Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - Sunnudagur - 15.02.2015, Blaðsíða 52
fyrsti maðurinn til að gera þetta. Var Jón Gnarr til dæmis orginal sem borgarstjóri? Nei, hann var að leika. Fyrst Jón Gnarr mátti leika borgarstjóra, hvers vegna má ég þá ekki leika götusópara?“ Svari nú hver fyrir sig. Réði ræningjana í vinnu Hvernig atvikaðist það að þú varðst götusóp- ari? „Ég hef komið víða við um dagana. Var í kvikmyndabransanum og vann um tíma í banka. Var til dæmis að vinna í Landsbank- anum þegar hann var rændur. Þegar strák- arnir sem það gerðu sluppu út réði ég þá til starfa á Óðali, sem ég rak á þeim tíma. Þeir hafa verið miklir vinir mínir síðan. Einn þeirra var svo myndarlegur að þegar ég setti hann í dyrnar á Óðali fylltist staðurinn um leið af kerlingum. Ég var lengi í veit- ingarekstri og einn daginn fékk ég einfald- lega nóg. Seldi allt draslið. Veitingarekstur er í eðli sínu mannskemmandi, maður verður á endanum þræll. Ég átti nokkrar eignir og gat ferðast í fimm ár. Þá varð ég blankur.“ Og byrjaðir að sópa. „Það má segja það. Það byrjaði þannig að ég hringdi í Hrólf Jónsson hjá framkvæmda- sviði Reykjavíkurborgar og spurði hvort hann vantaði ekki starfskraft. Ég gæti hreinsað borgina betur en krakkarnir í ung- lingavinnunni. Hrólfur féllst á að fá mér verkefni í Norðurmýrinni. Hverfið var í klessu en það tók mig ekki nema einn og hálfan mánuð að laga til. Og hér hef ég verið síðan, ætli það séu ekki einhver sjö ár, og hef gengið í öll möguleg störf.“ Ertu bara að vinna fyrir borgina? „Nei, nei. Ég vinn fyrir ýmsa aðra, ríkið og einkaaðila. Ég er verktaki og leysi stíflur og hvað sem er. Ég er með fimm sérhæfða tækjabíla og hef meira en nóg að gera. Þarf ekki einu sinni að auglýsa mig. Ef ég þyrfti þess myndi ég líklega segja að ég væri næst- bestur í þessu fagi.“ Á eftir hverjum? „Ég hef ekki fundið hann ennþá en vona að hann sé til. Það er kalt á toppnum.“ Hann hlær. Persónulegt samband „Að öllu gríni slepptu þá gengur þetta mjög vel. Ég er sanngjarn, vinn vel og er með góða þjónustulund. Þess vegna leita menn til mín. Ég einbeiti mér líka að per- sónulegu sambandi, er ekki með tölvu og ekki tölvupóst. Ég er að vísu með píptæki og fax en það er ekki mikið álag á þeim græjum í seinni tíð. Sumir skilja þetta ekki, segjast vinna allt rafrænt. Þá segi ég þeim einfaldlega að ég geti ekki unnið með þeim.“ Og hvað segja menn þá? „Flestir beygja sig undir mína sérvisku.“ Hann glottir. Voru það ekki mikil viðbrigði að fara úr veitingarekstri í götusópun? „Þú getur rétt ímyndað þér. Til að byrja með var ég líka með brynju. Skammaðist mín hálfpartinn fyrir starfið. Fljótlega eftir að ég byrjaði hitti ég róna, sem drukkið hafði á barnum hjá mér, og hann rak upp stór augu. „Er þetta ekki Örn?“ spurði hann. Jú, sagði ég. „Hvað í ósköpunum ertu að gera hér?“ Nú voru góð ráð dýr, ég varð að finna leið til að halda virðingu minni and- spænis rónanum. Og Guð er til, ég fann þá leið. Heyrðu, vinur minn, hvíslaði ég að hon- um. Ég er í samfélagsþjónustu. Róninn ljóm- aði allur og ég sá að virðing hans fyrir mér hafði aukist. „Frábært hjá þér, félagi. Stattu þig! Um hálfu ári síðar rakst ég aftur á þennan sama róna og þá sagði hann: „Ertu ennþá í þessu, Örn minn? Rosalega hefurðu fengið þungan dóm.“ Dátt er hlegið. „Annars hef ég bara gaman af því þegar fólk vorkennir mér og toppurinn er þegar það býður mér að borða. Ég hef bæði verið ógeðslega ríkur og ógeðslega fátækur. Núna er ég þarna mitt á milli og hef það bara ljómandi gott.“ Aldrei verið frjálsari Hvað er best við starfið? „Frelsið. Ég hef aldrei verið frjálsari. Þarf hvorki að vinna með neinum né undir nein- um. Það fipar mig ekkert að vera rekinn. Það er bara verst fyrir vinnuveitendur mína. Ég geri aldrei þjónustusamninga, þá yrði ég bundinn, og ræð alfarið mínum vinnutíma. Á sumrin vinn ég stundum á nóttunni, ef það hentar mér betur, og þegar veðrið er vont fer ég ekki að vinna.“ Nú blandar vertinn sér eldsnöggt í sam- talið. Býður okkur drykki og spyr Örn hvernig honum lítist á sumarið. „Ég veit það ekki. FH-ingarnir hafa verið að kaupa eins og motherf***erar. Þeir verða erfiðir viðureignar.“ Hvernig kom það til að þú fórst að hreinsa veggjakrot? „Það er bara partur af því að halda borg- inni hreinni. Ég hef tæki til að hreinsa veggjakrot en það er gert á marga vegu. Ég hreinsa það með efnum, sandblæs, rappa og mála yfir, svo dæmi séu tekin. Það má ekki hreinsa krotið en skilja vegginn eftir í sár- um. Mitt mottó er að skila veggnum eins góðum og hægt er.“ Þekkirðu orðið handbragð krotaranna? „Já, margra. Ég er ekki í stríði við þá, væri þvert á móti í vondum málum ef þeir hættu iðju sinni. Ég hlífi kroti líka eins lengi og ég get ef myndirnar eru fallegar og bæta umhverfið frekar en hitt. Það er til dæmis einn sem gerir afar smekklegar litlar dúfur og kisur víða um bæinn. Auðvitað væri auð- velt fyrir mig að horfa fram hjá gæðum krotsins og þrífa það bara, ég fæ greitt fyrir hvert verk. En ég er ekki í þessu vegna pen- inganna og þess vegna hlífi ég myndum sem mér þykja fallegar. Svo lengi sem ég er ekki beðinn um að fjarlægja þær.“ Þetta eru væntanlega sömu veggirnir aft- ur og aftur? „Já, blessaður vertu. Ég er með marga áskriftarveggi.“ Hann brosir. Talar eins við alla Hvernig hefur þér verið tekið í borgarkerf- inu? „Ég hef mætt góðu viðmóti þar. Ég hef Málverk eftir Jackson Pollock? Nei, vélarhlífin á vinnubíl Arnar Karlssonar götusópara. Margra grasa kennir í bílnum, þar er til dæmis forláta þrýstidæla sem Örn grípur reglulega til. Árvökul augu Arnar skima eftir kroti í miðbænum. Hreinlæti 52 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 14.2. 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið - Sunnudagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið - Sunnudagur
https://timarit.is/publication/1078

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.