Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 24

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 24
ÞÚFÆRÐ REEBOK ÆFINGAFATNAÐ &SKÓÍGÁP HJÓLA- OG SPORTVÖRUVERSLUNIN · FAXAFENI 7 · SÍMI 5 200 200 · GAP.IS 24 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14.2. 2015 Heilsa og hreyfing S igrún Helga Lund er dokt- or í tölfræði, starfar hjá Miðstöð í lýðheilsuvís- indum og kennir við læknadeild Háskóla Íslands. Hún segir lýðheilsuvísindin spennandi fræði enda sé svo stór hluti heilsunnar í okkar eigin höndum. Hún er ennfremur einn af stofnendum Samtaka um bíllausan lífsstíl. „Ég var fyrsti formað- urinn,“ segir hún en samtökin voru stofnuð fyrir tilstilli vina- hóps sem var búsettur í Stokk- hólmi á þessum tíma. „Í hópnum eru margir stærðfræðingar og verkfræðingar. Við notuðum þá lestar og strætó á meðan flestir sem bjuggu heima voru alltaf í bílnum. Við skynjuðum þessa skekkju hérna heima og það varð hvatinn að því að stofna sam- tökin.“ Samtökin voru stofnuð kortér í hrun ef svo má segja, Facebook- hópur var stofnaður um vorið 2008 og samtökin sjálf voru síðan formlega stofnuð í ágúst sama ár. Öfugt við margt annað hafði hrunið góð áhrif í þessum hópi og hefur vegur hjólreiða og al- menningssamgangna aukist síðan þá. Viðhorfið hefur gerbreyst Hefur viðhorfið breyst mikið á þeim tíma síðan samtökin voru stofnuð? „Það hefur alveg gerbreyst. Ég hef alltaf búið miðsvæðis og farið hjólandi með börnin á leikskól- ann. Fyrst var maður sérvitring- urinn sem átti ekki bíl, sér- staklega í góðærinu þegar allir voru að kaupa sér eyðslufrekari og stærri jeppa á sama tíma og við seldum bílinn okkar, hjóluðum og tókum strætó. Ljósu punkt- arnir í kreppunni voru þeir að við fórum úr því að vera furðu- fuglar í að vera kúl og sniðug,“ segir hún og hlær. „Ég geng mest og hjóla, tek strætó lengri leiðir, og er líka mjög ófeimin við að taka leigubíl,“ segir hún en síðasti valkosturinn gleymist oft í þessari umræðu. „Það er ódýrt að vera ekki BORGARUMHVERFI HEFUR ÁHRIF Á HAMINGJU FÓLKS Ekki lengur furðufugl Nokkrir punktar úr fyrirlestri Sigrúnar Helgu um áhrif borgarumhverfis á hamingju en hún studdist m.a. við bókina Happy City eftir Charles Montgomery:  Í doktorsritgerð við Umeå-háskóla var sýnt að fólk sem er lengur en 45 mínútur á leið til vinnu er 40% líklegra til að skilja.  Svissnesk rannsókn sýndi að fólk sem er klukkutíma á leið til vinnu þarf 40% hærri laun til að vera jafn ánægt með lífið og þeir sem ganga til vinnu.  Bresk rannsókn sýndi að farþegar á háannatímum (í lest eða bíl) upplifa meiri streitu en orrustuflugmenn og óeirðalögreglumenn, á meðan ganga og hjólreiðar eru streitulosandi.  Rannsókn í Kaliforníu sýndi að eftir því sem nemendur ganga meira, þeim mun hamingjusamari eru þeir.  Þeir sem búa í „bílaháðum“ hverfum þekkja og treysta síður ná- grönnum sínum heldur en þeir sem búa í betur tengdum hverfum.  TransMilenio verkefnið í Bogota (2000): Róttækar umbætur, „hrað- strætóar“ og hömlur settar á einkabílaakstur. Ekki nóg með að ferða- tími hafi styst um 20%, þá nær helmingaðist slysatíðini og morðtíðnin lækkaði líka, þó að glæpatíðni í landinu væri að aukast á sama tíma. SIGRÚN HELGA LUND, DOKTOR Í TÖLFRÆÐI, VAR EIN ÞEIRRA SEM HÉLDU ERINDI UM ÁHRIF BORGARUMHVERFIS Á HAMINGJU Á FUNDI Á VEGUM REYKJAVÍKURBORGAR Í VIKUNNI. HÚN ER JAFNFRAMT EINN AF STOFNENDUM SAMTAKA UM BÍLLAUSAN LÍFSSTÍL. Inga Rún Sigurðardóttir ingarun@mbl.is Mikil neysla á sykruðum drykkjum, svo sem gosdrykkjum og djús, eykur að öllum líkindum hættu á sykursýki af tegund 2. Hvað aðra sjúkdóma varðar, t.d. hjarta- og æðasjúkdóma og áhættuþætti þeirra eða dauða, hafa of fáar rannsóknir verið gerðar til að hægt sé að draga ályktanir um tengsl þessara þátta við sykurneyslu. Þetta kemur fram á landlaeknir.is. Sykraðir drykkir og sykursýki af tegund 2 Á meðfylgjandi mynd má sjá sér- stakt „einangrunarbox“ en myndin er tekin á Paddington-lestarstöð- inni í miðborg London í vikunni. Boxinu var komið fyrir af Macmill- an-stuðningsfélaginu fyrir krabba- meinssjúka til að vekja athygli á nýj- um tölum sem sýna að í kringum 550.000 manns með krabbamein í Bretlandi eru einmana. Hægt er að sjá inn um einangrunarboxið en ekki er hægt að horfa út úr því. Þetta á að vekja einmanaleika- og einangrunartilfinningu þá sem margir krabbameinssjúklingar upp- lifa eftir greiningu. AFP Einmanaleiki og krabbamein ÁTAK Í BRETLANDI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.