Morgunblaðið - 27.03.2015, Qupperneq 3

Morgunblaðið - 27.03.2015, Qupperneq 3
Nánari upplýsingar á rsk.is skattur.is Fyrir flesta tekur frágangur skattframtalsins aðeins fáar mínútur. Á skattur.is getur þú fundið framtalið þitt með öllum innsendum upplýsingum frá launagreiðendum, fjármálastofnunum og öðrum þar til bærum aðilum. 1 Opna framtalið 2 Yfirfara upplýsingar 3 Breyta ef þarf 4 Staðfesta Skilafrestur Almennur skilafrestur fyrir launamenn og einstaklinga með eigin atvinnurekstur var til 20. mars. Þeir sem hafa fengið frest geta þó skilað síðar. Frestur getur lengstur orðið til 31. mars nema hjá endurskoðendum og bókurum sem hafa lengri skilafrest. Framtal barns skal fylgja framtali framfæranda. Upplýsingar á framtali Áríðandi er að framteljandi athugi hvort áritaðar fjárhæðir og aðrar upplýsingar séu í samræmi við gögn og upplýsingar sem hann hefur sjálfur undir höndum. Auðkenning Unnt er að auðkenna sig með þrenns konar hætti, þ.e. með rafrænum skilríkjum í gsm síma, rafrænum skilríkjum á korti og með veflykli RSK. Ríkisskattstjóri mælir með að rafræn skilríki séu notuð við auðkenningu. Símaþjónusta í 442-1414 Í mars verður veitt aðstoð í síma 442-1414 alla virka daga frá kl. 9:30-15:30. Dagana 30. og 31. mars verður þjónustan í boði til kl. 19:00. Framtalsfrestur er liðinn Ef þú átt enn eftir að skila framtali þá vinsamlegast skilaðu sem allra fyrst

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.