Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 31
MENNING 31 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Að sjálfsögðu er bara einElla: „The first lady ofsong“, með ættarnafniðFitzgerald. Söngkonurnar sem lært hafa af henni eru fjölmarg- ar og ég efast um að margar þeirra standi Kristjönu Stefánsdóttur framar, þegar hún túlkar söngva uppáhaldssöngkonu sinnar. Hér á árum áður heyrði maður Kristjönu oft í „Elluhamnum“, en það gerist æ sjaldnar og söngkonan rær oftast á önnur mið og hefur meira að segja slegið í gegn sem afburðaleikari. Það er gott og blessað, en samt viljum við ekki missa okkar Ellu! Tónleikarnir í Norðurljósasal Hörpu sl. mánudagskvöld voru þrusugóðir og Kristjönu og Stór- sveitinni til sóma að ógleymdum sænska hljómsveitastjóranum, Daniel Nolgård, sem hefur einstaka tilfinningu fyrir stórsveitarsveiflu og skrifaði upp útsetningar Quincey Jones, er hann gerði fyrir Count Basie, stórsveit hans og Ellu, og voru gefnar út af Verve á plötunni: Ella And Basie árið 1963 og þá voru í sveitinni tveir Íslandsfarar, Joe Newman og Frank Foster. Áður en Kristjana steig á svið flutti Stórsveitin tvo Basieópusa sem hafa löngum verið á efnisskrá hennar, „Moten Swing“ og „Whirly Bird“. Þar voru í einleikshlutverkum Siggi Flosa og Jóel Páls og leystu verk sitt fagmannlega að vanda. Síð- an kom að plötunni. Lögin voru flutt í dálítið annarri röð en á henni og byrjað á „Dream A Little Dream of Me“, sem að vísu var spilað af lítilli hljómsveit á plötunni. Stórsveitin lék mjúkt og Óli Jóns blés fallega bak við þétta ballöðusveiflu Krist- jönu og Einar Jónsson kom síðan með básúnusóló. Þá kom upphafslag plötunnar, Fats Waller-ópusinn „Honeycukle Rose“. Þarna var keyrt á fullu í kraftmikilli sveiflu og Kristjana skattaði af lífs og sálar kröftum. Það gerði hún oftar á tón- leikunum og alltaf vel. Spann frá eig- in brjósti og skreytti með ýmsum „likkum“ frá Ellu – þarna var hún með stelpuröddina á stundum og seinna heyrðum við meira að segja Armstrong-stælingu eins og oft hjá Ellu og fyrstu djasssöngkonu okkar: Hallbjörgu Bjarnadóttur. Lögin sem Kristjana söng með stórsveitinni urðu 13. Lögin 12 af plötunni og svo lag sem birtist er platan kom á geisladiski – bopp- skotni ópusinn þeirra sir Charlie og Jacquets: „Robbins Nest“. Hann vildi Kristjana syngja! Hvað er svo eftirminnilegast? Ég held það sé samspil söngkonunnar og hljómsveitarinnar, sem aldrei brá skugga á og þar á Daniel Nolgård ekki síst þakkir skildar. Stjórnandi sem gjörþekkti viðfangsefnið og brást hvorki kunnátta né smekkur. Eiríkur Orri átti svo góða spretti með söngkonunni og ekki má gleyma sólóum Samma, Óla Jóns og Snorra í „Them There Eyes“ þar sem Kristjana skattaði glæsilega og hún og blásararnir hentu fjögra- takta spuna á milli sín. Kjartan fet- aði einstaka sinnum í fótspor Basie, en allir sólóar hans voru samt ekta Kjartan. Jói Hjörleifs er svo ómiss- andi í hryngaldri bigbandsins. Hér hefur verið tæpt á nokkru sem töfraði mest á þessum stór- skemmtilegu tónleikum og þó að sveiflan væri kannski ekki alveg eins djúp eða létt og hjá Basie og brass- bomburnar ekki eins skotfastar held ég fáar sveitir léku þetta eftir. Í það minnsta skemmti ég mér betur þarna en á „endursköpunarpró- grammi“ Wyntons Marshalis í fyrra. Morgunblaðið/Kristinn Söngdívan Tónleikarnir voru að sögn rýnis „þrusugóðir og Kristjönu og Stórsveitinni til sóma að ógleymdum sænska hljómsveitarstjóranum, Daniel Nolgård, sem hefur einstaka tilfinningu fyrir stórsveitarsveiflu …“ Hér eru Kristjana og stjórnandinn fremst á sviðinu með þétta blásarasveitina fyrir aftan sig. Er ekki bara ein Ella? Norðurljósasalur Hörpu Kristjana Stefánsdóttir og Stórsveit Reykjavíkur bbbbn Ívar Guðmundsson, Kjartan Hákonar- son, Snorri Sigurðarson, og Eiríkur Orri Ólafsson trompetar; Einar Jónsson, Stefán Ómar Jakobsson, Samúel Jón Samúelsson og David Bobroff básúnur; Sigurður Flosason, Björgvin Hjálmars- son, Jóel Pálsson, Ólafur Jónsson og Stefán S. Stefánsson saxófónar, Kjart- an Valdimarsson píanó, Eðvarð Lárus- son gítar, Gunnar Hrafnsson bassi og Jóhann Hjörleifsson trommur. Söngvari Kristjana Stefánsdóttir. Stjórnandi: Daniel Nolgård. 16. febrúar 2015. VERNHARÐUR LINNET TÓNLIST Sóló Sigurður Flosason blæs sóló í „Moten Swing“ og leysti „verk sitt fag- mannlega að vanda“. Gunar Hrafnsson á bassa og Eðvarð Lárusson á gítar. Tilkynnt var í gær að Sigurður Páls- son, rithöfundur og þýðandi, myndi fyrstur gegna starfi sem kennt er við ljóðskáldið Jónas Hallgrímsson við Hugvísindasvið Háskóla Íslands. Starfið er ætlað rithöfundum sem taka að sér að vinna með nemum í ritlist eitt eða tvö misseri í senn og tilgangurinn með stöðunni að heiðra minningu Jónasar og að efla ritlist- arnám við Háskóla Íslands, skv. til- kynningu. Sigurður hefur sent frá sér fjölda ljóðabóka, skáld- sagna og endur- minningabækur, leikrit og þýð- ingar og bók hans Ljóð námu völd var tilnefnd til bókmenntaverð- launa Norður- landaráðs árið 1993. Hann hlaut Íslensku bókmenntaverðlaunin árið 2007 fyrir Minnisbók og Grímuverð- launin ári síðar fyrir leikritið Utan gátta. Þá hafa Frakkar heiðrað hann fyrir þýðingar sínar, Reykvíkingar gert hann að borgarlistamanni og þýðingar á ljóðum birst á yfir 20 tungumálum. Sigurður hefur um árabil komið að kennslu í ritlist við Háskóla Íslands, einkum ljóðagerð og hefur verið vinsæll og virtur kennari sem er vel að því kominn að gegna þessu nýja starfi fyrstur manna, að því er segir í tilkynningu frá Hugvísindasviði HÍ. Sigurður Pálsson gegnir starfi sem kennt er við Jónas Hallgrímsson Sigurður Pálsson Billy Elliot (Stóra sviðið) Fös 6/3 kl. 19:00 frums. Fim 19/3 kl. 19:00 8.k. Sun 12/4 kl. 19:00 13.k Lau 7/3 kl. 19:00 2 k. Fös 20/3 kl. 19:00 aukas. Fim 16/4 kl. 19:00 14.k Sun 8/3 kl. 19:00 3.k. Sun 22/3 kl. 19:00 9.k Fös 17/4 kl. 19:00 15.k Þri 10/3 kl. 19:00 aukas. Fim 26/3 kl. 19:00 aukas. Sun 19/4 kl. 19:00 aukas. Mið 11/3 kl. 19:00 4.k. Fös 27/3 kl. 19:00 aukas. Mið 22/4 kl. 19:00 Fim 12/3 kl. 19:00 5.k. Sun 29/3 kl. 19:00 10.k Fim 23/4 kl. 19:00 Sun 15/3 kl. 19:00 6.k. Mið 8/4 kl. 19:00 11.k Fös 24/4 kl. 19:00 Þri 17/3 kl. 19:00 aukas. Fim 9/4 kl. 19:00 12.k Mið 18/3 kl. 19:00 7.k. Lau 11/4 kl. 19:00 aukas. Fjölskyldusýning í hæsta gæðaflokki Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 22/2 kl. 20:00 Síðasta sýning Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 21/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Sun 12/4 kl. 13:00 Sterkasta stelpa í heimi er mætt á Stóra sviðið Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 6/3 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/3 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 17:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Síðustu sýningar Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 28/2 kl. 20:00 Lau 21/3 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Fös 13/3 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 14/3 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Sun 22/2 kl. 20:00 Sun 1/3 kl. 20:00 Fim 19/2 kl. 20:00 Fim 26/2 kl. 20:00 Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Taugar - Íslenski dansflokkurinn (Nýja sviðið) Sun 22/2 kl. 20:00 4.k. Fim 26/2 kl. 20:00 5.k. Tvö nýstárleg og óhefðbundin dansverk Beint í æð! –★★★★ , S.J. F.bl. : –– Meira fyrir lesendur PÖNTUNARFRESTUR AUGLÝSINGA: fyrir kl. 16 mánudaginn 2. mars. SÉRBLAÐ NÁNARI UPPLÝSINGAR GEFUR: Katrín Theódórsdóttir Sími: 569 1105 kata@mbl.is Fermingarblað Morgunblaðsins kemur út föstudaginn 6. mars FERMINGAR Fermingarblaðið er eitt af vinsælustu sérblöðum Morgunblaðsins og verður blaðið í ár sérstaklega glæsilegt. Fjallað verður um allt sem tengist fermingunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.