Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 17.02.2015, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 17. FEBRÚAR 2015 ÁLÞAKRENNUR Viðhaldslitlar Þegar hús eru klædd með „viðhaldsfrírri“ klæðningu er nauðsynlegt að nota „viðhaldsfríar“ þakrennur Rennurnar frá Grövík Verk í Noregi eru gerðar úr 0.9 mm áli og tærast ekki, ryðga né brotna. Fyrsta rennan var framleidd árið 1956 og er enn í notkun. Litir til á lager: Svartar, hvítar, gráar, rauðbrúnar og ólitaðar. Seljum einnig varmaskiptasamstæður, loftræstistokka og tengistykki. Smiðjuvegi 4C Box 281 202 Kópavogur Sími 587 2202 Fax 587 2203 hagblikk@hagblikk.is www.hagblikk.is HAGBLIKK ehf. Guðm. Sv. Hermannsson gummi@mbl.is Sakborningar í Al Thani-málinu svonefnda kröfðust þess, bæði sameiginlega og hver í sínu lagi, að málinu yrði vísað frá dómi eða að hér- aðsdómur, sem kveðinn var upp í desember 2013, yrði ómerktur. Hæstiréttur hafnaði öll- um þessum kröfum í dómi, sem féll í síðustu viku. Í fyrsta lagi kröfðust sakborningarnir fjórir þess að málinu yrði vísað frá dómi á þeirri for- sendu að brotinn hefði verið á þeim réttur, sem þeim væri tryggður með stjórnarskrá Íslands og mannréttindasáttmála Evrópu, til að fá að- gang að gögnum undir rannsókn lögreglu á málinu og við meðferð þess fyrir dómi. Í annan stað vísuðu sakborningarnir til þess að lögregla hefði á fyrri hluta árs 2010 tekið upp símtöl einhverra þeirra og í þeim upptök- um hefðu m.a. verið samtöl, sem tveir þeirra áttu við verjendur sína. Á þennan hátt hefði verið skertur réttur sakborninganna til trún- aðar um samtöl sín við verjanda. Loks vísuðu sakborningarnir til þess að ákæruvaldið hefði lagt fram greinargerð rann- sakenda sem bæri þess skýr merki að lögregla hefði ekki gætt þeirrar hlutlægni við rannsókn málsins sem henni hefði borið samkvæmt stjórnarskrá. Í greinargerðinni væri að finna ítrekaðar og fyrirvaralausar fullyrðingar sem væru óhagfelldar ákærðu um flesta þætti máls- ins og yrði af því ráðið að meðan á rannsókn stæði hefði hugur rannsakenda verið fullmót- aður. Ekki gegn stjórnarskrá Um fyrstu málsástæðuna segir Hæstiréttur að fjórmenningarnir hafi krafðist þess í þing- haldi 27. apríl 2012 að sérstökum saksóknara yrði gert að afhenda þeim „eintak atburðar- skrár (log-skrár) um tengingar milli símtala, eða önnur þau gögn sem kunna að hafa orðið til við rannsókn málsins hjá embætti sérstaks saksóknara og hafa að geyma yfirlit yfir símtöl sem hlustuð voru á grundvelli úrskurða um hlustanir í málinu.“ Þá kröfðust þeir þess einn- ig, að þeim yrði „afhent afrit allra tölvupósta sem fóru um netföng þeirra og voru haldlögð af embætti sérstaks saksóknara við rannsókn málsins“. Þá kröfðust þeir þess í þinghaldi í Héraðs- dómi Reykjavíkur í mars 2013, að þeim yrði af- hent aðallega „yfirlit yfir öll gögn sem aflað hefur verið af lögreglu og ekki hafa verið lögð fram í málinu.“ Þessu synjaði héraðsdómur. Hæstiréttur segir að sakborningunum hafi staðið til boða að fá aðgang að þeim heildar- söfnum gagna, sem þeir kröfðust 27. apríl 2012 að fá afhent afrit af, til að kynna sér þau og velja úr þeim einstök gögn til að fá lögð fram við meðferð málsins fyrir dómi. Eins og málið liggi fyrir sé ekki ljóst í hverjum mæli ákærðu hafi nýtt sér þetta boð. Ákærðu hafi ekki verið neitað um fá aðgang að einhverjum tilteknum gögnum, heldur hafi verið hafnað kröfum þeirra um að fá afhent eintak af umfangsmiklu heildarsafni gagna, sem þeim stóð til boða að fá aðgang að hjá lögreglu, og um að lögregla leysti af hendi vinnu í þeirra þágu við skráar- gerð. „Ekki er unnt að líta svo á að niðurstöður um þessar kröfur hafi takmarkað þann rétt, sem ákærðu bar að njóta til aðgangs að gögnum eft- ir 1. mgr. 70. gr. stjórnarskrárinnar og 6. gr. mannréttindasáttmála Evrópu,“ segir Hæsti- réttur þegar hann hafnaði þessari málsástæðu. Engin áhrif á rannsókn Um aðra málsástæðu sakborninganna segir Hæstiréttur, að engin rök hafi verið færð fyrir því í málinu að upptökur, sem viðurkennt sé að hafi orðið til af símtölum við verjanda Hreiðars Más Sigurðssonar, fyrrverandi forstjóra Kaupþings, hafi í reynd haft áhrif á rannsókn málsins eða að raunhæf hætta geti hafa verið á því. Um þriðju ástæðuna segir að af greinargerð rannsakenda, sem gerð var við lok rannsóknar, verði ekki dregnar ályktanir um viðhorf rann- sakenda til sakarefnis meðan aðgerðir við hana stóðu yfir. Þessar röksemdir fyrir frávísun málsins séu því haldlausar. Ekki frávísun vegna eftirlýsingar Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnar- formaður Kaupþings, krafðist frávísunar máls- ins vegna þess að lögregla hefði staðið rang- lega að verki þegar hún leitaði eftir og fékk því framgengt að alþjóðalögreglan Interpol lýsti eftir honum í maí 2010 þegar hann var staddur í Bretlandi. Hæstiréttur hafnaði þessum rök- semdum. Magnús Guðmundsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings í Lúxemborg, krafðist frávísunar á þeirri forsendu að íslenska ríkið hefði ekki lög- sögu yfir honum þar sem hann var búsettur í Lúxemborg þegar þeir atburðir gerðust sem Al Thani-málið byggðist á. Sigurður og Ólafur Ólafsson, stjórnarformaður Samskipa, báru því sama við. Hæstiréttur taldi hins vegar að efnisskilyrðum almennra hegningarlaga fyrir lögsögu íslenska ríkisins yfir mönnunum væri fullnægt. Hæfur sem meðdómandi Sakborningarnir kröfðust þess allir til vara að dómur héraðsdóms yrði ómerktur. Þá kröfu byggðu þeir m.a. á því að draga hefði mátt í efa óhlutdrægni eins meðdómandans í Héraðs- dómi Reykjavíkur, Magnúsar Benediktssonar. Í ljós hefði komið að Magnús hefði átt í um- fangsmiklum lánsviðskiptum við Kaupþing banka og SPRON fyrir bankahrunið og tvö einkahlutafélög, sem hann var stjórnarmaður í, hafi verið tekin til gjaldþrotaskipta. Bentu sakborningarnir á að sakarefni Al Thani-málsins lyti að viðskiptum Kaupþings og meðal ákærðra væru fyrrverandi forstjóri bankans og stjórnarformaður auk forstjóra er- lends dótturfélags. Fall íslensku viðskipta- bankanna hefði haft gríðarleg áhrif á efnahags- líf hér landi, fjárhagsstöðu manna og rekstur margra fyrirtækja en stjórnendur bankanna virtust í huga margra eiga þar mesta sök. Hæstiréttur taldi þetta hins vegar ekki hald- bær rök fyrir ómerkingu dómsins og tengsl Magnúsar við tvö félög sem tekin hefðu verið til gjaldþrotaskipta, væru ekki þess eðlis að hann hefði ekki fullnægt almennum hæfisskil- yrðum laga til að taka sæti meðdómsmanns. Loks kröfðust sakborningarnir ómerkingar héraðsdóms á þeirri forsendu að draga mætti í efa trúverðugleika nafngreindra vitna sem komu fyrir dóminn. Hæstiréttur taldi hins veg- ar ekkert tilefni til að verða við kröfu sakborn- inganna af þessari ástæðu. Stiklað á stóru í Al Thani-málinu Árið 2005: Ólafur Ólafsson kynnist frændunum Sheikh Sultan Bin Jassim Al Thani og Mohammed Al Thani frá Katar. Júlí 2008: Sheikh Sultan Bin Jassim Al Thani kom til Íslands og sótti kynningar- fund um Kaupþing. 27.-28. ágúst 2008: Sigurður og Ólafur eru við skotveiðar á Englandi ásamt Sheikh Sultan Bin Jassim Al Thani og Mohammed Al Thani. Að sögn Ólafs fyrir dómi lýsti MohammedAl Thani hrifningu á Kaupþingi. September 2008: Samkomulag gert milli Kaupþings og Moham- meds Al Thani um þrenns konar viðskipti. Hreiðar Már bar fyrir dómi, að m.a. hefði verið samkomulag um að Al Thani myndi kaupa hlut í bankanum og bankinn myndi veita lán fyrir kaupverðinu í heild. 22. september 2008: Tilkynn- ing frá Kaupþingi var birt í Kauphöll Íslands ummorguninn um að félagið Q Iceland Finance ehf., dótturfélag Q Iceland Holding ehf. sem væri í eigu Mohammeds Al Thani hefði keypt 5,01% hlutabréfa í Kaupþingi fyrir sem næmi 690 krónum á hvern hlut í bankanum. 6. október 2008:Alþingi setur neyðarlög um víðtækar heimildir íslen- skra stjórnvalda um inngrip íslenskra stjórnvalda á fjármálamarkaði. Kaupþing fær 500 milljóna evra lán hjá Seðlabanka Íslands. Sumarið 2008: Hreiðar Már Sigurðsson, Sigurður og Ólafur áttu fund með forsætisráðherra Katar um að „olíusjóður Katar“ keypti 20% hlut í Kaupþingi. Fram kemur í dómi Hæstaréttar, að olíusjóðurinn lagði til, eftir áreiðanleikakönnun, að kaupverðið yrði 399 krónur á hvern hlut í bankanum. Ekki varð af þessum viðskiptum. 8. október 2008: Fjármálaeftirlitið yfirtekur Kaupþing. Haustið 2007: Sigurður Ein- arsson átti fund í Bandaríkj- unummeð fjármálaráðherra Katar sem lýsti áhuga á að Qatar National Bank eignaðist „verulegan hlut“ í Kaupþingi banka hf., en viðræður um það báru ekki árangur. 9. desember 2008: Bankastjóri Seðlabanka Íslands sendir ríkislögreglustjóra stutta sam- antekt um viðskipti Kaupþings og Al Thani. Ríkislögreglustjóri sendi samantektina samdægurs til Fjármálaeftirlitsins sem 13. mars 2009 sendi kæru til em- bættis sérstaks saksóknara. 6. maí 2010: Hreiðar Már og Magnús Guðmundsson handteknir eftir að hafa mætt til yfirheyrslu og í kjölfarið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. 11. maí 2010: Alþjóðalögreglan Interpol gaf út handtökuskipun á hendur Sigurði að ósk em- bættis sérstaks saksóknara. Sigurður kom til landsins í ágúst og var yfirheyrður en ekki handtekinn. 16. febrúar 2012: Sérstakur saksóknari gefur út ákæru í Al Thani-málinu á hendur fjórum mönnum fyrir markaðsmisnotkun og umboðssvik. 12. febrúar 2015: Dómur fellur í Hæstarétti. 12. desember 2013: Dómur fellur í Héraðsdómi Reykjavíkur. Öllum kröfum um frávísun og ómerk- ingu dóms í Al Thani-máli hafnað Morgunblaðið/Ómar Óskarsson Kaupþing Höfuðstöðvar Kaupþings við Borg- artún í Reykjavík. Bankinn féll haustið 2008. Hátt í fimm hundruð grunnskóla- kennarar í Reykjavík hafa skráð sig á ráðstefnu á Hilton Nordica 18. febrúar n.k, en yfirskrift hennar er að þessu sinni Til móts við framtíð- ina – um fagmennsku og virðingu kennarastarfsins. Ráðstefnan er stærsti fagvettvangur kennara í landinu og hefst hún klukkan 13. Aðalfyrirlesarar eru dr. Toby Salt, sérfræðingur hjá Ormiston Academies Trust í Bretlandi og fyrrverandi ráðgjafi skólayfirvalda um forystu og þróun, og dr. Anna Kristín Sigurðardóttir, dósent við Menntavísindasvið HÍ. Dr. Toby Salt kallar erindi sitt The Teaching Profession – Lead- ing the Future en yfirskrift erindis Önnu Kristínar er Þetta er á valdi kennarans; staðreynd eða goð- sögn? Síðari hluti ráðstefnunnar er tileinkaður umræðum um fag- mennsku og virðingu kennara- starfsins Ráðstefna um fagmennsku og virðingu kennara Dómur í Al Thani-málinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.