Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 33
MENNING 33
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015
FA
S
TU
S
_H
_0
6
.0
1
.1
5
Verið velkomin í verslun okkar í Síðumúla 16, 2.h.
Sími 580 3900 • fastus@fastus.is • www.fastus.is • Opið mán - fös 8.30 - 17.00
Veit á vandaða lausn
RESOURCE aktiva
Sveskjusafi gegn hægðatregðu
Áhrifaríkur sveskjusafi sem virkar vel gegn hægðatregðu.
Spurðu um sveskjusafann í næsta apóteki.
15
SVESKJUR
Í FERNU
48
RAMMA
E.F.I -MBL
Spenna, hasar og ótrúlegar
tæknibrellur í frábærri ævintýra-
mynd með stórleikurunum Jeff
Bridges og Julianne Moore
2 VIKUR
Á TOPPNUM!
VINSÆLASTA MYNDIN Á
ÍSLANDI Í DAG
www.laugarasbio.isSími: 553-2075
SÝNINGARTÍMA MÁ NÁLGAST Á
LAUGARASBIO.IS OG MIDI.IS
- bara lúxus
Um Valentínusarhelginavar kvikmyndin FiftyShades of Grey tekin tilsýninga í kvikmynda-
húsum víðs vegar um heim. Myndin
er gerð eftir samnefndum bókum
eftir EL James um sadómasókískt
samband milli ungrar námskonu og
forríks viðskiptajöfurs og fólk
flykktist á hana vestan hafs um
helgina, konur í miklum meirihluta
af marka má fréttir. Þá hefur hún
aukið sölu á kynlífsleikföngum á Ís-
landi sem og erlendis. Hin óvænta
leikstýra myndarinnar er breska
myndlistarkonan og leikstjórinn
Sam Taylor-Johnson sem hefur
meðal annars fengið hin virtu Tur-
ner-verðlaun. Af hverju vill virt
myndlistarkona leggja nafn sitt við
(án þess að ég hafi lesið hana) bók
sem virðist vera einhverskonar
blaut útgáfa af Rauðu ástarsög-
unum?
Erótík og sadómasókismi er stór-
kostlegt kvikmyndaefni en hér er
ekkert plott sem kinkar einu sinni
lítillega kolli til Marquis de Sade,
Baudelaire eða Huysmans. Nei, 50
Shades of Grey er nefnilega dálítið
eins og kómísk unglingamynd fyrir
hlé. Fyrir þá sem ekki vita byrjaði
EL James feril sinn á því að skrifa
„fanfic“ eftir Twilight unglingabók-
unum. „Fan fiction“ eru sögur
spunnar upp úr bókaflokkum og
endurskrifaðar af aðdáendum þeirra
og Fifty Shades of Grey ku hafa
byrjað sem Twilight-saga. Þegar hin
músarlega Anastasia, leikin af Da-
kota Johnson, hittir fyrst hinn for-
ríka Grey, sem leikinn er af Jamie
Dornan, bítur hún í blýantinn sem
hann réttir henni, blýant sem er
áletraður með orðinu „Grey“. Snið-
ugt. Næst verður Anastasia drukkin
á bar með vinkonu sinni og Grey
kemur til bjargar þegar hún kastar
upp og missir meðvitund. Ljósku-
vinkonan endar í bólinu hjá bróður
Greys og allt fer þetta að minna á
einhvern þátt úr Dawson‘s Creek.
Anastasia lítur út eins og hún sé al-
veg að fara að bresta í grát í gegn-
um alla myndina á meðan Christian
Grey er bara ekkert sexý.
Klisjurnar halda áfram og sögu-
þráðurinn verður æ óraunverulegri:
milljarðamæringurinn Grey flýgur
um á þyrlu, hann á fataskáp með
endalausum gráum jakkafötum og
bindum, hann er með einkaþjón,
hann spilar Adagio eftir Bach á pí-
anó á nóttunni, hann kaupir handa
henni sportbíl og hann „sefur“ ekki
hjá konum. Í ljós kemur að smekkur
hans á kynlífi er ögn óvenjulegur:
hann talar endalaust um einhvern
samning sem verður að undirrita ef
þau Anastasia ákveða að eiga í sam-
bandi, samning sem felur í sér sam-
þykki á ýmiss konar sadómasók-
ískum athöfnum þar sem hann er
drottnari og hún undirgefin. Kyn-
lífið felst að mestu leyti í því að
binda hana með silkibindum, kitla
hana með páfuglafjöðrum, skella ís-
mola á geirvörturnar á henni eða
strjúka henni léttilega með písk í
forkunnarfögru rauðu leikherbergi
sem minnir á stillu úr David Lynch-
mynd.
Það er mikið um geirvörtur í
myndinni og nekt, sérstaklega hjá
Johnson en einu sinni glyttir í typpi
hjá leikaranum Jamie Dornan.
Mögulega var þetta einhver tilraun
til að myndin öðlaðist ögn evr-
ópskara yfirbragð. Engin sílíkon-
brjóst, engin rökuð skapahár. Tón-
listin í kvikmyndinni er skelfileg,
fyrir utan Bach auðvitað. Í hvert
skipti sem söguhetjurnar enda í
rúminu byrjar einhver svakaleg
kraftballaða eftir Beyoncé eða An-
nie Lennox.
Þrátt fyrir mörg gífurlega vand-
ræðaleg augnablik er myndatakan
góð og myndin er, sjónrænt séð, al-
veg ágæt. Það sem hrjáir hana helst
er hörmulegt handrit – en ég hef séð
margar verri myndir. Síðasta mynd-
in sem ég sá með Cameron Diaz
truflaði mitt femíniska hjarta meira
en þessi mynd. 50 Shades of Grey er
nefnilega ágætisafþreying. Hún er
bara gífurlega „mainstream“ banda-
rísk froða. Svo má geta þess að bók-
in er skrifuð af konu, kvikmyndinni
er leikstýrt af konu og handritið er
skrifað af konu. Ég veit hreinlega
ekki hvað ég á að halda um það.
Lynch-legt „Kynlífið felst að mestu leyti í því að binda hana með silkibindum, kitla hana með páfuglafjöðrum, skella
ísmola á geirvörturnar á henni eða strjúka henni léttilega með písk í forkunnarfögru rauðu leikherbergi sem minn-
ir á stillu úr David Lynch-mynd,“ segir m.a. í gagnrýni um kvikmyndina 50 Shades of Grey.
Froða, kynlíf
og klisjur
Laugarásbíó, Háskólabíó,
Smárabíó, Borgarbíó og
Sambíóin
50 Shades of Grey bbnnn
Leikstjóri: Sam Taylor-Johnsson.
Aðalleikarar: Dakota Johnson, Jamie
Dornan og Jennifer Ehle. Bandaríkin,
2015. 125 mín.
ANNA MARGRÉT
BJÖRNSSON
KVIKMYNDIR
Hinn langi og sívinsæli dægurslagari
Dons McLean, „American Pie“ frá
árinu 1971, hefur löngum vakið um-
ræður áhugamanna um textagerð og
tilvísanir. McLean hefur aldrei viljað
segja mikið um hvað hann fjalli í
þessu lagi, sem samtök útgefenda í
Bandaríkjunum völdu á sínum tíma
„dægurlag 20. aldar“ í Bandaríkj-
unum, annað en að með línunni „The
day that music died“ vísi hann í flug-
slysið þegar Buddy Holly, Ritchie
Valens og J. P. „The Big Bopper“
Richardson fórust árið 1959. Nú
kunna svör að fást því tilkynnt hefur
verið að frumgerð texta McLeans,
alls 16 síður með handskrifuðum at-
hugasemdum um innihaldið, verði
boðin upp hjá Christie’s í apríl. Að
sögn The Daily Telegraph er gert ráð
fyrir að allt að 200 milljónir króna fá-
ist fyrir skjölin. Þau myndu þá teljast
með verðmætustu handritum texta
sem þekkjast. Handrit Bobs Dylan að
„Like a Rolling Stone“ var selt í fyrra
fyrir um 250 milljónir og fyrir fimm
árum var texti John Lennon, „A Day
in the Life“, sleginn hæstbjóðanda
fyrir um 150 milljónir króna.
McLean er nú 69 ára gamall og
segir við fjölmiðla að það hafi verið
skyndihugdetta, sem reyndar gæti
orðið afar ábatasöm, að selja textann
með athugasemdunum um innihaldið.
Í textanum er vísað til margra frægra
manna, meðal annars James Dean,
Leníns og Marx. Þá er talað um fíflið,
„the jester“ og telja margir að þar sé
átt við Bob Dylan, auk þess sem vísað
sé til Bítlanna og fleiri.
Umslagið Plata Dons McLean með
American Pie sló í gegn árið 1971.
Textinn að American
Pie seldur hæstbjóðanda