Morgunblaðið - 25.03.2015, Page 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Jóhannes Jóhannesson á Litla Tindi
SU-508 frá Fáskrúðsfirði hefur ver-
ið við netaveiðar í Fáskrúðsfirði og
hefur aflast vel. Þegar ljósmyndari
Morgunblaðsins kom að höfninni
voru Jóhannes og háseti hans
Brynjar Ölversson að landa þar
rúmum þremur tonnum, en þeir fé-
lagar hafa verið að landa daglega
tveimur og hálfu til þremur tonn-
um, mest af stórum og fallegum
þorski sem fer beint á markað.
„Við förum ekkert langt út, höld-
um okkur við fjörðinn,“ segir
Brynjar.
„Það eru ekki margir að veiða í
net en það fiskast vel þannig að við
kvörtum svo sem ekki.“ Þeir fé-
lagar hafa verið að fara út á milli
kl. fimm og sjö að morgni og eru að
stíma í land upp úr hádegi. Það get-
ur þó dregist. „Það fer bara eftir
því hvað aflinn er mikill. Við höfum
ekki orðið jafn mikið varir og aðrir
landsmenn við veðrið, hér hefur
ekki verið nein bræla. Hér er gott
skjól og smá vindur er allt í lagi.“
Jóhannes hefur stundað neta-
veiðar í firðinum á þessum tíma
undanfarin ár og hefur fiskirí ávallt
verið gott. benedikt@mbl.is
Mikið af
vænum
þorski
Morgunblaðið/Albert Kemp
Litli Tindur SU-508 veiðir vel í Fáskrúðsfirði
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Jón Arnar Jónsson, formaður ný-
stofnaðra íbúasamtaka á Völlunum í
Hafnarfirði, segir íbúa þreytta á að-
gerðaleysi þegar kemur að jarðlagn-
ingu Hamraneslínu, en lofað var að
línan yrði farin árið 2009. „Þeir sem
keyptu lóðir næst línunni fóru á
kynningarfund vegna lóðakaupanna
hjá bænum og þar var lofað að allar
línur yrði farnar árið 2009. Síðan hef-
ur ekkert gerst í málinu nema enda-
lausar tafir og dagsetningunni ýtt
aftar og aftar og íbúarnir eru orðnir
þreyttir á þessu aðgerðaleysi.“
Þá segir Jón Hamraneslínu hafa
áhrif á lífsgæði íbúanna. „Þetta hef-
ur mikil áhrif á húsnæðisverð hérna
á Völlunum. Ef maður ætlaði að
selja, þá fengi maður alltaf einhverj-
um milljónum minna fyrir húsið á
meðan þessi raflína er hérna í bak-
garðinum. Og fyrir utan sjónmeng-
unina, þá er líka gríðarleg hljóð-
mengun. Það er stöðugt suð frá
raflínunum sem magnast upp í
bleytu og votviðri og hávaði frá
sjálfri spennustöðinni. Svo er enda-
laust flaut í háspennumöstrunum í
ákveðnum vindáttum. Eins og veðrið
er búið að vera það sem af er ári hef-
ur verið stöðugt flaut hérna í hverf-
inu, sem er enginn smáhávaði.“
Framkvæmdin tekur um tvö ár
Landsnet segir í yfirlýsingu sem
send var út í gær að vonir séu um að
framkvæmdir við að fjarlægja
Hamraneslínu geti hafist árið 2016
en þær taka um 2 ár. Þá hafi fram-
kvæmdir dregist því bæjarfélagið
hafi ekki verið reiðubúið til að greiða
kostnaðinn við flutning línunnar og
því hafi verið gert samkomulag um
að laga flutning línunnar að fram-
kvæmdaáætlun Landsnets, sem
breyttist eftir hrun.
Haraldur L. Haraldsson, bæjar-
stjóri Hafnarfjarðar, segir stöðuna
óásættanlega eins og hún sé og vill
flýta framkvæmdunum eins og hægt
er. Þá sé krafa sveitarfélagsins að
Hamraneslínan verði farin eigi síðar
en árið 2017.
„Stöðugt suð frá raflínunum“
Íbúar á Völlunum í Hafnarfirði eru þreyttir á töfum á niðurrifi Hamraneslínu
Landsnet vonar að framkvæmdir geti hafist árið 2016 en þær taka um tvö ár
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Vellirnir Íbúi þar segir raflínuna hafa áhrif á húsnæðisverð í hverfinu.
Ingvar Smári Birgisson
isb@mbl.is
Sandholt bakarí á Laugavegi hóf í
desember á síðasta ári að bjóða upp
á léttvín með öðru góðgæti í bakarí-
inu. Í bakaríum erlendis er slíkt fyr-
irkomulag algengt, en þykir nýlunda
hérlendis.
Ásgeir Sandholt, eigandi bakarís-
ins, segir Íslendinga og ferðamenn
taka vel í breytingarnar. „Erlendis
þykir þetta eðlilegasti hlutur. Um
daginn var t.d. hóptilboð á eftirrétti
og hindberjabjór. Við lékum okkur
þá að því að finna bjór sem passaði
með eftirréttinum,“ segir Ásgeir.
Hann reynir að skapa bakaríinu
sérstöðu með sérstöku áfengisúrvali.
Hægt er að kaupa rauðvín og hvítvín
í bakaríinu ásamt bjór, núna er ein-
ungis franskur bjór á boðstólum.
Þá hefur Almar bakarí í Hvera-
gerði og á Selfossi selt bjór og létt-
vín í fimm ár og telur eigandinn, Al-
mar Þór Þorgeirsson, bakaríið hafa
verið það fyrsta til að hefja sölu
áfengis hérlendis. „Þegar fólk er í
fríi vill það stundum fá sér einn bjór
eða hvítvínsglas með súpunni. Er-
lendir ferðamenn nýta sér þennan
valkost meira en Íslendingar,“ segir
Almar og bætir við að Íslendingar
séu hægt og rólega að læra að
drekka, að einn bjór þurfi ekki alltaf
að leiða til meiri drykkju.
Bakkus í boði með
bakkelsi og brauði
Selja áfengi í bakaríum
Spáð er hvassri
suðaustanátt með
13 til 20 metrum
á sekúndu í
fyrstu með rign-
ingu og skúrum
en lægir mikið
vestantil á land-
inu fyrir hádegi í
dag. Þá tekur við
suðvestanátt með
8-13 m/s með
skúrum eða slydduél vestantil, en
um austanvert landið verður suð-
austanátt með 13-18 m/s til kvölds.
Suðvestanátt ætti að vera viðloðandi
fram að helgi samkvæmt upplýs-
ingum frá veðurfræðingi hjá Veður-
stofu. Frá föstudegi og fram yfir
helgi er spáð frosti um allt land og
snjókomu víða.
Suðvestan-
átt fram að
helgi
Væta Rigningu og
roki er spáð.
„Umræðan innan okkar raða er sú
að ég á von á að það verði lagt til
við landsfundinn okkar að hverfa
frá áformum um olíuvinnslu á
Drekasvæðinu í ljósi þeirra
skýrslna sem hafa verið að koma
út nánast árlega,“ segir Katrín
Jakobsdóttir, formaður Vinstri-
hreyfingarinnar – græns framboðs.
Á síðasta ári var unnin grein-
argerð fyrir VG um olíuvinnslu á
Drekasvæðinu og í kjölfar flokks-
ráðsfundar var málefnahópur lát-
inn vinna að málinu fyrir landsfund
VG sem fara mun fram í október.
Í greinargerðinni segir meðal
annars að erfitt eða útilokað sé að
finna umhverfis-
leg rök sem
mæli með olíu-
vinnslu á Dreka-
svæðinu. „Við
studdum ekki
stofnun á ríkis-
olíufélagi þegar
það var sam-
þykkt. Okkar
fulltrúi var með
sérálit um það,“
segir Katrín en 27. janúar síðastlið-
inn var frumvarp til laga um stofn-
un hlutafélags um þátttöku
íslenska ríkisins í kolvetnisstarf-
semi samþykkt.
Leyfin vegna leitar og vinnslu
kolefna á Drekasvæðinu voru veitt
og undirrituð árið 2013, þegar
Steingrímur J. Sigfússon var at-
vinnuvega- og nýsköpunarráðherra
í ríkisstjórn VG og Samfylking-
arinnar. Það var einnig í ráðherra-
tíð hans sem leyfunum var deilt á
milli íslenskra og norskra fyrir-
tækja. Var undirskriftin kölluð
fyrsti hlutinn af íslenska olíu-
ævintýrinu.
Steingrímur sagði af því tilefni
að Íslendingar væru ákveðnir í að
fara fram af varfærni því viðkvæmt
umhverfið væri landinu mjög mikil
vægt. benedikt@mbl.is
VG vill líka hverfa frá
áformum um olíuvinnslu
Málefnahópur vinnur að málinu fyrir landsfund VG
Katrín
Jakobsdóttir