Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 11
Söngvararnir í Plútó Þau gáfu ekkert eftir í söngnum og tóku vel á því. F.v.: Hildur Davíðsdóttir, Hreinn Hafliðason, Elín Helga Steingrímsdóttir, Sæunn Jóhannesdóttir, Áslaug Hrönn Reynisdóttir, Dagbjört Þórleifsdóttir, Rós María Benediktsdóttir (Didda), Ágústa Þorvaldsdóttir og Hildigunnur J. Sigurðardóttir. á vorhátíð Fjölmennt- ar og við höfum líka komið fram í tengslum við List án landa- mæra. Og svo höldum við alltaf tvenna tón- leika á hverju ári, á vorin og líka um jólin. Það var rosalega mikil aðsókn á tónleikana okkar um síðustu jól í Guðríðarkirkju, en þá var brjálað veður og illfært en samt fylltist kirkjan af fólki.“ Keyptu hunda í Danmörku Hljómsveitin hefur líka farið í tónleikaferðalög, til Akureyrar, á Selfoss og einu sinni út fyrir land- steinana, til Danmerkur. „Þannig kom nafnið Plútó til, af því við keypt- um okkur plútóhunda í Danmerkurferðinni.“ Það er greinilega nóg að gera hjá þessum hressu félögum og þegar þau eru spurð hvað sé svona frábært við að vera í Plútó eru þau sammála um að það sé fyrst og fremst góður félags- skapur. „Við erum búin að þekkjast svo lengi að við erum eiginlega orðin klúbbur sem kemur líka saman utan við hljómsveitarstarfið. Við förum stundum saman til að syngja í karókí í Glæsibæ. Það er aðalfjörið,“ segja þau og bæta við að það gefi þeim mikið að sjá hvað fólk er ánægt sem þau spila og syngja fyrir þegar þau koma fram. Hljóðfæraleikarar Ingibjörg á slagverk og Haraldur Viggó á trommur. Gleðin er við völd í Plútó Hildur, Hreinn, Elín, Sæunn og Áslaug skellihlæja þegar Rósa gantast við þau. DAGLEGT LÍF 11 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Náttúran og umgengni okkar mann- anna við hana er eitthvað sem stöð- ugt þarf að endurskoða, enda gengur ekki alltaf vel í þeim samskiptum og hallar þar nokkuð á okkur mennina sem eigum það til að taka ekki fullt tillit til hennar. Sumir vilja meina að samband manns og náttúru sé í upp- námi og að verkefnið framundan sé að koma á nýju jafnvægi, en þar koma bæði siðfræði og jógafræði sterklega við sögu. Einmitt þetta verður meðal annars tekið fyrir í kvöld á heimspekikaffi í Gerðubergi í Breiðholti þegar Gunnar Hersveinn rithöfundur ætlar að tengja saman nokkur lykilhugtök milli manns og náttúru, og Ásta Arnardóttir leið- sögukona og jógakennari ætlar að segja frá gönguferðum þar sem flétt- að er saman jóga og göngu um há- lendisvíðernin ásamt fræðslu um jógavísindin og hvernig þau endur- spegla dýpri lögmál náttúrunnar. Ásta skipuleggur Augnabliksferðir um miðhálendið, þar sem boðið er uppá jóga í fjallasal og tekur virkan þátt í að efla meðvitund um mikil- vægi þess að vernda lífríki jarðar. Hvernig má koma í veg fyrir að bið- lund, nægjusemi og virðing fyrir nátt- úrunni glatist í tæknisamfélaginu? Leitað verður að svari á heimspeki- kaffinu í kvöld sem hefst kl 20, en þar er ævinlega fjallað á mannamáli um mikilvæg efni og viska gesta er kölluð fram með skemmtilegum um- ræðum. Ókeypis og allir velkomnir. Heimspekikaffi með Gunnari Hersveini og Ástu Arnardóttur Ásta Hún vill efla meðvitund um mikilvægi þess að vernda lífríki jarðar. Að koma á nýju sambandi manns og náttúru NÝI TÖLVU- OG VIÐSKIPTASKÓLINN –VIÐURKENNDUR EINKASKÓLI Á FRAMHALDSSKÓLASTIGI KERFISSTJÓRABRAUT NÝR STARFSVETTVANGUR Á EINU ÁRI! Nám fyrir þá sem vilja hasla sér völl sem kerfisstjórar hjá fyrirtækjum og stofnunum. Nemendur öðlast víðtækan skilning á uppsetningu netkerfa, viðgerðum og bilana- greiningu á vélbúnaði og uppsetningu stýrikerfa. Námið samanstendur af 3 námskeiðum: - Tölvuviðgerðir - Win 7/8 & Netvork+ - MCSA Netstjórnun Gefinn er 10% afsláttur af öllum pakkanum. þrjú alþjóðleg próf innifalin: „Microsoft Certified Solutions Associate“ Guðni Thorarensen Kerfisstjóri hjá Isavía Helstu upplýsingar: Lengd: 371 stundir Verð: 583.000.- Morgunnám Hefst: 10. mars Lýkur: 24. nóvember Dagar: þri & fim: 8.30 - 12.30 fös: 13.00 - 17.00 Kvöld- og helgarnám Hefst: 28. janúar Lýkur: 23. nóvember Dagar: mán&mið: 18 - 22 lau: 8.30 - 12.30 „Ég hafði komið víða við í vinnu. Síðasta starfið fyrir námið hjá NTV var kokkastarf. Eftir Kerfisstjórabrautina fékk ég frábært starf hjá Isavía.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.