Morgunblaðið - 25.03.2015, Síða 23

Morgunblaðið - 25.03.2015, Síða 23
MINNINGAR 23 MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 25. MARS 2015 höfð að leiðarljósi. Amma kenndi mér margt og er mér og börnum mínum fyrirmynd í svo mörgu, einkum þó því að njóta líðandi stundar og hafa jákvæðnina og lífsgleðina sem drifkraft í lífi og starfi. Blessuð sé minning elskulegrar ömmu minnar. Guðmunda Smáradóttir. Minningar um Guðríði ná jafn- langt aftur og minni mitt, því hún bjó ásamt Sæmundi á hæðinni fyr- ir neðan okkur á Baldursgötu 7a frá því löngu áður en ég fæddist. Hún var litla systir pabba og milli þeirra náin systkinabönd, enda talsverður aldursmunur á þeim og eldri systkinunum. Ég byrjaði að brölta niður stigann að heilsa upp á frænku mína jafnvel fyrr en ég hafði getu til, ein ferðin endaði þannig að ég missti tönn þegar jafnvægið brast. Ég var alltaf au- fúsugestur á neðri hæðinni, þáði þar veitingar og leit reglulega til afa míns og ömmu sem þá voru í hárri elli, eða til Jóns Gunnars frænda míns. Á báðum hæðum bjó fólk við nokkuð þröngan kost, með litla skólagöngu en góða alþýðu- menntun og ákveðin grunnprinsíp á hreinu; heiðarleika, sannsögli og trúmennsku. Illmælgi um aðra var bönnuð en reynt að halda því frek- ar til haga, sem jákvætt var og gott. Guðríður var einstaklega vel gerð, bæði líkamlega hraust alla ævi og ákaflega glaðsinna í sínu eðli. Ég sá Guðríði sjaldan skipta skapi og á seinni árum, þegar elli kerling sótti á og sjón var hulin myrkri, var þó ávallt stutt í hlát- urinn út af ýmsu sem gladdi. Sennilega er slík skaphöfn mikil- vægur þáttur í því langlífi sem henni var úthlutað og sem hún nýtti til fulls. Guðríður fylgdist alltaf vel með öllu, bæði í þjóðmál- um og því sem var að gerast í fjöl- skyldunni, og hjá henni fengust oft fyrstu fréttir af nýjum fjölskyldu- meðlimum eða öðru sem máli skipti. Við þessi tímamót vil ég nota tækifærið og þakka Guðríði fyrir samfylgdina og þann félagsskap, stuðning og kærleik sem hún sýndi móður minni síðustu sam- búðarár þeirra á Baldursgötunni eftir að þær voru báðar orðnar einar og ekkjur. Ég sendi börnum Guðríðar, Þórhildi, Jóni Gunnari og Smára, og öðrum ástvinum samúðar- kveðjur. Gengin er góð kona sem lifði löngu og farsælu lífi, hélt reisn sinni og andlegu atgervi allt til hins síðasta og kvaddi fallega – í svefni eins og hún óskaði sér. Blessuð sé minning hennar. Árni Þórðarson.  Fleiri minningargreinar um Guðríður Jónsdóttir bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Sigurlína Ingi-mundardóttir fæddist í Gili í Austur-Fljótum í Skagafirði 1. sept- ember 1917. Hún lést á Dvalar- og hjúkrunarheimil- inu Grund 16. mars 2015. Foreldrar henn- ar voru Jóhanna Arngrímsdóttir úr Fljótum í Skagafirði, fædd 1880 og dáin 1932, og Ingi- mundur Sigurðsson frá Höfða- strönd í Skagafirði, fæddur 1882 og dáinn 1941. Systkini Sigurlínu voru: Sigurður Ant- on, f. 1907, d. 1924, Sigur- björg, f. 1909, d. 2003, Einara, f. 1911, d. 1998, Arngrímur, f. 1912, d. 2008, Ástríður Ingi- björg, f. 1915, d. 1999, Krist- inn, f. 1920, dáinn sama ár, Kristín Oktavía, f. 1922, d. 1997, og Sigurður Ragnar, f. 1924, d. 2003. Árið 1949 giftist Sigurlína Skarp- héðni Haraldssyni, f. 1916, d. 1998. Foreldrar hans voru Haraldur Einarsson, f. 1888, og Guðlaug Andr- ésdóttir, f. 1892. Börn Sigurlínu og Skarphéð- ins eru Sigrún, f. 1946, og Hilmar, f. 1953. Börn Sigrúnar eru Ann Sigurlín Lönnblad og Skarphéðinn Sæmundsson. Börn Ann Sigurlín eru Sunn- eva, Íris og Bjarki Ingabörn. Kona Hilmars er Helga Ólafs- dóttir. Útför Sigurlínu fer fram frá Fossvogskirkju í dag, 25. mars 2015, kl. 15. Árið 1985 gekk ég fyrst inn á heimili hjónanna Sigurlínu Ingi- mundardóttur og Skarphéðins Haraldssonar að Rauðalæk 11, verðandi tengdadóttir. Mér leið strax vel á þessu vel skipulagða og fallega heimili. Málverk húsbónd- ans, listmálarans og kennarans Skarphéðins þöktu veggi og hönn- un og smíði innréttinga og húsbún- aðar báru handbragði hans fagurt vitni. Heimilisbragur á Rauðalæk var ólíkur því félagslega umróti sem ég hafði hrærst í árin á undan þar sem hlutirnir áttu það til að fara úr skorðum. Á heimilinu ríkti fullkom- in reglusemi, gengið var fallega um, farið vel með og þarna var hver hlutur á sínum stað. Hjónin voru hæglát í fasi og Lína tjáði sig lítið um persónulega hagi og aldrei um sín helgustu mál. Ég vissi að hún bjó við fátækt í æsku og að sem ung stúlka varð hún fyrir því áfalli að ástvinur fór í sjóinn. Þau systk- inin sem komust upp fluttu til Reykjavíkur og vegnaði vel. Sigur- lína og systur hennar stofnuðu Matstofu Austurbæjar og ráku í nokkur ár. Kostgangari þar var Skarphéðinn, kominn úr Mýrdaln- um til að mennta sig í myndlist og kennslufræðum. Kaupsýsla lá til systkinanna frá Siglufirði og nokk- ur þeirra stunduðu verslunarrekst- ur í Reykjavík á síðustu öld. Í tíðum heimsóknum Línu á heimili okkar Hilmars eftir að Skarphéðinn féll frá fyrir 17 árum gerðum við ítrekaðar tilraunir til að fá að heyra af æskuárum hennar á Siglufirði, en án árangurs. Við fengum þó innsýn í að þegar hún var telpa var hún í nánum tengslum við fjölskyldu bíóstjórans á Siglufirði. Hún gat séð kvik- myndir að vild og það gaf henni ríkulega þjálfun í myndmáli kvik- myndanna. Lína var stemnings- kona og til í að gera sér dagamun. Við áttum margar ánægjustundir yfir kvöldmatnum á laugardögum og eftir mat færðum við okkur að sjónvarpinu og horfðum saman á gott efni, sem Hilmar reiddi fram með hliðsjón af hennar smekk. Hann fann gjarnan góðar klassísk- ar myndir með stjörnum fyrri tíma, og þær þekkti Lína iðulega betur en við hin. Með hnignandi andleg- um kröftum skipuðu stærri sess stór tónlistarprógröm svo sem af- mælistónleikar Ragga Bjarna og opnunarhátíð Hörpunnar. Lína stóð lengst af fast á því að búa heima, þó vinkonur og jafn- öldrur hyrfu inn fyrir dyr stofnana. Þessi afstaða var farin að valda henni sjálfri og aðstandendum erf- iðleikum. Sakir hrörnunar sem háum aldri fylgir var hún vart fær um að búa ein með þeirri hjálp sem henni stóð til boða. Með miklum eftirgangsmunum var sú málamiðl- un gerð að hún þægi hvíldarinn- lögn á Dvalar- og hjúkrunarheim- ilinu Grund. Ekki hafði hún dvalið þar nema fáeina sólarhringa þegar hún fór að ýja að því hvort hún ætti ekki kost á áframhaldandi vist og það gekk eftir. Síðan eru rúm tvö ár liðin. Á Grund leið henni vel í umsjá þjálfaðs starfsliðs og unga fólksins sem annaðist hana af mik- illi elskusemi. Hún átti til að tregð- ast við og hafna sjálfsagðri þjón- ustu af þeirra hendi og nýtti sér vigt síns virðulega aldurs, en öll mál leystust á endanum í léttleika og vinsemd. Á Grund er hugsað vel um fólk og þar ríkir þekking á því hvernig á að umgangast aldraða með skerta getu. Níutíu og sjö ára leið Sigurlínu vel og hún var engan veginn södd lífdaga þegar örlögin gripu inn í og lungnabólga lagði hana að velli á örfáum sólarhring- um. Helga Ólafsdóttir. Elsku amma mín. Nú er komið að leiðarlokum. Mig langar til að minnast þín í örfá- um orðum. Ég er svo þakklát fyrir að hafa fengið að alast upp hjá þér og afa. Þú gafst mér kærleika, um- hyggju, gleði og stuðning. Þú kenndir mér dyggðir eins og kurt- eisi, þolinmæði og reglusemi. Og þú kenndir mér þakklæti. Að kunna að meta það sem ég hafði. Þú varst alltaf til staðar. Þú kenndir mér einnig aga sem kom sér vel síðar í námi. Þú gerðir þitt besta í að að- stoða mig við heimalærdóminn. Þegar ég var yngri varstu oft mjög ákveðin og ströng. En ég er þér svo þakklát fyrir þann skóla þó mér hafi þótt hann nokkuð strang- ur á þeim tíma. Þetta hefur stutt mig mikið. Lagðar voru ákveðnar reglur varðandi háttatíma, klæðn- að, vini, lærdóm, mat og fleira. Sæl- gæti var í lágmarki, lakkrísrör og kók á sunnudögum. Þú kenndir mér einnig að prjóna, hekla, sauma, strauja og baka dýrindis pönnukökur enda búkona mikil og kattþrifin. Allur matur var lagaður frá grunni og fín- ustu matréttir reiddir fram á hverj- um degi og fyrir það er ég þakklát. Á árum áður naut Matstofa Austur- bæjar þinnar góðu kunnáttu. Gestrisin varstu með eindæmum og þess nutu nágrannar, ættingjar og vinir sem komu til þín í rjúkandi heitt kaffi og dásamlegar nýbakaðar kökur. Ég man sérstaklega eftir jóla- kökunni, vínarbrauðinu og snúðun- um gómsætu. Þá naustu þín og ljóm- aðir. Við sérstök tilefni var boðið upp á sérrí og mér fannst voða spennandi að dýfa fingrunum í glas og smakka. Og veislurnar sem við fórum í hjá Sigga frænda og Dóru: Þar var mikil gleði, tónlist og dans og þar varstu í essinu þínu. Og kímnigáfan var sko í góðu lagi, alltaf eitthvað fyndið að detta upp úr þér. Ég fékk mína fyrstu vinnu- reynslu þegar ég fékk að vinna með þér í fatabúðinni Drangey hjá Ástu frænku og Svövu á Laugaveginum. Ég sá hvað þér þótti gaman að vinna þar. Þú varst alltaf svo glöð og kát þegar ég kom í heimsókn. Og svo varstu mjög hrifin af barnabarna- börnunum þínum, Sunnevu, Írisi og Bjarka. Þú vildir alltaf fara með okkur út á kaffihús eða gera eitt- hvað skemmtilegt. Þér fannst voða gaman að fara í ferðalög. Við fórum í margar ferðir til Þingvalla með afa og við fórum einnig til Víkur í Mýrdal. En þú fórst líka til útlanda með afa, m.a. Þýskalands, Rússlands, Frakk- lands, Ítalíu og Bretlands. Þið kom- uð heim færandi hendi með ýmsar gjafir. Ekki má gleyma stór- skemmtilegu ferðinni sem við fór- um saman til Flórída. Þar var mikið hlegið með góðu fólki. Mér þótti einnig mjög vænt um að þú komst með Ásu, fyrrverandi tengdamóður minni, í heimsókn til okkar Inga í Svíþjóð. Þú vildir vita hvernig við hefðum það, búsett í öðru landi. Með hækkandi aldri mýktist þú í hátterni. Þú faðmaðir mig oft og kysstir og vildir fá marga kossa. Þetta var þinn háttur á að sýna kærleika. Svo vildir þú gefa og fá kossa frá barnabarnabörnunum. Ég og börnin mín minnumst þín með hlýju og gleði í hjarta. Ég elska þig, amma mín. Ég vona að þú mætir afa Skarphéðni á ein- hverjum fallegum stað þar sem sól- in skín að eilífu. Ann Sigurlín Lönnblad. Kaldar hendur komu alltaf upp um mig, ömmustrákinn sem var ekki allra duglegastur að brúka vettlinga og þesskyns plögg sem fullorðnir voru síklínandi utan á mann. Ég er ekki fyrr kominn inn um útidyrnar hjá ömmu og afa en hún spyr hvort ekki sé kalt úti. Ó, hvað þér er kalt á höndunum! heyr- ist svo þegar hún tekur hönd mína milli lófa sér. Hún strýkur höndum mínum með sínum. Hendur hennar eru mjúkar og hlýjar. Þegar hitastig handanna er orðið ásættanlegt þarf að koma næringu í kroppinn. Hjarta heimilisins slær í eldhúsinu. Þar kunni amma þá list að búa til hollan og bragðgóðan mat handa matvöndu barni eins og mér. Þar galdraði hún líka fram pönnu- kökurnar og snúðana. Já, snúðarn- ir! Ekkert vissi ég betra en þessa litlu gómsætu snúða. Heimur ungs manns stækkar þegar hann áttar sig á því að pönnu- kökurnar hennar ömmu eru ekki hin platónska frummynd allra pönnukaka fyrir öllu öðru fólki. Annað fólk á jú aðrar ömmur sem bökuðu aðrar pönnukökur sem því fólki þykir eflaust bestar sinnar tegundar. (Meira að segja ég átti aðra ömmu sem bakaði aðrar pönnukökur en ég ályktaði að mun- urinn hlyti að skýrast af því að þær voru voru bakaðar í öðrum lands- hluta.) En ég vissi ekki til þess að nokkur annar ætti ömmu sem bak- aði svona einstaka snúða. Tímninn bítur á okkur öll. Afi fellur frá en amma er ávallt til stað- ar og tekur á móti manni af sinni stöku hlýju. Ellin hrifsar til sín vandamenn og samferðamenn um lífið. Líkamleg færni dvínar og minnið verður gloppótt. Heimalag- að bakkelsi víkur fyrir aðkeyptu, heimaþjónustan tekur við elda- mennskunni. Að því kemur að meiri aðhlynningar er þörf og amma fær að dvelja á Grund. Heimur roskinnar konu minnkar. Breytingar geta tekið á og sökn- uður að hinni sjálfstæðu, drífandi ömmu minni sem áður var gerði skrefin þung að þessu nýja heimili hennar. En lundin léttist á ný þeg- ar hún sér mig og brosir breitt. Tekur svo um hendur mér og spyr hvort ekki sé kalt úti. Hún sem vildi gefa mér allt átti fátt annað eftir en hlýju og væntumþykju. Það er allt sem þarf. Þá skipti ekki máli að sömu samtölin væru endurtekin og að oftsinnis þyrfti ég að fullvissa hana um að mig skorti ekkert. Um- hyggjan var hennar fyrsta við- bragð. Hvaða máli skiptir að muna ekki gærdaginn ef þú nýtur dags- ins í dag? Og það gerði amma svo sannarlega. Hún naut sín í fé- lagsskap heimilisfólksins á Grund þar sem harðduglegt og ósérhlífið starfsfólkið sinnti henni af ást og al- úð. Fyrir það eiga þau allt mitt þakklæti. Loks kemur að því að líkaminn getur ekki meir, heimsóknirnar verða ekki fleiri. Á dánarbeðinum tekur hún um hönd mína. Ó, hvað þér er kalt á höndunum! Hendur hennar eru mjúkar og hlýjar. Svo leyfir hún sér að biðja um koss. Fleiri orð fara ekki okkar á milli. Næstu nótt kveður háöldruð kona heiminn í friðsemd og ró. Ég held um hönd hennar uns andar- tökin verða ekki fleiri. Kuldinn tek- ur við en hendur mínar eru mjúkar og hlýjar. Lífið heldur áfram og ég er þakklátur fyrir að fá að eiga svona góða að. Skarphéðinn Sæmundsson. Sigurlína Ingimundardóttir Við úrvinnslu minningar- greina urðu þau leiðu mistök að vitlaus mynd birtist með minningargreinum um Guð- rúnu Jónsdóttur sem jörðuð var frá Akraneskirkju í gær, 24. mars 2015. Rétt mynd af Guðrúnu er birt hér að ofan og eru hlutaðeigendur beðnir velvirðingar á þessum mis- tökum. LEIÐRÉTT Guðrún Jóns- dóttir (Rúna) Okkar ástkæri RAGNAR HERMANNSSON, hjúkrunarheimilinu Ljósheimum, áður Tryggvagötu 7, Selfossi, lést þriðjudaginn 17. mars. Útförin fer fram frá Selfosskirkju föstudaginn 27. mars kl. 13.30. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Parkinsonsamtökin. . Anna Ósk Ragnarsdóttir, Ingvar Garðarsson, Sólveig Sjöfn Ragnarsdóttir, Sigurður Grétarsson, Ragna Björk Ragnarsdóttir, Kristján Helgason, Anna S. Kjartansdóttir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, ÓFEIGUR PÉTURSSON rafvirki, lést á Landspítalanum í Fossvogi 16. mars. Útför hans fer fram frá Garðakirkju föstudaginn 27. mars kl. 13. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. . Svanhvít Ragnarsdóttir, Aðalheiður Ófeigsdóttir, Guðbjörg Ófeigsdóttir, Margrét Ófeigsdóttir, Magnús Jóhannsson, Jakob Viðar Ófeigsson, Elfa Kristinsdóttir, afabörn og langafabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, SNÆBJÖRN PÁLSSON, fyrrverandi slökkviliðsmaður á Reykjavíkurflugvelli, lést á Landspítalanum miðvikudaginn 18. mars. Útför hans fer fram frá Árbæjarkirkju föstudaginn 27. mars kl. 15. . Magnús Snæbjörnsson, Ingibjörg Sigurðardóttir, Páll Snæbjörnsson, Guðrún Dóra Gísladóttir, Sigrún Birna Magnúsdóttir, Hörður Jóhann Halldórsson, Daði Snær Pálsson, Arna Pálsdóttir, Halldór Máni Harðarson, Magnús Ingi Harðarson og Jóhann Darri Harðarson. Elsku maðurinn minn og Laugi okkar, GUÐLAUGUR HEIÐAR JÖRUNDSSON, Bollagörðum 57, Seltjarnarnesi, lést í faðmi fjölskyldunnar á hjúkrunarheimilinu Sóltúni laugardaginn 14. mars. Hann verður jarðsunginn frá Neskirkju fimmtudaginn 26. mars kl. 13. . Guðrún V. Haraldsdóttir, Sif, Auður Edda og fjölskyldur. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, SIGRÍÐUR JÓNSDÓTTIR, verður jarðsungin frá Borgarneskirkju föstudaginn 27. mars kl. 14. Þeim sem vildu minnast hennar er bent á Minningarsjóð Brákarhlíðar - sjá heimasíðu: www.brakarhlid.is. . Ágústa Jóna Þorsteinsdóttir, Birna Þorsteinsdóttir, Theodóra Þorsteinsdóttir, Olgeir Helgi Ragnarsson, Þorsteinn Þ. Þorsteinsson, Guðrún I. Rúnarsdóttir, ömmubörn og langömmubörn.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.