Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 57

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 57
14.2. 2015 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 57 Myndlistarmaðurin Einar Hákonarson og Ingiberg Magnússon sýningarstjóri ræða á sunnudag klukan 15 við gesti á áhugaverðri yfirlitssýningu Einars, Púls tímans, sem nú stendur yfir á Kjarvalsstöðum. 2 Sýning Einars Garíbalda Eiríkssonar, Impression, verður opnuð í safnaðar- heimili Neskirkju á morgun, sunnudag, að lokinni messu sem hefst klukan 11. Fyrirmyndir verk- anna er að finna á götukorti af Reykjavík, en þar hafa nokkrir áhuga- verðir staðir í borginni verið dregnir fram með lítilli þrívíddarmynd. 4 Nú er um að gera að skella sér í kvikmyndahús að sjá kvikmyndir sem tilnefndar eru til Óskarsverðlauna en Birdman, Ida, Whiplash, Boyhood, Imitation Game og American Sniper eru m.a. á hvíta tjaldinu í Reykjavík. 5 Boðið verður upp á fjöl- skylduleiðsögn á sunnudag klukkan 14 um sýningu Heklu Daggar Jónsdóttur, Framköllun, í Hafnarborg. Börnum og fullorðnum verður fylgt um sýninguna þar sem sýningar- salnum hefur verið breytt í kvik- myndasýningarsal, upptöku- og vinnslurými þar sem 16 mm kvik- mynd er unnin, sett saman og sýnd. 3 Nýr íslenskur söngleikur fyrir börn eftir Elínu Gunnlaugs- dóttur og Þórarin Eldjárn, Björt í Sumarhúsi, var frumsýndur á dögunum við góðar viðtökur. Aukasýning verður á verk- inu í Tjarnarbíói kl. 15 á laugardag. MÆLT MEÐ 1 tveir hlutar verksins „Átt“ sem Kristinn hef- ur áhuga á að dreifa sem víðast. „Þetta eru í allt 32 áttir úr áttavita. Ef ein átt er sett niður og vísar rétt er kominn áttaviti,“ segir Kristinn. Og á veggnum er stórt dálkskipt textaverk þar sem sjá má útleggingar orða yfir áttir. „Hér fremst er landnámsáttavitinn eins og hann var og síðan verða til milliáttir sem gera hann nákvæmari. Svo fer þetta smám saman í rugl með tímanum.“ Hann bendir á dæmi um það í áttinni haf-landsuður, sem samkvæmt orðanna hljóðan bendir bæði til hafs og lands. „Svo er líka til haf-útsuður, en haf og út hefur sömu merkingu, hvorttveggja vest- urátt. Þetta er sérviska sem hefur þróast hér og þar og helgast eflaust af landáttum á hverjum stað. Gott dæmi eru áttaheiti úr Öræfum. Þar notuðu menn ellefu áttir, sem er auðvitað stórskrýtið, og flestar þeirra norðaustlægar. Þetta finnst mér fallegt og lýsandi fyrir tengsl tungumálsins við landið.“ Það er forvitnilegt að rýna í þetta en við hlið þessa verks, þar sem Kristinn býður gestum að skrifa inn á vitneskju sem þeir búa yfir um áttirnar, er tillaga Páls Hall- dórssonar, þáverandi skólastjóra Stýri- mannaskólans (1870-1955), að þýðingu á enskum áttavita sem hann gerði og vildi að sjómenn tileinkuðu sér. „Hann fann að þetta áttarugl var orðið hættulegt og gerði tillögu um þessi áttaheiti. En það var eins og við manninn mælt, þetta leystist upp í ritdeilu um íslenskt mál og átt- irnar voru aldrei notaðar. Það er forvitnilegt að skoða þessa sögu og þá sérstaklega breytinguna frá því að binda áttavitann við landið og til þess að setja hann í rökrænt mælitæki. Það er mun meiri bragur yfir átt- um með sitt heiti, heldur en gráðum í töl- um,“ segir Kristinn. Áhugavert að sjá nýja fleti Sýninguna kallar hann Á veglausu hafi og segir það vera óbeina tilvísun í ljóð eftir Sig- urð Pálsson skáld, sem talar um að vera á vegleysum hafsins. „Sýningin snýst um það að leita, að vera á ókunnugu svæði. Það finnst mér áhugavert og misskilningur á hlutunum er líka leit. Þegar menn fara inn á ný svæði eru þeir á vegleysum, það er ekki búið að kortleggja svæðið og þá er þar heimur sem hægt er að stækka með list og þekkingu. Ég held að listin eigi alltaf að vera á slíku svæði, þó að hún taki alltaf eitthvað með sér úr þeim veruleika sem við þekkjum.“ Bogasalurinn var í áratugi einn helsti sýn- ingarstaður nýrrar myndlistar á Íslandi en nú gerist það ekki oft að samtímalistamenn setji þar upp sýningar. „Safnið er ekki bara safn um gripi, það er líka um hugmyndir. Hugmyndir búa í hlut- um,“ segir hann um vinnu sína innan Þjóð- minjasafnsins. „Söfn eru nú farin að gera meira af því en áður að skoða hugmyndirnar að baki safneigninni. Það samtal getur verið áhugavert og ég held að mun fleiri sjónarmið megi koma fram í safni sem þessu en hefð- bundin safnasjónamið. Listamenn geta nálg- ast hugmyndir á annan hátt en fræðimenn og opnað fyrir ferska og nýja samræðu.“ Á sýningunni koma saman verk eftir Kristin og pælingar sem hann hefur unnið að og með mörg undanfarin ár. „Já, mér sýnist það vera tilhneiging hjá mér eins og fleirum að leita aftur í tímann og skoða aðra heimsmynd en þá sem við þekkjum. Ég hef lengi sótt í þennan brunn, hann er djúpur og áhugaverður, enda erum við ekkert að hugsa um merkilegri hluti í dag en menn gerðu áður fyrr. Við vitum lík- lega aðeins meira um þá – en við vitum líka betur en fyrri tíða menn hvað við vitum lítið. Í grunninn erum við listamenn, og jafnvel allt mannkyn, stöðugt að fjalla um sömu hlutina, um staðinn sem við erum á í ein- hverju kosmísku stóru samhengi. Það hefur alltaf verið áhugavert að sjá nýja fleti á þesslags hugrenningum. Ég fór snemma að velta þessu fyrir mér; sem strákur í sjávarplássi fyrir norðan velti ég sjóndeildarhringnum fyrir mér, hvað hann er, og hugsaði um það hvar ég væri staddur í heiminum. Ég er enn að velta þessum eilífðarspurningum fyrir mér.“ Frekar eltast við fegurðina Ekki er hægt að kveðja Kristin og Bogasal- inn án þess að spyrja hann út í dómsmálið sem annar listarmaður, Ásmundur Ásmunds- son, höfðaði gegn honum, en hann kærði Kristin fyrir meiðyrði. Kristinn hafði sigur á báðum dómstigum og hristir höfuðið og er ekki skemmt yfir að rifja þetta upp. „Við skulum frekar eltast við fegurðina en heimskuna. Látum þetta liggja.“ „Ég hef lengi sótt í þennan brunn, hann er djúpur og áhugaverður, enda erum við ekkert að hugsa um merkilegri hluti í dag en menn gerðu áður fyrr,“ segir Kristinn. Hann er hér í stjörnuskoðunarturni sínum, við verk þar sem tunglið og stórstreymi eru viðfangsefnið. Morgunblaðið/Einar Falur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.