Morgunblaðið - 27.03.2015, Page 4

Morgunblaðið - 27.03.2015, Page 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 27. MARS 2015 Varúð: Inniheldur smáhluti. Ekki ætlað börnum 0-3 ára. Galdraðu fram gómsæta páska með Töfrahetju- egginu frá Góu. Ómar Friðriksson omfr@mbl.is Samninganefnd 16 aðildarfélaga Starfsgreinasambandsins kom sam- an í gær vegna óvissu um lögmæti atkvæðagreiðslunnar um boðun verkfalls í kjölfar dóms Félagsdóms í fyrradag í máli tæknimanna hjá Ríkisútvarpinu. Ákveðið var á fund- inum að afturkalla atkvæðagreiðsl- una. Verður kosningin endurtekin hjá hverju félagi fyrir sig. Þetta gæti þýtt skv. upplýsingum Björns Snæ- björnssonar, formanns SGS, að fyr- irhugaðar verkfallsaðgerðir á vegum félaganna frestist um tvær til þrjár vikur og komi til framkvæmda undir lok aprílmánaðar verði þær sam- þykktar í félögunum. Hann segir all- ar líkur á að félagsmenn muni sam- þykkja boðun verkfalla. „Þetta mun bara þýða að það verða ákveðnar nýjar aðgerðir og þær verða harðari en þær sem við vorum búin að stilla upp,“ segir hann. Baráttuhugurinn meðal félagsmanna mun ekki dala Björn segir að mikil baráttuhugur og stemning sé meðal félagsmanna í verkalýðsfélögunum og hann muni ekkert dala þó að næsta atkvæða- greiðsla fari ekki fram fyrr en eftir páska. Væntanlegar aðgerðir komi til síðar en þær færist þá yfir á tíma- bil sem er enn viðkvæmara í ferða- þjónustunni og fleiri atvinnugrein- um en þær aðgerðir sem boðaðar höfðu verið eftir páska. Uppfærð áætlun um aðgerðir verður kynnt fljótlega og í kjölfarið munu öll félögin 16 sem aðild eiga að samninganefnd SGS boða til at- kvæðagreiðslu meðal félagsmanna sinna. Í yfirlýsingu eftir fundinn í gær lýsir SGS miklum vonbrigðum með nýfallinn dóm félagsdóms í máli Rafiðnaðarsambandsins vegna tæknimanna hjá RÚV „en Samtök atvinnulífsins (SA) höfðu efast um lögmæti verkfallsaðgerða tækni- mannanna. Dómurinn kemst að þeirri niðurstöðu að óheimilt hafi verið að telja atkvæði vegna verk- fallsboðunar margra stéttarfélaga í einu lagi, jafnvel þó að um sameig- inlegar aðgerðir sé að ræða,“ segir þar. Í ljósi þess að yfirstandandi at- kvæðagreiðsla SGS sé einnig vegna sameiginlegra aðgerða margra stétt- arfélaga hafi samninganefnd SGS ákveðið að afturkalla atkvæða- greiðsluna. ,,Dómurinn sem féll í Félagsdómi er mjög skýr þannig að við ákváðum að hætta við þessa atkvæðagreiðslu og byrja að undirbúa þá næstu, þar sem hvert félag fyrir sig mun greiða atkvæði en við vorum í þeirri trú að það væri allt í lagi að gera þetta með þessum hætti,“ segir Björn. Félagsdómur í máli tæknimann- anna í Rafiðnaðarsambandinu var kveðinn upp eftir að Samtök at- vinnulífsins báru verkfallsboðun þeirra undir dóminn. Var meginnið- urstaðan sú að verkfallsrétturinn væri bundinn við stéttarfélag og því beri að kjósa og telja atkvæði hjá hverju félagi fyrir sig en ekki sam- eiginlega. Björn segir afstöðu Samtaka at- vinnulífsins mjög einkennilega. SA kvarti iðulega undan því að laun- þegahreyfingin komi að samninga- borðinu í mörgum hlutum en ekki sameiginlega sem ein fylking. „Þeir kvarta undan því núna að við séum í mörgum hópum en svo þegar við komum okkur saman um samræmd- ar aðgerðir, þá vilja þeir slíta okkur í sundur. Mér finnst nær að þeir setj- ist niður og reyni að semja um kjara- samning heldur en að vera að standa í einhverjum svona tækniatriðum.“ Björn segist ekki geta sagt fyrir um hvaða áhrif afturköllun atkvæða- greiðslunnar og undirbúningur að nýrri kosningu í hverju félagi muni hafa á kjaraviðræðurnar á komandi vikum en boðað er til næsta sátta- fundar 7. apríl. Morgunblaðið/Styrmir Kári Meta stöðuna Forystumenn Starfsgreinasambandsins ráða ráðum sínum á fundi í gær vegna óvissu um lögmæti atkvæðagreiðslunnar um verkfall. Farið var yfir þýðingu nýfallins dóms Félagsdóms með lögfræðingi. Boðar harðari að- gerðir í lok apríl  SGS ákveður að afturkalla atkvæðagreiðsluna um verkföll 10 þúsund félagar » Kosningar um verkföll verða endurteknar hjá hverju aðild- arfélagi SGS fyrir sig. » Félagsmennirnir í stétt- arfélögunum 16 eru ríflega 10.000 talsins og starfa á mat- vælasviði, s.s í fiskvinnslu, kjötvinnslu og sláturhúsum og í þjónustugreinum, s.s. ferða- þjónustu og ræstingum og í byggingarstarfsemi, mann- virkjagerð, iðnaði og flutnings- greinum. Fjármála- og efnahagsráðuneyti tel- ur að verkfallsboðanir fimm aðild- arfélaga BHM séu ólögmætar og hafa félögunum verið sendar til- kynningar þess efnis þar sem þau eru hvött til að afturkalla þær. Skv. upplýsingum blaðsins má búast við að ríkið fari með málið fyrir Fé- lagsdóm ef félögin fimm afturkalla ekki verkfallsboðanirnar. Alls hafa 18 stéttarfélög innan BHM samþykkt verkfallsboðanir eftir páska og halda forsvarsmenn bandalagsins því fram að allar at- kvæðagreiðslurnar hafi verið að lög- um. Ætla félögin því ekki að verða við áskorun ríkisins um afturköllun þeirra, heldur halda verkfallsboð- unum til streitu skv. upplýsingum Morgunblaðsins. Þau fimm félög sem fjármálaráðu- neytið telur að hafi ekki staðið með lögmætum hætti að verkfallsboð- unum eru: Félag háskólamenntaðra starfsmanna stjórnarráðsins, Stétt- arfélag lögfræðinga, Ljósmæðra- félag Íslands, Stéttarfélag háskóla- menntaðra starfsmanna á matvæla- og næringarsviði og Félag íslenskra náttúrufræðinga. Í bréfi ráðuneytisins kemur fram að fyrirhugaðar verkfallsaðgerðir annarra 13 félaga innan BHM hafi verið löglega boðaðar. Í svari Páls Halldórssonar, for- manns BHM, til kjara- og mann- auðssýslu ríkisins í gær segir að sjálfstæð atkvæðagreiðsla hafi farið fram um verkfallsboðanir í hverju félagi. ,,Þannig voru greidd atkvæði fyrir hvert og eitt verkfall sjálfstætt og sérstaklega. Greidd voru atkvæði í hverju fé- lagi um þær aðgerðir sem fé- lagsmenn þess skyldu taka þátt í,“ segir m.a. í svari BHM, sem lítur svo á að kosningarnar hafi verið að lög- um. Ása Sigríður Þórisdóttir, upplýs- ingafulltrúi BHM, segir að umbeðn- ar upplýsingar um framkvæmd at- kvæðagreiðslunnar, atkvæðaseðla o.fl. hafi verið sendar eftir hádegi í gær Því sé sérkennilegt að ráðu- neytið komist að þessari niðurstöðu áður en það hefur fengið þessar upp- lýsingar um atkvæðagreiðsluna í hendur. ,,Við lítum svo á að rétt hafi verið að þessu staðið og að niðurstaðan standi og höldum okkar striki,“ segir hún. Samninganefndir ríkisins og BHM komu saman hjá rík- issáttasemjara í gær og ákvað ríkið í framhaldi af þeim fundi að vísa kjaradeilunni við BHM-félögin til sáttameðferðar. omfr@mbl.is Telur verkföll 5 félaga ólögmæt  BHM-félögin halda sínu striki  Rík- ið vísar deilu við BHM til sáttasemjara Morgunblaðið/Ómar Baráttufundur 18 félög í BHM hafa boðað verkfallsaðgerðir í apríl. Skrifað hefur verið undir nýjan kjara- samning milli Fé- lags íslenskra leik- ara og Leikfélags Reykjavíkur vegna leikara í Borgarleikhúsinu með fyrirvara um samþykki leikara og stjórnar LR. Skv. upplýs- ingum frá Félagi íslenskra leikara hafa viðræður viðsemjenda staðið yfir nánast óslitið síðan í apríl í fyrra og var eldri samningur tvívegis fram- lengdur. Samningstími nýja samn- ingsins er frá 1. febrúar sl. til 30. september 2016. Verður samning- urinn borinn undir leikara til sam- þykktar síðdegis í dag. Ósamið er í deilu leikara og ríkisins og hafa leik- arar boðað til verkfalls 9. apríl. Leikarar ná samningum Sýning á sviði Borgarleikhússins Sameiginleg kröfugerð SFR stéttar- félags í almannaþjónustu, Sjúkraliða- félags Íslands og Landssambands lögreglumanna, fyrir komandi kjara- viðræður var lögð fyrir samninga- nefnd ríkisins í gær. Félögin gera ráð fyrir að samið verði til eins árs en loka þó ekki á möguleikann á lengri samn- ingi að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR. Ekki eru settar fram kröfur um ákveðna prósentu- eða krónutölu- hækkun launa en áhersla lögð á að horft verði til samninga sem ríkið hef- ur gert að undanförnu að sögn hans. Meta má launakröfur félaganna upp á 17 til 25% launahækkanir eftir því til hversu langs tíma verður samið. Árni Stefán segir að félögin hafi fengið þau svör á fundinum í gær að það væri stefna ríkisins að bjóða 3,5% launa- hækkanir. Kröfugerð félaganna skiptist í tvo hluta, annars vegar sameiginlegar kröfur þeirra og hins vegar sérkröfur hvers félags fyrir sig. Eru meginkröf- urnar auk launakrafna m.a. þær að vinnuvikan verði stytt, kynbundnum launamun verði útrýmt, að laun verði jöfnuð eða leiðrétt á milli opinberra starfsmanna og starfsmanna á al- mennum markaði og að tekin verði upp launaþróunartrygging. Kjara- samningar félaganna renna út í lok apríl. Boðað er til næsta fundar um miðjan apríl. omfr@mbl.is Vilja 17 til 25% hækkanir og styttri vinnuviku Magnús Pétursson ríkissáttasemjari hefur sagt upp störfum. Staðfesti hann þetta í samtali við mbl.is í gær. „Ég sagði upp í lok febrúar og upp- sagnarfresturinn er þrír mánuðir, þannig að samningnum mun ljúka í maí,“ sagði Magnús. Aðspurður sagðist hann þó hafa ákveðinn sveigjanleika varðandi eiginleg starfslok, enda margar kjaraviðræð- ur í gangi sem embættið þyrfti að sinna. Hann sagði það skipta miklu máli að fulltrúar vinnumarkaðarins kæmu að vali nýs sáttasemjara en félagsmálaráð- herra skipar rík- issáttasemjara til fimm ára í senn. Magnús hefur gegnt starfi ríkis- sáttasemjara frá árinu 2008. Áður starfaði hann sem forstjóri Landspítalans og þar áður var hann ráðuneytisstjóri í fjármála- ráðuneytinu. Ríkissáttasemjari segir starfi sínu lausu Magnús Pétursson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.