Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 18.02.2015, Blaðsíða 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 18. FEBRÚAR 2015 Smiðjuvegi 68-72, Rvk Hjallahrauni 4, Hfj Fitjabraut 12, Njarðvík Eyrarvegi 33, Selfossi Barðinn, Skútuvogi 2 Við tökum að okkur: Peruskipti, rafgeymaþjónustu, bremsuviðgerðir, stýrisenda, spindilkúlur, kerti, kertaþræði, hjólalegur, fjöðrunarbúnað, viftureimar, hjólastillingar og margt fleira. LAGFÆRUM BÍLINN VIÐ www.solning.is Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Þú gerir rétt í því að undirbúa málin vandlega því þá getur þú óttalaus ýtt þeim úr vör og stýrt til sigurs. Láttu aðra ekki hafa áhrif á þig, því þín tilfinning er rétt. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér fallast hendur gagnvart þeim verk- efnum sem bíða þín. Reyndu að vera samningalipur, því að þú getur haft mikil áhrif um þessar mundir. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Það getur verið dýrkeypt að blanda sér í annarra mál að ástæðulausu. Reyndu að setja mál þitt fram með þeim hætti að enginn velkist í vafa um skoðanir þínar. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Áhugi þinn á verslun leiðir til þess að þú hittir alls kyns áhugavert fólk. Fólk er tilbúið að hjálpa þér. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Áhugi þinn beinist að peningum og fjármálum í dag. Hugsanlegt er að þú hellir þér í nám, lestur og skriftir. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Leggðu áherslu á það að vernda einkalíf þitt og haltu þig fyrir utan sviðs- ljósið. Að öðrum kosti mun daður líklega fá hjarta þitt til að slá hraðar. 23. sept. - 22. okt.  Vog Þú ert með óþarfa áhyggjur af fjár- hagnum, því hann er ekki eins slæmur og þú heldur. Haltu hlutleysi þínu fyrir alla muni. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Himintunglin halda áfram að hressa upp á félagslífið. Gott hjá þér. Vand- inn er að vera ekki of fljótur á sér heldur kanna hvert og eitt vandlega og velja svo það sem best er. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Þú ert ekki besti maðurinn til þess að tíunda kosti þína og lesti því sér- hver er blindur í eigin sök. Ekki láta kúga þig til þess sem þú vilt ekki. 22. des. - 19. janúar Steingeit Óvæntar hugmyndir þínar geta átt eftir að leiða til aukinna tekna. Ekki taka neitt sem sagt er persónulega og hugsaðu áður en þú talar. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Þú þarft að setja öðrum úrslita- kosti og það veldur þér hugarangri. Notaðu þetta tækifæri til að bæta sambandið við þá sem þér eru kærir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Vinsældir þínar í einkalífi og starfi eru miklar um þessar mundir og allir vilja hafa þig með. Reyndar eru þessir eiginleikar í eðli þínu, fólk tekur bara meira eftir þeim núna. Ámánudaginn sendi Sturla Frið-riksson mér þessa limru í til- efni dagins: Á bolludag sagði hún Solla, er sæg átti dætra og polla. Hóp ungra drengja, sem hún myndi flengja, og segja þá bolla og bolla. Í síðustu viku hafði Ólafur Stef- ánsson orð á því á Leirnum að sér hefðu borist í hendur nokkrir tug- ir ljósmynda, sem danskur maður tók hér á Reykjum árin 1948 og ’49 og gaf Þjóðminjasafninu árið 2010. Myndirnar eru góðar og vel merktar með nöfnum, aðallega gælunöfnum, og segja sína sögu eins og myndir gera einatt. Meira en þúsund orð segir klisjan. Í orða- stað þessa góða manns, Jens Christian Frandtsen, setti Ólafur saman þessar lipru og skemmti- legu vísur. Hann hugsar sér að stúlkurnar á myndunum séu enn eins í huga myndasmiðsins, ef hann er þá enn á lífi. Nöfnin sem koma fyrir í vísunum eru þau sömu og standa aftan á mynd- unum. Elli kerling kemur nær kann sig vel að byrsta. Æskumyndir ýtast fjær, Ása, Gógó, Dista. Finnst mér væri í fyrragær, er fékk ég þar að gista. Mörg var stúlkan mér þá kær, Maja, Ása, Dista. Ótal stunda yndisblæ enn í minni vista, er saman unnu á sveitabæ, Sigga, Gyða, Dista. Í rysjóttri tíð eins og núna kem- ur þessi limra Jóhanns Hann- essonar upp í hugann: Maður hlýtir að telja á því tormerki að tað tala á þorra um vormerki, þó svolítið hlýni nema helst þá í grín og með hugsuðu öfugu formerki. Vel fer á að rifja upp þessa limru eftir Hrólf Sveinsson: Eitt vor var hún Vigdís á þönum í veislu-snatti hjá Dönum; hver vömb var kýld með kryddaðri síld og Karlsberg í löngum bönum. Og gömul vísa í lokin: Æi jæja, oft ég hlæ í huga að vinnumannamyndunum og mínum hrífutindunum. Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Stúlkur á gömlum mynd- um og vormerki á þorra Í klípu TÍMINN STÓÐ Í STAÐ – SEM GERÐI HANN AÐ AUÐVELDU SKOTMARKI. eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „KJÚKLINGUR Í MORGUNMAT, KJÚKLINGUR Í HÁDEGISMAT, KJÚKLINGUR Í KVÖLDMAT. VIÐ HVERJU BJÓSTU?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar þú getur ekki hunsað þitt heimskulega hjarta. VERIÐ VELKOMIN Í „DJÚPA ÞANKA“ ÆTLI GEIMVERUR FÁI BÓLUR? GOTT KVÖLD FRÁ „DJÚPUM ÞÖNKUM“ ÞAÐ ER EINHVER VIÐ DYRNAR! ÁTTU VON Á EINHVERJUM? BRIDDS- KLÚBBURINN MINN ER Á LEIÐINNI... ERU EINHVERJAR STÓRAR KONUR Í HONUM? Víkverji er daglegur gestur á net-inu og finnst það ómissandi við upplýsingaöflun. Víkverji er þó ekki viss um að hann geti kallast net- verji. Hann sendir vissulega tölvu- póst, er skráður á Facebook og er með reikning hjá Twitter. Tölvu- póstinn notar hann grimmt, en er hins vegar ósköp atkvæðalítill á þessum félagsvefjum. Facebook lætur hann eiga sig svo dögum skiptir og fær jafnvel boð í tölvu- pósti um að hann hafi farið margs á mis í fjarveru sinni. Margir mán- uðir, ef ekki ár, eru liðin síðan Vík- verji rakti ferðir sínar eða hugsanir á Twitter. Sumir gætu jafnvel dreg- ið rafræna tilvist Víkverja í efa, en honum finnst hann þó ekki missa af miklu og hefur ýmislegt að stússa í raunheimum til að fylla upp í tóma- rúmið. x x x Víkverji gæti dásamað netið ílöngum ræðum, en það er líka óhuggulegt. Stutt er síðan hann fór á kynningu á hættunum, sem víða leynast fyrir unglinga. Þar var sagt frá ungri stúlku með viðkvæmt sjálfsálit, sem setti spurninguna „er ég sæt?“ á netið. Viðbrögðin voru með því ógeðfelldara, sem Víkverji hefur séð. Stúlkunni var fundið allt til foráttu og einn sómamaður sá sig knúinn til að skrifa „dreptu þig“. Það er eins og losni um allar hömlur þegar fólk fer af stað á netinu og það ausi sora og vilpu. Víkverja leið eins og hann væri að horfa ofan í rotþró þegar farið var í gegnum ummælin á kynningunni. x x x Víkverji velti líka fyrir sér hvaðtilveran hefði breyst frá því hann var að alast upp – fyrir tíma nets og farsíma. Vitaskuld voru það ekki tímar sakleysis og samfelldrar umhyggju. Þá heyrðust líka fúkyrði og uppnefni. Þau voru hins vegar ekki skráð um aldur og ævi þar sem hægt er að slá þeim upp hvenær sem er. Þau blöstu ekki við þús- undum manna, sem gátu haldið ein- eltinu áfram í kapphlaupi um að yf- irbjóða síðasta ræðumann í ósmekklegheitum. Það verður aldr- ei ítrekað of oft hversu óvarlegt það getur verið að hafa einkalíf sitt til sýnis á netinu. víkverji@mbl.is Víkverji Ég veit að lausnari minn lifir og hann mun síðastur ganga fram á foldu. (Jobsbók 19:25)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.