Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 4
* Formaður efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis segirað nefndin sé að kynna sér hvernig löggjöf um smá-lánafyrirtæki sé háttað í nágrannalöndum okkar.ÞjóðmálAGNES BRAGADÓTTIR agnes@mbl.is 4 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14.2. 2015 Hér má sjá þær tvær lagagreinar um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga, sem efna- hags- og viðskiptanefnd vill mögulega breyta með þeim hætti að Neytendastofu beri að hafa eftirlit með framkvæmd þeirra, þegar neytendur/ einstaklingar eiga í hlut, og auka þar með neytendavernd. „Um ógilda löggerninga. 31. gr. [Hafi nokkur maður notað sér bágindi annars manns, einfeldni hans, fákunnáttu eða léttúð eða það, að hann var hon- um háður, til þess að afla sér hagsmuna eða áskilja sér þá þannig að bersýnilegur mis- munur sé á hagsmunum þessum og endurgjaldi því er fyrir þá kom eða skyldi koma, eða hags- munir þessir skyldu veittir án endurgjalds, skal gerningur sá, er þannig er til kominn, ógildur gagnvart þeim aðila er á var hall- að með honum. Sama gildir þótt annar maður en sá, sem gerning- urinn var gerður við, eigi sök á misferli því sem getið er í 1. málsl. þessarar greinar, enda sé þeim, er haginn átti að hafa af gerningnum, það kunnugt eða megi vera það kunnugt.]1) 36. gr. [Samningi má víkja til hliðar í heild eða að hluta, eða breyta, ef það yrði talið ósann- gjarnt eða andstætt góðri við- skiptavenju að bera hann fyrir sig, [sbr. þó 36. gr. c].1) Hið sama á við um aðra löggerninga.Við mat skv. 1. mgr. skal líta til efnis samnings, stöðu samningsaðilja, atvika við samningsgerðina og atvika sem síðar komu til.“ geti ekki tekið fram fyrir hendur Neytendastofu. Í umfjöllun Eyrúnar Magn- úsdóttur um smálánafyrirtækin 1. febrúar sl. kom m.a. fram að smálánafyrirtækin voru í úrskurði áfrýjunarnefndar neytendamála sökuð um að hafa brotið gegn 26. grein laga nr. 33 um neytendalán með því að innheimta kostnað af lánum sem nemur 3.214% árlegr- ar hlutfallstölu kostnaðar, í stað 50%, sem er leyfilegt hámarks- hlutfall. Smálán og Kredia lýstu því yfir í kjölfar þess að fyrirtækin voru dagsektuð eftir úrskurðinn í nóv- ember sl. að þau hygðust láta á það reyna fyrir dómstólum, hvort ákvörðun Neytendastofu og áfrýj- unarnefndarinnar stæðist lög. Neytendalán ehf., sem eiga smálánafyrirtækin Hraðpeninga, Múla og 1909, lýstu á hinn bóg- inn því yfir hér á þessum vett- vangi fyrir viku „að sjálfsögðu munu Neytendalán ehf. fara að ákvörðun Neytendastofu“. Ásmundur Friðriksson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins, lagði starfsemi smálánafyrirtækja að jöfnu við glæpastarfsemi í ræðu á Alþingi hinn 4. febrúar sl. Fram kom í máli Frosta Sig- urjónssonar við það tæki- færi að skýrt væri í lög- um um neytendalán að kostnaður við lán mætti ekki nema meira en 50% af láninu að viðbættum stýrivöxtum Seðlabankans. Smálánafyr- irtækin hafi hins vegar komið sér Líkt og fram hefur komið íumfjöllun Eyrúnar Magn-úsdóttur hér á þessum vettvangi hefur áfrýjunarnefnd neytendamála staðfest að smá- lánafyrirtækin Hraðpeningar, Múla og 1909, sem eru í eigu Neytendalána ehf., hafi brotið lög um neytendalán með því að halda kostnaði sem þau rukka fyrir lánshæfismat (5.500 krónur) utan við hlut- fallstölu kostn- aðar, sem skylt er að veita lán- taka upplýsingar um þegar lán er tekið. Í nóvember í fyrra hafði áfrýj- unarnefndin fellt samskonar úr- skurð um smálánafyrirtækin Smálán og Kredia. Öllum fyrirtækjunum fimm var gert að greiða 250 þúsund króna stjórnvaldssektir og auk þess dag- sektir upp á 250 þúsund krónur dag hvern þar til þau breyta starfsháttum sínum. Efnahags- og viðskiptanefnd Al- þingis hefur fylgst með viðskipta- háttum smálánafyrirtækjanna í á annað ár. Nefndin hefur kallað á fundi sína þau yfirvöld, sem eiga að hafa eftirlit með því að lögum um neytendalán sé framfylgt, þ.e. fulltrúa frá Neytendastofu. Frosti Sigurjónsson, formaður nefndarinnar, sagði í samtali við Sunnudagsblað Morgunblaðsins að fulltrúar Neytendastofu hefðu sagt nefndinni frá því að ekki skorti lagaheimildir til þess að fylgja eftir lögum um neytenda- lán, en samt sem áður væri efna- hags- og viðskiptanefnd nú m.a. að láta skoða hvort nauðsynlegt væri að breyta lögum, til þess að setja fleiri varnagla í löggjöf, sem auki vernd lántaka. „Stjórnsýsla er náttúrlega bundin af stjórnsýslulögum, sem setur henni m.a. stífar reglur um meðalhóf, tímafresti til úrbóta og andmæla o.þ.h., gagnvart þeim sem sakaðir eru um brot. Við á Alþingi og í þessu tilviki efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis höfum af þessum sökum þurft að bíða átekta,“ sagði Frosti. Hann segir að það þýði ekki það að nefndin hafi ekki fylgst með smálánafyrirtækjunum og starfsemi þeirra, en nefndarmenn undan því með því að telja kostn- að, sem gæti numið þúsundum prósenta af lánsupphæðinni, val- kvæðan. Svo virtist sem þau ætl- uðu sér að láta reyna á lögmæti þess fyrir dómstólum enda hefðu þau ekki látið segjast þrátt fyrir að Neytendastofa hefði meðal annars beitt þau dagsektum. Benti Frosti á að lántakendur smálána væru oft óreyndir í fjár- málum, ættu við erfiðleika að stríða eða væru ánetjaðir áfengi eða fíkniefnum. Í samningalögum væri heimild til að ógilda samn- inga þar sem einfeldni, fákunn- átta eða bágindi lántakanda væru nýtt í ábataskyni. Eins mætti ógilda samninga sem væru andstæðir góðum viðskiptavenj- um. „Við munum sennilega bíða þess að dómstólar skeri úr um lögmæti úrskurðar Neytendastofu og áfrýjunarnefndar neytenda- mála. Þegar niðurstaða dómstóla liggur fyrir munum við ákveða næstu skref,“ segir Frosti en bætir við að samt sem áður sé efnahags- og viðskiptanefnd að skoða möguleika á því að breyta lögum um samningsgerð, umboð og ógilda löggerninga. Vilja að eftirlitsskylda Neytendastofu verði aukin „Í 31. grein þeirra laga kemur fram með skýrum hætti að ekki megi nota sér bágindi annars manns, einfeldni eða fákunnáttu í ábataskyni, sem er náttúrlega það sem smálánafyrirtækin eru að gera. Sé það raunin, kemur fram í 36. grein sömu laga, að þá megi rifta samningnum,“ segir Frosti, „en ágallinn við þetta er sá að Neytendastofa hefur ekki aðild að málum, á grundvelli samningalag- anna.“ Það hefur verið rætt í efna- hags- og viðskiptanefnd Alþingis að breyta lögum um samnings- gerð og ógilda löggerninga með þeim hætti að bætt verði inn í 31. og 36. greinar laganna ákvæði um Neytendastofu, þar sem henni verði falið að hafa eftirlit með ákvæðum sem lúta að neyt- endavernd. „Ég tel mikilvægt að Neyt- endastofa hafi eftirlit með samn- ingalögunum að þessu leyti, vegna þess að það myndi auka mjög ör- yggi þeirra sem komast í vanskil við smálánafyrirtækin. Þeir hafa ekki burði til þess að ráða sér lögfræðing. Ef hins vegar eft- irlitið með framkvæmd laganna væri í höndum Neytendastofu og á ábyrgð hennar, hvað varðar neytendaverndarákvæði laganna, þá myndi málsókn ekki kosta ein- staklinginn neitt, heldur væri Neytendastofa skyldug til þess að reka málið fyrir viðkomandi ein- stakling. Þetta held ég að gæti verið til mikilla bóta, því það er víða pottur brotinn hvað varðar neytendur á fjármálamarkaði. Við erum að kanna það hver afstaða Neytendastofu er til slíkrar laga- breytinga og hvort hún telji að það væri hald í slíkri lagabreyt- ingu fyrir sig,“ segir Frosti. „Ég hef sett í gang vinnu í nefndinni, að skoða hvað hefur verið gert í löggjöf um smá- lánafyrirtæki í nágrannalöndum okkar, sem eru með svipaða lög- gjöf og við. Við höfum jafnframt beint því til innanríkisráðuneyt- isins að það feli Neytendastofu að auka eftirlit sitt með smá- lánafyrirtækjum,“ segir Frosti. Verði samningalögum breytt, þannig að Neytendastofa fái það hlutverk að hafa eftirlit með framkvæmd 31. og 36. grein laganna eykst neytendavernd og fórnarlömb smálánafyrirtækja standa ekki jafn berskjölduð gagnvart lánardrottnum sínum og þau gera nú um stundir. Morgunblaðið/Ómar FÁI HLUTVERK Tryggvi Axels- son, forstjóri Neytendastofu. Vilja auka neytendaverndina SAGAN ENDALAUSA AF REKSTRI SMÁLÁNAFYR- IRTÆKJA HÉR Á LANDI ER EKKI Á ENDA. EFNA- HAGS- OG VIÐSKIPTA- NEFND ALÞINGIS SKOÐAR HVORT RÉTT SÉ AÐ BREYTA LÖGUM, NEYTENDUM TIL VERNDAR. Frosti Sigurjónsson
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.