Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 17
FRÉTTIR 17Innlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015
Aðalfundur Icelandair Group hf. verður haldinn miðvikudaginn 11. mars 2015
á Hilton Reykjavík Nordica og hefst klukkan 16:30.
Á DAGSKRÁ FUNDARINS VERÐA:
1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemi þess síðastliðið starfsár.
2. Staðfesting ársreiknings og tekin ákvörðun um hvernig fara skuli með hagnað
eða tap félagsins á reikningsárinu.
3. Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna.
4. Tillögur félagsstjórnar um starfskjarastefnu.
5. Kosning stjórnar félagsins.
6. Kosning endurskoðanda.
7. Tillaga um breytingar á samþykktum.
8. Heimild til kaupa á eigin hlutum skv. 55. gr. hlutafélagalaga.
9. Önnur mál löglega fram borin.
Réttur hluthafa til að fá mál sett á dagskrá hluthafafundar og kosning
Hver hluthafi á rétt á því að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann
gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar með það löngum fyrirvara
að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins sem lögð verður fram tveimur vikum
fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 16:30
miðvikudaginn 25. febrúar 2015. Nánari upplýsingar er að finna á heimasíðu
félagsins, www.icelandairgroup.is.
Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé. Eigin bréf félagins
njóta ekki atkvæðisréttar.
Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað.
Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn geta veitt öðrum skriflegt umboð
eða greitt atkvæði skriflega. Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn
þessara kosta er bent á að kynna sér hvernig þeir skuli bera sig að á heimasíðu
félagsins. Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim
skuli skilað til félagsins.
Aðrar upplýsingar
Öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins, tillögur að
samþykktabreytingum og allar aðrar tillögur, eru hluthöfum tiltæk á heimasíðu
félagsins frá og með 18. febrúar 2015, kl. 16:30.
Endanleg dagskrá verður birt á heimasíðu félagsins tveimur vikum fyrir fundinn,
25. febrúar 2015, kl. 16:30.
Hluthöfum er bent á að skv. 1. og 2. mgr. 63. gr. a. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega,
minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Skal framboðstilkynningum
skilað til stjórnar í síðasta lagi föstudaginn 6. mars 2015 kl. 16:30.
Tilkynnt verður um framkomin framboð eigi síðar en tveimur dögum fyrir aðalfundinn.
Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn er að finna á vefsíðu félagsins,
www.icelandairgroup.is.
Reykjavík, 12. febrúar 2015.
Stjórn Icelandair Group hf.
ÍS
L
E
N
S
K
A
S
IA
.I
S
IC
E
72
87
1
02
/1
5
AÐALFUNDUR
ICELANDAIR GROUP HF.
Agnes Bragadóttir
Ingileif Friðriksdóttir
Á fundi borgarstjórnar í dag verður
fjallað um fundargerðir borgarráðs
frá 5. og 12. febrúar, málefni Hlíðar-
enda og sam-
komulag um upp-
byggingu.
Hjálmar
Sveinsson, for-
maður umhverfis-
og skipulagsráðs
borgarinnar, segir
að hefð sé fyrir
slíkri umfjöllun
þegar mál hafi
verið afgreidd í
ágreiningi í borgarráði, eins og gerð-
ist þegar meirihluti borgarráðs sam-
þykkti áformin um uppbyggingu á
Hlíðarendareitnum.
„Þessar tvær fundargerðir borgar-
ráðs verða lagðar fram á borgar-
stjórnarfundinum á morgun út af
þessum ágreiningi. Ef borgarstjórn
leggur samþykki sitt við þetta, sem ég
á nú frekar von á, þá er í rauninni búið
að samþykkja samkomulagið sem var
gert við Valsmenn um framkvæmdir
á reitnum og áfangaskiptingu fram-
kvæmda,“ sagði Hjálmar í samtali við
Morgunblaðið í gær.
Lagning framkvæmdavegar
Hjálmar segir að fyrstu áfangar
framkvæmda lúti að lagningu fram-
kvæmdavegar og undirbúningi bygg-
inga á reitnum. Umsókn liggi fyrir hjá
umhverfis- og skipulagssviði frá
framkvæmdaaðilum um þetta til-
tekna framkvæmdaleyfi, sem hann
eigi von á að verði afgreitt í þessari
eða næstu viku, svo fremi sem allir
skilmálar séu uppfylltir.
Hjálmar segir að auk ofangreinds
verði sérstök skilamálabreyting lögð
fyrir borgarstjórn sem Valsmenn hafi
sótt um og tekur til breytts fyrir-
komulags á svölum og uppdeilingu á
húsahliðum. „Þessir breyttu skilmál-
ar hafa engin áhrif á byggingamagn,
hæð húsa eða umfang, en fara engu að
síður í sérstaka kynningu, vegna þess
að þetta er heitt mál, eins og alþjóð
veit,“ sagði Hjálmar.
Hann var spurður hvort fram-
kvæmdir á Hlíðarendareitnum
myndu hefjast áður en Rögnunefndin
svokallaða skilaði af sér niðurstöðum
sínum um innanlandsflugvöll og til-
lögum um framtíðarstaðsetningu
hans. Nefndin hefur frest til 1. júní til
að skila af sér.
„Já, það er alveg eins líklegt, en það
verður bara í höndum framkvæmda-
raðila að ákveða það þegar öllum
formsatriðum hefur verið fullnægt.
Þessi braut sem um ræðir var tekin út
af aðalskipulagi árið 2007, þannig að
hún er ekkert til umfjöllunar hjá
Rögnunefndinni. Brautin var tekin út
fyrir sviga strax árið 2007, eins og
margoft hefur komið fram, enda er
hún hvorki á aðalskipulagi né deili-
skipulagi,“ sagði Hjálmar.
Friðrik Pálsson, er annar for-
manna Hjartans í Vatnsmýri, skrifaði
grein í Morgunblaðið 12. febrúar sl.
Þar lagði hann til sátt og að skipulag-
inu á Hlíðarendasvæðinu yrði breytt
þannig að neyðarbrautin og bygging-
ar Valsmanna gætu átt þar samleið.
Hjálmar segir ekki koma til greina að
breyta skipulaginu, þar sem það hafi
þegar verið samþykkt. Neyðarbraut-
in hafi verið tekin út úr skipulaginu
þegar sjálfstæðismenn stýrðu borg-
inni árið 2007. „Þessu skipulagi verð-
ur ekki breytt,“ segir Hjálmar en vill
að öðru leyti ekki tjá sig um það sem
Friðrik skrifaði.
Hlíðarendi í borgarstjórn
Formaður umhverfis- og skipulagsráðs telur að Valsmenn hf. fái framkvæmdaleyfi í þessari eða
næstu viku Aftur í borgarstjórn eftir ágreining í afgreiðslu borgarráðs Skipulaginu ekki breytt
Hlíðarendi Valsmenn hf. eiga landsvæðið á Hlíðarenda, þar sem þeir hyggjast byggja upp 500 íbúða byggð og at-
vinnuhúsnæði. Líkur eru taldar á því að þeir fái leyfi til jarðvegsframkvæmda alveg á næstunni.
Hjálmar
Sveinsson
Hlíðarendi
» Valsmenn hf. keyptu Hlíðar-
endareitinn fyrir rúmum 10 ár-
um og greiddu fyrir hálfan
milljarð króna.
» Upphaflega voru plön um að
reisa 1.000 íbúðir á reitnum,
en nú eru áform um að byggja
um 500 íbúðir og eitthvert
magn atvinnuhúsnæðis.