Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 49

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 49
14.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 49 berast um tónleika og annað slíkt. „En þessu starfi, starfi tónlistarmannsins, fylgir enginn leiðbeiningabæklingur um hvernig starfið er og hvernig á að vinna það sem best,“ bætir hún við. Þau eru sammála um að tónlistin gangi út á að vinna með tilfinningar, bæði sínar eigin en einnig að taka á móti tilfinningum áheyr- enda. „Allir sem koma á tónleika borga fyrir að upplifa eitthvað. Það er bæði ævintýralegt ferli en líka erfitt því maður er alltaf að gefa eitthvað. Þetta er ákveðinn skiptidíll og hon- um getur fylgt að fólk losar um sínar eigin tilfinningar, bæði með því að það vill hrein- lega láta þig heyra í orði hvað hefur á daga þess drifið eða bara segir eitthvað án orða og maður bara finnur hvað það er. Í þessu sam- spili er líka mikilvægt að mætast án þess að vera búinn að ákveða fyrirfram hvernig allt eigi að vera og setja fólk á ákveðinn bás. Þetta virkar á báða bóga; áheyrendur njóta þess best ef þeir koma með opnum huga. Þetta má í raun heimfæra upp á allt – sam- skipti þjóða meira að segja. Að þreifa fyrir sér og eiga samspil, þá yrðu færri árekstrar,“ segir Helgi Hrafn. Talandi um tónleika þá til- kynnti Helgi Hrafn það í gær að þau Tina Dickow myndu halda tónleika á Seltjarn- arnesi í apríl og í október ætlar hann að flytja tónlist á Menningarhátíð Seltjarnarness sem hann mun semja sérstaklega fyrir það tilefni. Helgi segist ekki telja að hann geti breytt heiminum með tónlist sinni. „En tónlistin get- ur látið gott af sér leiða. Og ef maður getur snert við fólki og leyft því að upplifa eitthvað fallegt þá er bara það út af fyrir sig jákvætt.“ Helgi Hrafn segist sjálfur ekki vera með mikið keppnisskap, hann miði lífið ekki út frá samkeppni, þótt hann hafi metnað fyrir tón- listinni. „Fólk verður til dæmis oft hissa á því að mér sé sama þótt Tina sé í forgrunni á sviðinu eins og það hefur verið síðustu árin. Hvort mér svíði ekki að konan mín sé aðal- stjarnan? Það skiptir mig engu máli og í raun hef ég sjaldan notið mín betur en í þessu samstarfi.“ Helgi segir tónlist þeirra Tinu ólíka að því leyti að þótt þau spili bæði popp- músík sé hans tónlist kannski meira abstrakt. „Tina er mjög blátt áfram og lögin hennar koma sér oftast beint að efninu meðan ég kannski syng eitthvað óræðara með stærri pensilstrokum.“ Búa til nýja rödd saman Helgi Hrafn og Tina giftu sig síðasta sumar. Þótt Tina sé dönsk og eigi sinn stærsta aðdá- endahóp þar og í Þýskalandi segir hún að þótt það sé ekki praktískasta lausnin hafi það einhvern veginn aldrei verið spurning um hvar hún vildi eiga sitt fasta heimili eftir að hún var búin að kynnast Íslandi. „Ég vissi það einhvern veginn strax og við þurftum ekki einu sinni að taka þá umræðu formlega hvar við ætluðum að búa. Hér fann ég einhvern frið og leið betur í eigin skinni en mér hafði liðið í mörg ár. Það voru fylgifiskar þess að vera frægur í Danmörku sem mér fannst erfitt að búa við. Ísland hefur haft mikil áhrif á mig sem manneskju og einnig í starfi. Mér finnst ég vera afkastameiri hér, það er meiri friður. Og það er eitthvað hér í náttúrunni sem hefur sett allt í samhengi fyr- ir mér, það er hærra til himins og meira rými fyrir hugsanir. Kannski er það af því að hér eru fá tré, augun rata auðveldlega hátt til himins því ekkert skyggir á og maður fylgist ekki með trjánum fella laufin – það sem þú sérð, það verður hér áfram þótt það sé stutt í dramatíkina undir yfirborðinu. Ísland hefur sett þetta tilviljanakennda í lífi mínu í sam- hengi við það sem er stærra.“ Hvaða verk er Helgi Hrafn ánægðastur með? „Það er svolítið erfitt að velja, manni þykir vænt um allt, en ég er til dæmis mjög ánægð- ur með samstarf okkar Tinu á síðustu plötu hennar, Whispers. Það small eitthvað þar.“ Tina tekur undir og segir að tónlist hennar hafi breyst eftir að hún hóf að vinna með Helga. „Hún er orðin aðeins karlmennsku- blandin. Mér finnst ég raunar aldrei hafa unnið jafngott efni. Þetta kom allt eitthvað svo eðlilega í vinnunni líka, án mikillar áreynslu.“ Hafið þið lært margt hvort af öðru? „Af Tinu hef ég meðal annars lært að skipuleggja mig, við erum mjög ólík og ég get verið eins og kólibrífugl sem flýgur frá einu blómi til annars, alltaf með hugann út um allt. Ef ég væri rithöfundur væri bókin mín á alls kyns blaðsíðum út um alla íbúð!“ segir Helgi. „Ef ég tala fyrir sjálfa mig þá var ég svo- lítið búin að fá nóg af eigin tónlist þegar ég hitti Helga. Ég hafði verið á löngum tón- leikaferðalögum og var búin að spila sömu lögin á hverju kvöldi þegar ég kynntist Helga og það bara gerðist eitthvað nýtt í tónlistinni skyndilega. Litlu sögurnar mínar, ég gat sett þær í stærra samhengi – ég fann að þær voru eins og vængur á einhverju stærra. Það hófst annað tímabil þarna í minni tónlistarsköpun og þetta varð þar að auki einnig nýtt tímabil fyrir gömlu lögin mín,“ segir Tina en þau Helgi Hrafn vinna mikið saman með raddir sínar. „Það hefur orðið til alveg ný rödd, fallegri og dýpri en ég þekki,“ bætir Tina við. En hvað varð til þess að Tina fann strax að Helgi Hrafn hentaði hennar tónlist? „Hann kom þarna inn með eitthvað sem var ólíkt öllu sem ég hafði áður heyrt og ég fann strax að ég vildi fá hann til að túra með mér. Það var eitthvað alveg hreint og tært við röddina hans. Þar að auki er tjáning hans svo hrein og laus við fals. Hann er ekki með stórt egó sem þvælist fyrir honum og allt öðruvísi en flestir þeir karlkyns tónlistarmenn sem ég hef kynnst í gegnum tíðina og ég hef lengi verið í þessum bransa. Hann er ekki í tónlistinni á þeim forsendum að spila á raf- magnsgítar og lokka til sín stelpur!“ Helgi Hrafn hlær og segir Tinu að vera ekki of vissa um það. „En ætli við komum þá ekki aftur að því að það er að stórum hluta mínu tónlistarlega uppeldi að þakka að svo- leiðis tilburðir þvælast ekki fyrir manni. Ann- ars held ég að fólk vilji innst inni leyfa sér að vera viðkvæmt en manni er talið trú um að maður megi ekki vera það. Við megum ekki gera mistök eða vera varnarlaus um leið og það væri bara miklu betra að gera bara mis- tökin, klára þau og læra af þeim.“ Morgunblaðið/Kristinn Tónlistarmennirnir og hjónin Helgi Hrafn Jónsson og Tina Dickow geta aðeins búið á Íslandi þrjá mánuði á ári þrátt fyrir að á Íslandi sé þeirra fasta heimili. Þau ferðast með tvö ung börn sín milli tónleikastaða en þau hafa haldið mörghundruð tónleika um allan heim síðustu árin en Tina er ein þekktasta söngkona Danmerkur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.