Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14.2. 2015 Græjur og tækni Efnisveitan Netflix tilkynnti nýlega að hún mundi hefja starfsemi á Kúbu. Nettengdir Kúbverjar munu því geta fylgst með nýjustu sjónvarpsseríunum á heimsvísu að því gefnu að þeir geti greitt með alþjóðlega gjaldgengum greiðslukortum. Netflix til Kúbu Í hverri viku birtast nýjar frétt- ir af verkefnum netrisans Go- ogle, sem flest ef ekki öll miða að því að umbylta núver- andi fyrirkomulagi og jafnvel heimsmynd venjulegs fólks. Fyr- irtækið ætlar sér stóra hluti á sviði heilbrigðisvísinda og nýjustu áform þess benda til að það ætli sér smám saman að breyta vef- síðu sinni í stafrænan lækni. Nýj- ustu tíðindin eru þau að fyrir- tækið vinni nú að stórum breytingum á leitarkerfi sínu í því skyni að innleiða læknisfræði- staðreyndir og upplýsingar sem varða mannlegt heilbrigði í leit- arniðurstöður. Starfsmenn fyr- irtækisins vinna nú að því að bæta slíkum upplýsingum inn í instant-leitarkerfi Google, sem nefnist Þekkingarnet (e. Know- ledge Graph), en það leikur einn- ig lykilhlutverk í stafræna hjálp- arkokkinum Google Now og í leitarvélasmáforriti fyrirtækisins. Spurningum um heilbrigðismálefni verður nú svarað beint og milli- liðalaust í leitarvélinni án þess að notandinn þurfi að smella sér- staklega á svörin. Google hefur nú þegar innleitt þessa virkni þegar notendur leita að orðabókarskilgreiningum, dag- skrá íþróttaviðburða og Wiki- pedia-greinum um frægt fólk. Áð- urnefnt þekkingarnet er í raun og veru innbyggð alfræðiorðabók sem framkallar staðreyndir, gögn og myndir frá ýmsum upp- sprettum. Stór hluti leita varðar heilbrigði Maður kann að velta fyrir sér hvers vegna Google leggi svo mikla áherslu á að gera upplýs- ingar um heilbrigði og sjúkdóma aðgengilegar í leitarkerfi sínu. Svarið er að tuttugasta hver leit sem framkvæmd er á síðunni tengist heilsufari og hreysti. „Við munum sýna notendum dæmigerð einkenni og viðeigandi meðferðir við tilteknum sjúkdómum, ásamt upplýsingum um hversu algengir kvillar eru, hvort þeir eru alvar- legir, á hvaða aldri fólk er ber- skjaldað gagnvart þeim og svo framvegis,“ sagði Prem Ramas- wami, vörustjóri hjá Google, í samtali við the Guardian. Með þessum áformum ætlar Google sér að sækja inn á heilsu- markað. Fyrirtækið hefur einnig hleypt af stokkum þjónustu sem gerir notendum kleift að safna upplýsingum um heilsu og líkams- hreysti og sent frá sér smáforrit sem nefnist Google Fit. En þótt Google leitist við að birta not- endum nytsamlegar og viðeigandi upplýsingar í gegnum Þekking- arnet sitt, liggur fyrir að gera verður ennþá meiri kröfur til þess um nákvæmni ætli það sér að veita fólki út um allan heim læknisráðgjöf. Google vinnur að verkefninu í samstarfi við lækna frá sjálfseignarstofnun sem nefn- ist Mayo Clinic. Læknarnir fara yfir þær upplýsingar sem bætt hefur verið í gagnagrunninn og hafa jafnframt umsjón með að stilla þeim upp. Að því er fram kemur í upplýsingum frá Google hefur hver einasta grein að með- altali verið yfirfarin af meira en ellefu ólíkum læknum. Umdeilt þekkingarnet Strangar reglur gilda um hvers kyns læknisráðgjöf í Bandaríkj- unum. Heilbrigðisyfirvöld þar í landi stöðvuðu árið 2013 annað verkefni sem Google tók þátt í að fjármagna, arfgerðargreiningu sem nefndist The 23andMe, á þeim forsendum að ekki væri heimilt að veita upplýsingar um ýmsa genatengda sjúkdóma. Go- ogle mun án nokkurs vafa kapp- kosta að koma í veg fyrir að slíkt gerist aftur. Ramaswami sagði að ætlunin með nýju leitarniðurstöð- unum væri ekki að veita fólki læknisfræðiráðgjöf. „Það sem við leggjum fram er aðeins gert í upplýsingaskyni, og allir notendur ættu að hafa samband við fagfólk í heilbrigðisþjónustu með vanda- mál sín.“ Á næstu dögum verður þessi leitarþjónusta tekin í gagnið í Bandaríkjunum og notendur þar í landi munu geta kynnt sér upp- lýsingar um meira en 400 sjúk- dóma, allt frá sykursýki til misl- inga. Talið er að um 10% leita á síðu Google muni grundvallast á nýju þjónustunni. Þjónustan verð- ur svo tekin í gagnið á fleiri stöð- um eftir því sem fram líða stund- ir. Þekkingarnet Google hefur sætt gagnrýni í áranna rás fyrir þær sakir að með því hagnýti Google sér upplýsingar annarra og mis- noti markaðsaðstöðu sína sem leiðandi leitarvél og tenging meirihluta Vesturlandabúa við int- ernetið. Heilbrigðismarkaður á internetinu er ört vaxandi og margar vefsíður sérhæfa sig í því að birta nákvæm svör við spurn- ingum um algenga sjúkdóma. Á slíkum síðum er áherslan yfirleitt fremur á auglýsingar og hverjir sjá þær fremur en nákvæmni í upplýsingagjöf. Í Bretlandi, svo dæmi sé tekið, hefur NHS reynt að stemma stigu við þessari þró- un með sínum eigin gagnagrunni. Fyrstu skrefin tekin í átt að Google-lækni HEILBRIGÐISMARKAÐUR Á NETINU ER ÖRT VAXANDI OG MARGAR VEFSÍÐUR ERU UM HITUNA ÞEGAR KEM- UR AÐ ÞVÍ AÐ LAÐA AÐ NOTENDUR MEÐ HEILSU- FARSSPURNINGAR. GOOGLE HEFUR NÚ INNLEITT FYRSTU SKREFIN AÐ SÍNUM EIGIN LÆKNI Á NETINU. Halldór A. Ásgeirsson haa@mbl.is Margar vefsíður á netinu sérhæfa sig í því að birta nákvæm svör við spurn- ingum um algenga sjúkdóma. Áhersla á auglýsingar hefur þó verið mikil. Morgunblaðið/Eggert Hakkarasamtökin Anonymous bera ábyrgð á því að hafa ráðist á reikningana og hafa geng- ist við því að hafa beint spjótum sínum að um 800 twitter-reikningum, 12 facebook-síðum og rúmlega 50 tölvupóstföngum. Anonymous hét því í kjölfar hryðjuverkaárásanna í París að ráðast gegn ISIS á netinu og koma í veg fyrir að samtökin gætu dreift hatursáróðri sínum þar og lokkað til sín nýja meðlimi. Í YouTube- myndbandi Anonymous sagði að þeir myndu finna síður á vegum ISIS og sjá til þess að þær yrðu teknar niður. Í nýju myndbandi, sem birt var á föstudag í liðinni viku, sagði: „Þið (ISIS) verðið meðhöndluð eins og tölvuvírus, og við erum lausnin. Við eigum internetið.“ Twitter hefur ekki viljað tjá sig um þá reikninga sem lokað hefur verið en Fa- cebook hefur staðfest að 11 af þeim 12 síðum, sem Anoymous ætlaði sér að ráðast gegn, hafi verið lokað fyrir brot á reglum. Facebook vildi hins vegar ekki staðfesta að hakkararnir hefðu komið að málinu eða haft áhrif á fram- gang þess. Bæði Twitter og Facebook hafa lagt sig í líma við að loka reikningum og skrúfa fyrir efni sem tengist hryðjuverkum, en það er erf- iðleikum bundið að fylgjast með öllu því sem gerist á síðum þeirra. Af þeim sökum hafa þau oft reitt sig á ábendingar og kvartanir frá öðrum notendum áður en þau taka af skarið og loka reikningum. Anonymous-samtökin eru alræmd fyrir starfsemi sína um víða veröld, en þau hafa ráðist á vefsíður á vegum ríkisstjórna og stór- fyrirtækja. Þau lýstu því hins vegar yfir eftir Charlie Hebdo-hryðjuverkin í París í janúar að nú myndu þau beina sjónum að hryðju- verkum. „Við, Anonymous um víða veröld, lýs- um yfir stríði gegn ykkrur, hryðjuverkamönn- unum.“ Netstarfsemi hryðjuverkamanna er ný birt- ingarmynd alþjóðlegrar hryðjuverkastarfsemi og ISIS-liðar hafa verið duglegir að koma boðskap sínum á framfæri í gegnum netið og jafnframt laða til sín nýja fylgismenn. Ekki er vitað til þess að samfélag fólks á netinu á borð við Anonymous hafi áður lýst yfir netstríði og er þessi þróun bersýnilega í takt við það að fleiri og fleiri þættir mannlegrar tilveru færist yfir á internetið. Anonoymous ræðst gegn ISIS á netinu LOKAÐ HEFUR VERIÐ FYRIR HUNDRUÐ REIKNINGA Á SAM- FÉLAGSMIÐLUM SEM HAFA TENGSL VIÐ HRYÐJUVERKASAMTÖKIN ISIS. Meðlimir Anonymous með Guy Fawkes-einkennisgrímur samtakanna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.