Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Óumdeilt erað „samn-ingar“ Þrí- eykisins, AGS, ESB og seðla- banka evrunnar, annars vegar og Grikklands hins vegar voru nauðungargjörð. Þannig vill fara þegar annar að- ilinn hefur enga stöðu en hinn allt á sinni hendi og beitir afli sínu til fulls. Sigurvegararnir í fyrri heimsstyrjöldinni þóttu hafa farið offari gegn þeim sigr- aða og til þeirrar harðneskju hafi að nokkru mátt rekja að seinni heimsstyrjöldin varð. Um það má deila. En engu að síður gættu menn sín betur við lok seinni heimsstyrjaldarinnar og afskrifuðu fáum árum síðar um helming af stríðsskuldum Þjóð- verja, svo þeir gætu styrkst og eflst og orðið virkur bandamað- ur gegn uppivöðslu Sovétríkj- anna. Til þessa vitna Grikkir óspart og nudda Þjóðverjum upp úr þessu nú og jafnframt meintri skuld þeirra við Grikkland og óblíðri meðferð nasista við her- setna þjóð. Sagt er að fundur Ráðherra- ráðs evruríkjanna hafi farið út um þúfur í fyrradag. Telja sumir stjórnmála- og fræðimenn það benda til þess að Grikkir hljóti fyrr en síðar að hverfa úr evr- unni, hinni sameiginlegu mynt, sem hefur reynst svo gölluð. Aðalleikari Grikkja á þessum fundi var Yanis Varoufakis fjár- málaráðherra. Hann er fyrrver- andi kennari í hagfræði og gerði leikjafræði að sérgrein sinni. Ráðherrann hefur gefið út bók um það efni. Hætt er við að bókin sú hafi tekið sölukipp upp á síðkastið, því bæði embættismenn í Brussel og þúsundir skriffinna um efna- hagsmál muni telji bókina skyldulesningu. Líklega stæði Varoufakis betur að vígi nú hefði hann látið vera að skrifa bók. Grikkir hata Þríeykið. Það er skiljanlegt að þeir vilji fremur kenna því um ófarir sínar en að líta í eigin barm. En gallinn er, að tillögur Þríeykisins um end- urbætur á grískri stjórnsýslu, fjármálakerfi, hagsýslugerð og skattaumhverfi ná ekki fram að ganga eftir stjórnarskiptin. Enginn getur þó neitað því, að slíkra umbóta var þörf. En sama á við víðar. Matteo Renzi, forsætisráðherra Ítalíu, hafði lofað að lagfæra ítalska kerfið. Ekki veitti af. Hann hafði samið um stuðning Berlusconis, fyrirrennara síns, við það verk- efni, sem var nokkurt afrek. Því er nú hampað að Renzi tókst að koma sínum manni, Sergio Mattarella, í forsetaembætti landsins í einni atrennu og þótti sýna með því vaxandi styrk. En ekki er allt sem sýnist. Renzi vildi viðra kunnáttu sína í klækjastjórnmálum og samdi við óvæntar fylkingar í þinginu um að gera Mattarella að forseta Ítalíu. En hann er eitur í beinum Berlusconis, sem hefur nú sagt upp stuðningi sín- um við umbótaáætlun forsætis- ráðherrans „vegna undirmála“ hans. Það getur reynst Renzi og ESB dýrkeypt í því gríska and- rúmslofti sem nú ríkir í álfunni. Forsetagambítur Renzis hittir hann sjálfan fyrir} Skoða þarf Grikkland og Ítalíu í samhengi Þau undur ogstórmerki gerðust á fundi um- hverfis- og skipu- lagsráðs borgar- innar í síðustu viku, að fulltrúar meirihlutans sam- þykktu að fjölga ætti bílastæð- um við fyrirhugaða stúd- entagarða í Brautarholti, en sú ákvörðun hefur vakið athygli að einungis ætti að gera ráð fyrir einum bíl á hverjar fimm íbúðir þar. Í fyrstu mátti ætla að meiri- hlutinn hefði loksins séð að sér en þegar nánar var að gáð sást að breytingin var ekki merki- legri en svo að í staðinn fyrir að tæpum 100 íbúðum myndu fylgja 18 bílastæði varð nið- urstaða meirihlutans sú að hafa 19 stæði fyrir rúmar 100 íbúðir. Ekkert tillit var sem sagt tekið til athugasemda vegna þess að bílastæði væru allt of fá. Fulltrúar minnihlutans sátu að vanda hjá en bókuðu að ekki hefði verið hlustað á íbúa í nágrenninu. En hverjum ætti það svo sem að koma á óvart? Vinnubrögð meiri- hlutans í skipulagsmálum hafa helst einkennst af því að taka ákvarðanir byggðar á þröngri hugmyndafræði. Svo þegar mótbárur hafa borist við þröng- sýninni hefur verið reynt að þagga niður í þeim, eða í mesta lagi boðið til „samráðsfundar“ nánast á vinnutíma á virkum dögum, til þess að hægt væri að segja að allar ákvarðanir hafi verið bornar undir íbúana. Þessir fundir hafa þó engin áhrif á framgöngu meirihlutans. Það er full ástæða til að hafa áhyggjur af þessari þróun í átt til sýndarlýðræðis í borginni. Þvert á það sem fulltrúar meiri- hlutans virðast trúa mun einka- bíllinn ekki hverfa við það að bílastæðunum fækki. Hér er því málum stefnt viljandi í óefni. Meirihlutinn anar áfram í nafni þétt- ingar byggðar} Samráðið mikla S íðastliðið haust kynnti innanrík- isráðuneytið drög að laga- frumvarpi um breytta hugtaka- notkun til umsagnar, en í því felst meðal annars að orðið fáviti verði fellt úr íslenskum lagatexta, en það er nú að- eins til á einum stað, í 222. gr. almennra hegn- ingarlaga. Í gagnagrunni Landsbókasafnsins, sem að- gengilegur er á vefsetrinu timarit.is, má finna texta 951 blaðs eða tímarits á 4.752.337 blað- síðum frá upphafi útgáfu til okkar daga. Þar kemur orðið fáviti fyrst fyrir á prenti 30. jan- úar 1908 í vikublaðinu Baldri. Á timarit.is má líka sjá að orðið fáviti náði mestum vinsældum á fyrsta áratug þessarar aldar en skarpt hefur dregið úr vinsældum þess á þessum áratug, enda hafa flestir áttað sig á að svo gildishlaðin orð eiga ekki heima á prenti, hvað þá þau séu notuð í opinberri umræðu, en kveikja þessarar hugleiðingar er einmitt sú að þekktur bloggari dró það óforvarandis fram í dagsljósið í vikunni. Ég dundaði mér við það að lesa rit íslenskra þjóðernis- sinna á vef Landsbókasafnsins fyrr í vetur og fann þar mikinn samhljóm með skoðunum margra þeirra sem virkastir eru í athugasemdum og á bloggi nú um stundir. Í Mjölni, blaði þjóðernissinnaðra stúdenta, sem kom út 1934 til 1938, rakst ég á grein sem snarað var úr dönsku tæknitímariti eftir danska „fræðimanninn“ Knud Asbjørn Wieth-Knudsen þar sem hann rökstuddi yfir- burði norræns kynstofns með „rannsóknum“ og flokkaði gáfnafar rækilega: Bráðgáfaða taldi hann hálft prósent dönsku þjóðarinnar, dável gáfaða 2%, vel gáf- aða 5%, sæmilega gáfaða 8%, nokkuð yfir meðallagi 15%, gáfur í meðallagi 39%, nokkuð undir meðallagi 15%, laklega gáfaða 8%, vit- granna 5%, heimska 2% og loks taldi hann nautheimska (fábjána o.s.frv.) hálft prósent þjóðarinnar. Víst voru unglingarnir sem gáfu Mjölni út kynþáttahatarar, töldu sig til hins hávaxna, ljóshærða og bláeygða hreinnorræna kyn- þáttar og litu niður á hina lágvöxnu, svart- hærðu og dökkeygðu. Þeir hötuðu líka gyð- inga, en lögðu mikla áherslu á kristilegt uppeldi, og mörg þeirra átrúnaðargoð, til að mynda Wieth-Knudsen, fyrirlitu konur. Með góðum vilja mætti kannski lýsa Mjölnisdrengj- unum sem velmeinandi kjánum, enda rjátlaðist af þeim ruglið flestum þegar þeir eltust. Þeir fullorðnu menn sem mótmælt hafa mannréttindum af sem mestum krafti hér á landi síðustu ár, og minna margir óneitanlega á áð- urnefnda Mjölnismenn, eiga þó skilinn öllu bragðmeiri merkimiða. Nú rekur þú eflaust augun í það, ljúfi les- andi, að samkvæmt töflu Wieth-Knudsens eru rúm 70% manna með meðalgreind eða meira, en þegar að því kem- ur að skipa á kvarðann þeim sem fávitavætt hafa um- ræðuna undanfarnar vikur er óljóst hvar þeir lenda. arnim@mbl.is Árni Matthíasson Pistill Hér fljótum vér eplin STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Kristján Jónsson kjon@mbl.is Er trúin að einhverju leytiástæðan fyrir hryðjuverk-um fólks úr röðum músl-íma? „Letilega svarið er að segja að þetta hafi ekkert með ísl- am og múslíma að gera og ekki ætti að ræða það frekar. Þetta er leti- hugsun og er rangt,“ segir menning- armálaráðherra Bretlands, Sajid Ja- vid sem er múslími af pakistönskum uppruna. Hann segir útilokað að horfa fram hjá því að hvort sem öðr- um múslímum líki það betur eða verr kalli hryðjuverkamennirnir sig músl- íma og hampi trúnni. Allir eigi að leggja sig fram í baráttunni við þá en samfélag múslíma beri sérstaka ábyrgð og eigi að gera meira til að kveða niður ofstæki. En hvað með tjáningarfrelsið, má nota það til að móðga trúrækna múslíma, ekkert síður en kristna menn? Ahmed Aboutaleb, er borg- arstjóri í Rotterdam, næst-stærstu borg Hollands. Hann er innflytjandi frá Marokkó og múslími. Aboutaleb vakti mikla athygli þegar hann sagði m.a. í sjónvarpsviðtali eftir morðárás- ina á ritstjórn Charlie Hebdo og verslun gyðinga í París í janúar að múslímar sem ekki gætu lagað sig að hollensku samfélagi og vestrænu tjáningarfrelsi ættu að fara úr landi. „Ef ykkur líkar ekki lífið hér vegna þess að einhverjir húmoristar sem þið eruð á móti gefa út blað verð ég að biðja ykkur um að drulla ykkur burt,“ sagði Aboutaleb. Hann sagði að ofstæki sumra múslíma og skortur á aðlögunarhæfni ætti þátt í að ein- angra samfélag þeirra í Hollandi, kæmi illa niður á öllum hinum. Fyrirbyggjandi aðgerðir Rétturinn til að móðga suma liðsmenn spámannsins með því að teikna af honum skopmyndir er um- deildur. En síðustu árin hafa deilur af þessu tagi orðið heiftarlegri en áður og orðið kveikjan að hryðjuverkum, nú síðast í Danmörku þar sem nánast var um einstaklingsframtak að ræða. Omar Abdel Hamid el-Hussein virð- ist ekki hafa haft umtalsverð tengsl við hryðjuverkasamtök en ákvað skyndilega að láta vopnin tala. Beita ekki orðum heldur morðum. Einn af þekktustu sérfræð- ingum heims í starfsemi hryðju- verkamanna, Svíinn Magnus Ran- storp, segir í grein sem hann ritaði í vikunni ásamt samstarfsmanni sínum, Peder Hyllengren, í Dagens Nyheter, að þeir hafi um margra ára skeið varað ráðamenn á Norðurlöndum við. Búast mætti við óvæntum árásum einfara á borð við el-Hussein og tryggja yrði að viðvörunarbjöllur samfélagsins væru virkar. Grípa þyrfti til margvíslegra fyrirbyggjandi aðgerða til að reyna að koma í veg fyrir að ofstækisöfl hefðu áhrif en einnig vinna markvisst að því koma í veg fyrir að árásirnar ýttu und- ir öfga á báða bóga. Margir Danir og einnig Frakkar fullyrða að árásirnar í París og Kaup- mannahöfn hræði þá ekki. Vestrænt frelsi og lýðræðisgildi muni enn verða höfð í hávegum. En Ranstorp og Hyl- lengren efast. „Í kjölfarið á þróuninni síðustu árin hefur vaxandi fjöldi gyðinga í Evr- ópu komist að þeirri niðurstöðu að Evrópa sé ekki lengur örugg og flutt til Ísraels,“ segja þeir. „Margir útgefendur hafa komist að svipaðri nið- urstöðu og beitt sjálfs- ritskoðun til að fá að vera í friði. Þetta er þróun sem hefði átt að valda miklum um- ræðum en hefur í allt of miklum mæli farið hljótt.“ Sjálfsritskoðun vegna hryðjuverka EPA Á verði Danskur lögreglumaður við veitingahúsið Púðurtunnuna þar sem Omar Abdel Hamid el-Hussein gerði árás á fólk sem ræddi tjáningarfrelsi. Helstu samtök múslíma í Dan- mörku fordæmdu árásina í Kaupmannahöfn um helgina en ekki öll. Róttæk samtök, Hizb ut-Tahrir, sem munu hafa um milljón félaga, einkum í Bretlandi, eru einnig virk í Danmörku. Þau eru þekkt fyr- ir að berjast ákaft gegn öllum vestrænum gildum og þá ekki síst tjáningarfrelsi og lýðræði. „Einhverjir munu krefjast að múslímar taki afstöðu [gegn hryðjuverkunum],“ sagði í yfirlýsingu samtak- anna. „Aðrir munu af meiri klókindum segja að ekki séu allir múslímar öfgafullir en þeir séu hluti af dönsku sam- félagi meðan þeir styðji ver- aldlegan þankagang og tjáningarfrelsi … Þvinga á múslíma til að gerast veraldlegir.“ Fordæma ekki morðin HIZB UT-TAHRIR Abu Ata Rashda, leiðtogi Hezb ut-Tahrir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.