiðar
frá Þingeyri.
Eftir Stýrimannaskól-
ann gerðist Páll stýrimaður og skip-
stjóri á ýmsum bátum og 1963
keypti hann mb. Farsæl og var með
hann á línu- og humarveiðum. Árið
1964 keypti hann, ásamt Krist-
mundi Finnbogasyni og Ásgeiri
Lúðvíkssyni, vélbátinn Vísi KE 70
og fiskverkunarhúsið Sævík í
Grindavík og flutti þangað með fjöl-
skyldu sína í nóvember 1965.
Félagið Vísir sf. var formlega
stofnað 1. desember 1965. Vísir er
eitt stærsta útgerðarfyrirtæki
landsins og gerir út fimm línuskip
auk þess sem fyrirtækið rekur öfl-
uga fiskvinnslu í Grindavík. Páll var
forstjóri félagsins til ársins 2000 og
stjórnarformaður til dauðadags.
Páll var sæmdur heiðursmerki
hinnar íslensku fálkaorðu 2001, fyr-
ir störf sín að sjávarútvegi og fisk-
vinnslu.
Á skólaárum sínum kynnist Páll
Margréti Sighvatsdóttur. Þau giftu
sig á sjómannadaginn árið 1955 og
hófu búskap í Keflavík, en bjuggu
síðan lengst af í Grindavík. Margrét
lést 3. febrúar 2012. Börn Páls og
Margrétar eru Margrét, Páll Jó-
hann, Pétur Hafsteinn, Kristín
Elísabet, Svanhvít Daðey og Sólný
Ingibjörg. Barnabörnin eru 24 og
langafabörnin 27. Sambýliskona
Páls síðustu æviárin var Soffía Stef-
ánsdóttir.
Andlát
Páll H. Pálsson útgerðarmaður
„Við erum búnir að taka eitt kast og fá
300 tonn. Það er eitthvað að koma
hérna upp og það er góðs viti,“ sagði
Bergur Einarsson, skipstjóri á Hof-
felli SU-80, sem var á veiðum við
Stokksnes skammt austan við Höfn í
Hornafirði um kvöldmatarleytið í
gær. Þar voru níu bátar á veiðum og
fleiri á leiðinni. Eftir því hefur verið
beðið að loðnan þéttist við suðaust-
urhorn landsins og fari svo vestur að
hrygningarstöðvum við Faxaflóa og
Breiðafjörð.
Arnþór Hjörleifsson á Lundey
NS-14, sem einnig var við Stokksnes,
sagðist hafa vitað af loðnunni á þess-
um slóðum undanfarna daga en ekki
hefði verið hægt að sannreyna það
fyrr vegna brælu. „Maður vonar að
vertíðin sé hafin fyrir alvöru núna,“
sagði Arnþór. Sigurgeir Brynjar
Kristgeirsson hjá Vinnslustöðinni í
Vestmannaeyjum hafði fengið fregnir
af loðnunni við Stokksnes. „Það er
gott að sjá loðnuna á sínum hefð-
bundnu slóðum. Nú eru einhverjir 30-
40 dagar eftir af vertíðinni og mikil-
vægt að ná því sem er eftir af kvót-
anum,“ segir Sigurgeir. Enn á eftir að
veiða um 300 þúsund tonn miðað við
útgefinn kvóta. vidar@mbl.is
Loðnan á hefð-
bundnari slóðum
Vona að vertíðin sé hafin fyrir alvöru
Morgunblaðið/Albert Kemp
Hoffell SU Níu skip voru á loðnu-
veiðum við Stokksnes í gærkvöldi.