Morgunblaðið - 25.03.2015, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 25.03.2015, Blaðsíða 10
10 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 Suðurlandsbraut 20, Reykjavík Sími 588 0200 |www.eirvik.is Verð frá kr. 29.990 MIELE Besta vörumerkið í Þýskalandi Valgerður Þ. Jónsdóttir vjon@mbl.is Fjargviðrast þó femínistar allir Hyggjast púkar koma í kring Kvenmannsbúka hlutgerving Svo kvað Bjarki Karlsson íkvæðabálknum Ungfrú Ís-land og mætti ímynda sérað skáldið hefði haft tísku- frömuði heimsins í huga í kveð- skapnum. Að minnsta kosti finnst mörgum konum þeir á stundum vera hálfgerðir púkar þegar þeir leggja línurnar um eftirsóknarvert vaxtarlag kvenna. Alkunna er að óþægilegir brjóstahaldarar sem þrýsta brjóstunum upp undir höku og háir pinnahælar hafa lengi átt upp á pallborðið hjá þeim í viðleitn- inni. Áður en lengra er haldið, les- endur góðir, er vissara að draga djúpt andann: Um þessar mundir boða tískuhönnuðirnir yfirnátt- úrulega mjótt mitti. Ef að líkum lætur verða lífstykki, svokölluð korselett, því eitt helsta þarfaþing kvenna sem vilja vera vel með á tískunótunum og þar með eins og stundaglas í laginu. Innblástur úr ævintýri Ekki kemur á óvart að hönn- uðirnir fengu innblástur úr æv- intýri, nánar tiltekið ævintýrinu um Öskubusku sem hin kornunga og ofurmittismjóa Lily James leik- ur í splunkunýrri Walt Disney- kvikmynd. Hún hefur harðneitað aðdróttunum um að í eftirvinnslu myndarinnar hafi verið átt staf- rænt við vaxtarlag sitt. „Ég er að eðlisfari býsna mittismjó auk þess sem ég var í korseletti sem gerði mig enn grennri,“ lét hún hafa eftir sér. En Öskubuska er ekki eina þokkadísin sem hefur vakið sérstaka athygli fyrir mjótt mitti og aukið sölu á korselettum um gjörvallt Bretland að því er The Sunday Times hermir. Raunveruleikastjarnan ít- urvaxna Kim Kardashian er einnig sögð hafa mikil áhrif á sölu þessa forna vaxtarmótunarnærfatn- aðar, sem margir hafa efalítið hald- ið að ætti sér ekki viðreisnar von á okkar dögum. Sérstaklega þegar fleyg orð franska rithöfundarins Eugene Chapus frá því á fyrri hluta nítjándu aldar eru höfð í huga: „Kona í korseletti er lygi, föls- un, skáldskapur; en fyrir okkur (og átti hann þá væntanlega við karl- menn) er þessi skáldskapur betri en raunveruleikinn,“ sagði hann. Sem dæmi um vinsældirnar jókst sala hefðbundinna korseletta með stálteinum frá breska fyrir- tækinu What Katie did um 50% síðustu þrjá mánuði og 54% á eBay frá því í desember hjá öðru, sem býður upp á nútímalegri gerð. Fatahönnuðurnir Stella McCartney, Alexander Wang, John Galliano og fleiri hafa sýnt korse- lett á tískusýningum sínum við þó nokkurn fögnuð. Svokölluð Josep- hine Marrying, beinhvít satín- korselett frá McCartney, seldust upp á viku. Það þykir mikil bót í máli að korselett nútímans eru fjarri því slík pyntingartæki eins og tíðkuðust á Viktoríutímabilinu því til að mynda hafa handhægar krækjur komið í stað klunnalegra reima, sem oft þurfti tvo eða jafn- vel fleiri til að strekkja. Ómögulegt að vera eins og hengilmæna Margar frægar leikkonur hafa þurft að þrengja sér í korselett vegna hlutverka í ýmsum kvik- myndum og sjónvarpsþáttum og sitt sýnist hverjum um þá reynslu. Michelle Dockery sem leikur lafði Mary í Downton Abbey segir hlut- skiptið alls ekki svo slæmt, korse- lettið bæti líkamsstöðuna, breyti göngulaginu og í slíkri flík sé alls- endis ómögulegt að vera eins og hengilmæna. Cate Blanchett kveðst vera ein af þeim ein- kennilegu manneskjum sem kunni því afskaplega vel að klæðast korseletti. Og talar af reynslu því hún lék Elizabeth I í samnefndri kvikmynd og vondu stjúpuna í fyrr- nefndri Öskubusku, báðar þvengmjóar í mittið. Ástralska leikkonan Mia Wasikowska sem fór með aðalhlutverkið í mynd Tim Burtons, Dísa í Undralandi, er á öðru máli, en hún segir ómögulegt að anda almennilega íklædd slíkri flík. „Hefur ekkert með karl- menn að gera“ Að sögn Katie Thomas, stofn- anda What Katie Did, hafa ofurfyr- irsætan Kate Moss og söngkon- urnar Beyoncé og Ellie Goulding fjárfest í korselettum hjá henni. Thomas hafnar því að viðskipta- vinir hennar klæðist korselettum til að geðjast eiginmönnum sínum eða kærustum. Þvert á móti segir hún konurnar sýna sjálfsöryggi og styrkleika samtímis því að vilja líta vel út. „ … hefur nákvæmlega ekk- ert með karlmenn að gera,“ full- yrðir hún og vísar jafnframt til for- tíðar. „Sögulega eiga korselett feiki- legum vinsældum að fagna á 60 ára Hlutgerving kvenmannsbúka í korselettum? Konan er jafnfær og karlmaður en uppeldið, síðir kjólar og reyrð lífstykki eru með- al þess sem heldur aftur af konum í samfélaginu, stóð í tímaritinu Fjallkonan ár- ið 1887. Lífstykki - korselett í daglegu tali, hafa lengi þótt táknræn fyrir stöðu kvenna í samfélaginu, þær hafi verið bundnar og heftar bæði andlega og líkam- lega. Nútíma korselett frá tískuhönnuðum heims þykja þægilegri en þau sem tíðk- uðust til dæmis á Viktoríutímabilinu. Margir kjósa að fá sér húðflúr. Mögu- leikar húðflúrsins eru óteljandi, hægt er að skapa ýmsar myndir, tákn, stafi o.fl. og nota alla regnsbogans liti. Húðflúrarastofan Classic tattoo Reykjavík stendur á bak við vefsíð- una tattoo.is og þar er ýmsan fróð- leik að finna um húðflúr. Það er gam- an að fletta í gegnum myndaalbúmið á síðunni og eru þau jafn ólík og þau eru mörg, hvert listaverkið er þar á fætur öðru á hinum ýmsu líkams- hlutum. Vefsíðan www.tattoo.is Morgunblaðið/Ómar Húðflúr Margir vilja fá sér húðflúr en vanda þarf valið sérstaklega vel áður. Húðflúr í regnbogans litum Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. Í dag kl. 20 heldur Hymnodia kamm- erkór þriðju tónleika sína í tónleika- röðinni saga kórtónlistar, í Akureyr- arkirkju. Að þessu sinni einbeitir kórinn sér að rómantískri tónlist 19. aldarinnar; fegurð og svellandi dramatík. Eyþór Ingi Jónsson segir frá og vekur athygli á einkennum tón- listarinnar, og Logi Einarsson arki- tekt og Úlfur Logason myndlistar- nemi segja frá og sýna dæmi um arkitektúr og myndlist sama tíma. Michael Jón Clarke syngur einsöng. Aðgangseyrir er 2.000 krónur en frítt er fyrir myndlistar- og tónlistarnema. Endilega ... ... hlýðið á sögu kórtónlistar Á Akureyri Hymnodia kammerkór. Raunveruleikastjarnan Kim Kardashian 16. öldin Cate Blanchett í fullum skrúða Elísabetar I í samnefndri kvikmynd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.