Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Ámorgun 19. febrúar gefur Íslandspóstur út fjórar frímerkjaraðir sem tileinkaðar eru íslenskri skartgripa- hönnun, tónlistarhátíðinni Iceland Airwaves og reiðhjólinu, en í ár eru 125 ár frá því að reiðhjól sáust fyrst á götum Reykjavíkur. Fjórða frímerkjaröðin eru ferðamannafrímerki sem sýna íslenskt landslag. Fyrstadagsumslög fást á helstu pósthúsum. Einnig er hægt að panta þau hjá Frímerkjasölunni. Sími: 580 1050. Netfang: stamps@stamps.is Heimasíða: www.stamps.is facebook.com/icelandicstamps Safnaðu litlum listaverkum Guðni Einarsson gudni@mbl.is Fjarfluga (dróni) kemur að góðum notum við rannsóknir á kelfandi jök- ulsporði Breiðamerkurjökuls. Hann er einn af stærri skriðjöklum Vatna- jökuls og kelfir í Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Í fréttabréfi Jöklarannsóknafélagsins segir að í Jökulsárlóni sé einstaklega auðvelt aðgengi að kelfandi jökulsporði, sem sé fágætt á heimsvísu. Jöklahópur Jarðvísindastofnunar mun nýta mæl- ingarnar við rannsóknir til að auka skilning á kelfingu og við þróun reiknilíkana sem lýsa henni. Alexander H. Jarosch, jöklafræð- ingur og fræðimaður við Jarðvísinda- stofnun Háskóla Íslands, fékk styrk úr Eggertssjóði til að kaupa flygildið. Það er að miklu leyti úr frauðplasti og hreyfillinn er knúinn rafmagni frá rafgeymi. Alexander setti í það staf- ræna Ricoh GR-myndavél með stórri myndflögu og fastri 21 mm linsu, staðsetningartæki og tölvu eða sjálf- stýringu (auto pilot) sem stýrir flyg- ildinu á milli fyrirfram ákveðinna GPS-punkta. Með því að fljúga alltaf sömu flugleiðina fæst góður saman- burður á breytingum sem verða á jöklinum á tilteknum tíma. Fljúga á mánaðarfresti „Við byrjuðum á þessu í fyrrasum- ar,“ sagði Alexander. Fyrsta mæling- in var gerð í september 2014 og var flogið fram í nóvember sl. Hugmynd- in er að fljúga á mánaðarfresti yfir jökulinn og skrá breytingar á honum með háskerpuljósmyndum. Flug hefst líklega aftur í lok mars eða apríl þegar birtan er aftur orðin nógu mik- il. Flygildið hefur 30-40 km flugdrægi í hverri ferð og getur verið allt að 40 mínútur á lofti. Það tekur 600-1.000 ljósmyndir í hverri flugferð. Hægt er að setja myndirnar saman í risastóra loftmynd í mjög góðri upplausn. Einnig er hægt að nota þær til að út- búa hæðarlíkan af jöklinum. Svo verð- ur hægt að bera saman loftmyndirnar í tímaröð til að sjá breytingarnar á jöklinum. Hugmyndin er sú að safna myndum af Breiðamerkurjökli og Jökulsárlóni til lengri tíma í þágu rannsóknarinnar. Hingað til hefur að- allega verið stuðst við gervitungla- myndir, en þær berast ekki jafn reglulega og hægt er að taka myndir með flygildinu. Flygildi notað við rannsókn á kelfingu Breiðamerkurjökuls Ljósmynd/Sverrir Guðmundsson Flugtak undirbúið Alexander Jarosch fer yfir búnaðinn áður en flygildið fer á loft til að mynda Breiðamerkurjökul.  Tekur 600-1.000 ljósmyndir í hverri ferð  Sjálfstýring á milli fastra punkta Námsmenn á Ís- landi sem eru lántakendur hjá Lánasjóði ís- lenskra náms- manna voru með rúmlega 1,3 milljónir kr. í árstekjur að meðaltali á sein- asta námsári. Tekjur námsmanna erlendis voru mun lægri eða um 813 þúsund að jafnaði á námsárinu 2013 til 2014. Þetta kemur fram í svari mennta- og menningar- málaráðherra við fyrirspurn Jó- hönnu Maríu Sigmundsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi. Sjá má af svarinu, þar sem sýnd er tekjudreifing lánþega með ein- falt frítekjumark, að alls voru 1.983 námsmenn hér á landi og erlendis með minna en 500 þúsund kr. í tekjur á árinu eða 21,9% allra lán- þeganna. Hátt í helmingur allra lánþega erlendis eða rúm 43% þeirra voru með minna en 500 þús- und kr. í tekjur. Einn með tæpar tíu millj. Tekjudreifingu námsmannanna er skipt niður á 50 þúsund kr. bil og kemur fram að 54 lánþegar voru með meira en fimm milljónir kr. í árstekjur og einn lánþegi var með heildartekjur á bilinu 9.650.000 til 9.700.000 kr. 1.983 lán- þegar undir 500 þús. kr tekjum Hegningarlagabrot í janúar voru 590 og fækkaði þeim um 11% sam- anborið við janúarmánuð síðustu þriggja ára. Þjófnaðartilkynn- ingum fækkaði um 18% og ofbeld- isbrotum um 9% miðað við sama tímabil. Þetta er meðal þess sem fram kemur í afbrotatölfræði lög- reglustjórans á höfuðborgarsvæð- inu fyrir janúarmánuð 2015. Í skýrslunni eru teknar saman upp- lýsingar um helstu afbrot sem hafa verið tilkynnt til lögreglu. Þá fækkaði afbrotum í 12 af 14 afbrotaflokkum ef tekið er mið af síðustu þremur mánuðum þar á undan. Mest fækkaði tilkynningum um ölvunarakstur en 36% færri ökumenn voru gripnir við ölvunar- akstur. Fleiri kynferðisbrot Innbrot í janúar voru 25% færri en meðaltalstölur síðustu þriggja ára þar á undan. Þau voru þó jafn- mörg og árið 2014. Þegar horft er til innbrota í heild þá fækkaði þeim um 16% en um 25% þegar eingöngu eru skoðaðar innbrotstölur á heim- ili ef miðað er við meðaltal síðustu þriggja mánaða þar á undan. Tilkynnt var um 12 kynferðisbrot í janúar og er það aukning ef tekið er mið af desember í fyrra þegar níu kynferðisbrot voru tilkynnt. Þeim fækkaði þó um sex ef miðað er við janúar árið 2014. vidar@mbl.is Blása 36% færri voru teknir við ölvunar- akstur í janúar en þrjá mánuði þar á undan. Afbrotum fækkaði í janúar þegar horft er til meðaltals Morgunblaðið/Júlíus Agnes Bragadóttir agnes@mbl.is Brynjar Níelsson, varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, kynnti nefndinni á fundi hennar í gærmorgun úttekt sína á ásökunum Víglundar Þorsteins- sonar, um stór- felld lögbrot í endurreisn stjórnvalda á bankakerfinu eft- ir hrun. Helstu niðurstöðu sína segir Brynjar vera þá, að það þurfi að endur- skoða alla laga- umgjörðina um fjármálafyrirtæki, en hann neitar því að stórfelld lögbrot hafi verið framin og hann hafnar þannig alvar- legustu ásökunum Víglundar. „Það þarf að skoða alla lagaum- gjörðina, ekki síst kaflann í lögum um fjármálafyrirtæki, sem snýr að slitabúum,“ sagði Brynjar í samtali við Morgunblaðið í gær. „Menn voru vitanlega í mikilli óvissu í þessum aðgerðum sínum eft- ir hrun. Það þarf að fara sérstaklega yfir þessar stærstu ákvarðanir sem teknar voru og hvort þær voru tekn- ar á málefnalegum og eðlilegum grundvelli,“ sagði Brynjar. Hann segist ekki taka undir það með Víglundi að beitt hafi verið blekkingum og svikum, til hagsbóta fyrir erlenda kröfuhafa. „Hins vegar má segja, að það sem er að- finnsluvert við það sem gert var, er að fyrir samningum sem gerðir voru við kröfuhafa Arion banka og Ís- landsbanka, þegar hlutur ríkisins í þeim bönkum var afhentur kröfuhöf- unum, var engin skýr lagaheimild. Hún var sótt eftir að samningarnir voru gerðir í desember 2009, sem menn hljóta að gera athugasemdir við. Menn áttuðu sig á því eftir á, að þeir yrðu að hafa heimild í lögum fyrir því að ráðstafa eignum ríkisins með þessum hætti og þeir bara sóttu hana,“ sagði Brynjar. Brynjar segir að nefndin hafi í fyrra falið honum að gera úttekt á ásökunum Víglundar og nú muni nefndin skoða málið áfram til þess að komast að niðurstöðu um það hvað nákvæmlega eigi að gera. Leggur til að lögin verði endurskoðuð Brynjar Níelsson Morgunblaðið/Ómar Alþingi Stjórnskipunar- og eftirlits- nefnd fjallar áfram um málið.  Tekur ekki undir ásakanir um blekkingar og svik Greint er frá rannsókn Alexanders Jarosch í fréttabréfi Jöklarann- sóknafélags Íslands. Þar segir m.a. að í nýjustu skýrslu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar sé framlag kelfandi jökla til hækk- unar sjávaryfirborðs ekki vel skil- greint. Kelfandi jöklar eru þeir sem ganga fram í sjó eða lón og ís sem brotnar af jökuljaðrinum bráðnar þar. Talið er að kelfing orsaki stóran hluta massataps bæði Grænlands og Suðurskautslandsins og að hlutur kelfingar muni fara vaxandi í framtíðinni. Talið að kelfing muni vaxa FRAMLAG KELFANDI JÖKLA TIL HÆKKUNAR SJÁVARBORÐS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.