Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 21
UMRÆÐAN 21 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Skeifan 3E-F · Sími 581-2333 · rafver@rafver.is · www.rafver.is K Ä R C H E R S Ö L U M E N N Gólfþvottavélar Háþrýstidælur fyrir heimilið Ryksugur Vatnsdælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur Sópar Háþrýstidælur Gufudælur Eftirfarandi spurn- ingu er beint til for- sætisráðherra, Sig- mundar Davíðs Gunnlaugssonar. Forsætisráðherra hefur ítrekað lagt áherslu á nauðsyn þess að hækka lægstu laun umfram önnur laun og talið heppilegast að laun hækki í krónutöl- um en ekki í prósentum. Krafa Flóabandalagsfélaganna um 35 þúsund króna hækkun á taxta og 33.000 þúsund króna hækkun á laun utan launatöflu fell- ur vel að framangreindum áherslum forsætisráðherra. Það kom því á óvart að forsætisráðherra skyldi hafna því á Viðskiptaþingi að þeir samningar sem ríkið hefur gert við tekjuhærri hópa þ.e. lækna og kennara, sem eru með miklu hærri laun en félagsmenn í félögum Flóa- bandalagsins, geti verið viðmið fyrir kröfugerð Flóabandalagsins. Því hljótum við að spyrja hvort það er mat forsætisráðherra að þessi launakrafa Flóabandalagsins sé úr hófi og hvaða launatölu hann hefur þá í huga fyrir lægst launaða fólkið. Á Viðskiptaþingi útskýrði for- sætisráðherra að kjarasamningar lækna hefðu snúist að mestu um hagræðingu, þ.e. breytingu á launa- uppbyggingu og vinnufyrirkomulagi og því hefðu þeir í raun ekki farið að neinu leyti út fyrir þá almennu niðurstöðu sem varð í síðustu kjara- samningum. Minnt er á að kröfur lækna gengu hins vegar út á að þeir fengju sömu laun og starfsfélagar þeirra á Norðurlönd- unum. Það er því eðli- legt að forsætisráð- herra útskýri hvort krafa lækna um sam- bærileg laun og á Norðurlöndunum hafi nást að hluta eða öllu leyti og hvort það var hagræðingin sem náð- ist með gerðum samn- ingum. Þá væri eðli- legt að fá mat ráðherra á því hvort það sé rangt að tekjur lækna hækki á bilinu 200 til 400 þúsundir króna í kjölfar samning- anna. Spurt er af þessu tilefni: Ef þær miklu hækkanir lækna sem blasa við, voru nær eingöngu byggðar á hagræðingu eins og fram kom hjá ráðherranum á Viðskiptaþingi og þær eru grundvöllur launabreyting- anna, hvað þá um aðrar hagræð- ingar? Er ekki einsýnt að þær hag- ræðingar sem framkvæmdar voru með útboðum á störfum ræst- ingafólks í ráðuneytum hefðu átt að skila sér í launahækkunum til ræst- ingafólks í stað þess að leiða til launalækkana sem voru afleiðingar útboðanna? Telur forsætisráðherra að hagræðing í störfum ræstinga- fólks lúti öðrum lögmálum en hag- ræðing á störfum lækna? Hvernig gat það gerst í ljósi áherslna for- sætisráðherra á hækkun lægstu launa að allra lægst launaða fólkið í ráðuneytunum var lækkað í launum með útboðum og hagræðingu? Notkun á meðaltalstölum varð- andi hækkanir opinbera starfs- manna sem sönnun þess að ríkið hafi ekki tekið upp nýja launastefnu stenst ekki skoðun. Það hefur bæði komið fram í máli launafólks og at- vinnurekanda að ríki og sveitarfélög hafi skipt um launastefnu í miðri á. Þegar horft er á BSRB- og ASÍ- hópana sem eru lægst launuðu hóp- arnir hjá ríkinu, liggur fyrir að þeir tóku sömu almennu hækkunum og starfsmenn á almenna vinnumark- aðnum. En með því að nota með- altöl þá er verið að fela að hluti op- inberra starfsmanna var að taka verulega meiri launahækkanir. Töl- ur segja ekki ósatt. Samningurinn til kennara innihélt 16% hækkun launa á fyrsta ári. Síðan greiða kennarar atkvæði um það hvort þeir vilji gera breytingar á vinnu- fyrirkomulagi sínu gegn 8% launa- hækkun. Hafni þeir þeim breyt- ingum þá halda þeir launa- hækkunum frá síðasta ári en samningurinn verður laus frá 1. mars 2016. Við sem stöndum að Flóafélög- unum höfum talið mikilvægt að stuðla hér að stöðugleika. En við sögðum það við gerð síðustu samn- inga að við ætluðum ekki að búa til stöðugleika fyrir aðra. Við ætluðum aldrei að leggja til allt efnið í kök- una sem öðrum stendur síðan til boða að snæða af hlaðborði að eigin vali. Opið bréf til forsætisráðherra Eftir Sigurð Bessason » Ljóst er að forsætis- ráðherra skipti sér ekki af kröfum lækna þegar þær voru til um- fjöllunar með þessum hætti. Sigurður Bessason Höfundur er formaður Eflingar – stéttarfélags. Stjórn Félags eldri borgara í Hafn- arfirði mótmælir harðlega nið- urskurði ríkisstjórnarinnar á fram- lagi til endurhæfingardeildar á Hrafnistu Reykjavík sem verður til þess að þessi mikilvæga deild verður lögð af. Þegar hefur fimm starfs- mönnum hennar verið sagt upp. Þessi deild hefur starfað í fimm ár og hefur verið mikilvæg stoð í því að eldri borgarar geti verið sem lengst á sínu heimili. Aldraðir í Hafnarfirði og víðar að af landinu hafa notið góðs af þessari starfsemi. Jón Kr. Óskarsson, fm. Félags eldri borgara í Hafnarfirði. Velvakandi Svarað í síma 569-1100 frá kl. 10-12 velvakandi@mbl.is Enn eru eldri borgarar látnir blæða Á göngu Hreyfing er öllum mikilvæg. BRIDS Umsjón Arnór G. Ragnarsson| brids@mbl.is Sveitarokk að hefjast á Suðurnesjum Það stendur til að hefja fjögurra kvölda sveitarokk nk. miðvikudag en það sem af er ári hefur verið spilaður tvímenningur. Sl. miðvikudag var eins kvölds tvímenningur sem end- aði með sigri Bjarka Dagssonar og Garðars Garðarssonar. Gamlir bragðarefir, Karl Einarsson og Arn- ór Ragnarsson, urðu í öðru sæti. Spilað er í félagsheimilinu á Mána- grund kl. 19 alla miðvikudaga. FEB í Reykjavík Fimmtudaginn 12. febrúar var spilaður tvímenningur á 12 borðum hjá bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík. Efstu pör í N/S: Bjarni Þórarinss. – Oddur Halldórsson 258 Guðm.Sigursteinss.– Guðlaugur Bessas. 252 Axel Lárusson – Hrólfur Guðmundss. 235 A/V: Friðgerður Benedikts.- Elín Guðmanns. 270 Margrét Gunnarsd. – Vigdís Hallgrímsd,257 Málmfr. Skúlad. – Anna L. Kjartansd. 239 Spilað er í Síðumúla 37. Gullsmárinn Spilað var á 12 borðum í Gull- smára fimmtudaginn 12. febrúar. Úrslit í N/S: Guðrún Hinriksd. - Haukur Hanness. 201 Guðlaugur Nielsen - Pétur Antonss. 187 Heiður Gestsd. - Ari Þórðarson 183 A/V: Sigurður Gíslason - Reynir Bjarnas. 204 Sigr. Benediktsd. - Sigurður Þórhallss. 201 Óskar Ólason - Kristján Þorkelss. 188

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.