Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 25
14.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 25 EIN TAFLA Á DAG SYKURLAUSAR ÍSLENSK FRAMLEIÐSLA FÆST Í APÓTEKUM KEMUR HEILSUNNI Í LAG með bíl og nota heldur leigubíl þegar maður þarf á honum að halda endrum og sinnum.“ Sigrún Helga var ein þeirra sem héldu erindi um áhrif borg- arumhverfis á hamingju á fundi á vegum Reykjavíkurborgar sem haldinn var á Kjarvalsstöðum í vikunni. Í erindi hennar kom fram að ferðamáti og vegalengdir hafa bein áhrif á hamingju og heilsu. Helstu punktarnir í er- indinu eru teknir saman hér til hliðar. Líklegri til að skilja Sérstaklega áhugverður er punkt- urinn um að fólk sem er lengur en 45 mínútur á leið til vinnu sé 40% líklegra til að skilja. „Það er kona sem er landfræðingur í Umeå sem gerði þessa rannsókn en hún byggist á sænskum göng- um. Þetta þýðir að þú ert farinn að eyða minni tíma í samvistir með fjölskyldunni. Annar makinn er þá yfirleitt nær heimilinu og það veldur ójafnvægi í hjónaband- inu,“ segir hún enda ekkert hægt að skjótast í skólann eða leikskól- ann ef eitthvað kemur upp á þegar vinnustaðurinn er svona langt frá. „Aðilinn sem er nær er oft launalægri og tekur á sig meiri málamiðlanir og það er oft- ast konan. Þetta eykur líka kynjamisrétti,“ segir hún. „Við erum ekki komin í þennan veruleika en oft í stórum borgum í útlöndum er ferðatíminn mjög langur. Það eru kannski ekki margir í þeirri stöðu hér en þetta er líka spurningin um hvaða stefnu við ætlum að taka. Ætlum við að halda áfram að þenja út borgina og lengja ferða- tímann eða reyna að þétta inn á við og gera fólki kleift að komast milli staða með öðrum leiðum? Með nýja aðalskipulagi Reykjavík- urborgar er vendipunktur og ver- ið að fara að byggja meira inn á við. Fólki finnst það oft vera mótsögn að byggja þar sem traf- fíkin sé mest og að hún hljóti þá að verða enn verri,“ segir hún og útskýrir að það sé lífseigur mis- skilningur að það að takmarka einkabílinn búi til umferðarteppur. „Í Bogoto var farin mjög rót- tæk leið, ég er ekki að segja að það eigi að fara þessa leið í Reykjavík. En þar var bönnuð bílaumferð á ákveðnum dögum og sett upp hraðstrætókerfi. Ferða- tíminn styttist og bílaumferðin minnkaði. Einkabíllinn hefur svo litla burðargetu og afkastar svo lítilli umferð á meðan hjólreiðar, ganga og strætó hafa svo mikla burðargetu,“ segir hún. Sjálfstæðari hverfi „Annað mjög gott varðandi að- alskipulagið er að það á ekki endilega að láta alla búa í mið- bænum heldur á að gera hverfin sjálfstæðari,“ segir Sigrún Helga og útskýrir að það sé mikilvægt að hafa góða þjónustu í hverfum til að koma í veg fyrir að þau verði svefnhverfi og öll erindi séu farin í bíl. Í þessum bílaháðu hverfum verði snertipunktarnir við nágrannana og samfélagið líka færri. „Ég bý í Vesturbænum en þar er hvað hæsta hlutfall fólks sem gengur og notar aðrar samgöngu- leiðir en einkabílinn. Það hefur áhrif á andrúmsloftið í hverfinu. Það skapar trauststilfinningu að þekkja nágranna sína og eykur á samskipti og fleira.“ Borgarumhverfið hefur því sannarlega áhrif en það er margt sem við getum sjálf gert. „Til dæmis að reyna að hjóla oftar í vinnuna, labba með börnin í leikskólann og skólann í stað þess að keyra þau, og hjálpa þeim þannig að byggja upp góða vana. Það er eitthvað sem við getum gert sjálf og hjálpar okkur sjálfum að líða betur, minnka streitu og bæta okkar eigin heilsu.“ Þessi litlu skref skipta máli. „Mjög margir foreldrar eru með börn í leikskóla nálægt heimilinu þó að þeir vinni fjær. Þessi stund að labba með barnið á leikskól- ann getur verið mjög notaleg samverustund.“ Einnig kom fram í erindi henn- ar að umferðarteppur hafi ekki góð áhrif á heilsu ökumanna. „Þegar þú ert að keyra fastur í umferðarteppu finnst þér þú ekki hafa stjórn á aðstæðum. Það hef- ur verið bakkað upp með rann- sóknum, streituhormónin hjá fólki sem er fast í umferðarteppu á háannatíma eru eins og hjá orr- ustuflugmönnum og óeirða- lögreglumönnum á meðan þeir sem ganga eða hjóla upplifa ekki þessa streitu,“ segir hún en allt hefur þetta áhrif á heilsuna. Hún mælir með því að fólk sníði sér stakk eftir vexti. „Það eru ekki allir að fara að hjóla 20 kílómetra til og frá vinnu en langflest okkar geta stigið skref í þessa átt. Margir hjóla í vinnu á sumrin en keyra á veturna. Líka í hverfinu sínu, vera duglegri að labba og versla hjá kaupmann- inum á horninu ef eitthvað vant- ar,“ segir hún en þetta telur allt sem skref í átt að betri heilsu og vellíðan. Morgunblaðið/Ómar Heilbrigðisyfirvöld í Bretlandi hafa beðið leik- og grunnskóla í landinu að fylgjast vel með einkennum skarlatssóttar hjá nemendum sínum. Mikill fjöldi tilfella hefur greinst í landinu að undanförnu, mun fleiri en venjulega á þessum árstíma. 300 tilfelli voru tilkynnt í síðustu viku. Skarlatssótt í Englandi* Ef við hættum að leita ham-ingjunnar í sífellu myndumvið skemmta okkur ágætlega. Edith Wharton Sigrún Helga gengur ekki að- eins og hjólar heldur æfir af kappi brasilískt jiu jitsu hjá Mjölni. „Ég byrjaði fyrir rúmum þremur árum, haustið 2011,“ segir hún og játar því aðspurð að hún hafi fallið kylliflöt fyrir íþróttinni. „Þetta var eldheitt ástarsamband frá fyrstu mín- útu!“ Hún náði þeim góða árangri að verða Evrópumeistari í sín- um flokki í lok janúar. „Hópur Íslendinga keppti á Evrópu- meistaramótinu í brasilísku jiu jitsu sem haldið var í Lissabon í Portúgal. Ég varð Evrópumeist- ari bæði í mínum þyngdarflokki og opnum flokki. Það er keppt eftir beltum og ég var að keppa í flokki fjólublábeltinga 30 ára og eldri,“ segir hún. „Íslendingunum gekk ofboðs- lega vel og sérstaklega kven- fólkinu. Stelpurnar náðu fjórum gullum, tveimur silfrum og einu bronsi,“ segir hún. Sigrún Helga er jafnframt ný- lega tekin við sem formaður BJJ-sambands Íslands, BJÍ. „BJJ er stundað úti um allt land, á Ísafirði, Akureyri, Egils- stöðum, Selfossi, Suðurnesj- unum og á öllu höfuðborg- arsvæðinu,“ segir hún en iðk- endum fjölgar stöðugt. „Þetta er mjög vaxandi íþrótt. Þetta er íþrótt sem fáir þekkja en hún er mjög skyld júdói. Þó að þetta sé bardaga- íþrótt má hvorki kýla né sparka. Við segjum oft að þetta sé íþrótt fyrir knúsfíkla,“ segir hún og hlær. Nánari upplýsingar má finna á bji.is. EVRÓPUMEISTARI Í BRASILÍSKU JIU JITSU Íþrótt fyrir knúsfíkla Með Pétri Jónassyni á alþjóðlegu meistaramóti í Róm árið 2013 þar sem þau unnu bæði til gull- verðlauna. Á verðlaunapalli á Evrópumótinu í Lissabon í janúar. Sigrún Helga Lund segir borgarumhverfið hafa áhrif á hamingju. Hún er doktor í tölfræði og kennir við læknadeild Háskóla Íslands.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.