Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 20
20 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Fyrir sléttum þrem- ur árum tókum við hjónin sem rótarý- félagar þátt í sam- félagsverkefnum í Ind- landi með aðstoð við stíflugerð og bólusetn- ingarherferð gegn löm- unarveiki (pólíó, mænuveiki, mænu- sótt). Með samstilltu átaki heilbrigðisyfir- valda í Indlandi með aðstoð frá Sam- einuðu þjóðunum (WHO, UNICEF) og félagasamtökum eins og Rótarý náðist sá árangur að í dag er sjú- dómurinn ekki lengur landlægur í Indlandi. Átak Rótarý hófst árið 1985 en þá veiktust um 350 þús. börn árlega en nú er fjöldinn um eitt þús- und börn. Veiran þrífst í görnum manna og smitast með saur sem kemst í snert- ingu við mat eða annað sem berst upp í munn. Veiran er af þremur af- brigðum og er nánst búið að útrýma hættulegusta afbrigðinu. Halda verður áfram að bólusetja gegn löm- unarveiki í a.m.k. 3 ár eftir að síð- ustu tilvikin hafa komið fram. Veiru- sýkingin er enn landlæg í þremur löndum, þ.e. Pakistan, Afganistan og Nígeríu en smitast til fjölmargra landa. (Sjá polioeradication.org/ Dataandmonitoring.) Árið 1977 tókst að útrýma bólusótt (e. small- pox) með bólusetningum en því mið- ur er fáfræði helsta skýring þess að ekki hefur enn tekist að klára verkið að útrýma lömunarveiki í heiminum. Í flestum tilvikum veikjast börn innan sex ára aldurs. Á Indlandi sáum við með eigin augum hvernig mæðurnar vildu bólusetja börnin sín en nokkrir fáfróðir feður og trúar- leiðtogar vildu koma í veg fyrir það. Ástandið er enn erfiðara í Pakistan, Afganistan og í norðurhluta Nígeríu þar sem ráðist er á þá sem vinna að bólusetningum og margir þeirra fórna lífi sínu til þess að aðrir megi lifa. Við Íslendingar teljum okkur upp- lýsta þjóð og getum fyllst réttlátri reiði yfir fáfræði og andstöðu þeirra sem vinna gegn því að það takist að útrýma þessum og öðrum hættu- legum sjúkdómum með bólusetn- ingum. En við skulum líka horfa okkur nær. Saga bólusetninga á Íslandi sann- ar gagnsemina en eftir því sem tíðni sjúkdóma sem bólusett er fyrir fer lækkandi hefur umræðan um öryggi bólusetninga farið vaxandi. Bóluefni og önnur lyf hafa alltaf einhverjar aukaverkanir en alvarlegar auka- verkanir bólusetninga eru fátíðar. Samkvæmt upplýsingum sótt- varnalæknis má gera ráð fyrir u.þ.b. einni slíkri af hverjum 500.000- 1.000.000 bólusettum. Hugsanlegur skaði af bólusetningu er því margfalt minni en sá skaði sem hlýst af sjúk- dómnum sem bólusetningin kemur í veg fyrir. Fullyrðingar um skaðsemi bólu- setninga verða æ algengari í hinum vestræna heimi. Þær eru oftast byggðar á óvísindalegri hjáfræði sem klædd er í búning vísinda. Horft er á stakar aukaverkanir, bæði raun- verulegar og ímyndaðar, en ekki heildarmyndina. Þátttaka í bólu- setningum þarf að vera vel yfir 90% til að verjast faröldrum. Bólusetningar hafa bjargað fleiri mannslífum en nokkur önnur heil- brigðismeðferð. Vegna almennrar þátttöku landsmanna í bólusetn- ingum hefur til þessa ekki verið talin þörf á að gera bólusetningu að skyldu. Það er samfélagsleg skylda okkar að vinna gegn fáfræði og hjá- fræði sem er ógn við heilbrigði. Eftir Rannveigu Gunnarsdóttur og Tryggva Pálsson » Það er samfélagsleg skylda okkar að vinna gegn fáfræði og hjáfræði sem er ógn við heilbrigði. Rannveig Gunnarsdóttir Höfundar eru rótarýfélagar. Tryggvi Pálsson Rotary International Lömunarveiki Bólusetning bjargar. Fáfræði og hjáfræði um bólusetningar Bragi V. Bergmann ritaði grein í Morg- unblaðið 9. febrúar sl. Ósæmileg skrif um ís- lenska knattspyrnu nefnist hún. Henni er beint að Jóni Rúnari Halldórssyni, for- manni knattspyrnu- deildar FH, og pistli hans til stuðnings- manna FH 12. janúar sl. og telur hann Jón fara fram með tilhæfulausar ásakanir á dómara í úrslitaleiks Íslandsmótsins í Kapla- krika 4. október sl. Jafnframt lofar hann hina íslensku knattspyrnu- dómara, og væntanlega sig þar á meðal, sem „vandaða og strang- heiðarlega einstaklinga“. Sú leikskýrsla, sem Bragi gerði og fjallar um í grein sinni, er hon- um sjálfum til vansæmdar, svo og þær fjórar ályktanir sem hann dregur af skýrslu sinni. Það sáu það allir, nema Bragi, að áhorfand- astúka gestanna trylltist eftir að lið þeirra varð manni færra í seinni hálfleik. Þaðan rigndi úr stúkunni dósum á vallarsvæðið, boltastrákur fékk dós í höfuðið, annar hráka í andlitið. Upptökur sanna þetta og þetta er einsdæmi í Kaplakrika. Það er hrein móðgun að bera svona ósannindi á borð fyrir FH-inga, sem aldrei hafa verið kenndir við skrílslæti. Ennfremur er einnig ósatt hjá Braga að leikmaður hafi veist að dómara í leikslok. Sú ályktun Braga, sem dómaranefnd hans not- aði til að dæma leik- manninn í þriggja leikja bann, lyktar af rasisma, og ekki í fyrsta sinn. Í þriðja sinn segir Bragi ósatt í skýrslu sinni, er hann segir áhorfanda hafa slegið aðstoð- ardómara í bakið. Myndband sann- ar að svo var ekki, enda hefur við- komandi stefnt Braga – KSÍ fyrir ósannindi. Hið eina sem eftir stend- ur er hið brotna flagg aðstoðar- dómara. Það þarf vandaðan og strang- heiðarlegan mann til að villast af götu sannleikans í þremur atriðum af fjórum. Það er líka athyglisvert að allir viðkomandi trúðu honum. Það alvarlegasta við niðurstöðu Braga er sú ályktun hans, sem honum finnst fyllilega eðlileg, að UEFA sekti fyrir þessi tilgreindu brot tugi milljóna króna, og leiki hugsanlega næsta leik fyrir luktum dyrum. Það hlýtur að vekja hroll hjá ís- lenskum liðum sem lenda í UEFA- keppni, að geta átt von á slíkum trakteringum – fyrir brotið prik! Það er einnig mjög alvarlegt ef ís- lensk knattspyrnufélög verða dæmd til refsingar fyrir vandalisma gestanna. Fyrir utan hina dæmalausu leik- skýrslu er rétt að minnast frammi- stöðu dómaranna fyrst Bragi lætur hennar ógetið. Í kjölfar dósaárás- anna framangreindu missti einn leikmaður gestanna stjórn á sér, hljóp á andstæðing og felldi hann flatan. Flestir venjulegir dómarar hefðu sýnt rautt spjald og hefur slíkt gerst af minna tilefni. Sami leikmaður gerði síðan árás á varn- armann, og felldi hann einnig, án þess að séð væri að hann hefði komið við boltann. En víti fékk hann í verðlaun. Rangstöðumarkið þekkir alþjóð en reyndar ekki það mark í fyrri leik liðanna þar sem Stjarnan jafnaði á marki sem eng- inn sá, né hefur séð, nema hinn sami fráneygði línuvörður. Bragi segir í grein sinni að hóf- semi sé dyggð. Það er vonandi að hann temji sér hana í komandi dómum sínum og greinaskrifum. Hófsemi er dyggð Eftir Ámunda H. Ólafsson Ámundi H. Ólafsson » Það er hrein móðgun að bera svona ósannindi á borð fyrir FH-inga. Höfundur er fyrrverandi flugstjóri á eftirlaunum. HÁR Dreifingaraðili Hús verslunarinnar, Kringlunni 7 – har@har.is – s. 568 8305 – Vertu vinur okkar á Þetta eru Sweetheart teygjurnar ætlaðar öllum elskulegum konum Invisibobble er einstök uppfinning! • Enginn höfuðverkur • Rífa ekki hárið • Engin för • Ekkert slit • Fast hald • Fyrir allar hárgerðir Skoðið hárgreiðslurnar gerðar með invisibobble á facebook Hár ehf Garðatorg 5 210 Gbæ - Kjörið fyrir veitingarekstur Húsið er tvílyft auk kjallara samtals 643fm og er í þjónustukjarna í miðbæ Garðabæjar. Meðfram norðvestur- og norðausturhliðum eru lokaðar göngugötur. Í miðju húsinu er rúmgott og bjart stigahús en þar er m.a. lyfta og sameiginleg snyrting. Jarðhæðin skiptist nú í afgreiðslusal, 11 vinnurými, snyrtingu og ræstiklefa. Þrátt fyrir núverandi skipulag gæti þessi eign einnig hentað fyrir veitingarekstur, þá er tekið tillit til þess að um jarðhæð er að ræða sem er vel staðsett í þjónustukjarna í miðbæ Garðabæjar. Efri hæðin skiptist í rúmgott móttökuherbergi, fundarherbergi, fimm skrifstofuherbergi, opið vinnurými, eldhús, ræstikompu, eldtrausta geymslu o.fl. Efri hæðin er að hluta til í leigu í dag. V. 149 m. 8587 Móttaka aðsendra greina Morgunblaðið er vettvangur lif- andi umræðu í landinu og birtir aðsendar greinar alla útgáfu- daga. Þeir sem vilja senda Morg- unblaðinu greinar eru vinsam- lega beðnir að nota inn- sendikerfi blaðsins. Kerfið er auðvelt í notkun og tryggir ör- yggi í samskiptum milli starfs- fólks Morgunblaðsins og höf- unda. Morgunblaðið birtir ekki greinar sem einnig eru sendar á aðra miðla. Kerfið er aðgengilegt undir Morgunblaðslógóinu efst í hægra horni forsíðu mbl.is. Þeg- ar smellt er á lógóið birtist felli- gluggi þar sem liðurinn „Senda inn grein“ er valinn. Í fyrsta skipti sem inn- sendikerfið er notað þarf not- andinn að nýskrá sig inn í kerfið. Ítarlegar leiðbeiningar fylgja hverju þrepi í skráningarferlinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.